ÚR kærir ákvörðun Fiskistofu til ráðuneytis

Útgerðarfélag Reykjavíkur segir að allt verði gert til að hnekkja ákvörðun Fiskistofu.

Kleifaberg Re Mynd: Anna K. Kristjánsdóttir
Auglýsing

Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur hf. (ÚR) hefur með bréfi til atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins kært ákvörðun Fiski­stofu um 12 vikna svipt­ingu veiði­leyfis Kleifa­bergs RE 70 frá 2. febr­úar sl. 

Félagið fer fram á að ráðu­neytið felli ákvörð­un­ina úr gildi.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá ÚR, en Guð­mundur Krist­jáns­son, for­stjóri HB Granda, er stærsti eig­andi félags­ins.

Auglýsing

Í kærunni kemur fram að „svipt­ing veiði­leyfis sé alvar­leg ákvörð­un“ sem valda muni veru­legu tjóni og er ekki í neinu sam­ræmi við hin meintu brot. Tjónið er meira en áður hefur hlot­ist af stjórn­valds­sektum og er sér­stak­lega hátt vegna þess að það fellur á þann árs­tíma sem skipið aflar að jafn­aði þriðj­ung sinna tekna.

„Rök­stuðn­ingur ákærunnar er marg­þætt­ur. Ákvörðun Fiski­stofu byggir á mjög veikum laga­grunni og eru meint brot löngu fyrnd. Rann­sókn Fiski­stofu og aðferðir eru ámæl­is­verðar og langt í frá full­nægj­andi en mynd­skeið sem ákvörðun byggir á eru svið­sett, sýna ekki brott­kast í skiln­ingi laga og einnig eru skýr­ingar og túlk­anir Fiski­stofu rang­ar. Þá er and­mæla­réttur brot­inn og beit­ing Fiski­stofu á sönn­un­ar­reglu er ólög­mæt. Að síð­ustu er beit­ing hámarks­refs­ingar brot á með­al­hófi og óboð­legt opin­beru stjórn­vald­i,“ segir í til­kynn­ing­unni.

ÚR mun gera allt í sínu valdi til að hnekkja ákvörðun Fiski­stofu en tak­ist það ekki áskilur sér félagið rétt til að sækja bætur vegna alls þess tjóns sem félagið og/eða áhöfn Kleifa­bergs verður fyrir vegna ákvörð­un­ar­inn­ar.

Run­ólfur Viðar Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri ÚR, segir í til­kynn­ingu að ÚR bindi vonir við við að ráðu­neytið grípi til aðgerða. „Við erum von­góð um að ráðu­neytið felli ákvörð­un­ina fljótt úr gildi eða fresti rétt­ar­á­hrifum hennar á meðan end­an­leg nið­ur­staða liggur ekki fyr­ir. Ákvörðun Fiski­stofu er laga­lega röng og máls­at­vik hafa ekki verið rann­sök­uð. Svipt­ing veiði­leyfis í 12 vikur á þessum árs­tíma leiðir til gríð­ar­legs fjár­hags­legs tjóns. Íslenska ríkið getur orðið skaða­bóta­skylt gagn­vart 52 áhafn­ar­með­limum Kleifa­bergs og væntar kröfur þeirra verða á bil­inu 3-400 millj­ónir króna sem rík­is­sjóður gæti þurft að greiða, ef ráðu­neytið frestar ekki þess­ari röngu veiði­leyfa­svipt­ing­u.“

Kæra ÚR.

Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent