Þriðjungur ferðagjafa nýttur í gistingu

Alls hafa um 311 milljónir verið greiddar út í formi ferðagjafar ríkisstjórnarinnar. Margir hafa valið að nota ferðagjöfina sína til að kaupa skyndibita en mest hefur þó runnið til gististaða ef horft er til einstakra flokka.

Af þeim 311 milljónum sem útleystar hafa verið í formi ferðagjafar hafa um 100 milljónir runnið til gististaða.
Af þeim 311 milljónum sem útleystar hafa verið í formi ferðagjafar hafa um 100 milljónir runnið til gististaða.
Auglýsing

Alls hafa Íslend­ingar nýtt rétt rúm­lega 100 millj­ónir af ferða­gjöf stjórn­valda til að kaupa sér gist­ingu sam­kvæmt upp­lýs­ingum um ferða­gjöf­ina sem skoða má á mæla­borði ferða­þjón­ust­unn­ar. Sú upp­hæð er um þriðj­ungur af heild­ar­upp­hæð­inni sem greidd hefur verið út í formi ferða­gjafar en alls hafa Íslend­ingar greitt rétt tæpar 311 millj­ónir fyrir vöru og þjón­ustu með ferða­gjöf­inni. Næst stærsti flokk­ur­inn, á eftir gist­ingu, er afþrey­ing en um 92 millj­ónir hafa verið nýttar í afþrey­ing­ar­tengda ferða­þjón­ustu.Það svæði sem tekið hefur við mestu er Höf­uð­borg­ar­svæð­ið, alls 74 millj­ón­um. Nú er kom­inn nýr flokkur í svæða­skipt­ing­una sem kall­ast ein­fald­lega „Allt land­ið“ og er sá flokkur næst­stærst­ur, til fyr­ir­tækja í þeim flokki hafa runnið 58 millj­ón­ir. Þar á eftir kemur Suð­ur­land með 46 millj­ón­ir. Lang­sam­lega minnstur er flokkur fyr­ir­tækja á hálend­inu en til þeirra hefur runnið rúm­lega hálf milljón króna. Næst fyrir ofan hálendið koma Vest­firðir en fyr­ir­tæki á Vest­fjörðum hafa tekið á móti tæp­lega ell­efu millj­ónum króna.Auglýsing

Millj­ónir í skyndi­bita

Af ein­stökum fyr­ir­tækjum sem tekið hafa á móti stærstum upp­hæðum er Icelandair Hot­els í efsta sæti. Þangað hafa runnið tæpar 14,5 millj­ónir króna. Næst á eftir kemur Flyover Iceland sem hefur tekið á móti tæpum 12,9 millj­ónum króna og í þriðja sæti er Íslands­hótel hf. sem hefur tekið á móti tæpum 12,8 millj­ónum króna. Íslend­ingar hafa verið dug­legir að inn­leysa ferða­gjafir sínar á skyndi­bita­stöðum og hafa verið fluttar af því frétt­ir. Meðal þeirra skyndi­bita­fyr­ir­tækja sem tekið hafa á móti flestum ferða­gjöfum eru meðal ann­ars Dom­in­o’s með 4,7 millj­ón­ir, KFC með 3,9 millj­ón­ir, Hlölla­bátar með 3,1 milljón og Grill­húsið með 2,7 millj­ón­ir.Gert ráð fyrir að úrræðið kosti 1,5 millj­arð

Á vef stjórn­ar­ráðs­ins segir um ferða­gjöf­ina: „Ferða­gjöfin er hluti af aðgerða­pakka stjórn­valda og liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferða­þjón­ustu í kjöl­far COVID-19 heims­far­ald­urs­ins. Þannig er greinin efld sam­hliða því að lands­menn eru hvattir til að eiga góðar stundir á ferða­lagi víðs vegar um land­ið.“Allir sem hafa lög­heim­ili á Íslandi, fæddir árið 2002, eða fyrr, geta fengið ferða­gjöf­ina. Áætl­­aður kostn­aður rík­­is­­sjóðs vegna ferða­gjaf­­ar­innar er um 1.500 millj­­ónir króna en nú er búið að nýta rúman fimmt­ung af þeirri fjár­hæð. Ferða­­gjöf­ina þarf að nýta fyrir árs­­lok 2020.Nán­ari upp­lýs­ingar um notkun ferða­gjaf­ar­innar má nálg­ast á Mæla­borði ferða­þjón­ust­unn­ar.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent