Opnað á hálfs árs fjarvinnu erlendra sérfræðinga með reglugerðarbreytingum

Ráðherrar í ríkisstjórninni undirrituðu í dag breytingar á reglugerðum sem gefa ríkisborgurum utan EES færi á að koma hingað til lands með fjölskyldur sínar og vinna í fjarvinnu til sex mánaða.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við undirritun reglugerðanna í dag.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við undirritun reglugerðanna í dag.
Auglýsing

Erlendir rík­is­borg­arar frá ákveðnum löndum utan EES munu geta dvalið á Íslandi í allt að sex mán­uði og stundað vinnu sína hjá erlendum fyr­ir­tækjum í fjar­vinnu, sam­kvæmt breyt­ingum á reglu­gerðum sem ráð­herrar í rík­is­stjórn­inni und­ir­rit­uðu í dag. 

Stefnan er að skoða fram­kvæmd­ina áfram, svo hægt verði að bjóða upp á dvöl til enn lengri tíma. Íslands­stofa mun sjá um upp­lýs­inga­gjöf og kynn­ing­ar­starf aðgerð­ar­inn­ar.

Með breyt­ing­unum verður þeim rík­is­borg­ur­um, sem eru und­an­þegnir árit­un­ar­skyldu, heim­ilt að sækja um lang­tíma­vega­bréfs­á­ritun á Íslandi fyrir starfs­menn í fjar­vinnu og fjöl­skyldur þeirra án þess að þurfa að flytja lög­heim­ili til lands­ins eða fá kenni­töl­ur.

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttur nýsköp­un­ar­ráð­herra hefur haft frum­kvæði að þessu verk­efni og ráðu­neyti hennar unnið að því í sam­vinnu við dóms­mála­ráðu­neyt­ið, fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið og Skatt­inn og fleiri að útfæra heim­ild fyrir ein­stak­linga sem eru í föstu ráðn­ing­ar­sam­bandi við erlend fyr­ir­tæki að dvelja og starfa hér á landi í sex mán­uði, en í kjöl­far COVID-19 far­ald­urs­ins hafa fjölda­mörg fyr­ir­tæki opnað á fjar­vinnu. Fram til þessa hefur aðeins verið hægt að dvelja hér á landi í 90 daga við slíkar aðstæð­ur.

Auglýsing

„Til að fá heim­ild fyrir lengri dvöl þarf við­kom­andi að sýna fram á ráðn­ing­ar­sam­band, tekjur og sjúkra­trygg­ing­ar. Áfram verður unnið að því að skoða fram­kvæmd­ina til að hægt verði að bjóða upp á dvöl til enn lengri tíma. Sam­starf og sam­ráð mun hefj­ast sem fyrst um það hvernig skatta­mál og dval­ar­heim­ildir yrðu útfærð­ar. Það mun kalla á víð­tækt sam­starf,“ segir í til­kynn­ingu um þessa aðgerð á vef stjórn­ar­ráðs­ins. 

„Til að byggja upp útflutn­ings­greinar byggðar á hug­viti þurfum við að búa til umhverfi, suðu­pott fólks með hug­myndir og hæfni sem kynnist, lærir af hvert öðru, og býr til tæki­færi fram­tíð­ar­inn­ar. Með því að opna nú fyrir og auð­velda starfs­fólki að vinna frá Íslandi, bætum við þekk­ingu og teng­ingum inn í íslenska umhverf­ið,“ er haft eftir Þór­dísi Kol­brúnu í til­kynn­ingu um mál­ið.

„Við höfum sér­stöðu hvað varðar land­legu, tengjum tíma­belti austur og vestur Evr­ópu við aust­ur- og mið Banda­rík­in. Við höfum upp á mikið að bjóða fyrir erlenda sér­fræð­inga og getum lært mikið af þeim. Einn helsti veik­leiki íslenska nýsköp­un­ar­um­hverf­is­ins eru teng­ingar okkar við útlönd. Með því að hvetja fjar­vinnu­fólk til að koma til Íslands erum við að minnka heim­inn og búa til mik­il­vægar teng­ingar sem ann­ars væri erfitt að koma á. Nú höfum við stigið þetta mik­il­væga skref en ætlum að halda áfram vinnu við að stíga enn stærri skref svo við getum boðið upp á enn lengri dvöl íslensku sam­fé­lagi til hags­bóta,“ er enn fremur haft eftir ráð­herr­an­um.

Tryggja á að ekk­ert á skatta­hlið­inni stoppi þetta

Á vef stjórn­ar­ráðs­ins kemur fram að breyt­ingin sem gerð sé í dag kalli ekki á laga­breyt­ing­ar, heldur hafi Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra und­ir­ritað breyt­ingar á reglu­gerðum um útlend­inga og reglu­gerðum um tekju­skatt og fasta starf­stöð.

„Við ætlum að tryggja að út frá skatta­hlið­inni sé ekk­ert sem kemur í veg fyrir að hægt verði að nýta þann mögu­leika að fá hingað tíma­bundið til starfa ein­stak­linga sem starfa hjá erlendum fyr­ir­tækj­um, en þessir sér­fræð­ingar búa yfir verð­mætri hæfni og þekk­ingu. Í þessu fel­ast ótal tæki­færi og í við­spyrn­unni við kór­ónu­veiru­far­aldr­inum er mik­il­vægt að horfa til þess hvernig við getum styrkt efna­hags­lega stöðu okkar með fjöl­breyttum hætti, meðal ann­ars með nýjum tengslum og þekk­ingu á vett­vangi nýsköp­unar og rann­sókna,” er haft eftir Bjarna á vef ráðu­neyt­is­ins.

„Ég hef verið fylgj­andi því að fólk utan evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins hafi aukna mögu­leika til að koma hér til starfa. Þróun tækni kallar á það að við séum opin og sveigj­an­leg gagn­vart vax­andi tæki­færum sem skap­ast þegar sífellt fleiri störf eru óháð dval­ar­stað. Reglu­verkið þarf að taka mið af þessu og sam­vinna og sam­eig­in­legur vilji ráðu­neyta er nauð­syn­leg for­senda þess að vel tak­ist til,“ er haft eftir Áslaugu Örnu, í til­kynn­ingu ráðu­neyt­anna þriggja sem koma að mál­inu.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent