Opnað á hálfs árs fjarvinnu erlendra sérfræðinga með reglugerðarbreytingum

Ráðherrar í ríkisstjórninni undirrituðu í dag breytingar á reglugerðum sem gefa ríkisborgurum utan EES færi á að koma hingað til lands með fjölskyldur sínar og vinna í fjarvinnu til sex mánaða.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við undirritun reglugerðanna í dag.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við undirritun reglugerðanna í dag.
Auglýsing

Erlendir ríkisborgarar frá ákveðnum löndum utan EES munu geta dvalið á Íslandi í allt að sex mánuði og stundað vinnu sína hjá erlendum fyrirtækjum í fjarvinnu, samkvæmt breytingum á reglugerðum sem ráðherrar í ríkisstjórninni undirrituðu í dag. 

Stefnan er að skoða framkvæmdina áfram, svo hægt verði að bjóða upp á dvöl til enn lengri tíma. Íslandsstofa mun sjá um upplýsingagjöf og kynningarstarf aðgerðarinnar.

Með breytingunum verður þeim ríkisborgurum, sem eru undanþegnir áritunarskyldu, heimilt að sækja um langtímavegabréfsáritun á Íslandi fyrir starfsmenn í fjarvinnu og fjölskyldur þeirra án þess að þurfa að flytja lögheimili til landsins eða fá kennitölur.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttur nýsköpunarráðherra hefur haft frumkvæði að þessu verkefni og ráðuneyti hennar unnið að því í samvinnu við dómsmálaráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið og Skattinn og fleiri að útfæra heimild fyrir einstaklinga sem eru í föstu ráðningarsambandi við erlend fyrirtæki að dvelja og starfa hér á landi í sex mánuði, en í kjölfar COVID-19 faraldursins hafa fjöldamörg fyrirtæki opnað á fjarvinnu. Fram til þessa hefur aðeins verið hægt að dvelja hér á landi í 90 daga við slíkar aðstæður.

Auglýsing

„Til að fá heimild fyrir lengri dvöl þarf viðkomandi að sýna fram á ráðningarsamband, tekjur og sjúkratryggingar. Áfram verður unnið að því að skoða framkvæmdina til að hægt verði að bjóða upp á dvöl til enn lengri tíma. Samstarf og samráð mun hefjast sem fyrst um það hvernig skattamál og dvalarheimildir yrðu útfærðar. Það mun kalla á víðtækt samstarf,“ segir í tilkynningu um þessa aðgerð á vef stjórnarráðsins. 

„Til að byggja upp útflutningsgreinar byggðar á hugviti þurfum við að búa til umhverfi, suðupott fólks með hugmyndir og hæfni sem kynnist, lærir af hvert öðru, og býr til tækifæri framtíðarinnar. Með því að opna nú fyrir og auðvelda starfsfólki að vinna frá Íslandi, bætum við þekkingu og tengingum inn í íslenska umhverfið,“ er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu í tilkynningu um málið.

„Við höfum sérstöðu hvað varðar landlegu, tengjum tímabelti austur og vestur Evrópu við austur- og mið Bandaríkin. Við höfum upp á mikið að bjóða fyrir erlenda sérfræðinga og getum lært mikið af þeim. Einn helsti veikleiki íslenska nýsköpunarumhverfisins eru tengingar okkar við útlönd. Með því að hvetja fjarvinnufólk til að koma til Íslands erum við að minnka heiminn og búa til mikilvægar tengingar sem annars væri erfitt að koma á. Nú höfum við stigið þetta mikilvæga skref en ætlum að halda áfram vinnu við að stíga enn stærri skref svo við getum boðið upp á enn lengri dvöl íslensku samfélagi til hagsbóta,“ er enn fremur haft eftir ráðherranum.

Tryggja á að ekkert á skattahliðinni stoppi þetta

Á vef stjórnarráðsins kemur fram að breytingin sem gerð sé í dag kalli ekki á lagabreytingar, heldur hafi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra undirritað breytingar á reglugerðum um útlendinga og reglugerðum um tekjuskatt og fasta starfstöð.

„Við ætlum að tryggja að út frá skattahliðinni sé ekkert sem kemur í veg fyrir að hægt verði að nýta þann möguleika að fá hingað tímabundið til starfa einstaklinga sem starfa hjá erlendum fyrirtækjum, en þessir sérfræðingar búa yfir verðmætri hæfni og þekkingu. Í þessu felast ótal tækifæri og í viðspyrnunni við kórónuveirufaraldrinum er mikilvægt að horfa til þess hvernig við getum styrkt efnahagslega stöðu okkar með fjölbreyttum hætti, meðal annars með nýjum tengslum og þekkingu á vettvangi nýsköpunar og rannsókna,” er haft eftir Bjarna á vef ráðuneytisins.

„Ég hef verið fylgjandi því að fólk utan evrópska efnahagssvæðisins hafi aukna möguleika til að koma hér til starfa. Þróun tækni kallar á það að við séum opin og sveigjanleg gagnvart vaxandi tækifærum sem skapast þegar sífellt fleiri störf eru óháð dvalarstað. Regluverkið þarf að taka mið af þessu og samvinna og sameiginlegur vilji ráðuneyta er nauðsynleg forsenda þess að vel takist til,“ er haft eftir Áslaugu Örnu, í tilkynningu ráðuneytanna þriggja sem koma að málinu.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til að bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent