Útgáfufélag DV og tengdra miðla tapaði yfir 600 milljónum á 28 mánuðum

Frjáls fjölmiðlun tapaði 21,5 milljón króna á mánuði frá því að félagið keypti DV og tengda miðla og fram að síðustu áramótum. Fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar fjármagnaði tapreksturinn með vaxtalausu láni.

7DM_0815_raw_2406.JPG
Auglýsing

Frjáls fjöl­miðlun ehf., útgáfu­fé­lag DV og tengdra miðla, tap­aði 317,6 millj­ónum króna í fyrra, sam­kvæmt nýbirtum árs­reikn­ingi. Alls tap­aði félagið 601,2 millj­ónum króna frá því að það keypti fjöl­miðl­anna haustið 2017 og fram að síð­ustu ára­mót­um, eða 21,5 millj­ónum króna að með­al­tali á mán­uð­i. 

Það var fjár­magnað með vaxta­lausu láni frá Novator, fjár­fest­inga­fé­lagi sem er að mestu í eigu Björg­ólfs Thors Björg­ólfs­son­ar. Inn­borgað hlutafé á árinu 2019 var 120 millj­ónir króna en það hafði verið 190 millj­ónir króna árið áður­. Alls nam hlutafé í félag­inu 340,5 millj­ónum króna sem þýðir að um 900 millj­ónir króna hafa runnið inn í rekst­ur­inn í formi hluta­fjár og vaxta­lausra lána.

Frjálsri fjöl­miðlun var svo rennt inn í Torg ehf., útgáfu­fé­lag Frétta­blaðs­ins og tengdra miðla, 1. apríl síð­ast­lið­inn. Skömmu síðar var aðkoma Novator að fjár­mögnun félags­ins opin­beruð.

Auglýsing
Eigin fé frjálsrar fjöl­miðl­unar var nei­kvætt um 261 milljón króna í lok síð­asta árs. Tapið 2019 sam­an­stóð að mestu ann­ars vegar af rekstr­ar­tapi upp á 129 millj­ónir króna og hins vegar af virð­is­rýrnun óefn­is­legra eigna um 152 millj­ónir króna, en þar var aðal­lega um að ræða rýrnun á virði útgáfu­rétt­inda um 140 millj­ónir króna. 

Í árs­reikn­ingnum segir að mikil óvissa sé um far­ald­urs vegna COVID-19 veirunnar á rekstr­ar­um­hverfi, efna­hags­líf og fjár­mála­mark­aði hér­lendis og um heim all­an. „Ekki er hægt að sjá fyrir eða leggja mat á hver áhrif far­ald­urs­ins muni verða á starf­semi félags­ins en að mati stjórnar og fram­kvæmd­ar­stjóra hafa ekki komið fram vís­bend­ingar við und­ir­ritun árs­reikn­ings­ins þess efnis að vafi kunni að leika á rekstr­ar­hæfi félags­ins.“

Leynd yfir fjár­mögnun

Frjáls fjöl­miðlun hóf starf­­­­­semi í sept­­­­­em­ber 2017. Félagið keypti þá fjöl­mið­l­a Pressu­­­­­­­sam­­­­­­­stæð­unn­­­­­­­ar: DV, DV.is, Eyj­una, Press­una, Bleikt, Birtu, Dokt­or.is, 433.is og sjón­­­­­­­varps­­­­­­­stöð­ina ÍNN. ÍNN var síðar sett í þrot.

Skráður eig­andi að öllu hlutafé í Frjálsri fjöl­miðlun var félagið Dals­dalur ehf. og eig­andi þess er skráður lög­­­­­­­mað­­­­ur­inn Sig­­­­urður G. Guð­jóns­­­­son. 

Á fyrstu fjórum mán­uðum starf­­­­sem­innar tap­aði félagið 43,6 millj­­­­ónum króna. Á árinu 2018 jókst tapið umtals­vert og var um 240 millj­­­­ónir króna. Sam­tals tap­aði fjöl­miðla­­­­sam­­­­stæðan því 283,6 millj­­­­ónum króna á 16 mán­uð­u­m. Við það bæt­ist 317,6 millj­óna króna tap í fyrra sem þýðir að á 28 mán­uðum tap­aði Frjáls fjöl­miðlun 601,2 millj­ónum króna.

Sam­­­­kvæmt árs­­­­reikn­ingi Frjálsrar fjöl­miðlar skuld­aði sam­­­­stæðan 657 millj­­­­ónir króna í lok árs 2019. Þar af voru lang­­­­tíma­skuldir 560 millj­­­­ónir króna við eig­and­ann, Dals­­­­dal. Þegar þær skuldir eru lagðar saman við inn­borgað hluta­fé, sem var 340,5 millj­ónir króna alls, er ljóst að um 900 millj­ónir króna hafa runnið inn í rekst­ur­inn frá Dals­dal.

Eina eign Dals­dals er Frjáls fjöl­miðlun og skuld þess við félag­ið. Aldrei var greint frá því hver það væru sem fjár­­­­­­­magn­aði Dals­­­­dal í árs­­­­reikn­ingn­­um né í til­­kynn­ingum til fjöl­miðla­­nefnd­­ar.

Novator opin­berað

15. maí 2020 greindi Kjarn­inn frá því að Novator ehf., félag sem er að stærstu leyti í eigu Björg­­ólfs Thors Björg­­ólfs­­son­­ar, hefði fjár­­­magn­að mik­inn tap­­rekstur Frjálsrar fjöl­mið­l­un­ar frá eig­enda­­skiptum árið 2017 og hefði þar með verið helsti bak­hjarl fjöl­mið­ils­ins. Það gerði Novator með því að lána eig­enda útgáfu­fé­lags fjöl­miðl­anna að minnsta kosti 745 millj­ónir króna vaxta­laust.Björgólfur Thor Björgólfsson.

Það kom fram í samn­ingum sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið fékk afhent þegar það fjall­aði um sam­runa Frjálsrar fjöl­mið­l­unar og Torgs, útgáfu­­fé­lags Frétta­­blaðs­ins og tengdra miðla, sem til­­kynnt var um í des­em­ber 2019 og gekk form­lega í gegn 1. apríl 2020 með afhend­ingu eigna og rétt­inda. 

Sam­keppn­is­eft­ir­litið hafði óskað eftir umsögnum frá sam­keppn­is­að­ilum fjöl­miðla­fyr­ir­tækj­anna tveggja. Í áliti eft­ir­lits­ins sagði að þrír umsagn­ar­að­ilar hafi tjáð sig um sam­run­ann og töldu fyr­ir­hug­aðan sam­runa ekki koma til með að hafa telj­andi áhrif á sam­keppni á þeim mörk­uðum sem um væri að ræða. „Einn af þeim óskaði þó eftir því að Sam­keppn­is­eft­ir­litið setti það sem skil­yrði fyrir sam­run­anum að upp­lýst yrði um raun­veru­lega eig­endur Frjálsrar fjöl­miðl­un­ar. Leyndin yfir því hver raun­veru­legur eig­andi þess sé valdi öðrum fjöl­miðla­fyr­ir­tækjum miklum skaða og bjagi mark­aðs­stöðu óhjá­kvæmi­lega.“

Sam­keppn­is­eft­ir­litið ákvað að taka til­lit til þessa og krafð­ist þess að upp­lýst yrði hver það væri sem fjár­magn­aði rekstur Frjálsrar fjöl­miðl­un­ar. Hvorki Novator né Björgólfur Thor voru nokkru sinni skráðir á meðal eig­enda Frjálsrar fjöl­mið­l­un­­ar.

Sam­ein­­ast Torgi og mynd­uðu risa

Á fimmt­u­­­­dags­­­­kvöldið 13. des­em­ber 2019 greindi Kjarn­inn frá því að Torg, útgáfu­­­­fé­lag Frétta­­­­blaðs­ins, væri að kaupa DV og tengda miðla af Frjálsri fjöl­mið­l­un. 

­Út­gáfu­­­­fé­lögin stað­­­­festu svo kaupin dag­inn eft­­­ir en í árs­reikn­ingnum segir að kaupin hafi verið sam­þykkt 6. des­em­ber 2019. Ástæðan fyrir kaup­unum var sögð vera erfitt rekstr­­­ar­um­hverfi, en Frjáls fjöl­miðlun hefur verið rekin með miklu lausu tapi frá því að félagið var stofnað til að kaupa DV og tengdra miðla árið 2017. 

Með kaup­unum á DV og tengdum miðlum er Torg, sem tók líka yfir sjón­varps­stöð­ina Hring­braut og tengda miðla í fyrra, orðið að einu stærsta einka­rekna fjöl­miðla­­­fyr­ir­tæki lands­ins.

Torg tap­aði 212 millj­­ónum króna á síð­­asta ári eftir að hafa skilað 39 millj­­óna króna hagn­aði árið 2018. ­Stærsti eig­andi Torgs er Helgi Magn­ús­son fjár­fest­ir, sem á 82 pró­sent í sam­stæð­unn­i.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirlitsmynd af öllum fyrirhuguðum landfyllingum og dýpkunarsvæði.
Vilja dýpka Viðeyjarsund og losa efni við Engey
Til að dýpka Viðeyjarsund í 10 og 12,5 metra, líkt og Faxaflóahafnir stefna að, þarf að fjarlægja rúmlega þrjár milljónir rúmmetra af efni af hafsbotni. Hluta efnisins á að nýta í landfyllingar en varpa afganginum í hafið við Engey.
Kjarninn 19. janúar 2021
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.
Sérstakur transskattur „ósanngjarn og óréttlátur“
Þingmaður gagnrýndi á þingi í dag gjald sem Þjóðskrá rukkar fólk sem vill breyta skráningu á kyni sínu. „Þingið þarf að viðurkenna að þarna varð okkur á í messunni, leiðrétta mistökin og afnema transskattinn strax.“
Kjarninn 19. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent