Logi vill ríkisstjórn með Viðreisn, Pírötum og Vinstri grænum

Formaður Samfylkingarinnar segir að mögulega séu flokkur hans og Vinstri græn eðlisólíkir flokkar í ljósi þeirra áherslna sem núverandi ríkisstjórn, undir forsæti Vinstri grænna, hefur í forgrunni. Þetta kemur fram í viðtali við hann í Mannlífi í dag.

Auglýsing
Logi Mannlíf

„Ég held að við gætum náð mjög mörgum skemmtilegum og góðum málum á dagskrá ef við myndum mynda ríkisstjórn frá miðju til vinstri þar sem Samfylkingin væri kjölfestuflokkur og við hefðum svo Viðreisn og Pírata öðrum megin við okkur og Vinstri græn hinum megin við okkur.“ Þetta segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í viðtali í Mannlífi í dag.

Þar fer hann yfir formannsferil sinn í flokknum, en hann tók við Samfylkingunni eftir að hún hafði goldið sögulegt afhroð í kosningunum 2016, þar sem hún fékk einungis 5,7 prósent atkvæða og þrjá þingmenn kjörna. Til að setja það hrun í samhengi þá fékk Samfylkingin 29,8 prósent atkvæða í kosningunum 2009 og 20 þingmenn kjörna.

Logi segir í viðtalinu að hann hafi verið látinn vita af félögum sínum að þetta væri vonlaust tafl og að einhverjir hefðu nefnt hann útfararstjóra Samfylkingarinnar. Flokkurinn hefur hins vegar náð vopnum sínum ágætlega síðan þá, fékk 12,1 prósent atkvæða í kosningunum haustið 2017 og mælist með 15-18 prósent fylgi í síðustu könnunum sem hafa verið gerðar. 

Auglýsing
Það þýðir að Samfylkingin virðist vera að festa sig í sessi, samkvæmt könnunum á þessu kjörtímabili, sem næst stærsti flokkur landsins á eftir Sjálfstæðisflokknum.

Logi segir að hann telji að Samfylkingin sé í dag mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. „ Samfylkingin er í hægum vexti og ég held að það sé betra að þetta gerist hægt og rólega. Ég er sannfærður um að við eigum meira inni. Ég held að Samfylkingin verði komin á þann stað sem hún á að vera þegar hún er komin í góða ríkisstjórn sem byggir á málefnaáherslum jafnaðarmanna.“

Hann greinir einnig frá því að það hefði verið orðað við Samfylkinguna að taka þátt í myndun ríkisstjórnar gamla fjórflokksins eftir síðustu kosningar. 

Logi segir að það hafi hins vegar ekki verið neitt fyrir flokkinn þar, meðal annars vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn var ekki að fara að gera grundvallarbreytingar á skattkerfinu eða velferðarkerfinu sem hann telji að þjóðin þurfi. Því hafi verið mynduð sú stjórn sem nú situr að völdum.

Hann veltir því upp, í ljósi þeirrar stjórnarmyndunar, að kannski sé meira á milli Samfylkingarinnar og Vinstri grænna en hann Logi hélt áður og að kannski séu flokkarnir tveir eðlisólíkir. „Kannski snýst þetta ríkisstjórnarsamstarf svo um eitthvað allt annað en hægri og vinstri. Kannski snýst það einmitt um íhaldssemi, um að viðhalda gömlum kerfum sérhagsmunahópa. Kannski snýst það um að viðhalda rétti útgerðarinnar til þess að sitja á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar og nýta hana fyrir litla peninga. Kannski snýst þetta um hagsmuni landbúnaðarins eingöngu en ekki hagsmuni neytenda. Kannski snýst þetta um það að afneita því að stór og örugg mynt geti skilað ávinningi fyrir launafólk.“

Margt fleira ber á góma í viðtalinu. Þar ræðir Logi meðal annars braggamálið, Klaustursmálið og hvernig það atvikaðist að hann rataði í fremstu viglínu stjórnmála og ýmislegt annað.

Hægt er að lesa Mannlíf dagsins í heild sinni hér.

Býst við Ágústi Ólafi í næsta mánuði

Ágúst Ólafur Ágústs­son, þinga­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, er í leyfi frá þing­störfum eftir að hafa verið áminntur af trún­að­ar­nefnd flokks­ins vegna kyn­ferð­is­legrar áreitni gegn blaða­manni. Sam­kvæmt til­kynn­ingu sem Ágúst Ólafur sendi frá sér 7. des­em­ber ætl­aði hann að taka sér tveggja mán­aða leyfi. Logi segir í við­tal­inu í Mann­lífi að hann búist við Ágústi Ólafi aftur til starfa í næsta mán­uði, þegar því leyfi lýk­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent