Kleifarberg svipt veiðileyfi vegna brottkasts

Togarinn Kleifaberg RE hefur verið sviptur veiðileyfi í þrjá mánuði vegna brottkasts. Fiskistofa telur brottkastið ásetningsbrot og beitir þyngstu viðurlögum sem lög leyfa. Útgerðin mun kæra til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins.

Kleifaberg RE
Kleifaberg RE
Auglýsing

Fiski­­stofa hefur svipt tog­ar­ann Kleif­­ar­berg RE-70, sem er gert út af Útgerð­­ar­­fé­lag­i Reykja­vík­ur, leyfi til fisk­veiða í atvinn­u­­skyni í tólf vikur vegna brott­kasts. Svipt­ingin tekur gildi frá og með 4. febr­­ú­­ar. Ákvörð­unin er dag­­sett 2. jan­ú­­ar. Frétta­­skýr­inga­þátt­­ur­inn Kveikur fjall­aði ítar­­lega um brott­kastið í þætti sem var sýndur í nóv­­em­ber 2017. Frá þessu er greint í Frétta­­blað­inu í dag. ­Út­gerð­ar­fé­lag Reykja­víkur ætlar að kæra svipt­ing­una til­ at­vinnu- og nýsköð­un­ar­ráðu­neyt­is­ins en félagið segir að leyf­is­svipt­ingin sé í raun „dauða­dóm­ur“ yfir Kleifa­berg­i. 

Fyrr­ver­andi skip­verji kom mynd­skeið­unum til Fiski­stofu

Það var fyrr­ver­andi skip­verji á Kleifa­bergi sem afhenti mynd­skeið til Fiski­stofu í des­em­ber 2017 sem hann sagð­ist hafa tekið um borð í Kleif­ar­berg og sýndi hvernig fiski sem komið hafði um borð í skipið með veið­ar­færum var kastað aftur í sjó­inn. Um er að ræða mynd­skeið frá árunum 2008, 2010 og 2016.

Frétta­skýr­inga­þátt­ur­inn Kveikur fjall­aði um þessi mynd­skeið í þætti sem sýndur var í nóv­em­ber 2017.  Í úrskurði Fiski­stofu er vikið sér­stak­lega að þessum þætti Kveiks og tekið fram að á fundi með lög­fræð­ingi Fiski­stofu hafi skip­verj­inn fyrr­ver­andi sagt að brott­kastið um borð í Kleif­ar­berg­i hefði í öllum til­vikum verið sam­kvæmt fyr­ir­mælum frá skip­stjóra og stýri­manni.

„Þetta er nið­­ur­­staða sem liggur fyrir í fram­haldi af rann­­sókn sem fór af stað í kjöl­far upp­­lýs­inga sem komu meðal ann­­ars fram í frétta­­skýr­inga­þætt­inum Kveik á RÚV,“ segir Eyþór Björns­­son fiski­­stofu­­stjóri. 

Fiski­stofa telur að útgerðin hafi haft fjár­hags­legan ávinn­ing af brott­kast­inu

Í úrskurði Fiski­stofu er útgerðin kemur fram að talið er að útgerðin hafi haft fjár­hags­legan ávinn­ing af því að kasta fiski fyrir borð sem ann­ars yrði til að tefja vinnslu um borð eða sem full­nægði ekki kröfum útgerð­ar­inn­ar. ­Miklu magni af fiski hafi verið hent með vit­und og sam­kvæmt fyr­ir­mælum skip­stjóra. Einnig megi ganga út frá því, eins og atvikum er lýst, að um ásetn­ings­brot hafi verið að ræða.

Guðmund­ur Kristjáns­son, for­stjóri HB Granda og eig­andi Útgerðarfé­lags Reykja­vík­ur. Mynd: Brim Seafood „Ég hef aldrei gefið fyr­ir­skipun um brott­kast, það er engin útgerð­ar­maður sem gefur fyr­ir­skipun um brott­kast­ið,“ sagði Guð­mundur Krist­jáns­son, þáver­andi útgerð­ar­stjóri Brims, sem gerði þá út Kleif­ar­berg, í við­tali við RÚV í nóv­em­ber 2017.  

 Fyrir brotin fær útgerðin þyngstu við­ur­lög sem lög leyfa; svipt­ingu veiði­leyfis í 12 vik­ur. Um við­ur­lögin segir í úrskurð­inum að hvorki útgerð­in, áhöfn né aðrir sem starfi í þágu útgerð­ar­innar hafi orðið upp­vísir að sam­bæri­legum brotum áður en vegna fjölda atvikanna, hve mik­ill afl­inn var og vegna aug­ljóss ásetn­ings telji stofn­unin rétt að hafa veiði­leyf­is­svipt­ing­una eins langa og lög leyfa. 

Auglýsing

Útgerðin telur mála­til­búnað Fiski­stofu ekki standast 

Í yfir­lýs­ingu frá Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­víkur segir að úrskurð­ur­inn verði kærður til atvinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins. Félagið telur sig ekki hafa fengið rétt­láta máls­með­ferð hjá Fiski­stofu sem hafi bæði rann­sakað meint brot og fellt úrskurð. „Við erum alveg miður okkar yfir þess­ari ákvörðun og teljum hana ranga,“ segir Run­ólfur Viðar Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri hjá Útgerð­ar­fé­lags Reykja­vík­ur. Hann segir ekki hafa verið tekið til­lit til sjón­ar­miða og rök­semda félags­ins við rann­sókn máls­ins. 

Útgerðin telur mála­til­búnað Fiski­stofu ekki stand­ast en úrskurður hennar byggi á lýs­ingu eins manns og mynd­skeiðum sem auð­velt sé að eiga við og bjaga. Þá telji útgerð­ar­fé­lagið að þau meintu brot sem Fiski­stofa telur að hafi verið framin á árunum 2008 og 2010 séu löngu fyrnd. 

Enn fremur hafi eitt mynd­skeið­anna verið kært til lög­reglu enda sé það falsað að mati sér­fræð­inga útgerð­ar­inn­ar. Að þessu atriði er vikið í úrskurði Fiski­stofu en vísað til ann­arra atriða sem styðji frá­sögn upp­ljóstr­ar­ans, þar á meðal færslna í afla­dag­bók skips­ins, gagna Fiski­stofu og vitn­is­burðar ann­ars skip­verja sem var í einni af umræddum veiði­ferð­um.

Sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra boð­aði aðgerðir gegn brott­kasti

Þor­­gerður Katrín Gunn­­ar­s­dótt­ir, þáver­andi sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­­að­­ar­ráð­herra, sagði í Silfr­inu 27. nóv­­em­ber í kjöl­far Kveiks­þátts­ins að útgerðin beri mesta ábyrgð á brott­kasti og því að vigtun afla væri ekki sem skyldi. Hún sagði enn fremur að styrkja þyrfti úrræði og við­­ur­lög vegna þessa.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.Í apríl síð­ast­liðnum boð­aði Krist­ján Þór Júl­í­us­son, núver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, aðgerðir gegn brott­kasti. Ráð­herr­ann lagði meðal ann­ars fram frum­varpi þar sem Fiski­stofu var veitt heim­ild til að not­ast við mynda­vélar í eft­ir­liti stofn­un­ar­inn­ar.  Telja að svipt­ingin rýri tekjur útgerð­ar­inn­arum um einn millj­arð 

Í yfir­lýs­ingu Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur kemur fram að þótt ákvörðun Fiski­stofu verði kærð til ráðu­neyt­is­ins fresti það ekki veiði­leyfa­svipt­ingu. Mat útgerð­ar­innar sé að þetta muni rýra tekjur hennar um allt að einum millj­arði auk þess að valda henni var­an­legum skaða þar sem óvíst er hvort að skipið muni halda aftur til veiða. 

Kleifaberg Re Mynd: Anna K. Kristjánsdóttir„Þetta eru gríð­ar­lega hörð við­ur­lög, í raun dauða­dómur yfir Kleifa­bergi RE-70. Kleifa­berg hefur verið meðal feng­sæl­ustu fiski­skipa íslenska flot­ans. Afli skips­ins frá árinu 2007 hef­ur­verið tæp 100.000 tonn og afla­verð­mæti yfir 30 millj­arðar króna á núvirði. Lang stærsti hlut­i þessa frá­bæra árang­urs má þakka yfir­burða áhöfn á skip­inu. Ef skipið stoppar í 3 mán­uði eru allar líkur á að sjó­menn á Kleifa­bergi fái vinnu á öðrum skip­um. Með þess­ari ákvörðun er verið að leggja niður 52 manna vinnu­stað,“ segir Run­ólfur Viðar í yfir­lýs­ingu útgerð­ar­fé­lags­ins.

Í við­tali við Kveik árið 2017 sagði Eyþór Björns­son, fiski­stofu­stjóri, að við­ur­lög vegna brott­kasts væru í raun gagns­laus. Veiði­leyfa­svipt­ingar væru þannig úr garði gerðar að hægt væri að kom­ast hjá þeim með því að færa kvóta og áhöfn yfir á annað skip og halda veiðum áfram, á meðan við­kom­andi skip sætir veiði­leyfa­svipt­ingu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu.Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun eins og nú er stefnt að og hugmyndir að stærri virkjun se
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent