Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu

„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.

Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Auglýsing

Yfir­völd í Malasíu berj­ast nú við að fegra ímynd pálma­ol­í­unnar en landið er næst­stærsti fram­leið­andi vör­unn­ar, á eftir Indónesíu. Þeirra nýjasta vopn í bar­átt­unni er slag­orðið „Pálma­olía er guðs­gjöf“ sem yfir­völd hyggj­ast nota í mark­aðs­setn­ingu.Pálma­olía hefur mætt and­stöðu víða um heim vegna þeirra áhrifa sem rækt­unin hefur á umhverfið og er mark­aðs­setn­ing­unni ætlað að stemma stigu við þeirri and­stöðu. Í frétt Reuters er haft eftir Willie Mong­in, ráð­herra plantekru- og hrá­vöru­mála í Malasíu, að mala­sísk stjórn­völd séu stað­ráðin í að nota slag­orðið í mark­aðs­setn­ingu bæði í Malasíu og alþjóð­lega.

Auglýsing


Nýja slag­orðið kemur í stað eldra slag­orðs sem gæti útleggst sem „Elska pálma­ol­í­una mína“ sem notað var í mark­aðs­setn­ingu innan Malasíu. Slag­orð­inu var ætlað að efla stolt íbúa Malasíu fyrir þar­lendum pálma­ol­íu­iðn­aði en mátti þá sæta gagn­rýni víða að.Alls er 28 pró­sent af allri pálma­olíu fram­leidd í Malasíu og fer landið með þriðj­ungs­hlut­deild í milli­ríkja­við­skiptum með vör­una. Ríki Evr­ópu­sam­bands­ins flytja inn mikið magn pálma­olíu en nú hefur hug­ar­far Evr­ópu­búa til vör­unnar breyst og sífellt fleiri mála­fylgju­menn tala gegn olí­unn­i. Pálma­olía bönnuð í líf­dísli

Á síð­asta ári sam­þykktu ríki Evr­ópu­sam­bands­ins að banna í skrefum elds­neyti sem unnið er úr pálma­ol­íu, svo­kall­aðan líf­dísil. Líf­dís­ill sem unnin er úr pálma­olíu verður því horf­inn af mark­aði í Evr­ópu árið 2030. En pálma­olíu er víðar að finna heldur en í elds­neyti. Alþjóð­leg stór­fyr­ir­tæki nota olí­una í fram­leiðslu sinni á ólíkum vör­um. Svo dæmi séu tekin má hana finna í snyrti­vörum, þvotta­efni og í alls kyns mat­væl­um, svo sem í kexi, ís, brauði og súkkulaði.Á síð­asta ári var lögð fram þings­á­lykt­un­ar­til­laga sem mið­aði að því að banna líf­dísil sem unnin er úr pálma­olíu hér á landi. Málið komst ekki lengra en til atvinnu­vega­nefndar en nefndin lagði til að til­lagan yrði sam­þykkt án breyt­inga í nefnd­ar­á­liti sínu. Í nefnd­ar­á­lit­inu segir að komið hafi fram hjá gestum sem komu fyrir nefnd­ina að ekki væri þörf á að flytja inn pálma­olíu til að setja í líf­dísil á Íslandi. Unnt væri að fram­leiða nægan líf­dísil á Íslandi, meðal ann­ars úr úrgangi og með ræktun repju­ol­íu.Órangútanar búa í regnskógum Indónesíu og Malasíu. Heimkynnum þeirra stafar nú ógn af ört vaxandi framleiðslu pálmaolíu sem ýtir undir eyðingu regnskóga. Mynd: EPA

Ræktun pálma­olíu ógnar líf­ríki

Á vef Alþjóð­lega nátt­úru­vernd­ar­sjóðs­ins (WWF) er fjallað um pálma­olíu og áhrif fram­leiðsl­unnar á umhverfi og líf­ríki. Þar segir að eft­ir­spurn eftir henni fari vax­andi og fram­leiðsla þar af leið­andi líka. Í Asíu, Afr­íku og Suð­ur­-Am­er­íku stækki plantekrur ört á kostnað regn­skóga sem séu mik­il­væg híbýli fjöl­margra dýra­teg­unda. Teg­und­irnar sem um ræðir eru margar hverjar í útrým­ing­ar­hættu, til að mynda nas­hyrn­ing­ar, fílar og tígris­dýr. Þannig er dýr­unum ýtt til hliðar þegar skógur er felldur og svæðið sem þau hafa til umráða fer sífellt minnk­andi.

Þá segir á vef WWF að um 90 pró­sent af olíu­pálma heims­ins sé að finna á nokkrum eyjum Malasíu og Indónesíu. Í regn­skógum þess­ara eyja sé að finna eitt fjöl­breyttasta líf­ríki á jörð­inni. Bein tengsl eru á milli rækt­unar olíu­pálma og útrým­ingu regn­skóga á svæð­inu.

Malasar íhuga að kæra ákvörðun ESB

Pálma­olía er sem fyrr segir mik­il­væg útflutn­ings­af­urð í Malasíu. Pálma­olía er í fjórða sæti yfir útflutn­ings­vörur Malasíu sem skila mestu í þjóð­ar­búið en á fyrri hluta árs­ins feng­ust 4,4 pró­sent af útflutn­ings­tekjum Malasíu frá olí­unni. Á heims­vísu er pálma­ol­íu­iðn­að­ur­inn met­inn á 60 millj­arða dala og eru Malasía og Indónesía umsvifa­mest ríkja í fram­leiðsl­unni en tæp­lega 90 pró­sent af allri pálma­olíu er fram­leidd þar líkt og áður seg­ir.Mala­sísk yfir­völd íhuga nú að feta í fót­spor Indónesískra yfir­valda og kæra ákvörðun Evr­ópu­sam­bands­ins um að banna pálma­olíu í elds­neyti til Alþjóða við­skipta­stofn­un­ar­inn­ar, WTO. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent