Logi: Ísland þarf ekki jafnvægi Sjálfstæðisflokksins

Formaður Samfylkingar sagði í ræðu á flokkstjórnarfundi að jafnvægi Sjálfstæðisflokks byggi á því að örfáir sitji öðru megin á vegasaltinu með þorra gæða. Hann hafi haldið að Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur væru ólíkir flokkar en haft rangt fyrir sér.

Logi Einarsson mynd: Berglaug Petra
Auglýsing

„Í næstu kosn­ingum mun valið standa á milli stefnu sem byggir á íhalds­semi og stöð­ug­leika hinnar óbreyttu skipt­ingar gæða eða fram­sækni, frum­kvæði og stöð­ug­leika sem byggir á jafn­ara sam­fé­lagi þar sem allir hafa betri tæki­færi.“

Þetta er meðal þess sem Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði í ræðu sinni á flokks­stjórn­ar­fundi flokks­ins sem fram fer á Bif­röst um helg­ina.

Logi sagði að leið Sam­fylk­ing­ar­innar væri að byggja upp sam­keppn­is­hæft vel­ferð­ar­þjóð­fé­lag að nor­rænni fyr­ir­mynd á Íslandi þar sem umhverfi barna­fólks væri hag­fellt, fæð­ing­ar­or­lof lengra, hús­næð­is­mark­aður stöðugri og mat­ar­k­arfan ódýr­ari. „Þar sem jöfn tæki­færi eru til náms og mannauður og hug­vit sam­fé­lags­ins nýt­ist sem best í grænu hag­kerfi. Þar sem barist er gegn hvers konar mis­mun­un, þátt­taka og vel­ferð inn­flytj­enda er tryggð og tekið er vel á móti fólki á flótta. Áskor­anir eru miklar og það er ekki hægt að mæta þeim öllum á stuttum tíma. En við fyrsta skrefið er að snúa skút­unni frá hægri og taka nýjan rétt­ari kúr­s.“

Logi sagði að uppi væru tímar þar sem stjórn­mála­fólk yrði að vera hug­rakkt, með skýra fram­tíð­ar­sýn en líka að vera með­vitað um dag­leg vanda­mál fólks. „Ég finn til mik­illar ábyrgð­ar, því ég veit að vænt­ing­arnar eru miklar til okkar í Sam­fylk­ing­unni. En ég er líka sann­færður um að við getum risið undir þeim.“

Rauna­legt að horfa á Vinstri græn kyngja hverju mál­inu á fætur öðru

Logi fór um víðan völl í ræð­unni og fjall­aði meðal ann­ars í löngu máli um stöðu sitj­andi rík­is­stjórnar undir for­sæti Katrínar Jak­obs­dótt­ur. Hann sagði að á meðan að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn léki lausum hala í efna­hags­líf­inu væri bein­línis rauna­legt að horfa á Vinstri græn kyngja hverju mál­inu á fætur öðru, sem þau áður töl­uðu gegn. Hann nefndi þar áfram­hald­andi hval­veið­ar, grimmari útlend­inga­stefnu, rýmri rétt til hat­urs­orð­ræðu og órétt­látra skatt­kerfi. „Það sem stjórn­ar­flokk­arnir hafa þó verið sam­stíga um er íhalds- og aft­ur­hald­s­emi. Varð­stöðu um krón­una og gam­al­dags atvinnupóli­tík. Ég hélt í ein­feldni minni að Vinstri græn og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn væru eðl­is­ó­líkir flokkar en lík­lega hef ég haft full­kom­lega rangt fyrir mér.

Auglýsing
Og leið­togi sós­í­alista sem dásamar skatta­breyt­ingu sem færir for­stjór­anum sömu krónu­tölu og þernu, vegna þess að þernan hafi fengið hlut­falls­lega meira, hefur lík­lega villst tals­vert af leið. For­sæt­is­ráð­herra, til upp­lýs­ingar kostar dós af grænum baunum jafn þern­una jafn­mikið og for­stjór­ann – en reyndar hlut­falls­lega meira af kaup­inu henn­ar.“

For­maður Sam­fylk­ing­ar­innar sagði að Ísland þyrfti nýja for­ystu sem átti sig á því að sóma­sam­leg lífs­kjör allra sé for­senda þeirrar sóknar sem íslenskt sam­fé­lag yrði að ráð­ast í til að tryggja sam­keppn­is­hæfi þjóð­ar­innar á tímum mik­illa breyt­inga.

Ísland þarf ekki jafn­vægi Sjálf­stæð­is­flokks­ins

Logi sagði að Ísland þyrfti hins vegar ekki jafn­vægi Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem byggði á því að örfáir sitja öðru megin á vega­salt­inu, með þorra gæð­anna en allur almenn­ings héldi jafn­vægi hinum meg­in.

Þá byggði stöð­ug­leiki Sjálf­stæð­is­flokks­ins á íhalds­semi og kyrr­stöðu. Og stöðn­uðum sam­fé­lögum myndi ekki vegna vel til lengd­ar. „Við þurfum fram­þróun og sókn sem byggir á almennri þátt­töku fólks og hún næst ekki nema allir búi við sóma­sam­leg lífs­kjör. Fyrir utan mann­virð­ing­una sem í því felst hefur fámennt sam­fé­lag ekki efni á öðru en veita öllum tæki­færi á að þroska styrk­leika sína og örva þá til þess. Annað er ótrú­leg sóun verð­mæta.

Ástæða þess að börn sem alast upp á efna­meiri heim­ilum eru lík­legri til að vera með háar tekjur síðar á ævinni og skýr­ingin á því að færri konur sitja í stjórn fyr­ir­tækja hefur ekk­ert með upp­lag ein­stak­lings­ins að gera, heldur sam­fé­lags­gerð sem byggir ekki á nægj­an­lega miklu jafn­rétti og rétt­læti. Þó stað­reyndin sé ef til vill sú að við fæð­umst með merki­lega þró­aðan per­sónu­leika ræður umbún­að­ur­inn fram á full­orð­insár hvernig við náum að spila úr hon­um.“

Fjöldi lands­manna líði skort

Logi sagði að núver­andi staða gæfi ekki góð fyr­ir­heit. Kjör­tíma­bilið væri ekki hálfnað og landið stæði and­spænis flók­inni vinnu­deilu og erf­iðri stöðu efna­hags­mála.

Stöð­ugur vinnu­mark­aður end­ur­speglist í stórum og smáum fyr­ir­tækj­um, sem búi við öruggt rekstr­ar­um­hverfi, heil­brigða sam­keppni og geti borgað starfs­fólki góð laun. „Fólk á lægri tekjum naut síður efna­hags­bata síð­ustu ára, ekki síst vegna þess að stjórn­völd grófu ýmist kerf­is­bundið undan vel­ferð­ar­kerf­inu og innviðum eða létu hvort tveggja drabb­ast niður með van­rækslu, í góð­æri.“

Auglýsing
Logi sagði að þótt flestir íbúar lands­ins hefðu það sem betur fer gott þá væri fjöldi fólks á Íslandi sem líði skort, lifi í sífelldum kvíða og nái ekki að veita börnum sínum sömu lífs­kjör og skóla­fé­lagar þeirra njóta. „Tals­menn laun­þega­hreyf­ing­ar­innar og reyndar einnig atvinnu­lífs­ins hafa marg­sinnis bent á að það er fleira en launa­hækk­anir sem tryggja góð lífs­skil­yrði: Rétt­látt skatt­kerfi, almenn­ari barna- og hús­næð­is­bæt­ur, gjald­frjáls almanna­þjón­usta en ekki síst öruggur hús­næð­is­mark­að­ur. Þetta er sam­hljóða hug­mynda­fræði Sam­fylk­ing­ar­innar sem margoft hefur lagt fram til­lögur í þessa átt.

Í síð­ustu stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum vöktum við sér­staka athygli á því að næstu rík­is­stjórn yrði að mynda um almenna lífs­kjara­sókn – ella skap­að­ist erfið staða á vinnu­mark­aði. Það er nú komið á dag­inn. - Vinstri-græn og Fram­sókn völdu aðra sam­starfs­að­ila og því situr rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks­ins undir for­ystu Katrínar Jak­obs­dótt­ur.“

Gagn­rýndi skatta­út­spil rík­is­stjórn­ar­innar

Í ræðu Loga kom fram að það væri stað­reynd að byrðar lág- og með­al­tekju­fólks á Íslandi hefðu auk­ist meira en í sam­an­burð­ar­löndum og langt umfram skatta á hæstu laun­in. Nýlegt skatta­út­spil rík­is­stjórn­ar­innar bæri þess skýr merki að ekki væru áform um að ráð­ast gegn þeirri stöðu. „Skatta­breyt­ing sem skilar ráð­herra sömu krónu­tölu og þernu á hót­eli var blaut tuska í and­litið á launa­fólki. Sem var fylgt eftir með kaldri gusu þegar í ljós kom að frysta ætti per­sónu­af­slátt sam­hliða, sem gera skatta­lækk­un­ina lík­lega að engu. Milli­tekju­hóp­unum var gefið langt nef og skerð­ast barna­bætur þeirra skarpar en áður og vaxta­bóta­kerfið er nán­ast sagn­fræði. Með veik­ari krónu, hærri vöxtum og verð­lagi gæti almenn­ingur á end­anum staðið uppi með kjara­rýrn­un.“

Logi sagði freist­andi að kenna Sjálf­stæð­is­flokknum einum um stöð­una en sagði

hægri stefn­una virð­ast dafna ágæt­lega undir vernd­ar­væng Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­sæti Vinstri grænna. „Sú harka sem nú er á vinnu­mark­aði er í boði rík­is­stjórnar sem neitar að horfast í augu við það að hér búa hópar fólks; bóta­þeg­ar, lág- og með­al­tekju­fólk, náms­menn, við aðstæður sem ekki eru bjóð­andi í ríku landi. Afleið­ingar van­rækslu síð­ustu ára hefur leitt til félags­legs óstöð­ug­leika og full­komin afneitun núver­andi rík­is­stjórnar gæti hugs­an­lega leitt til þess að atvinnu­lífið taki allan skell­inn til að brúa það sem rík­is­stjórnin hefur huns­að. Það er ófor­skammað að stilla hlut­unum þannig upp að launa­fólk kalli ham­farir yfir sam­fé­lag­ið, með því að beita verk­föll­um. Ábyrgð á slæmri stöðu lág­launa­fólks liggur ann­ars staðar – m.a. hjá stjórn­völdum sem hafa leyft ójöfn­uði að grass­era og holað að innan vel­ferð­ar­kerf­ið.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi eftir að ákvörðun Ítalíu lá fyrir.
Ítalir hnykla vöðvana og ESB kinkar kolli
Sú ákvörðun ítalskra stjórnvalda að hindra sendingu 250 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca til Ástralíu er slagur sem afhjúpar það ljóta stríð sem gæti verið í uppsiglingu um dropana dýrmætu.
Kjarninn 5. mars 2021
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent