Þriðjungur ferðagjafa nýttur í gistingu

Alls hafa um 311 milljónir verið greiddar út í formi ferðagjafar ríkisstjórnarinnar. Margir hafa valið að nota ferðagjöfina sína til að kaupa skyndibita en mest hefur þó runnið til gististaða ef horft er til einstakra flokka.

Af þeim 311 milljónum sem útleystar hafa verið í formi ferðagjafar hafa um 100 milljónir runnið til gististaða.
Af þeim 311 milljónum sem útleystar hafa verið í formi ferðagjafar hafa um 100 milljónir runnið til gististaða.
Auglýsing

Alls hafa Íslend­ingar nýtt rétt rúm­lega 100 millj­ónir af ferða­gjöf stjórn­valda til að kaupa sér gist­ingu sam­kvæmt upp­lýs­ingum um ferða­gjöf­ina sem skoða má á mæla­borði ferða­þjón­ust­unn­ar. Sú upp­hæð er um þriðj­ungur af heild­ar­upp­hæð­inni sem greidd hefur verið út í formi ferða­gjafar en alls hafa Íslend­ingar greitt rétt tæpar 311 millj­ónir fyrir vöru og þjón­ustu með ferða­gjöf­inni. Næst stærsti flokk­ur­inn, á eftir gist­ingu, er afþrey­ing en um 92 millj­ónir hafa verið nýttar í afþrey­ing­ar­tengda ferða­þjón­ustu.Það svæði sem tekið hefur við mestu er Höf­uð­borg­ar­svæð­ið, alls 74 millj­ón­um. Nú er kom­inn nýr flokkur í svæða­skipt­ing­una sem kall­ast ein­fald­lega „Allt land­ið“ og er sá flokkur næst­stærst­ur, til fyr­ir­tækja í þeim flokki hafa runnið 58 millj­ón­ir. Þar á eftir kemur Suð­ur­land með 46 millj­ón­ir. Lang­sam­lega minnstur er flokkur fyr­ir­tækja á hálend­inu en til þeirra hefur runnið rúm­lega hálf milljón króna. Næst fyrir ofan hálendið koma Vest­firðir en fyr­ir­tæki á Vest­fjörðum hafa tekið á móti tæp­lega ell­efu millj­ónum króna.Auglýsing

Millj­ónir í skyndi­bita

Af ein­stökum fyr­ir­tækjum sem tekið hafa á móti stærstum upp­hæðum er Icelandair Hot­els í efsta sæti. Þangað hafa runnið tæpar 14,5 millj­ónir króna. Næst á eftir kemur Flyover Iceland sem hefur tekið á móti tæpum 12,9 millj­ónum króna og í þriðja sæti er Íslands­hótel hf. sem hefur tekið á móti tæpum 12,8 millj­ónum króna. Íslend­ingar hafa verið dug­legir að inn­leysa ferða­gjafir sínar á skyndi­bita­stöðum og hafa verið fluttar af því frétt­ir. Meðal þeirra skyndi­bita­fyr­ir­tækja sem tekið hafa á móti flestum ferða­gjöfum eru meðal ann­ars Dom­in­o’s með 4,7 millj­ón­ir, KFC með 3,9 millj­ón­ir, Hlölla­bátar með 3,1 milljón og Grill­húsið með 2,7 millj­ón­ir.Gert ráð fyrir að úrræðið kosti 1,5 millj­arð

Á vef stjórn­ar­ráðs­ins segir um ferða­gjöf­ina: „Ferða­gjöfin er hluti af aðgerða­pakka stjórn­valda og liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferða­þjón­ustu í kjöl­far COVID-19 heims­far­ald­urs­ins. Þannig er greinin efld sam­hliða því að lands­menn eru hvattir til að eiga góðar stundir á ferða­lagi víðs vegar um land­ið.“Allir sem hafa lög­heim­ili á Íslandi, fæddir árið 2002, eða fyrr, geta fengið ferða­gjöf­ina. Áætl­­aður kostn­aður rík­­is­­sjóðs vegna ferða­gjaf­­ar­innar er um 1.500 millj­­ónir króna en nú er búið að nýta rúman fimmt­ung af þeirri fjár­hæð. Ferða­­gjöf­ina þarf að nýta fyrir árs­­lok 2020.Nán­ari upp­lýs­ingar um notkun ferða­gjaf­ar­innar má nálg­ast á Mæla­borði ferða­þjón­ust­unn­ar.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent