Hægir á verðhækkunum fasteigna um land allt

Verðhækkanir á fasteignum í stærri þéttbýliskjörnum landsins mælast nú á bilinu núll til tíu prósent milli ára en á síðasta ársfjórðungi mældust hækkanirnar þrjú til 16 prósent milli ára.

img_4592_raw_0710130530_10191449535_o.jpg
Auglýsing

Hægt hefur á verð­hækk­unum fast­eigna á milli ára í stærri þétt­býl­is­kjörnum lands­ins sam­kvæmt nýlegri Hag­sjá Lands­bank­ans. Þetta gildir um alla þá þétt­býl­iskjarna sem til skoð­unar eru í Hag­sjánni en það eru Akur­eyri, Árborg, Akra­nes, Reykja­nes­bær og höf­uð­borg­ar­svæð­ið. Verð­hækk­anir á fast­eignum mæl­ast nú á bil­inu núll til tíu pró­sent milli ára en á síð­asta árs­fjórð­ungi mæld­ust hækk­an­irnar þrjú til 16 pró­sent.

Hér má sjá hvernig fasteignaverð í stærri þéttbýliskjörnum landsins hefur þróast frá upphafi árs 2015. Mynd: Landsbankinn

Á milli árs­fjórð­unga varð lítil breyt­ing á fast­eigna­verði á þessum stöð­um. Mest verð breyt­ingin á Akur­eyri þar sem íbúða­verð hækk­aði um þrjú pró­sent. Á einum stæð lækk­aði íbúða­verð milli árs­fjórð­unga, í Reykja­nes­bæ, um eitt pró­sent. Verð hækk­aði um eitt pró­sent á Akra­nesi en stóð í stað í Árborg og á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

AuglýsingÍ Hag­sjánni segir að verð hafi hækkað hraðar utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins á síð­ustu árum, en nú hægir á verð­hækk­unum alls stað­ar. Mesta verð­hækk­unin á milli ára varð á Akra­nesi þar sem íbúða­verð hækk­aði um tíu pró­sent. Minnst varð hækk­unin í Reykja­nesbæ en íbúða­verð hækk­aði þar um 0,3 pró­sent á milli ára.

Hæsta fer­metra­verðið utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins á Akur­eyri

Fer­metra­verð er að jafn­aði um 30 pró­sentum lægra á þétt­býl­is­svæðum utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sam­kvæmt Hag­sjánni. Af þeim stöðum sem áður eru nefndir er fer­metra­verðið hæst utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins á Akur­eyri, 369 þús­und á fer­metr­ann. Lægst er verðið í Reykja­nes­bæ, 316 þús­und á fer­metr­ann.Þing­lýstum kaup­samn­ingum fjölgar víða utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins á öðrum árs­fjórð­ungi. Mest var auk­ingin á Akra­nesi en þar seld­ust 57 pró­sent fleiri íbúðir á öðrum árs­fjórð­ungi í ár en á sama tíma í fyrra. Á öðrum árs­fjórð­ungi fækk­aði hins vegar þing­lýstum kaup­samn­ingum á Höf­uð­borg­ar­svæð­inu um 31 pró­sent milli ára.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dauði geisladisksins, tilkoma Spotify og upprisa vínylplötunnar
Áætlað er að Spotify hafi haft um 700 milljónir króna í tekjur af íslenskum notendum á árinu 2019, og að 90 prósent allra tekna vegna sölu á tónlist hafi verið vegna streymisveitna. Sala á vínylplötum hefur þó líka tekið kipp, og átjánfaldast á fáum árum.
Kjarninn 2. mars 2021
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent