Trump fer enn og aftur á svig við skilmála samfélagsmiðla

Donald Trump sagði í símaviðtali við Fox and Friends í gær að börn væru „næstum ónæm“ fyrir kórónuveirunni. Facebook-færslu frá forsetanum með ummælunum var eytt og Twitter frysti aðgang tengdan forsetanum.

Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Auglýsing

Face­book-­færslu Don­alds Trumps var eytt í gær vegna þess að í mynd­bandi sem fylgdi færsl­unni setti Trump fram full­yrð­ingar um COVID-19 sem áttu ekki við rök að styðj­ast. Twitter fylgdi í kjöl­farið og frysti aðgang sem tengdur er fram­boði Trumps í kom­andi for­seta­kosn­ingum þar til sam­bæri­legri færslu hafði verið eytt af Twitt­er.Í mynd­band­inu sagði Trump að börn væru næstum ónæm fyrir kór­ónu­veirunni og COVID-19 sjúk­dómnum sem hún veld­ur. „Ef horft er til barna þá eru börn næst­um, og ég myndi næstum segja algjör­lega, en þau eru næstum ónæm fyrir sjúk­dómn­um,“ sagði Trump og bætti svo við: „Þau hafa sterkara, það er erfitt að trúa því og ég veit ekki hvað ykkur finnst um það, en þau hafa miklu sterkara ónæm­is­kerfi heldur en við þegar kemur að þessu.“Orðin lét Trump falla í síma­við­tali í sjón­varps­þætt­inum Fox and Fri­ends en hann er þar tíður gest­ur. Umræðu­efnið var opnun skóla í Banda­ríkj­unum og taldi hann öruggt að opna skóla í haust vegna ofan­greindra rök­semda.

AuglýsingFull­yrð­ingar sem eiga ekki við rök að styðj­ast

Í frétt BBC er haft eftir tals­manni Face­book að mynd­bandið inni­haldi full­yrð­ingar sem eigi ekki við rök að styðj­ast. Full­yrð­ingar um að til­tek­inn hópur fólks sé ónæmur fyrir COVID-19 brjóti skil­mála Face­book sem snúi að mis­vísandi full­yrð­ingum um kór­ónu­veiruna. Þetta er í fyrsta sinn sem Face­book fjar­lægir efni frá for­set­anum á grunni þess­ara skil­mála.Líkt og áður sagði frysti Twitter aðgang sem tengdur er fram­boði Trumps vegna sama mynd­bands. Tístið hafi brotið gegn sams konar skil­mál­um, um dreif­ingu rangra upp­lýs­inga um COVID-19. Tíst­inu var síðar eytt.Ekki í fyrsta sinn

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump fer á svig við skil­mála sam­fé­lags­miðl­anna. Í maí á þessu ári sá Twitter ástæðu til þess að hylja tíst frá for­set­an­um. Með tíst­inu braut Trump skil­mála Twitter með því að „upp­hefja ofbeld­i“. Tístið er enn á vegg for­set­ans en yfir því er orð­send­ing frá Twitter sem segir tístið hafa brotið skil­mála mið­ils­ins en að því hafi verið leyft að standa því það gæti varðað almanna­hags­muni. Smella þarf á sér­stakan hnapp til að skoða tístið og fela þar með til­kynn­ing­una.Skömmu áður hafði Trump sent frá sér tíst þar sem hann hélt því fram að póst­kosn­ingar myndu leiða til víð­tæks kosn­inga­svindls. Twitter brást við með því að setja tengil á stað­reyndir um póst­kosn­ingar fyrir neðan tíst­ið. Ef not­endur fylgdu tengl­inum fengu þeir upp­lýs­ingar frá fjöl­miðlum og sér­fræð­ingum um að sú væri ekki raun­in.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent