Smit í öllum landshlutum nema á Austurlandi

Tólf af þeim þrettán sem greindust með COVID-19 í gær voru ekki í sóttkví. Almannavarnir hafa fengið margar ábendingar um að fólk sé ekki að fylgja tveggja metra reglu.

Víðir, Þórólfur og Alma á 92. upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis sem haldinn var fyrr í dag.
Víðir, Þórólfur og Alma á 92. upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis sem haldinn var fyrr í dag.
Auglýsing

Af þeim þrettán sem greindust í gær voru tólf ekki í sótt­kví. Þetta kom fram í máli Þór­ólfs Guðna­sonar á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. Þetta þýðir að síðan 30 ágúst hafa fjórir af þeim 31 sem greinst hafa verið í sótt­kví.Tveir af þeim ein­stak­lingum sem greindust í gær voru á Norð­ur­landi en hinir ell­efu voru á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Í land­inu eru 72 virk smit og eru smit í öllum lands­hlutum nema á Aust­ur­landi. Það er áhyggju­efni að smitin séu dreifð að mati Þór­ólfs, það gæti bent til þess að dreif­ing veirunnar sé meiri en áður var talið. Næstu dagar muni skera úr um það hversu mikil dreif­ingin er en það tekur um eina til tvær vikur að sjá árangur af þeim hertu aðgerðum sem gripið var til á föstu­dag.

Fólk ekki að virða tveggja metra regl­una

Almanna­varnir hafa fengið margar ábend­ingar um að fólk sé ekki að virða tveggja metra regl­una, til að mynda í versl­un­um, kvik­mynda­hús­um, á sund­stöðum og veit­inga­húsum svo dæmi séu tek­in. Alma vildi því brýna fyrir fólki að fylgja fyr­ir­mæl­um. „Það er gríð­ar­lega mik­il­vægt að virða alla þessa þætti nú. Við viljum ná utan um þessi smit þannig að við verðum ekki í verri stöðu um miðjan ágúst þegar svo margt er að fara í gang, meðal ann­ars skól­ar,“ sagði Alma.

Auglýsing


„Við höfum alltaf sagt að það er margt sem við vitum ekki. En við vitum þó að það sem skiptir máli það er ekki að regl­urnar séu nógu harð­ar. Heldur að þær séu þannig að fólk virði þær og fari eftir þeim. Og það er úti í sam­fé­lag­inu sem að smit­varnir eiga sér stað, það er ekki á skrif­stofum okk­ar,“ bætti Alma við eftir að hafa minnt á að veiran er til alls lík­leg líkt og dæmin sanna í öðrum lönd­um.Íslensk erfða­grein­ing skimar á Akra­nesi

Í skimunum Íslenskrar erfða­grein­ingar hafa tveir greinst jákvæðir af þeim 2.500 sem hafa farið í skimun hjá ÍE. Þórólfur sagði það benda til þess að smit sé ekki útbreitt en ÍE mun halda áfram að skima og skimar nú á Akra­nesi.

Frá skimun Íslenskrar erfðagreiningar á Akranesi. Mynd: LögreglanStyrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mynd frá Hiroshima í Japan, tekin nokkrum mánuðum eftir að kjarnorkusprengju var varpað á borgina árið 1945.
Áttatíu og sex prósent vilja að Ísland fullgildi samning um bann við kjarnorkuvopnum
Samkvæmt nýrri könnun frá YouGov eru einungis þrjú prósent Íslendinga fylgjandi þeirri stefnu íslenskra stjórnvalda að fylgja stefnu NATÓ um að skrifa ekki undir samning Sameinuðu þjóðanna um bann gegn kjarnorkuvopnum. Samningurinn tekur gildi í dag.
Kjarninn 22. janúar 2021
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
Kjarninn 21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn
Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent