ÚR kærir ákvörðun Fiskistofu til ráðuneytis

Útgerðarfélag Reykjavíkur segir að allt verði gert til að hnekkja ákvörðun Fiskistofu.

Kleifaberg Re Mynd: Anna K. Kristjánsdóttir
Auglýsing

Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur hf. (ÚR) hefur með bréfi til atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins kært ákvörðun Fiski­stofu um 12 vikna svipt­ingu veiði­leyfis Kleifa­bergs RE 70 frá 2. febr­úar sl. 

Félagið fer fram á að ráðu­neytið felli ákvörð­un­ina úr gildi.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá ÚR, en Guð­mundur Krist­jáns­son, for­stjóri HB Granda, er stærsti eig­andi félags­ins.

Auglýsing

Í kærunni kemur fram að „svipt­ing veiði­leyfis sé alvar­leg ákvörð­un“ sem valda muni veru­legu tjóni og er ekki í neinu sam­ræmi við hin meintu brot. Tjónið er meira en áður hefur hlot­ist af stjórn­valds­sektum og er sér­stak­lega hátt vegna þess að það fellur á þann árs­tíma sem skipið aflar að jafn­aði þriðj­ung sinna tekna.

„Rök­stuðn­ingur ákærunnar er marg­þætt­ur. Ákvörðun Fiski­stofu byggir á mjög veikum laga­grunni og eru meint brot löngu fyrnd. Rann­sókn Fiski­stofu og aðferðir eru ámæl­is­verðar og langt í frá full­nægj­andi en mynd­skeið sem ákvörðun byggir á eru svið­sett, sýna ekki brott­kast í skiln­ingi laga og einnig eru skýr­ingar og túlk­anir Fiski­stofu rang­ar. Þá er and­mæla­réttur brot­inn og beit­ing Fiski­stofu á sönn­un­ar­reglu er ólög­mæt. Að síð­ustu er beit­ing hámarks­refs­ingar brot á með­al­hófi og óboð­legt opin­beru stjórn­vald­i,“ segir í til­kynn­ing­unni.

ÚR mun gera allt í sínu valdi til að hnekkja ákvörðun Fiski­stofu en tak­ist það ekki áskilur sér félagið rétt til að sækja bætur vegna alls þess tjóns sem félagið og/eða áhöfn Kleifa­bergs verður fyrir vegna ákvörð­un­ar­inn­ar.

Run­ólfur Viðar Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri ÚR, segir í til­kynn­ingu að ÚR bindi vonir við við að ráðu­neytið grípi til aðgerða. „Við erum von­góð um að ráðu­neytið felli ákvörð­un­ina fljótt úr gildi eða fresti rétt­ar­á­hrifum hennar á meðan end­an­leg nið­ur­staða liggur ekki fyr­ir. Ákvörðun Fiski­stofu er laga­lega röng og máls­at­vik hafa ekki verið rann­sök­uð. Svipt­ing veiði­leyfis í 12 vikur á þessum árs­tíma leiðir til gríð­ar­legs fjár­hags­legs tjóns. Íslenska ríkið getur orðið skaða­bóta­skylt gagn­vart 52 áhafn­ar­með­limum Kleifa­bergs og væntar kröfur þeirra verða á bil­inu 3-400 millj­ónir króna sem rík­is­sjóður gæti þurft að greiða, ef ráðu­neytið frestar ekki þess­ari röngu veiði­leyfa­svipt­ing­u.“

Kæra ÚR.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokksþingmaður vill lækka bankaskattinn hægar
Stefnt er að því að bankaskattur verði lækkaður í skrefum frá árinu 2021. Tekjutap ríkissjóðs vegna þessa er áætlað á nokkurra ára tímabili vel á annan tug milljarða, en vonast er til þess að kjör neytenda batni á móti.
Kjarninn 14. október 2019
Ketill Sigurjónsson
Unaðsstundir við Olíufljótið
Kjarninn 14. október 2019
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent