Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir

Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.

Kjarninn
Auglýsing

Kjarn­inn miðl­ar, útgáfu­fé­lags Kjarn­ans og Vís­bend­ing­ar, tap­aði 5,7 millj­ónum króna á árinu 2019. Rekstr­ar­nið­ur­staðan er í takti við áætl­anir stjórn­enda Kjarn­ans en hlutafé félags­ins var aukið lít­il­lega um mitt síð­asta ár til að standa straum að skipu­lags­breyt­ingum sem fólu í sér frek­ari manna­ráðn­ing­ar. Tekjur juk­ust lít­il­lega milli ára og gjöld juk­ust um tæp sjö pró­sent. Á árinu 2018 juk­ust tekjur Kjarn­ans um fjórð­ung frá árinu á und­an.

Á árinu 2019 hætti Kjarn­inn sam­starfi við aðra miðla sem staðið hafði yfir í nokkur ár. Ann­ars er um að ræða sjón­varps­stöð­ina Hring­braut, sem rann inn í fjöl­miðla­fyr­ir­tækið Torg á síð­asta ári, og hins vegar frí­blaðið Mann­líf, sem í dag er í útgáfu­hléi.

Það sem af er árinu 2020 hafa tekjur Kjarn­ans frá síð­asta ári vaxið og allt bendir til þess að útgáfu­fé­lagið rekið í jafn­vægi í ár. Ef væntir styrkir til Kjarn­ans úr rík­is­sjóði vegna áhrifa COVID-19 far­ald­urs­ins á fjöl­miðlaum­hverf­ið, sem taka mið af rekstri miðla í fyrra, væru bók­færðir á árinu 2019 þá hefði Kjarn­inn raunar skilað hagn­aði á því ári einnig. 

Eyrún Magn­ús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Kjarn­ans, segir að fyr­ir­tækið sé nú með sjálf­bært rekstr­ar­módel þar sem rekst­ur­inn byggir alfarið á þremur reglu­legum tekju­stoð­um: styrkjum frá les­endum í gegnum Kjarna­sam­fé­lag­ið, áskrift­ar­tekjum vegna Vís­bend­ingar og enskra frétta­bréfa og aug­lýs­inga­sölu, sem fer fram í gegnum þriðja aðila. Um 90 pró­­sent af öllum tekjum fari í að greiða starfs­­mönnum laun. 

Auglýsing
Á fyrstu sjö mán­uðum árs­ins 2020 hafi lestur Kjarn­ans stór­auk­ist þegar miðað sé við sama tíma­bil í fyrra. „Not­endum hefur fjölgað um 46 pró­sent, nýjum not­endum um 58 pró­sent, inn­litum um rúm­lega 32 pró­sent og flett­ingum um 22 pró­sent. Lest­ur­inn hefur verið meiri í hverri ein­ustu viku það sem af er ári, en í sömu viku í fyrra.“

Mest hefur aukn­ingin í lestri verið í yngri ald­­ur­s­hóp­unum og hjá kon­­um. Fjöldi les­enda í ald­­ur­s­hópnum 18-24 ára hefur til að mynda tvö­­fald­­ast. 

Kjarn­inn miðlar er fjöl­miðla­­fyr­ir­tæki sem var stofnað 2013, og er því sjö ára um þessar mund­­ir. Það rekur frétta­vef­inn Kjarn­inn.is, gefur út dag­­­­legan morg­un­­­­póst og heldur úti hlað­varps­­­­þjón­­­­ustu. Þá gefur Kjarn­inn út Vís­bend­ingu, viku­­­­rit um við­­­­skipti, efna­hags­­­­mál og nýsköp­un, og ensk frétta­bréf.

Rit­­­stjórn­­­­­ar­­­stefna Kjarn­ans er að leggja áherslu á gæði og dýpt í umfjöll­unum sín­­­um. Veru­lega hefur verið skerp á þeim áherslum síð­ast­lið­inn tvö ár.

Hlut­hafar Kjarn­ans miðla ehf.: 

 • HG80 ehf. í eigu Hjálm­­ars Gísla­­son­ar 17,68%
 • Mið­eind ehf. í eigu Vil­hjálms Þor­­steins­­sonar 17,21%
 • Birna Anna Björns­dótt­ir 11,80%
 • Magnús Hall­­dór­s­­son 11,32%
 • Þórður Snær Júl­í­us­­son 10,01%
 • Hjalti Harð­­ar­­son 7,59%
 • Fagri­­skógur ehf. í eigu Stef­áns Hrafn­kels­­son­ar 4,67%
 • Milo ehf. í eigu Gumma Haf­­steins­­sonar og Eddu Haf­­steins­dótt­ur 4.67 %
 • Voga­bakki ehf. í eigu Árna Hauks­­sonar og Hall­­björns Karls­­sonar 4,67%
 • Charlotta María Hauks­dóttir og Úlfar Erlings­­son 4,67%
 • Birgir Þór Harð­­ar­­son 2,37%
 • Jónas Reynir Gunn­­ar­s­­son 2,37%
 • Fanney Birna Jóns­dótt­ir 0,93%

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent