Vonar að Katrín verði ekki búin að gleyma nýlegri grein sinni eftir næstu kosningar

Formaður Samfylkingarinnar segir að það sé ekki nóg að setja falleg orð niður á blað. Það sé algjörlega tilgangslaust nema því sé framfylgt með því að mynda þannig ríkisstjórn. Slík sé ekki við völd í augnablikinu.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir að það séu til öfl í íslenskum stjórn­málum sem vilji nýta tækni­bylt­ingu til að jafna lífs­kjör, auka fram­leiðni og minnka vistspor, sem sé ákjós­an­leg leið til að veðja á fyrir lítið land eins og Ísland. „Ég tek undir með for­sæt­is­ráð­herr­anum okkar í grein sem hún birti í Progressive International þar sem hún segir að það sé bein­línis skylda okkar að vinna sam­an, ekki síst á þessum tímum og að byggja upp félags­legt rétt­læti og efna­hags­lega vel­sæld. En það er ekki nóg að setja fal­leg orð niður á blað, það er algjör­lega til­gangs­laust nema þú fram­fylgir því með því að mynda þannig stjórn. Við erum ekki með þannig stjórn í augna­blik­inu en ég ætla svo sann­ar­lega að vona að þessi grein verði ekki gleymd eftir næstu kosn­ing­ar.“

Auglýsing
Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítar­­legu við­tali Kjarn­ans við Loga sem birt var fyrir helgi. Við­talið er hluti af umfjöll­un­­ar­röð Kjarn­ans þar sem sjónum er beint að þeirri fram­­tíð sem gæti sprottið upp úr stöð­unni sem nú blasir við Íslandi efna­hags­­lega. Fyrsti hluti þeirrar umfjöll­unar voru við­­töl við alla þrjá for­­menn stjórn­­­ar­­flokk­anna. Næsti hluti eru við­töl við for­svars­menn stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna.

Stórt land með fáar hendur

Logi segir Ísland sé stórt land með fáar hendur og mjög langt frá öðrum löndum og mörk­uð­um. „Þannig að það að við veiðum mik­inn fisk helg­ast af því að hvað hægt sé að draga mikið úr sjó og hversu mikið sé hægt að vinna. Það á við um öll þessi hefð­bundnu störf sem við höfum byggt afkomu okkar á. Þessi staf­ræna vara lýtur bara auð­vitað allt öðrum lög­mál­um. Við getum með hug­vit­inu búið til enda­laust magn af staf­rænni vöru sem hægt er að koma á markað í fjar­lægum heims­álfum á nokkrum sek­úndum án þess að það kosti nokkra pen­inga eða vist­spor. Þannig að þessi tækni­bylt­ing gæti í raun­inni jafnað lífs­kjör okk­ar. Hún gæti aukið fram­leiðni sem er gríð­ar­lega mik­il­vægt núna þegar fleiri og fleiri eru að verða eldri sem hlut­fall af þjóð­inni. Og hún gæti líka minnkað vist­spor okkar alveg hell­ing. Þetta er ákjós­an­leg leið að veðja á fyrir lítið land.“

Þekkt stef í mál­flutn­ingi Loga

Logi hefur margoft lýst því yfir á kjör­tíma­bil­inu að hann vilji mynda ákveðna teg­und rík­is­stjórnar eftir næstu kosn­ing­ar. Í við­tali við Mann­líf í jan­úar í fyrra sagði Logi að hann vildi rík­­is­­stjórn með Við­reisn, Pírötum og Vinstri græn­­um. „Ég held að við gætum náð mjög mörgum skemmti­­­legum og góðum málum á dag­­­skrá ef við myndum mynda rík­­­is­­­stjórn frá miðju til vinstri þar sem Sam­­­fylk­ingin væri kjöl­­­fest­u­­­flokkur og við hefðum svo Við­reisn og Pírata öðrum megin við okkur og Vinstri græn hinum megin við okk­­­ur.“ 

Á flokk­stjórn­ar­fundi Sam­­fylk­ing­­ar­innar sem fór fram í mars 2019 sagði hann að Ísland þyrfti ekki jafn­­­vægi Sjálf­­­stæð­is­­­flokks­ins sem byggði á því að örfáir sitja öðru megin á vega­salt­inu, með þorra gæð­anna en allur almenn­ings héldi jafn­­­vægi hinum meg­in.

Á öðrum flokks­stjórn­ar­fundi Sam­­fylk­ing­­ar­innar sem hald­inn var í októ­ber í fyrra fjall­aði hann meðal ann­­ars um, í ræðu sinni þar, hversu stór tíð­indi ný staða Sjálf­­­stæð­is­­­flokks­ins vegna minn­k­andi fylgis væri og að aðrir flokkar þurfi að bregð­­­ast við þessum nýja veru­­­leika sem blasti við í íslenskum stjórn­­­­­mál­­­um. Hann sagði þetta vera sög­u­­­legt tæki­­­færi fyrir Sam­­­fylk­ing­una til að fylkja saman umbóta­öfl­unum í land­inu og sýna að það sé til betri val­­­kostur fyrir íslenskan almenn­ing en núver­andi rík­­­is­­­stjórn. 
„Næsta stóra verk­efni okkar er þetta: Við verð­um, og segjum það bara skýrt, við verðum að fella þessa rík­­­is­­­stjórn í kosn­­­ing­unum 2021, til að mynda betri, djarfari og víð­­­sýnni stjórn fyrir fólkið í land­inu og kom­andi kyn­­­slóðir - við verðum að rísa undir þeirri ábyrgð.“

Í umræðum um stöð­una í stjórn­málum í byrjun árs, sem fram fór á Alþingi 20. jan­úar síð­ast­lið­inn, sagði hann að kom­inn væri tími til að hætta að láta Sjálf­­stæð­is­­flokk­inn enda­­laust velja sér nýja dans­­fé­laga eftir kosn­­ingar og stjórna eftir eigin geð­þótta. „Nú er kom­inn tími sam­still­tr­­ar, djarfrar og víð­­sýnnar stjórn­­­ar, án Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins - fyrir allt fólkið í land­inu og kom­andi kyn­slóð­­ir. Stjórn sem leggur alla áherslu á rík­­­ara félags­­­legt rétt­­læti og hefur á sama tíma meiri sköp­un­­ar­­kraft, fram­­sýni og hug­rekki.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Danska kvennasveitin Reddi komst ekki áfram á úrslitakvöld Eurovision á laugardag. Danmörku var eina Norðulandaþjóðin sem komst ekki áfram í úrslit og Danir velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis.
Gangtruflanir í dönsku Eurovision vélinni
Í annað skipti í röð mistókst Dönum að komast í úrslit Eurovision söngvakeppninnar. Danskir Eurovision sérfræðingar segja ekki nóg að flytjendur standi sig vel, lagið þurfi að höfða til áhorfenda og dómara.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent