Útgáfufélag Fréttablaðsins tapaði 212 milljónum í fyrra

Rekstrartekjur útgáfufélagsins sem á Fréttablaðið, Hringbraut, DV og tengda miðla drógust saman á síðasta ári og tap varð á rekstrinum.

Fréttablaðið
Auglýsing

Torg ehf., útgáfufélag Fréttablaðsins og tengdra miðla, tapaði 212 milljónum króna á síðasta ári eftir að hafa skilað 39 milljóna króna hagnaði árið 2018. Rekstarniðurstaða félagsins (EBITDA) fyrir fjármagnsgjöld, afskriftir og skatta var neikvæð um 59 milljónir króna, en afskriftir námu alls 138 milljónum króna. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.

Þar segir að kostnaður vegna sameiningar við sjónvarpsstöðina Hringbraut og DV og tengda miðla hafi allur verið færður til gjalda á síðasta ári. Rekstrartekjur Torgs voru 2,3 milljarðar króna en höfðu verið 2,6 milljarðar króna árið áður og drógust saman um yfir tíu prósent milli ára. Hjá Torgi starfa um 100 manns.

Auglýsing
Félag í eigu Helga Magn­ús­son­ar, fjár­festis og fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­manns Líf­eyr­is­sjóðs verzlunarmanna, keypti helm­ings­hlut í Torgi um mitt ár í fyrra. Í október keyptu Helgi og samstarfsmenn hans hinn helminginn auk þess sem sjónvarpsstöðinni Hringbraut var rennt inn í reksturinn. Hún hafði þá verið rekin í umtalsverðu tapi og var skilgreind sem á fallandi fæti.

Helgi átti eftir það 82 prósent í Torgi en aðrir eigendur eiganda útgáfu­fé­lags­ins, félags­ins HFB-77 ehf., eru Sig­urður Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi aðal­eig­andi Hring­brautar og við­skipta­fé­lagi Helga til margra ára, með tíu pró­sent hlut, Jón G. Þór­is­son, rit­stjóri Frétta­blaðs­ins, með fimm pró­sent hlut, og Guð­mundur Örn Jóhanns­son, fyrr­ver­andi sjón­varps­stjóri Hring­brautar og nú fram­kvæmda­stjóri sölu, mark­aðs­­mála og dag­­skrár­­gerðar hjá Torg­i. 

Á fimmt­u­­dags­­kvöldið 13. des­em­ber greindi Kjarn­inn frá því að Torg, útgáfu­­fé­lag Frétta­­blaðs­ins, væri að kaupa DV og tengda miðla af Frjálsri fjöl­mið­l­un. Útgáfu­­fé­lögin stað­­festu svo kaupin dag­inn eft­­ir. Ástæðan fyrir kaup­unum var sögð vera erfitt rekstr­ar­um­hverfi, en Frjáls fjöl­miðlun var rekin með miklu lausu tapi frá því að félagið var stofnað til að kaupa DV og tengdra miðla árið 2017.

Með kaup­unum á DV og tengdum miðlum var Torg orðið að einu stærsta einka­rekna fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent