Logi: Komin upp ný og gjörbreytt staða í stjórnmálum á Íslandi

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að nú sé sögulegt tækifæri fyrir Samfylkinguna til að fylkja saman umbótaöflunum í landinu og sýna að það sé til betri valkostur fyrir íslenskan almenning en núverandi ríkisstjórn.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

„Í sögu­legu sam­hengi eru stóru tíð­indin í íslenskum stjórn­málum þessi: Flokk­ur­inn sem var vanur að tróna yfir öllum hin­um, á 20. öld­inni - gerir það ekki leng­ur. Flokk­ur­inn, sem var mynd­aður úr frjáls­lyndum armi og íhalds­sömum armi, er ekki lengur fær um að veita for­ystu og takast á við þær breyt­ingar sem blasa við okkur á 21. öld­inni; hann er klof­inn - þvers og krus­s.“ 

Þetta sagði Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar í ræðu sinni á flokks­stjórn­ar­fundi Sam­fylk­ing­ar­innar í morg­un. 

Tæki­færi til að fylkja saman umbóta­öfl­um 

Í ræðu sinni fjallar Logi um hversu stór tíð­indi ný staða Sjálf­stæð­is­flokks­ins er og að aðrir flokkar þurfi að bregð­ast við þessum nýja veru­leika sem blasi nú við í íslenskum stjórn­mál­um. Hann segir þetta vera sögu­legt tæki­færi fyrir Sam­fylk­ing­una til að fylkja saman umbóta­öfl­unum í land­inu og sýna að það sé til betri val­kostur fyrir íslenskan almenn­ing en núver­andi rík­is­stjórn. 


Auglýsing

„Næsta stóra verk­efni okkar er þetta: Við verð­um, og segjum það bara skýrt, við verðum að fella þessa rík­is­stjórn í kosn­ing­unum 2021, til að mynda betri, djarfari og víð­sýnni stjórn fyrir fólkið í land­inu og kom­andi kyn­slóðir - við verðum að rísa undir þeirri ábyrgð,“ segir Logi.

Segir rík­is­stjórn­ina ófæra um að mæta áskor­unum sam­tím­ans

Hann fjallar jafn­framt um að heim­ur­inn sé að breyt­ast hratt og nauð­syn­legt sé að breyt­ast í takt við tím­ann. Að mati Loga er núver­andi rík­is­stjórn hins vegar ófær um að takast á við þær miklu áskor­anir sem íslenska þjóðin stendur nú frammi fyr­ir, sem og þjóðir um allan heim. 

„Þó snjöll­ustu lausn­irnar verði oft til við snún­ustu aðstæð­urn­ar, mun sú ósam­stíga og hug­mynda­snauða rík­is­stjórn sem nú er við völd - og er hvorki sam­mála um leiðir eða mark­mið - ekki bjóða upp á slíkar lausnir,“ segir Logi og bætir við að dæmi um það sé hversu svifa­sein og metn­að­ar­lítil núver­andi rík­is­stjórn sé í lofts­lags­mál­um.

„Rík­is­stjórnin treystir sér ekki til að lýsa yfir neyð­ar­á­standi vegna ham­fara­hlýn­unnar eða lög­binda mark­mið um kolefn­is­hlut­leysi sem skuld­bindur hana til aðgerða. En þó rík­is­stjórnin treysti sér ekki til þess að lýsa yfir neyð­ar­á­standi – þá ríkir sann­ar­lega neyð­ar­á­stand í lofts­lags­mál­u­m,“ segir Logi en að hans mati þarf  rót­tæka stefnu og aðgerðir til að tryggja að hægt verði að taka á vand­anum án þess að honum sé alfarið velt yfir á þá sem lakast standa í land­inu.

Sam­fylk­in­ingin verði að bjóða upp á trú­verð­uga stefnu

Í ræð­unni minn­ist hann jafn­framt á mennta­mál og segir að stefna rík­is­stjórn­ar­innar sé skýr í fjár­laga­frum­varp­inu, draga eigi úr fram­lögum til mennta­mála. Hann segir jafn­framt skatta­stefnu rík­is­stjórn­ar­innar ýta undir enn meiri ójöfnuð í landi þar sem 5 pró­sent íbú­anna eiga nú þegar jafn­miklar eignir og hin 95 pró­sent­in. „Já, þetta er vond rík­is­stjórn: Lofts­lags­málin í lama­sessi, mennta­málin í aft­ur­för og skatta­stefna sem eykur ójöfnuð og til skammar fyrir alla nema harðsvíruð­ustu hægri­menn,“ segir Log­i. 

Að lokum segir Logi að Sam­fylk­ingin verði að bjóða upp á skýra og trú­verð­uga stefnu sem mætir áskor­unum sam­tím­ans og ef hann geri það þá sé hann viss um að flokk­ur­inn fái umboð til að leiða saman umbóta­öflin í rík­is­stjórn eftir næstu kosn­ing­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Guðmundur Ragnarsson
Hvar eru störfin?
Kjarninn 4. mars 2021
Spútnik V bóluefnið er komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu.
Spútnik V komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu
Rússneska bóluefnið Spútnik V er komið í áfangamat hjá sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu. Nýlegar niðurstöður sem voru birtar í Lancet gefa til kynna að bóluefnið veiti 91,6 prósent vörn gegn COVID-19 og sé laust við alvarlegar aukaverkanir.
Kjarninn 4. mars 2021
Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Félag flugmanna telur hugmyndir Miðflokks um varaflugvöll í Skagafirði óraunhæfar
Það er „með öllu óraunhæft“ að byggja upp Alexandersflugvöll í Skagafirði eins og þingflokkur Miðflokksins telur vert að kanna, að mati Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Bent er á að aðrir flugvellir, sem séu í reglulegri notkun, þurfi viðhald.
Kjarninn 4. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
„Góðar líkur“ á að veiran hafi verið upprætt innanlands
Sóttvarnalæknir segir að þó að góðar líkur séu á því að veiran hafi verið upprætt innanlands sé nauðsynlegt að halda vöku sinni því aðeins eitt afbrigði, einn einstaklingur, getur sett faraldur af stað. 90 hafa greinst með breska afbrigðið hér á landi.
Kjarninn 4. mars 2021
Kynnti vísbendingar um ferðavilja fyrir ríkisstjórn
Ráðherra ferðamála fór á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag yfir þær vísbendingar sem eru til staðar um ferðavilja erlendra og innlendra ferðamanna næstu misserin. Kjarninn fékk samantekt á minnisblaði sem ráðherra kynnti frá ráðuneytinu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent