Meðvituð um að Ísland sé ekki eina landið sem ætli að reyna að sækja fjarvinnufólk

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra segir að unnið sé hratt að því þessa dagana að gera erlendum sérfræðingum sem vinna fyrir erlend fyrirtæki auðveldara um vik við að setjast að hér á landi og vinna í fjarvinnu. Ýmis ljón séu þó í veginum.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra segir unnið hratt að því að gera erlendum sérfræðingum auðveldara um vik að flytjast til Íslands.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra segir unnið hratt að því að gera erlendum sérfræðingum auðveldara um vik að flytjast til Íslands.
Auglýsing

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra segir að áhuga­verð tæki­færi hafi skap­ast fyrir Íslands veg COVID-19 far­ald­urs­ins og allrar fjar­vinn­unnar sem far­aldr­inum fylg­ir. Nú er unnið að því að gera erlendum rík­is­borg­urum sem starfa fyrir fyr­ir­tæki erlendis auð­veld­ara að setj­ast hér að og vinna fjar­vinnu, en að ýmsu er að huga við það verk­efn­i. 

Þór­dís Kol­brún segir vel koma til greina af hennar hálfu að verja fé til þess að kynna Ísland sér­stak­lega sem fjar­vinnu­land á erlendum vett­vang­i.

Kjarn­inn fjall­aði um þetta í maí­mán­uði og ræddi þá við Krist­inn Árna L. Hró­bjarts­son, rit­stjóra nýsköp­un­ar­vefs­ins Northstack, sem hvatti íslensk stjórn­völd til þess að leggja áherslu á að reyna að lokka hingað starfs­fólk hátækni­fyr­ir­tækja, sem gæti unnið vinnu sína við skrif­borð hvar sem er í heim­in­um.

Tækni­fyr­ir­tæki á borð við Twitt­er, Face­book og fleiri hafa gefið það út að fjar­vinnan hafi gefið svo góða raun í far­aldr­inum að héðan í frá verði starfs­mönnum algjör­lega frjálst að vinna að heim­an. Sem opnar nýja mögu­leika.

Auglýsing

Þór­dís Kol­brún hefur lýst því yfir að vinna sé komin af stað hjá stjórn­völd­um, en blaða­manni lék for­vitni á að vita hversu langt sú vinna væri kom­in, í hverju hún fælist og hversu langan tíma áætlað væri að hún myndi taka.

Ráð­herra segir í skrif­legu svari sínu að að kerfið eins og það er í dag geri „ekki nægi­lega mikið ráð fyrir því að ein­hver vilji vinna hér ein­göngu í fjar­vinnu erlend­is“ og nú sé unnið að því að greina þarfir mark­að­ar­ins ann­ars vegar og hins vegar stöð­una á reglu­verk­inu.

„Til að greina þarfir mark­að­ar­ins skiptir miklu að við fáum að heyra frá fólki og fyr­ir­tækjum hvernig þetta yrði sem ein­fald­ast og skil­virkast. Það er svo okkar í ráðu­neyt­inu og innan kerf­is­ins að greina hvað við þurfum að laga til að geta mætt þeim kröf­um. Til þess þarf að yfir­fara þá laga­legu hluti sem þarf að breyta til að auð­velt verði fyrir erlenda sér­fræð­inga að vinna frá Íslandi, t.d. tengt land­vist­ar­leyf­um, skatt­lagn­ingu, o.fl. og leggja svo til þær reglu­breyt­ingar sem þarf. Þá þarf að kort­leggja alla ferla og þá hluti sem ein­stak­lingar þurfa að fara í gegnum til að geta starfað frá Ísland­i,“ segir Þór­dís Kol­brún.

Víða ljón í veg­inum

Blaða­maður spurði hvaða ljón væru fyr­ir­sjá­an­lega í veg­in­um, svo þessar áætl­anir gætu orðið að veru­leika. Þór­dís svarar því til að ljónin séu „auð­vitað víða þegar um er að ræða þungt, flókið og um margt ein­streng­ings­legt kerf­i.“

„Við erum að glíma við allt frá löngum afgreiðslu­tíma dval­ar- og atvinnu­leyfa til flók­ins sam­spils skatts­ins og papp­írs­vinnu vegna stofn­unar fyr­ir­tækja fyrir aðila utan EES. Svo eru þarna praktísk atriði eins og það að hafa gögnin aðgengi­leg og á ensku svo dæmi sé tek­ið,“ segir Þór­dís Kol­brún.

Kemur til greina að verja fé í að kynna Ísland með þessum hætti erlend­is?

„Mér finnst það koma vel til greina. Eftir að búið er að kort­leggja ferlið og sjá hvaða breyt­ingar þarf að gera til að hafa það sem ein­fald­ast og skil­virkast þurfum við að koma því til skila og búa til ein­hvers konar leið­ar­vísi þar sem við­kom­andi er leiddur í gegnum ferl­ið. Ekki síst að huga að mark­aðs­setn­ingu á Íslandi sem fjar­vinnu­landi. Þar þyrfti að ein­blína á hvað er ein­stakt og spenn­andi við að koma hingað og hvað við höfum fram að færa. Að búa á Íslandi er lottó­vinn­ingur og fyrir sér­fræð­inga í alþjóð­legum tækni­fyr­ir­tækjum getum við boðið upp á mikil lífs­gæði. Þar mætti auð­vitað nefna nátt­úr­una en einnig líka til dæmis gott aðgengi að leik- og grunn­skólum sem er oft meiri risa bónus fyrir barna­fólk en við kannski áttum okkur á fyrir utan frá­bært heil­brigð­is­kerfi, virkt menn­ing­ar­líf, frið og ró,“ segir Þór­dís Kol­brún.

Blaða­maður spurði einnig hversu fljótt Þór­dís Kol­brún teldi að þetta gæti orðið að veru­leika, nú þegar vinnan væri haf­in. 

„Við vinnum þetta hratt en þessi atriði eru víða í kerf­inu og óljóst hvað ein­staka þættir kalla á mikla vinnu eða sam­tal. Það er mik­il­vægt að vera fljót til þegar svona tæki­færi gera vart við sig eins og við erum að sjá núna. Ég er með­vituð um að við erum ekki eina ríkið sem er að hugsa á þessum nót­um. Þetta er vin­sælt starfs­afl og við þurfum bæði að hreyfa okkur hratt og passa að við séum aðgengi­leg til að vera sam­keppn­is­hæf um þetta fólk sem getur svo vel auðgað bæði byggðir lands­ins og þekk­ing­ar­grein­arnar okk­ar,“ segir Þór­dís Kol­brún í svari sínu.

Hún bætir við að íslenskt sam­fé­lag og þá nýsköp­un­ar­um­hverfið sér­stak­lega hefði mjög gott af því að fleiri erlendir sér­fræð­ingar með sína reynslu, teng­ingar og þekk­ingu, komi og starfi héð­an. 

 „Ef við gerum þeim auð­velt fyrir að setj­ast hér að græðum við öll,“ segir Þór­dís Kol­brún.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent