Sífellt færri eru áskrifendur að sjónvarpsþjónustu sem notast við myndlykla

Þeim landsmönnum sem kaupa áskriftir að sjónvarpsþjónustu sem þarf að nota myndlykil til að miðlast hefur fækkað um tæplega tíu prósent á tveimur árum. Sýn hefur tapað tæplega fjórðungi áskrifenda á tveimur árum.

Neysla á afþreyingarefni hefur tekið stakkaskiptum á örfáum árum.
Neysla á afþreyingarefni hefur tekið stakkaskiptum á örfáum árum.
Auglýsing

Fjöldi áskrifenda Vodafone, sem tilheyrir Sýn-samstæðunni, sem var með sjónvarp yfir svokallað IP-net dróst saman um dróst saman um 18 prósent á árinu 2019. Í byrjun þess voru 41.388 áskrifendur með myndlykla frá Vodafone en um síðustu áramót voru þeir orðnir 33.918. Frá árslokum 2017 hefur áskrifendafjöldi fyrirtækisins alls dregist saman um tæpan fjórðung. 

Þetta kemur fram í nýrri tölfræðiskýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar um fjarskiptamarkaðinn 2019 sem birt var nýverið. 

Vert er að taka fram að fjöldi þeirra sem er með sjónvarp yfir IP-net, sem er það sjónvarp sem miðlað er í gegnum ADSL- eða ljósleiðaratengingar í myndlykla sem leigðir eru af fjarskiptafyrirtækjum, hefur fækkað umtalsvert á undanförnum árum samhliða því að streymisveitur á borð við Netflix, Amazon Prime og nú nýlega Viaplay hófu innreið sína inn á íslenskan sjónvarpsmarkað. Hægt er að horfa á slíkar í gegnum öpp á sjónvarpi og öðrum tækjum án þess að myndlykil þurfi til. 

Frá árslokum 2017 hefur áskrifendum sem eru með sjónvarp yfir IP-net fækkað um tæplega tíu þúsund, eða um tæplega tíu prósent. Á árinu 2019 einu saman fækkaði þeim um 7.108 talsins.

Það tap á viðskiptavinum er allt hjá Vodafone.  Síminn, hinn leikandinn á þessum markaði, heldur sínum viðskiptavinafjöld milli ára og bætti við 362 nýjum. Markaðshlutdeild hans er nú 63,1 prósent á markaði fyrir sjónvarp yfir IP-net en hlutdeild Vodafone 36,9 prósent.

Eitt fyrirtæki eykur tekjur hratt, hitt upplifir mikinn samdrátt

Hörð barátta hefur átt sér stað á sjónvarpsmarkaði milli þeirra fjarskiptafyrirtækja sem keppa á honum á undanförnum árum. Síminn hefur bætt verulega í þá þjónustu sem hann selur undir hatti Sjónvarpi Símans og Sýn keypti í lok árs 2017 fjölda fjölmiðla, meðan annars Stöð 2, Stöð 2 Sport, Vísi, Bylgj­una, FM957 og Xið 977 fyrir tæplega átta milljarða króna. 

Hjá Símanum voru rekstrartekjur af sjónvarpsþjónustu drifkrafturinn í auknum tekjum fyrirtækisins í fyrra, eða 75 prósent þeirra. Alls jukust tekjurnar af sjónvarpsþjónustunni um 818 milljónir króna á einu ári. Þar skiptir meðal annars miklu að Síminn náði til sín sýningarréttinum að enska boltanum af Sýn. 

Auglýsing
Á sama tíma hefur fjölmiðlarekstur Sýnar gengið verr.  Tekjur fyrirtækisins vegna hans drógust saman um 446 milljónir króna á árinu 2019 og í upphafi yfirstandandi árs færði Sýn niður viðskiptavild sem skapaðist við kaup á fjölmiðlunum um 2,5 milljarða króna. 

Á fyrsta ársfjórðungi 2020 hélt Síminn áfram að hagnast á sjónvarpsþjónustu, en tekjur hans á fyrstu þremur mánuðum ársins vegna hennar voru 1.583 milljónir króna og 252 milljónum króna meira en á sama tímabili í fyrra. Alls er um að ræða tekjuaukningu um 18,9 prósent. 

Á sama ársfjórðungi drógust tekjur Sýnar vegna fjölmiðlareksturs saman um 229 milljónir króna, eða ellefu prósent, og voru 1.943 milljónir króna. 

Á örskömmum tíma hefur staðan í fjölmiðlasamkeppni þessara tveggja íslensku fjarskiptarisa gjörbreyst. Á þriðja árs­fjórð­ungi 2018 voru tekjur Sýnar vegna fjöl­miðla 76 pró­sent hærri en tekjur Sím­ans vegna þeirrar tekju­stoð­ar. Á fyrstu þremur mánuðum yfirstandandi árs voru þær 23 prósent hærri. 

160 prósent aukning hjá Nova á tveimur árum

Þegar kemur að internettengingum þá er Síminn líka stærstur. Hlutdeild hans á markaði er 47,6 prósent sem er mjög svipað hlutfall og verið hefur undanfarin ár. Fyrirtækinu virðist ganga ágætlega að bæta við sig þeim viðskiptavinum sem bætast við á hverju ári og halda stöðu sinni. Á árinu 2019 fjölgaði þeim til að mynda um 2.662 talsins og voru 66.273 í lok þess. 

Nova seldi lengi vel ekki inter­net­þjón­ustu með öðrum hætti en í gegnum far­síma­kerfi. Á því varð breyt­ing á árinu 2016 þegar að fyr­ir­tæk­ið til­kynnti að það ætl­aði að hefja ljós­leið­ara­þjón­ust­u. Síðan þá hefur hlutdeild fyrirtækisins vaxið hratt. Hún var 3,3 prósent um mitt ár 2017 en 12,4 prósent í lok árs 2019. Alls hefur þeim viðskiptavinum sem kaupa internetþjónustu hjá Nova fjölgað um 160 prósent frá lokum árs 2017.

Hringdu hefur líka komið sér ágætlega fyrir á internetmarkaðnum og er með 7,8 prósent hlutdeild, sem hefur haldist nánast óbreytt síðastliðin tvö ár, en þó þannig að fyrirtækið hefur bætt við sig nýjum viðskiptavinum á hverju ári. 

Eina fyrirtækið sem Póst- og fjarskiptastofnun fjallar um í skýrslunni, og selur internettengingar, sem hefur verið að missa markaðshlutdeild og viðskiptavini er Vodafone, sem tilheyrir Sýnar-samstæðunni. Staða fyrirtækisins batnaði umtalsvert í lok árs 2017 þegar það tók yfir internetstarfsemi 365 og fékk með tæplega 15 þúsund viðskiptavini. Þá voru þeir alls 49.557 talsins en hefur síðan fækkað um 8.583 á tveimur árum, eða um 17,3 prósent.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar