Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir

Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.

Kjarninn
Auglýsing

Kjarn­inn miðl­ar, útgáfu­fé­lags Kjarn­ans og Vís­bend­ing­ar, tap­aði 5,7 millj­ónum króna á árinu 2019. Rekstr­ar­nið­ur­staðan er í takti við áætl­anir stjórn­enda Kjarn­ans en hlutafé félags­ins var aukið lít­il­lega um mitt síð­asta ár til að standa straum að skipu­lags­breyt­ingum sem fólu í sér frek­ari manna­ráðn­ing­ar. Tekjur juk­ust lít­il­lega milli ára og gjöld juk­ust um tæp sjö pró­sent. Á árinu 2018 juk­ust tekjur Kjarn­ans um fjórð­ung frá árinu á und­an.

Á árinu 2019 hætti Kjarn­inn sam­starfi við aðra miðla sem staðið hafði yfir í nokkur ár. Ann­ars er um að ræða sjón­varps­stöð­ina Hring­braut, sem rann inn í fjöl­miðla­fyr­ir­tækið Torg á síð­asta ári, og hins vegar frí­blaðið Mann­líf, sem í dag er í útgáfu­hléi.

Það sem af er árinu 2020 hafa tekjur Kjarn­ans frá síð­asta ári vaxið og allt bendir til þess að útgáfu­fé­lagið rekið í jafn­vægi í ár. Ef væntir styrkir til Kjarn­ans úr rík­is­sjóði vegna áhrifa COVID-19 far­ald­urs­ins á fjöl­miðlaum­hverf­ið, sem taka mið af rekstri miðla í fyrra, væru bók­færðir á árinu 2019 þá hefði Kjarn­inn raunar skilað hagn­aði á því ári einnig. 

Eyrún Magn­ús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Kjarn­ans, segir að fyr­ir­tækið sé nú með sjálf­bært rekstr­ar­módel þar sem rekst­ur­inn byggir alfarið á þremur reglu­legum tekju­stoð­um: styrkjum frá les­endum í gegnum Kjarna­sam­fé­lag­ið, áskrift­ar­tekjum vegna Vís­bend­ingar og enskra frétta­bréfa og aug­lýs­inga­sölu, sem fer fram í gegnum þriðja aðila. Um 90 pró­­sent af öllum tekjum fari í að greiða starfs­­mönnum laun. 

Auglýsing
Á fyrstu sjö mán­uðum árs­ins 2020 hafi lestur Kjarn­ans stór­auk­ist þegar miðað sé við sama tíma­bil í fyrra. „Not­endum hefur fjölgað um 46 pró­sent, nýjum not­endum um 58 pró­sent, inn­litum um rúm­lega 32 pró­sent og flett­ingum um 22 pró­sent. Lest­ur­inn hefur verið meiri í hverri ein­ustu viku það sem af er ári, en í sömu viku í fyrra.“

Mest hefur aukn­ingin í lestri verið í yngri ald­­ur­s­hóp­unum og hjá kon­­um. Fjöldi les­enda í ald­­ur­s­hópnum 18-24 ára hefur til að mynda tvö­­fald­­ast. 

Kjarn­inn miðlar er fjöl­miðla­­fyr­ir­tæki sem var stofnað 2013, og er því sjö ára um þessar mund­­ir. Það rekur frétta­vef­inn Kjarn­inn.is, gefur út dag­­­­legan morg­un­­­­póst og heldur úti hlað­varps­­­­þjón­­­­ustu. Þá gefur Kjarn­inn út Vís­bend­ingu, viku­­­­rit um við­­­­skipti, efna­hags­­­­mál og nýsköp­un, og ensk frétta­bréf.

Rit­­­stjórn­­­­­ar­­­stefna Kjarn­ans er að leggja áherslu á gæði og dýpt í umfjöll­unum sín­­­um. Veru­lega hefur verið skerp á þeim áherslum síð­ast­lið­inn tvö ár.

Hlut­hafar Kjarn­ans miðla ehf.: 

 • HG80 ehf. í eigu Hjálm­­ars Gísla­­son­ar 17,68%
 • Mið­eind ehf. í eigu Vil­hjálms Þor­­steins­­sonar 17,21%
 • Birna Anna Björns­dótt­ir 11,80%
 • Magnús Hall­­dór­s­­son 11,32%
 • Þórður Snær Júl­í­us­­son 10,01%
 • Hjalti Harð­­ar­­son 7,59%
 • Fagri­­skógur ehf. í eigu Stef­áns Hrafn­kels­­son­ar 4,67%
 • Milo ehf. í eigu Gumma Haf­­steins­­sonar og Eddu Haf­­steins­dótt­ur 4.67 %
 • Voga­bakki ehf. í eigu Árna Hauks­­sonar og Hall­­björns Karls­­sonar 4,67%
 • Charlotta María Hauks­dóttir og Úlfar Erlings­­son 4,67%
 • Birgir Þór Harð­­ar­­son 2,37%
 • Jónas Reynir Gunn­­ar­s­­son 2,37%
 • Fanney Birna Jóns­dótt­ir 0,93%

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
Kjarninn 21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn
Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna
Kjarninn 21. janúar 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Vilja selja allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill selja rúmlega þriðjung í Íslandsbanka í hlutafjárútboði í sumar. Hann vill setja þak á þann hlut sem hver fjárfestir getur keypt. Stjórnarandstaðan er sundruð í afstöðu sinni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent