Fermetraverð nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu lækkar milli mánaða

Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að fermetraverð nýrra íbúða hafi lækkað um fjögur prósent milli mánaða. Munur á verði nýrra íbúða og eldri hefur farið vaxandi á undanförnum þremur árum.

Þrátt fyrir verðlækkun milli mánaða hefur fermetraverð nýbyggðra íbúða hækkað um átta prósent á síðustu tólf mánuðum.
Þrátt fyrir verðlækkun milli mánaða hefur fermetraverð nýbyggðra íbúða hækkað um átta prósent á síðustu tólf mánuðum.
Auglýsing

Fermetraverð nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um tæp fjögur prósent á milli mælinga í mars og apríl. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um húsnæðismarkaðinn. Lækkun á verði eldri íbúða nam tæpum tveimur prósentum.


Lækkun á fermetraverði nýrra íbúða var enn meiri í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, um níu prósent. Fermetraverð eldri íbúða þar stóð hins vegar í stað. Á landsbyggðinni lækkaði verð nýrra íbúða um tvö prósent en verð eldri íbúða hækkaði um 5,5 prósent.


Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúðaverð hækkað um 3,4 prósent á höfuðborgarsvæðinu og hækkun á raunverði nemur því um einu prósenti. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hefur verðið hækkað um 1,4 prósent sem þýðir að raunverðið hefur lækkað um eitt prósent. Á landsbyggðinni hefur íbúðaverð hækkað um 2,5 prósent og raunverð því staðið í stað.

Auglýsing

Þegar tólf mánaða tímabil er skoðað sést að fermetraverð nýbyggðra íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað hraðar heldur en eldri íbúða. Verðhækkunin á tímabilinu nemur átta prósentum á nýjum íbúðum en 2,5 prósentum á eldri íbúðum. Í nágrannasveitarfélögunum hækkaði fermetraverð nýbyggðra íbúða um 3,5 prósent en eldri íbúða um 7 prósent. 


Á síðustu tólf mánuðum varð mest breyting á verði eldri íbúða á landsbyggðinni, fermetraverðið hefur hækkað um tíu prósent á tímabilinu. Fermetraverð eldri íbúða á landsbyggðinni lækkaði um 6,5 prósent á sama tíma. 


Þróun meðalstærðar hefur áhrif á verðmun

Í skýrslunni segir að munur á fermetraverði nýrra íbúða og annarra íbúða hafi verið vaxandi undanfarin þrjú ár. Í upphafi árs 2017 munaði sex prósentum á fermetraverði nýrra íbúða og eldri íbúða en nú mælist munurinn 19 prósent. Þar gæti minnkandi stærð íbúða haft áhrif.


„Þróun á meðalstærð nýbyggðra íbúða kann að útskýra að einhverju leyti hvers vegna fermetraverð þeirra hefur hækkað eins og raun ber vitni. Fermetraverð íbúða er mismunandi eftir stærð og er að meðaltali hærra fyrir minni íbúðir. Á höfuðborgarsvæðinu hefur meðalstærð nýrra íbúða farið úr því að vera um 120 fm árin 2013 ­ 2017 í tæplega 100 fm á undanförnum þremur árum.“


Svipaða sögu er að segja af þróuninni á landsbyggðinni. Meðalstærð íbúða hefur farið úr 120 fermetrum í tæplega 80. Verðmunur á nýbyggðum íbúðum og eldri íbúðum mælist meiri á landsbyggðinni heldur en á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess. 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki verið meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent