Hægir á verðhækkunum fasteigna um land allt

Verðhækkanir á fasteignum í stærri þéttbýliskjörnum landsins mælast nú á bilinu núll til tíu prósent milli ára en á síðasta ársfjórðungi mældust hækkanirnar þrjú til 16 prósent milli ára.

img_4592_raw_0710130530_10191449535_o.jpg
Auglýsing

Hægt hefur á verð­hækk­unum fast­eigna á milli ára í stærri þétt­býl­is­kjörnum lands­ins sam­kvæmt nýlegri Hag­sjá Lands­bank­ans. Þetta gildir um alla þá þétt­býl­iskjarna sem til skoð­unar eru í Hag­sjánni en það eru Akur­eyri, Árborg, Akra­nes, Reykja­nes­bær og höf­uð­borg­ar­svæð­ið. Verð­hækk­anir á fast­eignum mæl­ast nú á bil­inu núll til tíu pró­sent milli ára en á síð­asta árs­fjórð­ungi mæld­ust hækk­an­irnar þrjú til 16 pró­sent.

Hér má sjá hvernig fasteignaverð í stærri þéttbýliskjörnum landsins hefur þróast frá upphafi árs 2015. Mynd: Landsbankinn

Á milli árs­fjórð­unga varð lítil breyt­ing á fast­eigna­verði á þessum stöð­um. Mest verð breyt­ingin á Akur­eyri þar sem íbúða­verð hækk­aði um þrjú pró­sent. Á einum stæð lækk­aði íbúða­verð milli árs­fjórð­unga, í Reykja­nes­bæ, um eitt pró­sent. Verð hækk­aði um eitt pró­sent á Akra­nesi en stóð í stað í Árborg og á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

AuglýsingÍ Hag­sjánni segir að verð hafi hækkað hraðar utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins á síð­ustu árum, en nú hægir á verð­hækk­unum alls stað­ar. Mesta verð­hækk­unin á milli ára varð á Akra­nesi þar sem íbúða­verð hækk­aði um tíu pró­sent. Minnst varð hækk­unin í Reykja­nesbæ en íbúða­verð hækk­aði þar um 0,3 pró­sent á milli ára.

Hæsta fer­metra­verðið utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins á Akur­eyri

Fer­metra­verð er að jafn­aði um 30 pró­sentum lægra á þétt­býl­is­svæðum utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sam­kvæmt Hag­sjánni. Af þeim stöðum sem áður eru nefndir er fer­metra­verðið hæst utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins á Akur­eyri, 369 þús­und á fer­metr­ann. Lægst er verðið í Reykja­nes­bæ, 316 þús­und á fer­metr­ann.Þing­lýstum kaup­samn­ingum fjölgar víða utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins á öðrum árs­fjórð­ungi. Mest var auk­ingin á Akra­nesi en þar seld­ust 57 pró­sent fleiri íbúðir á öðrum árs­fjórð­ungi í ár en á sama tíma í fyrra. Á öðrum árs­fjórð­ungi fækk­aði hins vegar þing­lýstum kaup­samn­ingum á Höf­uð­borg­ar­svæð­inu um 31 pró­sent milli ára.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent