Festi ætlar að greiða út 657 milljóna króna arðinn í september

Festi hagnaðist um 525 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi þrátt fyrir þær takmarkanir sem voru í gildi vegna COVID-19. Félagið frestaði arðgreiðslu vegna síðasta árs í apríl, en ætlar nú að greiða hana í næsta mánuði.

Eggert Þór Kristófersson er forstjóri Festi.
Eggert Þór Kristófersson er forstjóri Festi.
Auglýsing

Stjórn Festi hf. hefur ákveðið að arð­greiðsla vegna árs­ins 2019 fari fram þann 2. sept­em­ber 2020. Frá þessu er greint í afkomutil­kynn­ingu sem félagið sendi frá sér í gær vegna upp­gjörs ann­ars árs­fjórð­ungs.

Í apríl ákvað stjórn Festi, sem rekur N1, Krón­una, Elko, Bakk­ann vöru­hót­­­el og Íslenska orku­miðl­um, að fresta 657 milljón króna arð­greiðslu sem til stóð að greiða hlut­höfum félags­­ins vegna frammi­­stöðu síð­­asta árs þann dag.

Stjórn Festis var hins vegar veitt heim­ild til að meta og taka ákvörðun um hvort rétt sé að fresta greiðslu arðs­ins eða fella hana nið­­ur, með hlið­­sjón af sjóðs­­stöðu og aðstæðum í rekstri sam­­stæðu félags­­ins, til allt að 23. sept­­em­ber 2020.

Nú hefur stjórnin ákveðið að greiða út arð­inn. Festi hagn­að­ist um 2,8 millj­arða króna á síð­asta ári.

Rekst­ur­inn gekk vel og mynd­ar­legur hagn­aður

Rekstur Festis gekk vel á síð­asta árs­fjórð­ungi. Alls var EBIT­DA-hagn­aður félags­ins (hagn­aður fyrir skatta, fjár­magns­gjöld og afskrift­ir) um 1,7 millj­arða króna frá byrjun apríl og út júní­mán­uð, en hluta þess tíma voru í gildi strangar sam­komu­tak­mark­anir vegna COVID-19 veirunn­ar. Hreinn hagn­aður sam­stæð­unnar var 525,4 millj­ónir króna á árs­fjórð­ungn­um, sem var undir vænt­ingum sam­kvæmt afkomutil­kynn­ing­unn­i. 

Auglýsing
Þar segir meðal ann­ars að rekstur Krón­unnar og Elko hafi verið umfram vænt­ingar en rekstur elds­neyt­is­sal­ans N1 undir vænt­ingum vegna áhrifa COVID-19 tak­mark­ana.  Tekjur af dag­vöru­sölu hækk­uðu um 12,5 pró­sent, tekjur af raf­tækja­sölu hækk­uðu um 15 pró­sent milli ára, tekjur af öðrum vörum og þjón­ustu hækk­uðu um sjö pró­sent, en tekjur af sölu elds­neytis lækk­aði um 38 pró­sent.

Í lok árs­fjórð­ungs­ins var slakað á þessum tak­mörk­unum sem hafði jákvæð áhrif á rekstur N1.

Eig­in­fjár­hlut­fall Festa var 35,5 pró­sent í lok júní og mark­aðsvirði félags­ins var 43,4 millj­arðar króna á sama tíma. ­Festi gerir ráð fyrir óbreyttri spá um rekstr­ar­hagnað fyrir árið 2020, og áætlar að hann verði á bil­inu 7,1 til 7,7 millj­arðar króna.

Nýtti hluta­bóta­leið­ina en ætl­aði að end­ur­greiða

Festi nýtti hluta­­bóta­­leið­ina svoköll­uðu fyrir starfs­­menn dótt­­ur­­fé­lag­anna N1 og Elko. Í skýrslu Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar um fram­kvæmd hennar sagði að 156 starfs­­menn N1 hefðu verið í minn­k­uðu starfs­hlut­­falli í mars og apríl og greiðslur til þeirra hafi numið rúmum 29 millj­­ónum króna. 

Í skýrsl­unni kom hins vegar ekk­ert fram um hversu margir starfs­­menn Elko voru á hluta­­bóta­­leið­inni. Egg­ert Þór Krist­ó­­fer­s­­son for­­stjóri Festar sagði þó við mbl.is í maí að heild­­ar­greiðslur til starfs­­manna fyr­ir­tækja Festar vegna hluta­­bóta­­leið­­ar­innar hefðu verið um 45 millj­­ónir króna. 

Fyr­ir­tækið er í hópi stöndugra stór­­fyr­ir­tækja sem stjórn­­völd gagn­rýndu skynd­i­­lega og harð­­lega fyrir notkun á hluta­­bóta­­leið­inni og hefur gefið út að það myndi end­­ur­greiða féð í rík­­is­­sjóð, eftir að hafa orðið fyrir mik­illi gagn­rýni fyrir að nýta sér úrræð­ið. 

Ekk­ert er fjallað um nýt­ingu Festa á hluta­bóta­leið­inni í árs­hluta­upp­gjör­inu.

Orðin raf­magns­sali

Festi keypti þann 85 pró­sent hlut sem það átti ekki í fyr­ir­tæk­inu Íslenskri Orku­miðl­un, sem stundar heild­sölu­við­skipti með raf­magn, 1. mars síð­ast­lið­inn á 723 millj­ónir króna. Greitt var fyrir með 316,1 millj­ónum króna í reiðufé og 406,4 millj­ónum króna í nýju hlutafé í Fest­um.

Það félag var stofnað í byrjun árs 2017 af Magn­úsi Júl­í­us­syni, fram­kvæmda­stjóra þess, og Bjarna Ármanns­syni, og hóf raf­orku­sölu 1. júlí 2017.Við­skipta­vinir í sjáv­ar­út­vegi eru stærstu við­skipta­vinir félags­ins. 

Auk Magn­úsar og Bjarna voru stærstu hlut­hafar fyrir söl­una til Festis Ísfé­lag Vest­manna­eyja og Kaup­fé­lag Skag­firð­inga, sem bæði eru umsvifa­mikil í sjáv­ar­út­vegi og eru auk þess bæði á meðal stærstu eig­enda Árvak­urs, útgáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins.

Við­skiptin hafa verið gerð tor­tryggi­leg vegna per­sónu­legra tengsla Egg­erts Krist­ó­fers­son­ar, for­stjóra Festa, og Þórðar Más Jóhann­es­son­ar, stjórn­ar­for­manns félags­ins, við Bjarna Ármanns­son.

Í afkomutil­kynn­ing­unni segir að heild­ar­virði Íslenskrar orku­miðl­unar sé 850 millj­ónir króna að með­töldu hand­bæru fé félag­ins sem var 230 millj­ónir króna um mitt þetta ár. Af heild­ar­virð­inu er 601 milljón króna við­skipta­vild, og þar af leið­andi óefn­is­leg eign. Áætl­aður hagn­aður Íslenskrar orku­miðl­unar á árinu 2020 er 120 millj­ónir króna sam­kvæmt því sem fram kemur í afkomutil­kynn­ing­unni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
„Rímar augljóslega ekki við áherslur okkar um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum“
Birta lífeyrissjóður segir það hlutverk stjórnar Eimskipa að upplýsa um endurvinnslu tveggja skipa félagsins á Indlandi. Verði ekki orðið við því þurfi að grípa til „harðari aðgerða“.
Kjarninn 28. september 2020
Guðrún Johnsen
Láttu það ganga
Kjarninn 28. september 2020
Haukur Arnþórsson
Nýtt almannatryggingakerfi
Kjarninn 28. september 2020
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent