Segir eftirlit Fiskistofu veikburða og ómarkvisst

Ríkisendurskoðun telur að Fiskistofu sé ómögulegt að sinna öllu því eftirliti sem henni ber að sinna, meðal annars vegna skorts á úrræðum og viðurlögum. Jafnframt vísar Ríkisendurskoðun því á bug að brottkast sé óverulegt á Íslandi.

Þorskur, sjávarútvegur, h_01554930.jpg
Auglýsing

Eft­ir­lit Fiski­­stofu með brott­kasti er veik­­burða og ómark­vis­st, sam­­kvæmt stjórn­­­sýslu­út­­­tekt Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar á eft­ir­liti Fiski­­stofu sem kynnt var í gær. Í úttekt­inni kemur einnig fram að eft­ir­lit með stofn­un­inni með vigtun sjá­v­­­ar­afla sé tak­­markað og efast megi um að eft­ir­litið skili til­­ætl­­uðum árangri. ­­Jafn­­framt telur Rík­is­end­ur­skoðun að sam­­þjöppun afla­heim­ilda styðji ekki með við­un­andi hætti við mark­mið laga um stjórn fisk­veiða og umgengi um nytja­­stofna sjá­v­­­ar. 

Vísa því á bug að brott­kast sé óveru­­legt á Íslandi

­Stjórn­­­sýslu­út­­­tekt Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar var unnin að beiðni Alþing­­is. Í úttekt­inni er mati atvinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins um að brott­kast sé „óveru­­legt“ á Ísland­i vísað á bug. Rík­is­end­ur­skoðun bendir á  á að inn­an­ ­fisk­veiði­kerf­is­ins sé mik­ill hag­rænn hvati til þess að stunda brott­kast. Vegna veik­­leika ­eft­ir­lits­ins sé í raun engin for­­senda til þess að full­yrða um umfang brott­kasts hér við land. Jafn­framt segir í úttekt­inni að við upp­­lýs­inga­öflun vegna úttekt­­ar­innar hafi komið fram skýrar áhyggjur af því að brott­kast ætti sér stað í tals­verðum mæli. Rík­­is­end­­ur­­skoðun gagn­rýnir það sér­­stak­­lega að ­­mat ráðu­­neyt­is­ins á umfangi brott­kasts bygg­ist meðal ann­­ars á lýs­ingum hags­muna­að­ila. 

Rík­­is­end­­ur­­skoðun telur að það sé Fiski­­stofu í raun ómög­u­­legt að sinna öllu því eft­ir­lit­i sem henni ber að sinna, meðal ann­­ars vegna skorts á úrræðum og við­­ur­lög­­um. Þá er tekið fram að hvorki liggi fyrir skýr ár­ang­­ur­s­­mark­mið né árang­­ur­s­­mæl­ingar í eft­ir­liti með brott­kasti og að auka þurfi við­veru eft­ir­lits­­manna um borð í fiski­­skipum og horfa til­ ­tækninýj­unga við eft­ir­lit. Þá er lag­t til að gerðar verði skýrar kröfur um að­­stöðu til vigt­unar og eft­ir­lit hafn­­ar­yf­­ir­­valda.

Auglýsing

Auka megi sam­starf Fiski­stofu og Land­helg­is­gæsl­unnar

Í skýrsl­unni mælist Rík­is­end­ur­skoðun til þess að kannað verði hvort auka megi sam­starf Fiski­stofu og Land­helg­is­gæslu Íslands við eft­ir­lit með brott­kasti. Eyþór Björns­son, Fiski­stofu­stjóri, sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag að Fiski­stofu vanti meiri mann­skap líkt og komi fram í skýrsl­unni og að rétt sé að skoða þurfi reglu­verk­ið. Hann segir jafn­framt að öll atriði skýrsl­unnar verði skoðuð inn­an­dyra hjá Fiski­stofu. Hann segir jafn­framt að nú þegar sé unnið að því að efla starf­semi hafn­anna og fylgir Land­helg­is­gæslan því eft­ir. „En eins og stendur í skýrsl­unni þá þarf að auka við­veru eft­ir­lits­manna um borð en það ger­ist ekki nema með meiri mann­skap,“ segir Eyþór að lok­um.

For­maður Við­reisnar segir ábyrgð útgerðar mikla

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar.Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, segir ábyrgð útgerða­manna mikla í bar­átt­unni gegn brott­kasti, í sam­tali við Frétta­blaðið í dag. „Það þarf að taka þetta mál föstum tök­um. Það er margt í húfi, meðal ann­ars orð­spor okkar sem fisk­veiði­þjóðar sem bless­un­ar­lega tók þá ákvörðun að vera með sjálf­bærar veiðar og byggja á vís­inda­legri nálg­un,“ segir Þor­gerður Katrín, um nið­ur­stöðu stjórn­sýslu­út­tekt­ar­innar um Fiski­stofu.

Þor­gerður ítrekar að útgerðin verði að standa undir ábyrgð. „Lang­flestir gera það en SFS verður hér að sýna afger­andi for­ystu og taka hressi­lega á þessu þó að ein­hverjir innan þeirra raða verði mis­sátt­ir. Þetta er ekki einka­mál útgerð­ar­manna og sjó­manna. Langt í frá, þótt rík­is­stjórnin vilji vinna málið þannig,“ segir Þor­gerður að lok­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent