Logi: Komin upp ný og gjörbreytt staða í stjórnmálum á Íslandi

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að nú sé sögulegt tækifæri fyrir Samfylkinguna til að fylkja saman umbótaöflunum í landinu og sýna að það sé til betri valkostur fyrir íslenskan almenning en núverandi ríkisstjórn.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

„Í sögu­legu sam­hengi eru stóru tíð­indin í íslenskum stjórn­málum þessi: Flokk­ur­inn sem var vanur að tróna yfir öllum hin­um, á 20. öld­inni - gerir það ekki leng­ur. Flokk­ur­inn, sem var mynd­aður úr frjáls­lyndum armi og íhalds­sömum armi, er ekki lengur fær um að veita for­ystu og takast á við þær breyt­ingar sem blasa við okkur á 21. öld­inni; hann er klof­inn - þvers og krus­s.“ 

Þetta sagði Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar í ræðu sinni á flokks­stjórn­ar­fundi Sam­fylk­ing­ar­innar í morg­un. 

Tæki­færi til að fylkja saman umbóta­öfl­um 

Í ræðu sinni fjallar Logi um hversu stór tíð­indi ný staða Sjálf­stæð­is­flokks­ins er og að aðrir flokkar þurfi að bregð­ast við þessum nýja veru­leika sem blasi nú við í íslenskum stjórn­mál­um. Hann segir þetta vera sögu­legt tæki­færi fyrir Sam­fylk­ing­una til að fylkja saman umbóta­öfl­unum í land­inu og sýna að það sé til betri val­kostur fyrir íslenskan almenn­ing en núver­andi rík­is­stjórn. 


Auglýsing

„Næsta stóra verk­efni okkar er þetta: Við verð­um, og segjum það bara skýrt, við verðum að fella þessa rík­is­stjórn í kosn­ing­unum 2021, til að mynda betri, djarfari og víð­sýnni stjórn fyrir fólkið í land­inu og kom­andi kyn­slóðir - við verðum að rísa undir þeirri ábyrgð,“ segir Logi.

Segir rík­is­stjórn­ina ófæra um að mæta áskor­unum sam­tím­ans

Hann fjallar jafn­framt um að heim­ur­inn sé að breyt­ast hratt og nauð­syn­legt sé að breyt­ast í takt við tím­ann. Að mati Loga er núver­andi rík­is­stjórn hins vegar ófær um að takast á við þær miklu áskor­anir sem íslenska þjóðin stendur nú frammi fyr­ir, sem og þjóðir um allan heim. 

„Þó snjöll­ustu lausn­irnar verði oft til við snún­ustu aðstæð­urn­ar, mun sú ósam­stíga og hug­mynda­snauða rík­is­stjórn sem nú er við völd - og er hvorki sam­mála um leiðir eða mark­mið - ekki bjóða upp á slíkar lausnir,“ segir Logi og bætir við að dæmi um það sé hversu svifa­sein og metn­að­ar­lítil núver­andi rík­is­stjórn sé í lofts­lags­mál­um.

„Rík­is­stjórnin treystir sér ekki til að lýsa yfir neyð­ar­á­standi vegna ham­fara­hlýn­unnar eða lög­binda mark­mið um kolefn­is­hlut­leysi sem skuld­bindur hana til aðgerða. En þó rík­is­stjórnin treysti sér ekki til þess að lýsa yfir neyð­ar­á­standi – þá ríkir sann­ar­lega neyð­ar­á­stand í lofts­lags­mál­u­m,“ segir Logi en að hans mati þarf  rót­tæka stefnu og aðgerðir til að tryggja að hægt verði að taka á vand­anum án þess að honum sé alfarið velt yfir á þá sem lakast standa í land­inu.

Sam­fylk­in­ingin verði að bjóða upp á trú­verð­uga stefnu

Í ræð­unni minn­ist hann jafn­framt á mennta­mál og segir að stefna rík­is­stjórn­ar­innar sé skýr í fjár­laga­frum­varp­inu, draga eigi úr fram­lögum til mennta­mála. Hann segir jafn­framt skatta­stefnu rík­is­stjórn­ar­innar ýta undir enn meiri ójöfnuð í landi þar sem 5 pró­sent íbú­anna eiga nú þegar jafn­miklar eignir og hin 95 pró­sent­in. „Já, þetta er vond rík­is­stjórn: Lofts­lags­málin í lama­sessi, mennta­málin í aft­ur­för og skatta­stefna sem eykur ójöfnuð og til skammar fyrir alla nema harðsvíruð­ustu hægri­menn,“ segir Log­i. 

Að lokum segir Logi að Sam­fylk­ingin verði að bjóða upp á skýra og trú­verð­uga stefnu sem mætir áskor­unum sam­tím­ans og ef hann geri það þá sé hann viss um að flokk­ur­inn fái umboð til að leiða saman umbóta­öflin í rík­is­stjórn eftir næstu kosn­ing­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþór Ólafsson
Að finna merkingu í óumflýjanlegum áhyggjum
Kjarninn 4. apríl 2020
Sara Dögg Svanhildardóttir á upplýsingafundinum í dag.
Óttinn um að hafa smitað aðra „þung tilfinning“
Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ er búin að jafna sig á COVID-19 og segist hafa gengið í gegnum „tilfinningarússíbana“ eftir að hún greindist. Hún ræddi upplifun sína af sjúkdómnum á upplýsingafundinum í Skógarhlíð í dag.
Kjarninn 4. apríl 2020
Ingrid Kuhlman
Hefur þú of miklar áhyggjur?
Kjarninn 4. apríl 2020
Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn
Fimmtíu og þrjú ný COVID-19 smit hafa verið staðfest hér. Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum Covid.is batnaði fleirum af sjúkdómnum í gær en greindust og er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst hér á landi sem það gerist.
Kjarninn 4. apríl 2020
Mesta endurkoma í stuðningi við ríkisstjórn frá upphafi mælinga
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur bætt við sig 11,2 prósentustigum í stuðningi frá því í lok febrúar. Það er mesta stökk upp á við í stuðningi sem ríkisstjórn hefur tekið. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta þess þó ekki í fylgi.
Kjarninn 4. apríl 2020
„Núna er heil þjóð og í raun allur heimurinn í einu og sama liðinu“
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur í leiðöngrum sínum sýnt fádæma þrautseigju og úthald. Hún segir umburðarlyndi lykilinn að því að komast á áfangastað, hvort sem hann er tindur hæsta fjalls heims eða dagurinn sem kórónuveiran kveður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Helgi Hrafn Gunnarsson
Sönnunarbyrði yfirvalda
Kjarninn 4. apríl 2020
Hægt að banna arðgreiðslur banka og koma í veg fyrir endurkaup á hlutabréfum
Seðlabankinn ætlast til þess að viðskiptabankar nýti ekki það 350 milljarða króna svigrúm sem þeim hefur verið veitt með því að afnema eiginfjárauka til að greiða út arð. Fjármálaeftirlit hans getur bannað arðgreiðslur við ákveðnar aðstæður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent