Útgáfufélag DV og tengdra miðla tapaði yfir 600 milljónum á 28 mánuðum

Frjáls fjölmiðlun tapaði 21,5 milljón króna á mánuði frá því að félagið keypti DV og tengda miðla og fram að síðustu áramótum. Fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar fjármagnaði tapreksturinn með vaxtalausu láni.

7DM_0815_raw_2406.JPG
Auglýsing

Frjáls fjöl­miðlun ehf., útgáfu­fé­lag DV og tengdra miðla, tap­aði 317,6 millj­ónum króna í fyrra, sam­kvæmt nýbirtum árs­reikn­ingi. Alls tap­aði félagið 601,2 millj­ónum króna frá því að það keypti fjöl­miðl­anna haustið 2017 og fram að síð­ustu ára­mót­um, eða 21,5 millj­ónum króna að með­al­tali á mán­uð­i. 

Það var fjár­magnað með vaxta­lausu láni frá Novator, fjár­fest­inga­fé­lagi sem er að mestu í eigu Björg­ólfs Thors Björg­ólfs­son­ar. Inn­borgað hlutafé á árinu 2019 var 120 millj­ónir króna en það hafði verið 190 millj­ónir króna árið áður­. Alls nam hlutafé í félag­inu 340,5 millj­ónum króna sem þýðir að um 900 millj­ónir króna hafa runnið inn í rekst­ur­inn í formi hluta­fjár og vaxta­lausra lána.

Frjálsri fjöl­miðlun var svo rennt inn í Torg ehf., útgáfu­fé­lag Frétta­blaðs­ins og tengdra miðla, 1. apríl síð­ast­lið­inn. Skömmu síðar var aðkoma Novator að fjár­mögnun félags­ins opin­beruð.

Auglýsing
Eigin fé frjálsrar fjöl­miðl­unar var nei­kvætt um 261 milljón króna í lok síð­asta árs. Tapið 2019 sam­an­stóð að mestu ann­ars vegar af rekstr­ar­tapi upp á 129 millj­ónir króna og hins vegar af virð­is­rýrnun óefn­is­legra eigna um 152 millj­ónir króna, en þar var aðal­lega um að ræða rýrnun á virði útgáfu­rétt­inda um 140 millj­ónir króna. 

Í árs­reikn­ingnum segir að mikil óvissa sé um far­ald­urs vegna COVID-19 veirunnar á rekstr­ar­um­hverfi, efna­hags­líf og fjár­mála­mark­aði hér­lendis og um heim all­an. „Ekki er hægt að sjá fyrir eða leggja mat á hver áhrif far­ald­urs­ins muni verða á starf­semi félags­ins en að mati stjórnar og fram­kvæmd­ar­stjóra hafa ekki komið fram vís­bend­ingar við und­ir­ritun árs­reikn­ings­ins þess efnis að vafi kunni að leika á rekstr­ar­hæfi félags­ins.“

Leynd yfir fjár­mögnun

Frjáls fjöl­miðlun hóf starf­­­­­semi í sept­­­­­em­ber 2017. Félagið keypti þá fjöl­mið­l­a Pressu­­­­­­­sam­­­­­­­stæð­unn­­­­­­­ar: DV, DV.is, Eyj­una, Press­una, Bleikt, Birtu, Dokt­or.is, 433.is og sjón­­­­­­­varps­­­­­­­stöð­ina ÍNN. ÍNN var síðar sett í þrot.

Skráður eig­andi að öllu hlutafé í Frjálsri fjöl­miðlun var félagið Dals­dalur ehf. og eig­andi þess er skráður lög­­­­­­­mað­­­­ur­inn Sig­­­­urður G. Guð­jóns­­­­son. 

Á fyrstu fjórum mán­uðum starf­­­­sem­innar tap­aði félagið 43,6 millj­­­­ónum króna. Á árinu 2018 jókst tapið umtals­vert og var um 240 millj­­­­ónir króna. Sam­tals tap­aði fjöl­miðla­­­­sam­­­­stæðan því 283,6 millj­­­­ónum króna á 16 mán­uð­u­m. Við það bæt­ist 317,6 millj­óna króna tap í fyrra sem þýðir að á 28 mán­uðum tap­aði Frjáls fjöl­miðlun 601,2 millj­ónum króna.

Sam­­­­kvæmt árs­­­­reikn­ingi Frjálsrar fjöl­miðlar skuld­aði sam­­­­stæðan 657 millj­­­­ónir króna í lok árs 2019. Þar af voru lang­­­­tíma­skuldir 560 millj­­­­ónir króna við eig­and­ann, Dals­­­­dal. Þegar þær skuldir eru lagðar saman við inn­borgað hluta­fé, sem var 340,5 millj­ónir króna alls, er ljóst að um 900 millj­ónir króna hafa runnið inn í rekst­ur­inn frá Dals­dal.

Eina eign Dals­dals er Frjáls fjöl­miðlun og skuld þess við félag­ið. Aldrei var greint frá því hver það væru sem fjár­­­­­­­magn­aði Dals­­­­dal í árs­­­­reikn­ingn­­um né í til­­kynn­ingum til fjöl­miðla­­nefnd­­ar.

Novator opin­berað

15. maí 2020 greindi Kjarn­inn frá því að Novator ehf., félag sem er að stærstu leyti í eigu Björg­­ólfs Thors Björg­­ólfs­­son­­ar, hefði fjár­­­magn­að mik­inn tap­­rekstur Frjálsrar fjöl­mið­l­un­ar frá eig­enda­­skiptum árið 2017 og hefði þar með verið helsti bak­hjarl fjöl­mið­ils­ins. Það gerði Novator með því að lána eig­enda útgáfu­fé­lags fjöl­miðl­anna að minnsta kosti 745 millj­ónir króna vaxta­laust.Björgólfur Thor Björgólfsson.

Það kom fram í samn­ingum sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið fékk afhent þegar það fjall­aði um sam­runa Frjálsrar fjöl­mið­l­unar og Torgs, útgáfu­­fé­lags Frétta­­blaðs­ins og tengdra miðla, sem til­­kynnt var um í des­em­ber 2019 og gekk form­lega í gegn 1. apríl 2020 með afhend­ingu eigna og rétt­inda. 

Sam­keppn­is­eft­ir­litið hafði óskað eftir umsögnum frá sam­keppn­is­að­ilum fjöl­miðla­fyr­ir­tækj­anna tveggja. Í áliti eft­ir­lits­ins sagði að þrír umsagn­ar­að­ilar hafi tjáð sig um sam­run­ann og töldu fyr­ir­hug­aðan sam­runa ekki koma til með að hafa telj­andi áhrif á sam­keppni á þeim mörk­uðum sem um væri að ræða. „Einn af þeim óskaði þó eftir því að Sam­keppn­is­eft­ir­litið setti það sem skil­yrði fyrir sam­run­anum að upp­lýst yrði um raun­veru­lega eig­endur Frjálsrar fjöl­miðl­un­ar. Leyndin yfir því hver raun­veru­legur eig­andi þess sé valdi öðrum fjöl­miðla­fyr­ir­tækjum miklum skaða og bjagi mark­aðs­stöðu óhjá­kvæmi­lega.“

Sam­keppn­is­eft­ir­litið ákvað að taka til­lit til þessa og krafð­ist þess að upp­lýst yrði hver það væri sem fjár­magn­aði rekstur Frjálsrar fjöl­miðl­un­ar. Hvorki Novator né Björgólfur Thor voru nokkru sinni skráðir á meðal eig­enda Frjálsrar fjöl­mið­l­un­­ar.

Sam­ein­­ast Torgi og mynd­uðu risa

Á fimmt­u­­­­dags­­­­kvöldið 13. des­em­ber 2019 greindi Kjarn­inn frá því að Torg, útgáfu­­­­fé­lag Frétta­­­­blaðs­ins, væri að kaupa DV og tengda miðla af Frjálsri fjöl­mið­l­un. 

­Út­gáfu­­­­fé­lögin stað­­­­festu svo kaupin dag­inn eft­­­ir en í árs­reikn­ingnum segir að kaupin hafi verið sam­þykkt 6. des­em­ber 2019. Ástæðan fyrir kaup­unum var sögð vera erfitt rekstr­­­ar­um­hverfi, en Frjáls fjöl­miðlun hefur verið rekin með miklu lausu tapi frá því að félagið var stofnað til að kaupa DV og tengdra miðla árið 2017. 

Með kaup­unum á DV og tengdum miðlum er Torg, sem tók líka yfir sjón­varps­stöð­ina Hring­braut og tengda miðla í fyrra, orðið að einu stærsta einka­rekna fjöl­miðla­­­fyr­ir­tæki lands­ins.

Torg tap­aði 212 millj­­ónum króna á síð­­asta ári eftir að hafa skilað 39 millj­­óna króna hagn­aði árið 2018. ­Stærsti eig­andi Torgs er Helgi Magn­ús­son fjár­fest­ir, sem á 82 pró­sent í sam­stæð­unn­i.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
„Rímar augljóslega ekki við áherslur okkar um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum“
Birta lífeyrissjóður segir það hlutverk stjórnar Eimskipa að upplýsa um endurvinnslu tveggja skipa félagsins á Indlandi. Verði ekki orðið við því þurfi að grípa til „harðari aðgerða“.
Kjarninn 28. september 2020
Guðrún Johnsen
Láttu það ganga
Kjarninn 28. september 2020
Haukur Arnþórsson
Nýtt almannatryggingakerfi
Kjarninn 28. september 2020
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent