Logi: Komin upp ný og gjörbreytt staða í stjórnmálum á Íslandi

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að nú sé sögulegt tækifæri fyrir Samfylkinguna til að fylkja saman umbótaöflunum í landinu og sýna að það sé til betri valkostur fyrir íslenskan almenning en núverandi ríkisstjórn.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

„Í sögu­legu sam­hengi eru stóru tíð­indin í íslenskum stjórn­málum þessi: Flokk­ur­inn sem var vanur að tróna yfir öllum hin­um, á 20. öld­inni - gerir það ekki leng­ur. Flokk­ur­inn, sem var mynd­aður úr frjáls­lyndum armi og íhalds­sömum armi, er ekki lengur fær um að veita for­ystu og takast á við þær breyt­ingar sem blasa við okkur á 21. öld­inni; hann er klof­inn - þvers og krus­s.“ 

Þetta sagði Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar í ræðu sinni á flokks­stjórn­ar­fundi Sam­fylk­ing­ar­innar í morg­un. 

Tæki­færi til að fylkja saman umbóta­öfl­um 

Í ræðu sinni fjallar Logi um hversu stór tíð­indi ný staða Sjálf­stæð­is­flokks­ins er og að aðrir flokkar þurfi að bregð­ast við þessum nýja veru­leika sem blasi nú við í íslenskum stjórn­mál­um. Hann segir þetta vera sögu­legt tæki­færi fyrir Sam­fylk­ing­una til að fylkja saman umbóta­öfl­unum í land­inu og sýna að það sé til betri val­kostur fyrir íslenskan almenn­ing en núver­andi rík­is­stjórn. 


Auglýsing

„Næsta stóra verk­efni okkar er þetta: Við verð­um, og segjum það bara skýrt, við verðum að fella þessa rík­is­stjórn í kosn­ing­unum 2021, til að mynda betri, djarfari og víð­sýnni stjórn fyrir fólkið í land­inu og kom­andi kyn­slóðir - við verðum að rísa undir þeirri ábyrgð,“ segir Logi.

Segir rík­is­stjórn­ina ófæra um að mæta áskor­unum sam­tím­ans

Hann fjallar jafn­framt um að heim­ur­inn sé að breyt­ast hratt og nauð­syn­legt sé að breyt­ast í takt við tím­ann. Að mati Loga er núver­andi rík­is­stjórn hins vegar ófær um að takast á við þær miklu áskor­anir sem íslenska þjóðin stendur nú frammi fyr­ir, sem og þjóðir um allan heim. 

„Þó snjöll­ustu lausn­irnar verði oft til við snún­ustu aðstæð­urn­ar, mun sú ósam­stíga og hug­mynda­snauða rík­is­stjórn sem nú er við völd - og er hvorki sam­mála um leiðir eða mark­mið - ekki bjóða upp á slíkar lausnir,“ segir Logi og bætir við að dæmi um það sé hversu svifa­sein og metn­að­ar­lítil núver­andi rík­is­stjórn sé í lofts­lags­mál­um.

„Rík­is­stjórnin treystir sér ekki til að lýsa yfir neyð­ar­á­standi vegna ham­fara­hlýn­unnar eða lög­binda mark­mið um kolefn­is­hlut­leysi sem skuld­bindur hana til aðgerða. En þó rík­is­stjórnin treysti sér ekki til þess að lýsa yfir neyð­ar­á­standi – þá ríkir sann­ar­lega neyð­ar­á­stand í lofts­lags­mál­u­m,“ segir Logi en að hans mati þarf  rót­tæka stefnu og aðgerðir til að tryggja að hægt verði að taka á vand­anum án þess að honum sé alfarið velt yfir á þá sem lakast standa í land­inu.

Sam­fylk­in­ingin verði að bjóða upp á trú­verð­uga stefnu

Í ræð­unni minn­ist hann jafn­framt á mennta­mál og segir að stefna rík­is­stjórn­ar­innar sé skýr í fjár­laga­frum­varp­inu, draga eigi úr fram­lögum til mennta­mála. Hann segir jafn­framt skatta­stefnu rík­is­stjórn­ar­innar ýta undir enn meiri ójöfnuð í landi þar sem 5 pró­sent íbú­anna eiga nú þegar jafn­miklar eignir og hin 95 pró­sent­in. „Já, þetta er vond rík­is­stjórn: Lofts­lags­málin í lama­sessi, mennta­málin í aft­ur­för og skatta­stefna sem eykur ójöfnuð og til skammar fyrir alla nema harðsvíruð­ustu hægri­menn,“ segir Log­i. 

Að lokum segir Logi að Sam­fylk­ingin verði að bjóða upp á skýra og trú­verð­uga stefnu sem mætir áskor­unum sam­tím­ans og ef hann geri það þá sé hann viss um að flokk­ur­inn fái umboð til að leiða saman umbóta­öflin í rík­is­stjórn eftir næstu kosn­ing­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent