Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir

Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.

Kjarninn
Auglýsing

Kjarn­inn miðl­ar, útgáfu­fé­lags Kjarn­ans og Vís­bend­ing­ar, tap­aði 5,7 millj­ónum króna á árinu 2019. Rekstr­ar­nið­ur­staðan er í takti við áætl­anir stjórn­enda Kjarn­ans en hlutafé félags­ins var aukið lít­il­lega um mitt síð­asta ár til að standa straum að skipu­lags­breyt­ingum sem fólu í sér frek­ari manna­ráðn­ing­ar. Tekjur juk­ust lít­il­lega milli ára og gjöld juk­ust um tæp sjö pró­sent. Á árinu 2018 juk­ust tekjur Kjarn­ans um fjórð­ung frá árinu á und­an.

Á árinu 2019 hætti Kjarn­inn sam­starfi við aðra miðla sem staðið hafði yfir í nokkur ár. Ann­ars er um að ræða sjón­varps­stöð­ina Hring­braut, sem rann inn í fjöl­miðla­fyr­ir­tækið Torg á síð­asta ári, og hins vegar frí­blaðið Mann­líf, sem í dag er í útgáfu­hléi.

Það sem af er árinu 2020 hafa tekjur Kjarn­ans frá síð­asta ári vaxið og allt bendir til þess að útgáfu­fé­lagið rekið í jafn­vægi í ár. Ef væntir styrkir til Kjarn­ans úr rík­is­sjóði vegna áhrifa COVID-19 far­ald­urs­ins á fjöl­miðlaum­hverf­ið, sem taka mið af rekstri miðla í fyrra, væru bók­færðir á árinu 2019 þá hefði Kjarn­inn raunar skilað hagn­aði á því ári einnig. 

Eyrún Magn­ús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Kjarn­ans, segir að fyr­ir­tækið sé nú með sjálf­bært rekstr­ar­módel þar sem rekst­ur­inn byggir alfarið á þremur reglu­legum tekju­stoð­um: styrkjum frá les­endum í gegnum Kjarna­sam­fé­lag­ið, áskrift­ar­tekjum vegna Vís­bend­ingar og enskra frétta­bréfa og aug­lýs­inga­sölu, sem fer fram í gegnum þriðja aðila. Um 90 pró­­sent af öllum tekjum fari í að greiða starfs­­mönnum laun. 

Auglýsing
Á fyrstu sjö mán­uðum árs­ins 2020 hafi lestur Kjarn­ans stór­auk­ist þegar miðað sé við sama tíma­bil í fyrra. „Not­endum hefur fjölgað um 46 pró­sent, nýjum not­endum um 58 pró­sent, inn­litum um rúm­lega 32 pró­sent og flett­ingum um 22 pró­sent. Lest­ur­inn hefur verið meiri í hverri ein­ustu viku það sem af er ári, en í sömu viku í fyrra.“

Mest hefur aukn­ingin í lestri verið í yngri ald­­ur­s­hóp­unum og hjá kon­­um. Fjöldi les­enda í ald­­ur­s­hópnum 18-24 ára hefur til að mynda tvö­­fald­­ast. 

Kjarn­inn miðlar er fjöl­miðla­­fyr­ir­tæki sem var stofnað 2013, og er því sjö ára um þessar mund­­ir. Það rekur frétta­vef­inn Kjarn­inn.is, gefur út dag­­­­legan morg­un­­­­póst og heldur úti hlað­varps­­­­þjón­­­­ustu. Þá gefur Kjarn­inn út Vís­bend­ingu, viku­­­­rit um við­­­­skipti, efna­hags­­­­mál og nýsköp­un, og ensk frétta­bréf.

Rit­­­stjórn­­­­­ar­­­stefna Kjarn­ans er að leggja áherslu á gæði og dýpt í umfjöll­unum sín­­­um. Veru­lega hefur verið skerp á þeim áherslum síð­ast­lið­inn tvö ár.

Hlut­hafar Kjarn­ans miðla ehf.: 

 • HG80 ehf. í eigu Hjálm­­ars Gísla­­son­ar 17,68%
 • Mið­eind ehf. í eigu Vil­hjálms Þor­­steins­­sonar 17,21%
 • Birna Anna Björns­dótt­ir 11,80%
 • Magnús Hall­­dór­s­­son 11,32%
 • Þórður Snær Júl­í­us­­son 10,01%
 • Hjalti Harð­­ar­­son 7,59%
 • Fagri­­skógur ehf. í eigu Stef­áns Hrafn­kels­­son­ar 4,67%
 • Milo ehf. í eigu Gumma Haf­­steins­­sonar og Eddu Haf­­steins­dótt­ur 4.67 %
 • Voga­bakki ehf. í eigu Árna Hauks­­sonar og Hall­­björns Karls­­sonar 4,67%
 • Charlotta María Hauks­dóttir og Úlfar Erlings­­son 4,67%
 • Birgir Þór Harð­­ar­­son 2,37%
 • Jónas Reynir Gunn­­ar­s­­son 2,37%
 • Fanney Birna Jóns­dótt­ir 0,93%

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent