Smit í öllum landshlutum nema á Austurlandi

Tólf af þeim þrettán sem greindust með COVID-19 í gær voru ekki í sóttkví. Almannavarnir hafa fengið margar ábendingar um að fólk sé ekki að fylgja tveggja metra reglu.

Víðir, Þórólfur og Alma á 92. upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis sem haldinn var fyrr í dag.
Víðir, Þórólfur og Alma á 92. upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis sem haldinn var fyrr í dag.
Auglýsing

Af þeim þrettán sem greindust í gær voru tólf ekki í sótt­kví. Þetta kom fram í máli Þór­ólfs Guðna­sonar á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. Þetta þýðir að síðan 30 ágúst hafa fjórir af þeim 31 sem greinst hafa verið í sótt­kví.Tveir af þeim ein­stak­lingum sem greindust í gær voru á Norð­ur­landi en hinir ell­efu voru á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Í land­inu eru 72 virk smit og eru smit í öllum lands­hlutum nema á Aust­ur­landi. Það er áhyggju­efni að smitin séu dreifð að mati Þór­ólfs, það gæti bent til þess að dreif­ing veirunnar sé meiri en áður var talið. Næstu dagar muni skera úr um það hversu mikil dreif­ingin er en það tekur um eina til tvær vikur að sjá árangur af þeim hertu aðgerðum sem gripið var til á föstu­dag.

Fólk ekki að virða tveggja metra regl­una

Almanna­varnir hafa fengið margar ábend­ingar um að fólk sé ekki að virða tveggja metra regl­una, til að mynda í versl­un­um, kvik­mynda­hús­um, á sund­stöðum og veit­inga­húsum svo dæmi séu tek­in. Alma vildi því brýna fyrir fólki að fylgja fyr­ir­mæl­um. „Það er gríð­ar­lega mik­il­vægt að virða alla þessa þætti nú. Við viljum ná utan um þessi smit þannig að við verðum ekki í verri stöðu um miðjan ágúst þegar svo margt er að fara í gang, meðal ann­ars skól­ar,“ sagði Alma.

Auglýsing


„Við höfum alltaf sagt að það er margt sem við vitum ekki. En við vitum þó að það sem skiptir máli það er ekki að regl­urnar séu nógu harð­ar. Heldur að þær séu þannig að fólk virði þær og fari eftir þeim. Og það er úti í sam­fé­lag­inu sem að smit­varnir eiga sér stað, það er ekki á skrif­stofum okk­ar,“ bætti Alma við eftir að hafa minnt á að veiran er til alls lík­leg líkt og dæmin sanna í öðrum lönd­um.Íslensk erfða­grein­ing skimar á Akra­nesi

Í skimunum Íslenskrar erfða­grein­ingar hafa tveir greinst jákvæðir af þeim 2.500 sem hafa farið í skimun hjá ÍE. Þórólfur sagði það benda til þess að smit sé ekki útbreitt en ÍE mun halda áfram að skima og skimar nú á Akra­nesi.

Frá skimun Íslenskrar erfðagreiningar á Akranesi. Mynd: LögreglanErt þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent