Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu

„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.

Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Auglýsing

Yfir­völd í Malasíu berj­ast nú við að fegra ímynd pálma­ol­í­unnar en landið er næst­stærsti fram­leið­andi vör­unn­ar, á eftir Indónesíu. Þeirra nýjasta vopn í bar­átt­unni er slag­orðið „Pálma­olía er guðs­gjöf“ sem yfir­völd hyggj­ast nota í mark­aðs­setn­ingu.Pálma­olía hefur mætt and­stöðu víða um heim vegna þeirra áhrifa sem rækt­unin hefur á umhverfið og er mark­aðs­setn­ing­unni ætlað að stemma stigu við þeirri and­stöðu. Í frétt Reuters er haft eftir Willie Mong­in, ráð­herra plantekru- og hrá­vöru­mála í Malasíu, að mala­sísk stjórn­völd séu stað­ráðin í að nota slag­orðið í mark­aðs­setn­ingu bæði í Malasíu og alþjóð­lega.

Auglýsing


Nýja slag­orðið kemur í stað eldra slag­orðs sem gæti útleggst sem „Elska pálma­ol­í­una mína“ sem notað var í mark­aðs­setn­ingu innan Malasíu. Slag­orð­inu var ætlað að efla stolt íbúa Malasíu fyrir þar­lendum pálma­ol­íu­iðn­aði en mátti þá sæta gagn­rýni víða að.Alls er 28 pró­sent af allri pálma­olíu fram­leidd í Malasíu og fer landið með þriðj­ungs­hlut­deild í milli­ríkja­við­skiptum með vör­una. Ríki Evr­ópu­sam­bands­ins flytja inn mikið magn pálma­olíu en nú hefur hug­ar­far Evr­ópu­búa til vör­unnar breyst og sífellt fleiri mála­fylgju­menn tala gegn olí­unn­i. Pálma­olía bönnuð í líf­dísli

Á síð­asta ári sam­þykktu ríki Evr­ópu­sam­bands­ins að banna í skrefum elds­neyti sem unnið er úr pálma­ol­íu, svo­kall­aðan líf­dísil. Líf­dís­ill sem unnin er úr pálma­olíu verður því horf­inn af mark­aði í Evr­ópu árið 2030. En pálma­olíu er víðar að finna heldur en í elds­neyti. Alþjóð­leg stór­fyr­ir­tæki nota olí­una í fram­leiðslu sinni á ólíkum vör­um. Svo dæmi séu tekin má hana finna í snyrti­vörum, þvotta­efni og í alls kyns mat­væl­um, svo sem í kexi, ís, brauði og súkkulaði.Á síð­asta ári var lögð fram þings­á­lykt­un­ar­til­laga sem mið­aði að því að banna líf­dísil sem unnin er úr pálma­olíu hér á landi. Málið komst ekki lengra en til atvinnu­vega­nefndar en nefndin lagði til að til­lagan yrði sam­þykkt án breyt­inga í nefnd­ar­á­liti sínu. Í nefnd­ar­á­lit­inu segir að komið hafi fram hjá gestum sem komu fyrir nefnd­ina að ekki væri þörf á að flytja inn pálma­olíu til að setja í líf­dísil á Íslandi. Unnt væri að fram­leiða nægan líf­dísil á Íslandi, meðal ann­ars úr úrgangi og með ræktun repju­ol­íu.Órangútanar búa í regnskógum Indónesíu og Malasíu. Heimkynnum þeirra stafar nú ógn af ört vaxandi framleiðslu pálmaolíu sem ýtir undir eyðingu regnskóga. Mynd: EPA

Ræktun pálma­olíu ógnar líf­ríki

Á vef Alþjóð­lega nátt­úru­vernd­ar­sjóðs­ins (WWF) er fjallað um pálma­olíu og áhrif fram­leiðsl­unnar á umhverfi og líf­ríki. Þar segir að eft­ir­spurn eftir henni fari vax­andi og fram­leiðsla þar af leið­andi líka. Í Asíu, Afr­íku og Suð­ur­-Am­er­íku stækki plantekrur ört á kostnað regn­skóga sem séu mik­il­væg híbýli fjöl­margra dýra­teg­unda. Teg­und­irnar sem um ræðir eru margar hverjar í útrým­ing­ar­hættu, til að mynda nas­hyrn­ing­ar, fílar og tígris­dýr. Þannig er dýr­unum ýtt til hliðar þegar skógur er felldur og svæðið sem þau hafa til umráða fer sífellt minnk­andi.

Þá segir á vef WWF að um 90 pró­sent af olíu­pálma heims­ins sé að finna á nokkrum eyjum Malasíu og Indónesíu. Í regn­skógum þess­ara eyja sé að finna eitt fjöl­breyttasta líf­ríki á jörð­inni. Bein tengsl eru á milli rækt­unar olíu­pálma og útrým­ingu regn­skóga á svæð­inu.

Malasar íhuga að kæra ákvörðun ESB

Pálma­olía er sem fyrr segir mik­il­væg útflutn­ings­af­urð í Malasíu. Pálma­olía er í fjórða sæti yfir útflutn­ings­vörur Malasíu sem skila mestu í þjóð­ar­búið en á fyrri hluta árs­ins feng­ust 4,4 pró­sent af útflutn­ings­tekjum Malasíu frá olí­unni. Á heims­vísu er pálma­ol­íu­iðn­að­ur­inn met­inn á 60 millj­arða dala og eru Malasía og Indónesía umsvifa­mest ríkja í fram­leiðsl­unni en tæp­lega 90 pró­sent af allri pálma­olíu er fram­leidd þar líkt og áður seg­ir.Mala­sísk yfir­völd íhuga nú að feta í fót­spor Indónesískra yfir­valda og kæra ákvörðun Evr­ópu­sam­bands­ins um að banna pálma­olíu í elds­neyti til Alþjóða við­skipta­stofn­un­ar­inn­ar, WTO. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Álfheiður Eymarsdóttir og Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Er ekki bara best að kjósa Samherja?
Kjarninn 24. september 2021
Formenn flokkanna sögðu nú sem betur fer að uppistöðu aðallega satt í viðtölunum sem Staðreyndavakt Kjarnans tók fyrir.
Fjögur fóru með fleipur, jafnmörg sögðu hálfsannleik og tvær á réttri leið
Staðreyndavakt Kjarnans rýndi í tíu viðtöl við leiðtoga stjórnmálaflokka sem fram fóru á sama vettvangi. Hér má sjá niðurstöðurnar.
Kjarninn 24. september 2021
Steinar Frímannsson
Stutt og laggott – Umhverfisstefna Samfylkingar
Kjarninn 24. september 2021
Hjördís Björg Kristinsdóttir
Vanda til verka þegar aðstoð er veitt
Kjarninn 24. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent