Kleifarberg svipt veiðileyfi vegna brottkasts

Togarinn Kleifaberg RE hefur verið sviptur veiðileyfi í þrjá mánuði vegna brottkasts. Fiskistofa telur brottkastið ásetningsbrot og beitir þyngstu viðurlögum sem lög leyfa. Útgerðin mun kæra til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins.

Kleifaberg RE
Kleifaberg RE
Auglýsing

Fiski­­stofa hefur svipt tog­ar­ann Kleif­­ar­berg RE-70, sem er gert út af Útgerð­­ar­­fé­lag­i Reykja­vík­ur, leyfi til fisk­veiða í atvinn­u­­skyni í tólf vikur vegna brott­kasts. Svipt­ingin tekur gildi frá og með 4. febr­­ú­­ar. Ákvörð­unin er dag­­sett 2. jan­ú­­ar. Frétta­­skýr­inga­þátt­­ur­inn Kveikur fjall­aði ítar­­lega um brott­kastið í þætti sem var sýndur í nóv­­em­ber 2017. Frá þessu er greint í Frétta­­blað­inu í dag. ­Út­gerð­ar­fé­lag Reykja­víkur ætlar að kæra svipt­ing­una til­ at­vinnu- og nýsköð­un­ar­ráðu­neyt­is­ins en félagið segir að leyf­is­svipt­ingin sé í raun „dauða­dóm­ur“ yfir Kleifa­berg­i. 

Fyrr­ver­andi skip­verji kom mynd­skeið­unum til Fiski­stofu

Það var fyrr­ver­andi skip­verji á Kleifa­bergi sem afhenti mynd­skeið til Fiski­stofu í des­em­ber 2017 sem hann sagð­ist hafa tekið um borð í Kleif­ar­berg og sýndi hvernig fiski sem komið hafði um borð í skipið með veið­ar­færum var kastað aftur í sjó­inn. Um er að ræða mynd­skeið frá árunum 2008, 2010 og 2016.

Frétta­skýr­inga­þátt­ur­inn Kveikur fjall­aði um þessi mynd­skeið í þætti sem sýndur var í nóv­em­ber 2017.  Í úrskurði Fiski­stofu er vikið sér­stak­lega að þessum þætti Kveiks og tekið fram að á fundi með lög­fræð­ingi Fiski­stofu hafi skip­verj­inn fyrr­ver­andi sagt að brott­kastið um borð í Kleif­ar­berg­i hefði í öllum til­vikum verið sam­kvæmt fyr­ir­mælum frá skip­stjóra og stýri­manni.

„Þetta er nið­­ur­­staða sem liggur fyrir í fram­haldi af rann­­sókn sem fór af stað í kjöl­far upp­­lýs­inga sem komu meðal ann­­ars fram í frétta­­skýr­inga­þætt­inum Kveik á RÚV,“ segir Eyþór Björns­­son fiski­­stofu­­stjóri. 

Fiski­stofa telur að útgerðin hafi haft fjár­hags­legan ávinn­ing af brott­kast­inu

Í úrskurði Fiski­stofu er útgerðin kemur fram að talið er að útgerðin hafi haft fjár­hags­legan ávinn­ing af því að kasta fiski fyrir borð sem ann­ars yrði til að tefja vinnslu um borð eða sem full­nægði ekki kröfum útgerð­ar­inn­ar. ­Miklu magni af fiski hafi verið hent með vit­und og sam­kvæmt fyr­ir­mælum skip­stjóra. Einnig megi ganga út frá því, eins og atvikum er lýst, að um ásetn­ings­brot hafi verið að ræða.

Guðmund­ur Kristjáns­son, for­stjóri HB Granda og eig­andi Útgerðarfé­lags Reykja­vík­ur. Mynd: Brim Seafood „Ég hef aldrei gefið fyr­ir­skipun um brott­kast, það er engin útgerð­ar­maður sem gefur fyr­ir­skipun um brott­kast­ið,“ sagði Guð­mundur Krist­jáns­son, þáver­andi útgerð­ar­stjóri Brims, sem gerði þá út Kleif­ar­berg, í við­tali við RÚV í nóv­em­ber 2017.  

 Fyrir brotin fær útgerðin þyngstu við­ur­lög sem lög leyfa; svipt­ingu veiði­leyfis í 12 vik­ur. Um við­ur­lögin segir í úrskurð­inum að hvorki útgerð­in, áhöfn né aðrir sem starfi í þágu útgerð­ar­innar hafi orðið upp­vísir að sam­bæri­legum brotum áður en vegna fjölda atvikanna, hve mik­ill afl­inn var og vegna aug­ljóss ásetn­ings telji stofn­unin rétt að hafa veiði­leyf­is­svipt­ing­una eins langa og lög leyfa. 

Auglýsing

Útgerðin telur mála­til­búnað Fiski­stofu ekki standast 

Í yfir­lýs­ingu frá Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­víkur segir að úrskurð­ur­inn verði kærður til atvinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins. Félagið telur sig ekki hafa fengið rétt­láta máls­með­ferð hjá Fiski­stofu sem hafi bæði rann­sakað meint brot og fellt úrskurð. „Við erum alveg miður okkar yfir þess­ari ákvörðun og teljum hana ranga,“ segir Run­ólfur Viðar Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri hjá Útgerð­ar­fé­lags Reykja­vík­ur. Hann segir ekki hafa verið tekið til­lit til sjón­ar­miða og rök­semda félags­ins við rann­sókn máls­ins. 

Útgerðin telur mála­til­búnað Fiski­stofu ekki stand­ast en úrskurður hennar byggi á lýs­ingu eins manns og mynd­skeiðum sem auð­velt sé að eiga við og bjaga. Þá telji útgerð­ar­fé­lagið að þau meintu brot sem Fiski­stofa telur að hafi verið framin á árunum 2008 og 2010 séu löngu fyrnd. 

Enn fremur hafi eitt mynd­skeið­anna verið kært til lög­reglu enda sé það falsað að mati sér­fræð­inga útgerð­ar­inn­ar. Að þessu atriði er vikið í úrskurði Fiski­stofu en vísað til ann­arra atriða sem styðji frá­sögn upp­ljóstr­ar­ans, þar á meðal færslna í afla­dag­bók skips­ins, gagna Fiski­stofu og vitn­is­burðar ann­ars skip­verja sem var í einni af umræddum veiði­ferð­um.

Sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra boð­aði aðgerðir gegn brott­kasti

Þor­­gerður Katrín Gunn­­ar­s­dótt­ir, þáver­andi sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­­að­­ar­ráð­herra, sagði í Silfr­inu 27. nóv­­em­ber í kjöl­far Kveiks­þátts­ins að útgerðin beri mesta ábyrgð á brott­kasti og því að vigtun afla væri ekki sem skyldi. Hún sagði enn fremur að styrkja þyrfti úrræði og við­­ur­lög vegna þessa.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.Í apríl síð­ast­liðnum boð­aði Krist­ján Þór Júl­í­us­son, núver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, aðgerðir gegn brott­kasti. Ráð­herr­ann lagði meðal ann­ars fram frum­varpi þar sem Fiski­stofu var veitt heim­ild til að not­ast við mynda­vélar í eft­ir­liti stofn­un­ar­inn­ar.  Telja að svipt­ingin rýri tekjur útgerð­ar­inn­arum um einn millj­arð 

Í yfir­lýs­ingu Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur kemur fram að þótt ákvörðun Fiski­stofu verði kærð til ráðu­neyt­is­ins fresti það ekki veiði­leyfa­svipt­ingu. Mat útgerð­ar­innar sé að þetta muni rýra tekjur hennar um allt að einum millj­arði auk þess að valda henni var­an­legum skaða þar sem óvíst er hvort að skipið muni halda aftur til veiða. 

Kleifaberg Re Mynd: Anna K. Kristjánsdóttir„Þetta eru gríð­ar­lega hörð við­ur­lög, í raun dauða­dómur yfir Kleifa­bergi RE-70. Kleifa­berg hefur verið meðal feng­sæl­ustu fiski­skipa íslenska flot­ans. Afli skips­ins frá árinu 2007 hef­ur­verið tæp 100.000 tonn og afla­verð­mæti yfir 30 millj­arðar króna á núvirði. Lang stærsti hlut­i þessa frá­bæra árang­urs má þakka yfir­burða áhöfn á skip­inu. Ef skipið stoppar í 3 mán­uði eru allar líkur á að sjó­menn á Kleifa­bergi fái vinnu á öðrum skip­um. Með þess­ari ákvörðun er verið að leggja niður 52 manna vinnu­stað,“ segir Run­ólfur Viðar í yfir­lýs­ingu útgerð­ar­fé­lags­ins.

Í við­tali við Kveik árið 2017 sagði Eyþór Björns­son, fiski­stofu­stjóri, að við­ur­lög vegna brott­kasts væru í raun gagns­laus. Veiði­leyfa­svipt­ingar væru þannig úr garði gerðar að hægt væri að kom­ast hjá þeim með því að færa kvóta og áhöfn yfir á annað skip og halda veiðum áfram, á meðan við­kom­andi skip sætir veiði­leyfa­svipt­ingu.

Úthluta 250 milljónum til uppbyggingar á rafbílahleðslustöðvum
Orkusjóður hefur auglýst fjárfestingarstyrki til uppbyggingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla en í heildina verður úthlutað 250 milljónum. Styrkirnir eru hluti af aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna orkuskipta í samgöngum á árunum 2019 til 2020.
Kjarninn 18. júní 2019
Guðmundur Andri Thorsson
Um Íra og okkur, Englendinga og Dani
Kjarninn 17. júní 2019
Ólíklegt að Max vélarnar fari í loftið fyrr en í desember
Óvissa ríkir um hvenær 737 Max vélarnar frá Boeing fara í loftið. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir Icelandair og íslenska ferðaþjónustu.
Kjarninn 17. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Danska menntamálaráðuneytið hefur útbúið leiðavísi vegna ofbeldis í garð kennara
Kjarninn 17. júní 2019
Íslendingar verða varir við samkeppnisvandamál á matvörumarkaði
Íslendingar mest varir við skort á samkeppni í farþegaþjónustu
Íslendingar verða mest varir við samkeppnisvandamál í farþegaþjónustu, fjármálaþjónustu og matvælamarkaði samkvæmt könnun MMR. Þá var hátt verð og lítill marktækur munur á verði nefnd sem helstu vandamál markaðanna.
Kjarninn 17. júní 2019
Forseti Íslands ásamt þeim sem hlutu fálkaorðuna 2019.
Sextán sæmdir fálkaorðunni á Bessastöðum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi 16 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Björn Gunnar Ólafsson
Mældu rétt strákur
Kjarninn 17. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands flytur ávarp 17. júní 2019.
Katrín: Það getur allt breyst, líka það sem virðist klappað í stein
Forsætisráðherra fjallaði meðal annars um loftslagsmál í ávarpi sínu á Austurvelli í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent