Aðsend

Fjarvinnan eftir faraldurinn gæti orðið þáttur í að byggja upp hagkerfi Íslands til framtíðar

Fjölmargir sérfræðingar í alþjóðlegum tæknifyrirtækjum fá núna leyfi til þess að vinna fjarvinnu til frambúðar, sökum þess hve fjarvinnan hefur gengið vel það sem af er heimsfaraldrinum. Þarna erum við að tala um fyrirtæki á borð við Twitter og fleiri. Þetta fólk ætti Ísland að reyna að sækja til búsetu í skemmri eða lengri tíma, segir Kristinn Árni L. Hróbjartsson, ritstjóri nýsköpunarvefsins Northstack.

Þegar for­rit­arar og aðrir sér­fræð­ingar sem starfa fyrir Twitt­er, Face­book og fleiri tækni­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­unum og víðar fá þau skila­boð að þeir þurfi aldrei að mæta aftur á skrif­stof­una, heldur geti unnið í fjar­vinnu til fram­tíð­ar, verður skyndi­lega mögu­legt fyrir þetta fólk að búa hvar sem er.

Þetta hefur verið að ger­ast í auknum mæli sökum þess hve fjar­vinna hefur orðið útbreidd, og gengið vel, í yfir­stand­andi heims­far­aldri. Þró­un­ina ætti Ísland að nýta sér án tafar og reyna að fá hingað sér­fræð­inga sem starfa fyrir erlend fyr­ir­tæki til bæði skamm­tíma- og lang­tíma­bú­setu með öfl­ugu mark­aðsátaki, segir Krist­inn Árni L. Hró­bjarts­son, rit­stjóri nýsköp­un­ar­vefs­ins Northstack, í sam­tali við Kjarn­ann.

Hann birti rit­stjórn­ar­grein fyrr í vik­unni þar sem hann fór yfir af hverju þetta ætti að hans mati að vera áherslu­at­riði hjá stjórn­völd­um, sem huga nú að því að hvernig byggja megi undir hag­kerfið út úr COVID-19 krepp­unn­i. 

Vinna sem miðar í þessa átt er reyndar þegar farin af stað, sam­kvæmt því sem Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir ferða­mála-, nýsköp­unar og iðn­að­ar­ráð­herra rit­aði í pistli í Sunnu­dags­mogg­anum síð­ustu helgi.

Þar sagði hún að búseta á Íslandi væri „lottó­vinn­ing­ur“ og hér á landi gætum við boðið sér­fræð­ingum í alþjóð­legum tækni­fyr­ir­tækjum sem hafa kost á fjar­vinnu upp á mikil lífs­gæði og fjöl­skyldum þeirra líka. „Ef við gerum þeim auð­velt fyrir að setj­ast hér að græðum við öll. Vinna sem hefur það að mark­miði er haf­in,“ rit­aði Þór­dís Kol­brún.

Búinn að tuða yfir þessu lengi

„Við mark­aðs­settum hérna á ein­hverjum tíma­punkti grænt og ódýrt raf­magn fyrir álver og við höfum verið að mark­aðs­setja Ísland sem áfanga­stað fyrir túrista. En af hverju höfum við ekki pælt í að mark­aðs­setja Ísland sem bæði skamm­tíma- og lang­tíma­stað fyrir sér­fræð­inga að vinna frá­?“ ­spyr Krist­inn í sam­tali við blaða­mann. 

Núna, segir hann, er tæki­færi til þess að ráð­ast í verk­ið.

Auglýsing

„Þetta er þannig séð ekk­ert ný hug­mynd eða nýtt áherslu­mál, ég hef bæði skrifað lengi um það og tuðað lengi yfir því að það er lítil áhersla á það á Íslandi að byggja upp inn­flytj­enda­sam­fé­lag og gera það auð­velt að flytja hingað með sér­fræði­þekk­ing­u,“ segir Krist­inn og bendir á að til þessa hafi yfir­völd safnað mjög litlum gögnum um það hversu margir erlendir sér­fræð­ingar séu að flytja til lands­ins til vinnu.

Þau gögn sem þó séu til gefi slæma mynd, þar sem fjöldi sér­fræð­inga sé ein­ungis tal­inn í tugum á ári af hópi þeirra þús­unda erlendu rík­is­borg­ara sem flutt hafa árlega til Íslands und­an­farin ár. Krist­inn segir að þetta mál snerti það hvernig við munum búa til hag­kerfi fram­tíð­ar­innar á Íslandi.

„Eitt stærsta vanda­mál okkar er að það búa mjög fáir á land­inu og til þess að búa til hag­kerfi fram­tíð­ar­innar þarftu fólk, með rétta þekk­ingu og rétta reynslu. Það eru tvær leiðir til þess að búa það til, annað hvort að senda það í gegnum háskóla eða flytja það inn. Háskóla­kerfið annar bara ákveðið miklu á ári og fljót­leg­asta leiðin væri að flytja inn fullt af fólki. Það er stóra pæl­ing­in,“ segir Krist­inn, sem hefur látið að sér kveða í íslensku frum­kvöðla­sen­unni árum saman og þekkir þar hvern krók og kima.

Þyrfti ekki mik­inn fjölda til að það hefði áhrif

Hann sér fyrir sér að með komu fleiri erlendra sér­fræð­inga hingað myndi frum­kvöðla­sam­fé­lagið efl­ast og fjöldi aðfluttra fjar­vinn­andi sér­fræð­inga þyrfti ekki að verða neitt gríð­ar­lega mik­ill til þess að svo yrði.

Auglýsing

„Við vitum að þegar við horfum á svæði þar sem eru mikil hátækni­um­svif, þá snýst þetta allt um fólkið og ein­hverja hring­iðu sem skap­ast þar, tengslin sem verða til og þekk­ing­una og reynsl­una sem mynd­ast. Upp úr því spretta ný fyr­ir­tæki. Ef að eftir eitt ár væru hérna 1.000 manns að vinna fyrir 500 mis­mun­andi alþjóð­leg tækni­fyr­ir­tæki frá Reykja­vík, væri það alveg raun­munur á fjölda þeirra sem eru að vinna í hátækni­iðn­aði á Íslandi, jafn­vel 10-15 pró­sent eða eitt­hvað,“ segir Krist­inn. Þannig væri ekki ólík­legt að ný og mögu­lega verð­mæt hátækni­fyr­ir­tæki yrðu til á Íslandi, ef erlendir sér­fræð­ingar myndu byrja að flæða til lands­ins til búsetu.

Krist­inn telur að kostir þess að flytja til Íslands séu ótví­ræð­ir, hér sé gott heil­brigð­is­kerfi, jöfn­uð­ur, góður aðgangur að skól­um, frið­sælt og stutt í nátt­úr­una. Þetta þurfi íslensk stjórn­völd að aug­lýsa af krafti og koma til skila til mik­ils fjölda fólks sem starfar í hátækni­geir­anum ytra.

„Þannig að þú ert kannski ein­hver grein­andi sem vinnur fyrir Gold­man Sachs og hugs­ar: Á ég að vera hérna að borga 700 þús­und kall á mán­uði fyrir stúd­íó­í­búð í New York, eða á ég að vera bara á Þing­eyr­i?“ segir Krist­inn, sem telur að fólk sem er að koma sér frá stór­borgum gæti örugg­lega vel hugsað sér að búa um allt land, ekki ein­ungis í Reykja­vík.

Stórborgarlífið hefur ef til vill misst nokkurn sjarma í hugum margra eftir að kórónuveirufaraldurinn fór að geisa. Þá gæti það heillað einhverja að flytja til Íslands í staðinn.
EPA

Hann segir að svona átak í að lokka erlenda sér­fræð­inga til Íslands gæti jafn­vel orðið eins konar „krútt­leg byggða­stefna“, þar sem smærri bæir gætu blómstrað við komu ein­ungis lít­ils fjölda sér­fræð­inga sem myndu kjósa að setj­ast þar að tíma­bundið hið minnsta og vinna fyrir fyr­ir­tæki sem hefur gefið grænt ljós á fjar­vinnu.

„Þú þarft ekk­ert marga ein­stak­linga til að það verði að veru­leika fyrir þessar brot­hættu byggð­ir,“ segir Krist­inn og nefnir sér­stak­lega Þing­eyri sem dæmi, en þar starfar frum­kvöðla­mið­stöðin Blá­bank­inn, sem hefur meðal ann­ars opnað dyr sínar fyrir staf­rænum flökk­urum svoköll­uð­um, fólki sem vill ferð­ast en vinna í leið­inni.



„Hver segir að það þurfi að vera áburð­ar­verk­smiðja eða eitt­hvað? Af hverju má það ekki bara vera eitt­hvað kúl sam­vinnu­setur á Þing­eyri þar sem eru 30 for­rit­arar sem vinna fyrir 10 mis­mun­andi fyr­ir­tæki og allt í einu meikar sens að vera með bar og kvik­mynda­hús á Þing­eyri, af því að það eru allt í einu 30 nýjar fjöl­skyldur með yfir með­al­lagi háar tekjur til þess að eyða komnar í bæinn?“ segir Krist­inn.

Telur að það þurfi að strauja yfir nokkrar hindr­anir

Eins og staðan er í dag er örð­ugt fyrir erlenda sér­fræð­inga, utan EES, að fá dval­ar­leyfi á Íslandi og eig­in­lega bara svo gott sem ómögu­legt fyrir þá sem ekki hafa atvinnu­til­boð frá íslensku fyr­ir­tæki. Krist­inn segir að það sé vænt­an­lega þetta sem stjórn­völd þurfi að taka til skoð­unar við útfærsl­una, eigi að ráð­ast í sókn í erlent fjar­vinnu­fólk. Annað séu svo skatta­mál­in, sem einnig þurfi að setj­ast yfir og útfæra á ein­hvern hátt.

Krist­inn segir að verk­efni stjórn­valda á næst­unni ætti í raun­inn­i.að vera að „strauja yfir allt“ í kerf­unum sem kemur í veg fyrir að for­rit­ari, sem starfar til dæmis fyrir Twitter í San Fransiskó, geti á ein­faldan máta flutt til Íslands og verið hér í sex mán­uði, tólf mán­uði eða þrjú ár og haldið áfram að vinna Twitt­er-vinn­una sína og þiggja Twitt­er-­launin sín, en verja þeim í íslenska hag­kerf­inu og auðga um leið frum­kvöðla­sen­una á Íslandi með reynslu sinni og þekk­ingu.

„Það ætti að vera hægt og svo þarf bara kynna þetta sem konsept fyrir umheim­inum með mark­aðsátaki og selja þetta,“ segir Krist­inn Árni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiViðtal