Segir eftirlit Fiskistofu veikburða og ómarkvisst

Ríkisendurskoðun telur að Fiskistofu sé ómögulegt að sinna öllu því eftirliti sem henni ber að sinna, meðal annars vegna skorts á úrræðum og viðurlögum. Jafnframt vísar Ríkisendurskoðun því á bug að brottkast sé óverulegt á Íslandi.

Þorskur, sjávarútvegur, h_01554930.jpg
Auglýsing

Eft­ir­lit Fiski­­stofu með brott­kasti er veik­­burða og ómark­vis­st, sam­­kvæmt stjórn­­­sýslu­út­­­tekt Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar á eft­ir­liti Fiski­­stofu sem kynnt var í gær. Í úttekt­inni kemur einnig fram að eft­ir­lit með stofn­un­inni með vigtun sjá­v­­­ar­afla sé tak­­markað og efast megi um að eft­ir­litið skili til­­ætl­­uðum árangri. ­­Jafn­­framt telur Rík­is­end­ur­skoðun að sam­­þjöppun afla­heim­ilda styðji ekki með við­un­andi hætti við mark­mið laga um stjórn fisk­veiða og umgengi um nytja­­stofna sjá­v­­­ar. 

Vísa því á bug að brott­kast sé óveru­­legt á Íslandi

­Stjórn­­­sýslu­út­­­tekt Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar var unnin að beiðni Alþing­­is. Í úttekt­inni er mati atvinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins um að brott­kast sé „óveru­­legt“ á Ísland­i vísað á bug. Rík­is­end­ur­skoðun bendir á  á að inn­an­ ­fisk­veiði­kerf­is­ins sé mik­ill hag­rænn hvati til þess að stunda brott­kast. Vegna veik­­leika ­eft­ir­lits­ins sé í raun engin for­­senda til þess að full­yrða um umfang brott­kasts hér við land. Jafn­framt segir í úttekt­inni að við upp­­lýs­inga­öflun vegna úttekt­­ar­innar hafi komið fram skýrar áhyggjur af því að brott­kast ætti sér stað í tals­verðum mæli. Rík­­is­end­­ur­­skoðun gagn­rýnir það sér­­stak­­lega að ­­mat ráðu­­neyt­is­ins á umfangi brott­kasts bygg­ist meðal ann­­ars á lýs­ingum hags­muna­að­ila. 

Rík­­is­end­­ur­­skoðun telur að það sé Fiski­­stofu í raun ómög­u­­legt að sinna öllu því eft­ir­lit­i sem henni ber að sinna, meðal ann­­ars vegna skorts á úrræðum og við­­ur­lög­­um. Þá er tekið fram að hvorki liggi fyrir skýr ár­ang­­ur­s­­mark­mið né árang­­ur­s­­mæl­ingar í eft­ir­liti með brott­kasti og að auka þurfi við­veru eft­ir­lits­­manna um borð í fiski­­skipum og horfa til­ ­tækninýj­unga við eft­ir­lit. Þá er lag­t til að gerðar verði skýrar kröfur um að­­stöðu til vigt­unar og eft­ir­lit hafn­­ar­yf­­ir­­valda.

Auglýsing

Auka megi sam­starf Fiski­stofu og Land­helg­is­gæsl­unnar

Í skýrsl­unni mælist Rík­is­end­ur­skoðun til þess að kannað verði hvort auka megi sam­starf Fiski­stofu og Land­helg­is­gæslu Íslands við eft­ir­lit með brott­kasti. Eyþór Björns­son, Fiski­stofu­stjóri, sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag að Fiski­stofu vanti meiri mann­skap líkt og komi fram í skýrsl­unni og að rétt sé að skoða þurfi reglu­verk­ið. Hann segir jafn­framt að öll atriði skýrsl­unnar verði skoðuð inn­an­dyra hjá Fiski­stofu. Hann segir jafn­framt að nú þegar sé unnið að því að efla starf­semi hafn­anna og fylgir Land­helg­is­gæslan því eft­ir. „En eins og stendur í skýrsl­unni þá þarf að auka við­veru eft­ir­lits­manna um borð en það ger­ist ekki nema með meiri mann­skap,“ segir Eyþór að lok­um.

For­maður Við­reisnar segir ábyrgð útgerðar mikla

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar.Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, segir ábyrgð útgerða­manna mikla í bar­átt­unni gegn brott­kasti, í sam­tali við Frétta­blaðið í dag. „Það þarf að taka þetta mál föstum tök­um. Það er margt í húfi, meðal ann­ars orð­spor okkar sem fisk­veiði­þjóðar sem bless­un­ar­lega tók þá ákvörðun að vera með sjálf­bærar veiðar og byggja á vís­inda­legri nálg­un,“ segir Þor­gerður Katrín, um nið­ur­stöðu stjórn­sýslu­út­tekt­ar­innar um Fiski­stofu.

Þor­gerður ítrekar að útgerðin verði að standa undir ábyrgð. „Lang­flestir gera það en SFS verður hér að sýna afger­andi for­ystu og taka hressi­lega á þessu þó að ein­hverjir innan þeirra raða verði mis­sátt­ir. Þetta er ekki einka­mál útgerð­ar­manna og sjó­manna. Langt í frá, þótt rík­is­stjórnin vilji vinna málið þannig,“ segir Þor­gerður að lok­um.

Guðni Karl Harðarson
Í krafti fjöldans
Kjarninn 20. apríl 2019
Skoða skattalegt umhverfi þriðja geirans
Starfshópur á að skoða hvort að skattalegar ívilnanir geti hvatt einstaklinga og fyrirtæki til að styrkja félög sem falla undir þriðja geirann. Dæmi um félög sem gætu notið góðs af mögulegum breytingum eru björgunarsveitir, íþróttafélög og mannúðarsamtök.
Kjarninn 20. apríl 2019
Það helsta hingað til: WOW air fer á hausinn með látum
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Ein stærsta frétt ársins hingað til er án efa gjaldþrot WOW air eftir langvinnt dauðastríð sem fór fram fyrir opnum tjöldum.
Kjarninn 20. apríl 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Salt og ... paprika
Kjarninn 20. apríl 2019
Advania
Ríkið greiddi Advania rúman milljarð vegna tölvukerfa í fyrra
Upplýsingatæknifyrirtækið Advania fékk greiddan rúman milljarð fyrir rekstur og hýsingu tölvukerfa ríkisins árið 2018. Þar af greiddi ríkið 635 milljónir vegna tölvukerfisins Orra.
Kjarninn 20. apríl 2019
Búinn að bíða lengi eftir aðgerðum
Mikil vakning hefur orðið meðal landans á síðustu misserum varðandi umhverfismál og má með sanni segja að sjaldan hafi starf umhverfis- og auðlindaráðherra verið eins mikilvægt.
Kjarninn 20. apríl 2019
Sistkynin Sansa, Arya og Bran Stark úr sjónvarpsþáttunum Game of Thrones.
Game of Thrones vinsælasti þátturinn til niðurhals
Fyrsta þætti áttundu þáttaraðar Game of Thrones, sem sýndir eru á Stöð 2, hafði verið hlaðið niður tæplega sjö þúsund sinnum á deildu.net í gær. Íslendingar eru þannig enn að notfæra sér slíkan máta til að sækja sér efni til afþreyingar.
Kjarninn 20. apríl 2019
Lán lífeyrissjóða jukust um fjórðung að raunvirði milli ára
Heildareignir lífeyrissjóða nema yfir 4.400 milljörðum króna.
Kjarninn 19. apríl 2019
Meira úr sama flokkiInnlent