Smit í öllum landshlutum nema á Austurlandi

Tólf af þeim þrettán sem greindust með COVID-19 í gær voru ekki í sóttkví. Almannavarnir hafa fengið margar ábendingar um að fólk sé ekki að fylgja tveggja metra reglu.

Víðir, Þórólfur og Alma á 92. upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis sem haldinn var fyrr í dag.
Víðir, Þórólfur og Alma á 92. upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis sem haldinn var fyrr í dag.
Auglýsing

Af þeim þrettán sem greindust í gær voru tólf ekki í sótt­kví. Þetta kom fram í máli Þór­ólfs Guðna­sonar á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. Þetta þýðir að síðan 30 ágúst hafa fjórir af þeim 31 sem greinst hafa verið í sótt­kví.Tveir af þeim ein­stak­lingum sem greindust í gær voru á Norð­ur­landi en hinir ell­efu voru á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Í land­inu eru 72 virk smit og eru smit í öllum lands­hlutum nema á Aust­ur­landi. Það er áhyggju­efni að smitin séu dreifð að mati Þór­ólfs, það gæti bent til þess að dreif­ing veirunnar sé meiri en áður var talið. Næstu dagar muni skera úr um það hversu mikil dreif­ingin er en það tekur um eina til tvær vikur að sjá árangur af þeim hertu aðgerðum sem gripið var til á föstu­dag.

Fólk ekki að virða tveggja metra regl­una

Almanna­varnir hafa fengið margar ábend­ingar um að fólk sé ekki að virða tveggja metra regl­una, til að mynda í versl­un­um, kvik­mynda­hús­um, á sund­stöðum og veit­inga­húsum svo dæmi séu tek­in. Alma vildi því brýna fyrir fólki að fylgja fyr­ir­mæl­um. „Það er gríð­ar­lega mik­il­vægt að virða alla þessa þætti nú. Við viljum ná utan um þessi smit þannig að við verðum ekki í verri stöðu um miðjan ágúst þegar svo margt er að fara í gang, meðal ann­ars skól­ar,“ sagði Alma.

Auglýsing


„Við höfum alltaf sagt að það er margt sem við vitum ekki. En við vitum þó að það sem skiptir máli það er ekki að regl­urnar séu nógu harð­ar. Heldur að þær séu þannig að fólk virði þær og fari eftir þeim. Og það er úti í sam­fé­lag­inu sem að smit­varnir eiga sér stað, það er ekki á skrif­stofum okk­ar,“ bætti Alma við eftir að hafa minnt á að veiran er til alls lík­leg líkt og dæmin sanna í öðrum lönd­um.Íslensk erfða­grein­ing skimar á Akra­nesi

Í skimunum Íslenskrar erfða­grein­ingar hafa tveir greinst jákvæðir af þeim 2.500 sem hafa farið í skimun hjá ÍE. Þórólfur sagði það benda til þess að smit sé ekki útbreitt en ÍE mun halda áfram að skima og skimar nú á Akra­nesi.

Frá skimun Íslenskrar erfðagreiningar á Akranesi. Mynd: LögreglanStyrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent