Útgáfufélag Fréttablaðsins tapaði 212 milljónum í fyrra

Rekstrartekjur útgáfufélagsins sem á Fréttablaðið, Hringbraut, DV og tengda miðla drógust saman á síðasta ári og tap varð á rekstrinum.

Fréttablaðið
Auglýsing

Torg ehf., útgáfu­fé­lag Frétta­blaðs­ins og tengdra miðla, tap­aði 212 millj­ónum króna á síð­asta ári eftir að hafa skilað 39 millj­óna króna hagn­aði árið 2018. Rekst­ar­nið­ur­staða félags­ins (EBIT­DA) fyrir fjár­magns­gjöld, afskriftir og skatta var nei­kvæð um 59 millj­ónir króna, en afskriftir námu alls 138 millj­ónum króna. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag.

Þar segir að kostn­aður vegna sam­ein­ingar við sjón­varps­stöð­ina Hring­braut og DV og tengda miðla hafi allur verið færður til gjalda á síð­asta ári. Rekstr­ar­tekjur Torgs voru 2,3 millj­arðar króna en höfðu verið 2,6 millj­arðar króna árið áður og dróg­ust saman um yfir tíu pró­sent milli ára. Hjá Torgi starfa um 100 manns.

Auglýsing
Félag í eigu Helga Magn­ús­­son­­ar, fjár­­­festis og fyrr­ver­andi stjórn­­­ar­­for­­manns Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­ar­manna, hefur keypti helm­ings­hlut í Torgi um mitt ár í fyrra. Í októ­ber keyptu Helgi og sam­starfs­menn hans hinn helm­ing­inn auk þess sem sjón­varps­stöð­inni Hring­braut var rennt inn í rekst­ur­inn. Hún hafði þá verið rekin í umtals­verðu tapi og var skil­greind sem á fallandi fæti.

Helgi átti eftir það 82 pró­sent í Torgi en aðrir eig­endur eig­anda útgáfu­­fé­lags­ins, félags­­ins HFB-77 ehf., eru Sig­­urður Arn­gríms­­son, fyrr­ver­andi aðal­­eig­andi Hring­brautar og við­­skipta­­fé­lagi Helga til margra ára, með tíu pró­­sent hlut, Jón G. Þór­is­­son, rit­­stjóri Frétta­­blaðs­ins, með fimm pró­­sent hlut, og Guð­­mundur Örn Jóhanns­­son, fyrr­ver­andi sjón­­varps­­stjóri Hring­brautar og nú fram­­kvæmda­­stjóri sölu, mark­aðs­­­mála og dag­­­skrár­­­gerðar hjá Torg­i. 

Á fimmt­u­­­dags­­­kvöldið 13. des­em­ber greindi Kjarn­inn frá því að Torg, útgáfu­­­fé­lag Frétta­­­blaðs­ins, væri að kaupa DV og tengda miðla af Frjálsri fjöl­mið­l­un. Útgáfu­­­fé­lögin stað­­­festu svo kaupin dag­inn eft­­­ir. Ástæðan fyrir kaup­unum var sögð vera erfitt rekstr­­ar­um­hverfi, en Frjáls fjöl­miðlun var rekin með miklu lausu tapi frá því að félagið var stofnað til að kaupa DV og tengdra miðla árið 2017.

Með kaup­unum á DV og tengdum miðlum var Torg orðið að einu stærsta einka­rekna fjöl­miðla­­fyr­ir­tæki lands­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
„Rímar augljóslega ekki við áherslur okkar um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum“
Birta lífeyrissjóður segir það hlutverk stjórnar Eimskipa að upplýsa um endurvinnslu tveggja skipa félagsins á Indlandi. Verði ekki orðið við því þurfi að grípa til „harðari aðgerða“.
Kjarninn 28. september 2020
Guðrún Johnsen
Láttu það ganga
Kjarninn 28. september 2020
Haukur Arnþórsson
Nýtt almannatryggingakerfi
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent