ÚR kærir ákvörðun Fiskistofu til ráðuneytis

Útgerðarfélag Reykjavíkur segir að allt verði gert til að hnekkja ákvörðun Fiskistofu.

Kleifaberg Re Mynd: Anna K. Kristjánsdóttir
Auglýsing

Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. (ÚR) hefur með bréfi til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins kært ákvörðun Fiskistofu um 12 vikna sviptingu veiðileyfis Kleifabergs RE 70 frá 2. febrúar sl. 

Félagið fer fram á að ráðuneytið felli ákvörðunina úr gildi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÚR, en Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, er stærsti eigandi félagsins.

Auglýsing

Í kærunni kemur fram að „svipting veiðileyfis sé alvarleg ákvörðun“ sem valda muni verulegu tjóni og er ekki í neinu samræmi við hin meintu brot. Tjónið er meira en áður hefur hlotist af stjórnvaldssektum og er sérstaklega hátt vegna þess að það fellur á þann árstíma sem skipið aflar að jafnaði þriðjung sinna tekna.

„Rökstuðningur ákærunnar er margþættur. Ákvörðun Fiskistofu byggir á mjög veikum lagagrunni og eru meint brot löngu fyrnd. Rannsókn Fiskistofu og aðferðir eru ámælisverðar og langt í frá fullnægjandi en myndskeið sem ákvörðun byggir á eru sviðsett, sýna ekki brottkast í skilningi laga og einnig eru skýringar og túlkanir Fiskistofu rangar. Þá er andmælaréttur brotinn og beiting Fiskistofu á sönnunarreglu er ólögmæt. Að síðustu er beiting hámarksrefsingar brot á meðalhófi og óboðlegt opinberu stjórnvaldi,“ segir í tilkynningunni.

ÚR mun gera allt í sínu valdi til að hnekkja ákvörðun Fiskistofu en takist það ekki áskilur sér félagið rétt til að sækja bætur vegna alls þess tjóns sem félagið og/eða áhöfn Kleifabergs verður fyrir vegna ákvörðunarinnar.

Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÚR, segir í tilkynningu að ÚR bindi vonir við við að ráðuneytið grípi til aðgerða. „Við erum vongóð um að ráðuneytið felli ákvörðunina fljótt úr gildi eða fresti réttaráhrifum hennar á meðan endanleg niðurstaða liggur ekki fyrir. Ákvörðun Fiskistofu er lagalega röng og málsatvik hafa ekki verið rannsökuð. Svipting veiðileyfis í 12 vikur á þessum árstíma leiðir til gríðarlegs fjárhagslegs tjóns. Íslenska ríkið getur orðið skaðabótaskylt gagnvart 52 áhafnarmeðlimum Kleifabergs og væntar kröfur þeirra verða á bilinu 3-400 milljónir króna sem ríkissjóður gæti þurft að greiða, ef ráðuneytið frestar ekki þessari röngu veiðileyfasviptingu.“

Kæra ÚR.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þremur mánuðum
Hlutdeild Landsbanka Íslands á íbúðalánamarkaði hefur stóraukist milli ára og er nú 26,8 prósent. Hún hefur aldrei verið hærri. Eigið fé bankans er nú 261,4 milljarðar króna.
Kjarninn 6. maí 2021
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Segir „skrúðgöngur þjóðernispopúlista á atkvæðaveiðum“ lélega nýtingu á tíma og peningum
Þingmaður Pírata gagnrýnir Miðflokkinn harðlega fyrir að hafa „sóað rúmlega 12 klukkutímum af tíma þingsins í forsendulaust og beinlínis heimskulegt málþóf“.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent