Þriðjungur ferðagjafa nýttur í gistingu

Alls hafa um 311 milljónir verið greiddar út í formi ferðagjafar ríkisstjórnarinnar. Margir hafa valið að nota ferðagjöfina sína til að kaupa skyndibita en mest hefur þó runnið til gististaða ef horft er til einstakra flokka.

Af þeim 311 milljónum sem útleystar hafa verið í formi ferðagjafar hafa um 100 milljónir runnið til gististaða.
Af þeim 311 milljónum sem útleystar hafa verið í formi ferðagjafar hafa um 100 milljónir runnið til gististaða.
Auglýsing

Alls hafa Íslend­ingar nýtt rétt rúm­lega 100 millj­ónir af ferða­gjöf stjórn­valda til að kaupa sér gist­ingu sam­kvæmt upp­lýs­ingum um ferða­gjöf­ina sem skoða má á mæla­borði ferða­þjón­ust­unn­ar. Sú upp­hæð er um þriðj­ungur af heild­ar­upp­hæð­inni sem greidd hefur verið út í formi ferða­gjafar en alls hafa Íslend­ingar greitt rétt tæpar 311 millj­ónir fyrir vöru og þjón­ustu með ferða­gjöf­inni. Næst stærsti flokk­ur­inn, á eftir gist­ingu, er afþrey­ing en um 92 millj­ónir hafa verið nýttar í afþrey­ing­ar­tengda ferða­þjón­ustu.Það svæði sem tekið hefur við mestu er Höf­uð­borg­ar­svæð­ið, alls 74 millj­ón­um. Nú er kom­inn nýr flokkur í svæða­skipt­ing­una sem kall­ast ein­fald­lega „Allt land­ið“ og er sá flokkur næst­stærst­ur, til fyr­ir­tækja í þeim flokki hafa runnið 58 millj­ón­ir. Þar á eftir kemur Suð­ur­land með 46 millj­ón­ir. Lang­sam­lega minnstur er flokkur fyr­ir­tækja á hálend­inu en til þeirra hefur runnið rúm­lega hálf milljón króna. Næst fyrir ofan hálendið koma Vest­firðir en fyr­ir­tæki á Vest­fjörðum hafa tekið á móti tæp­lega ell­efu millj­ónum króna.Auglýsing

Millj­ónir í skyndi­bita

Af ein­stökum fyr­ir­tækjum sem tekið hafa á móti stærstum upp­hæðum er Icelandair Hot­els í efsta sæti. Þangað hafa runnið tæpar 14,5 millj­ónir króna. Næst á eftir kemur Flyover Iceland sem hefur tekið á móti tæpum 12,9 millj­ónum króna og í þriðja sæti er Íslands­hótel hf. sem hefur tekið á móti tæpum 12,8 millj­ónum króna. Íslend­ingar hafa verið dug­legir að inn­leysa ferða­gjafir sínar á skyndi­bita­stöðum og hafa verið fluttar af því frétt­ir. Meðal þeirra skyndi­bita­fyr­ir­tækja sem tekið hafa á móti flestum ferða­gjöfum eru meðal ann­ars Dom­in­o’s með 4,7 millj­ón­ir, KFC með 3,9 millj­ón­ir, Hlölla­bátar með 3,1 milljón og Grill­húsið með 2,7 millj­ón­ir.Gert ráð fyrir að úrræðið kosti 1,5 millj­arð

Á vef stjórn­ar­ráðs­ins segir um ferða­gjöf­ina: „Ferða­gjöfin er hluti af aðgerða­pakka stjórn­valda og liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferða­þjón­ustu í kjöl­far COVID-19 heims­far­ald­urs­ins. Þannig er greinin efld sam­hliða því að lands­menn eru hvattir til að eiga góðar stundir á ferða­lagi víðs vegar um land­ið.“Allir sem hafa lög­heim­ili á Íslandi, fæddir árið 2002, eða fyrr, geta fengið ferða­gjöf­ina. Áætl­­aður kostn­aður rík­­is­­sjóðs vegna ferða­gjaf­­ar­innar er um 1.500 millj­­ónir króna en nú er búið að nýta rúman fimmt­ung af þeirri fjár­hæð. Ferða­­gjöf­ina þarf að nýta fyrir árs­­lok 2020.Nán­ari upp­lýs­ingar um notkun ferða­gjaf­ar­innar má nálg­ast á Mæla­borði ferða­þjón­ust­unn­ar.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi eftir að ákvörðun Ítalíu lá fyrir.
Ítalir hnykla vöðvana og ESB kinkar kolli
Sú ákvörðun ítalskra stjórnvalda að hindra sendingu 250 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca til Ástralíu er slagur sem afhjúpar það ljóta stríð sem gæti verið í uppsiglingu um dropana dýrmætu.
Kjarninn 5. mars 2021
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent