Davíð hækkar í 5,9 milljónir - Björn Ingi með 2,6 milljónir

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra er launahæsti fjölmiðlamaður Íslands samkvæmt tekjublaði DV. Nema mánaðartekjur hans rúmlega 5,9 milljónum króna og hafa þær hækkað um 2 milljónir frá árinu 2016.

Tekjur fjölmiðlamanna
Auglýsing

Davíð Odds­son rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra er launa­hæsti fjöl­miðla­maður Íslands sam­kvæmt tekju­blaði DV. Nema mán­að­ar­tekjur hans rúm­lega 5,9 millj­ónum króna og hafa þær hækkað um 200 þús­und frá því í fyrra en árið 2016 námu tekjur Dav­íðs um 3,9 millj­ón­um.

Har­aldur Johann­es­sen einnig rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins er sá næst launa­hæsti í brans­anum með rúm­lega 4,5 millj­ónir á mán­uði.

Björn Ingi Hrafns­son fyrr­ver­andi eig­andi Pressunnar og DV vermir þriðja sætið á lista launa­hæstu fjöl­miðla­mann­anna með 2,6 millj­ónir á mán­uði og á eftir honum kemur Óskar Magn­ús­son fyrr­ver­andi útgef­andi Árvak­urs með tæp­lega 1,9 millj­ón­ir.

Auglýsing

Næstir á lista eru:

Sverrir Heim­is­son aug­lýs­inga­stjóri Við­skipta­blaðs­ins - 1.864

Logi Berg­mann Eiðs­son fyrr­ver­andi frétta­þulur og þátta­stjórn­andi - 1.853

Magnús Geir Þórð­ar­son útvarps­stjóri - 1.790

Kristín Þor­steins­dóttir aðal­rit­stjóri Frétta­blaðs­ins - 1.787

Pétur Jóhann Sig­fús­son sjón­varps­maður - 1.451

Egill Helga­son sjón­varps­maður - 1.349

Auð­unn Blön­dal útvarps- og sjón­varps­maður - 1.326

Gjör­breyt­ing á lands­lagi fjöl­miðla árið 2017

Í upp­hafi árs 2017 var skipuð nefnd sem hafði það hlut­verk að skila til­lögum um hvernig bæta mætti rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla á Íslandi. Á meðan að sú nefnd starf­aði urðu mestu breyt­ingar sem orðið hafa á íslensku fjöl­miðla­lands­lagi í ára­tugi. Jafn­vel frá upp­hafi. 

Á einu ári lagði það dag­blað sem hafði næst mesta útbreiðslu upp laupana, ein af stærstu fjöl­miðla­sam­steypum lands­ins lið­að­ist í sundur og hluti hennar fór í þrot, stærsta einka­rekna fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins var skipt upp og skilin milli fjar­skipta og fjöl­miðla urðu enn óskýr­ari. Svo fátt eitt sé nefnt.

Frétta­tím­inn hvarf

Fyrstu stóru svipt­ing­arnar á árinu 2017 urðu strax í febr­úar þegar greint var frá því að fjár­hags­leg end­ur­skipu­lagn­ing á frí­blað­inu Frétta­tím­anum stæði yfir. Til­kynn­ingin kom mörgum á óvart þar sem nýir eig­end­ur, undir for­ystu Gunn­ars Smára Egils­son­ar, höfðu keypt allt hlutafé í miðl­inum í nóv­em­ber 2015 og blásið til mik­illar sóknar með ráðn­ingu á reyndu starfs­fólki og fjölgun útgáfu­daga úr einum í viku í þrjá í viku. 

Fjölmiðlar á ÍslandiÍ byrjun apríl var ljóst að það stefndi í óefn­i. G­unnar Smári til­kynnti þá að hann væri hættur afskiptum af útgáf­unni. Starfs­menn höfðu á þessum tíma ekki fengið greidd laun og erf­ið­lega gekk að fá nokkrar upp­lýs­ingar frá stjórn­endum um hvort að slíkt stæði til. 

Frétta­tím­inn kom út í síð­asta sinn föstu­dag­inn 7. apríl 2017. Skömmu áður hafði verið greint frá því að blaðið hefði tapað 151 millj­ónum króna á árinu 2016. Tapið hafði tífald­ast milli ára. 

Útgáfu­fé­lag Frétta­tím­ans var tekið til gjald­þrota­skipta í júlí og kröfur í búið námu 236 millj­ónum króna.

Sápu­óperan í kringum Press­una

Mesta drama­tíkin á fjöl­miðla­mark­aði í fyrra var í kringum Pressu­sam­stæðu Björns Inga Hrafns­son­ar, sem hafði árin á undan farið mik­inn og sankað að sér allskyns fjöl­miðlum oft með skuld­settum yfir­tök­um. Síð­asta yfir­takan var á tíma­rita­út­gáf­unni Birt­ingi í lok árs 2016 og eftir hana voru tæp­lega 30 miðlar í Pressu­sam­stæð­unn­i. Þeirra þekkt­­astir voru DV, D­V.is, Eyj­an, Pressan, sjón­­varps­­stöð­in ÍNN og tíma­­ritin Vikan, Gest­gjaf­inn, Nýtt líf og Hús og híbýli.

Í apríl var til­kynnt um að hlutafé Pressunnar yrði aukið um 300 millj­ónir króna og að sam­hliða myndi Björn Ingi stíga til hlið­ar. Sá aðili sem ætl­aði að koma með mest fé inn í rekst­ur­inn var Fjár­fest­inga­fé­lagið Dal­ur­inn, félag í eigu Róberts Wess­man, Árna Harð­ar­sonar og þriggja ann­arra manna. Með þeim var hópur ann­arra fjár­festa og svo virt­ist sem Pressu­sam­stæð­unni væri borg­ið.

Gjald­þrot og kærur vegna meintra lög­brota

Nýju fjár­fest­arnir komust þó fljót­lega að því að mun meira vant­aði til þess að rétta af rekst­ur­inn en þeir höfðu talið áður. Um miðjan maí voru þeir hættir við aukna fjár­fest­ing­u en áttu þó enn meiri­hluta hluta­fjár í sam­stæð­unni. Á sama tíma var kaupum Pressunnar á Birt­ingi rift og Dal­ur­inn keypti í kjöl­farið allt hlutafé þess fyr­ir­tæk­is. Það útgáfu­fé­lag gefur meðal ann­ars út Mann­líf í sam­starfi við Kjarn­ann.

Drama­tík­inni var þó hvergi nærri lok­ið. Í byrjun sept­em­ber var til­kynnt að ­Sig­­­urð­ur­ G. Guð­jóns­­­son hæsta­rétt­­­ar­lög­­maður hef­ði ásamt hópi fjár­­­­­festa keypt 

flesta lyk­ilmiðla Pressu­sam­stæð­unnar með hluta­fjár­aukn­ingu. Um var að ræða DV, D­V.is, Press­una, Eyj­una, Bleikt, ÍNN og tengda vefi. Eftir í gamla eign­ar­halds­fé­lag­inu voru skildir hér­aðs­frétta­miðl­ar. For­svars­menn Dals­ins sögðu að þeir hefðu ekki vitað um þennan gjörn­ing fyrr en hann var afstað­inn.

Óljóst er hvort að ofan­greind við­skipti muni halda. Pressan var tekin til gjald­þrota­skipta í des­em­ber 2017 og skipta­stjóri skip­aður yfir búið. Grunur er uppi um lög­­brot í starf­­semi félags­­ins, og hefur ný stjórn kært Björn Inga og Arnar Ægis­son, fyrr­ver­and­i fram­kvæmda­stjóra ­fyr­ir­tæk­is­ins, til hér­­aðs­sak­­sókn­­ara vegna lög­­brota. Þá verður skoðað hvort kröfu­höfum Pressunnar hafi verið mis­munað og hvort það eigi að rifta sölu á miðlum félags­ins.

365 og Voda­fo­ne runnu að mestu saman

Stærstu tíð­indin á fjöl­miðla­mark­aði á þessu mikla breyt­ing­ar­ári urðu þó lík­ast til um miðjan mars 2017, þegar til­kynnt var um að Fjar­skipti, móð­ur­fé­lag Voda­fo­ne á Íslandi, hefði und­ir­­ritað samn­ing um kaup á öllum eignum og rekstri 365 miðla, að und­an­­skildum eignum er varða útgáfu Frétta­­blaðs­ins. Þeir miðlar sem selja átti yfir frá 365 miðlum voru Stöð 2 og tengdar sjón­­­­varps­­­­stöðv­­­­­­­ar, útvarps­­­­­­­rekstur fyr­ir­tæk­is­ins (t.d. Bylgj­an, X-ið og F­M957) og frétta­vef­­­­ur­inn ­Vís­ir.­is. Frétta­­­­stofa 365 fylgdi með í kaup­un­um, en hún er ein stærsta frétta­­­­stofa lands­ins og sú eina sem heldur úti dag­­­­legum sjón­­­­varps­frétta­­­­tíma utan frétta­­­­stofu RÚV. 

Sam­keppn­is­eft­ir­litið sam­­þykkti sam­runa Fjar­­skipta og flestra miðla 365 með skil­yrðum í byrjun októ­ber síð­­ast­lið­ins. Keyptu eign­irnar fær­ð­ust yfir til Fjar­­skipta 1. des­em­ber 2017.

Næst stærsta einka­rekna fjöl­miðla­sam­steypa lands­ins, Árvakur sem gefur út Morg­un­blaðið og tengda miðla, gekk líka í gegnum breyt­ingar í fyrra. Fyr­ir­tækið fór á fullu í útvarps­rekstur og Eyþór Arn­alds, nú fram­bjóð­andi í leið­toga­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyrir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, keypti rúm­lega fjórð­ungs­hlut í Árvakri. 

Auk þess var greint frá því í októ­ber að Árvakur og Sím­inn myndu fram­leiða í sam­ein­ingu inn­lent sjón­varps­efni og dag­skrár­gerð á árinu 2017.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent