Alma: Tækifærið er núna

Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.

Alma Möller, landlæknir.
Alma Möller, landlæknir.
AuglýsingHóp­sýk­ingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mán­uði alla vega,“ segir sótt­varna­lækn­ir. Land­læknir sagði að núna væri tæki­færið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.

Þjóðin má gera ráð fyrir því að við­hafa þurfi sótt­varna­ráð­staf­anir á borð við tveggja metra reglu næstu vikur og mán­uði. „Ég held að það sé algjör­lega ljóst að ef við ætlum að halda veirunni hér í lág­marki þá munum við á næstu vikum og mán­uðum sjá hóp­sýk­ingar sem við munum þurfa að eiga við,“ sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna og land­læknis í dag. „Við munum þurfa sífellt að herða og slaka á þessum reglum – ef við ætlum að koma í veg fyrir útbreiddan far­aldur inn­an­lands. Þannig að við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mán­uði alla vega.“

Auglýsing

Alma Möller land­læknir minnti á mik­il­vægi þess að koma upp­lýs­ingum um far­ald­ur­inn til ungs fólks sem væri meiri­hluti þeirra sem hefðu smit­ast síð­ustu daga. „Tæki­færið er núna til að kveða niður það smit sem er í gangi. Þannig að við verðum að taka okkur á í ein­stak­lings­bundnum smit­vörn­um, tveggja metra regl­unni og þessum aðgerðum sem við höfum sett á. Við bara verðum að fylgja því.“

Á fund­inum var spurt sér­stak­lega um skóla­starfið sem sam­kvæmt venju á að byrja eftir nokkra daga. Þórólfur sagði sótt­varna­yf­ir­völd þegar hafa fundað með skóla­yf­ir­völd­um. „Skól­arn­ir, öll fyr­ir­tæki og fleiri, eiga í raun og veru að hafa reynslu frá því í vor hvernig eigi að bregð­ast við.“

Hann benti á að það þurfi ekki allir að fá ein­stak­lings­bundnar leið­bein­ingar um það hvernig megi útfæra við­kom­andi starf­semi. „Regl­urnar eru þannig að við erum með 100 manna hámark og við erum með tveggja metra regl­una og svo ákveðnar und­an­tekn­ingar um grím­ur. Þannig að það þurfa allir að máta sig inn í þetta.“

Þórólfur ítrek­aði að börn væru miklu síður en full­orðnir að dreifa smiti og þess vegna þyrfti ekki að hafa jafn­miklar tak­mark­anir hvað þau varð­að­i. 

Spurður hvort að til greina kæmi að hafa grímu­skyldu í fram­halds- og háskólum í haust í stað tveggja metra regl­unnar svar­aði Þórólf­ur: „Ég held að menn eigi fyrst og fremst að við­halda tveggja metra regl­unni og leita allra leiða til þess. Gríman er meira hugsuð í tíma­bundnar aðstæður þar sem ein­stak­lingar eru ekki til lengri tíma. Það væri ekki ráð­legt að láta alla nota grímur allan dag­inn við sín störf.“ Hann ítrek­aði að grímur geti veitt falskt öryggi.

Á fund­inum var spurt hvort heil­brigð­is­yf­ir­völd hefðu áhyggjur af því að fólk væri að hamstra grímur þar sem dæmi væru um að þær væru upp­seldar í versl­un­um. Alma minnti á að ekki væri mælt með almennri grímunotkun á almanna­færi, „heldur aðeins í aðstæðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra reglu í lengri tíma. Við höfum talað um ferjur og flug­vélar og síðan þjón­ustu þar sem er mikil nánd.“

Hún sagði þá hættu fyrir hendi að fólk hamstr­aði grímur og not­aði þær svo þegar þess þyrfti ekki. Alma ítrek­aði að þær aðgerðir sem heil­brigð­is­yf­ir­völd hafa sett og biðja um að sé fram­fylgt byggja á trausti. „Það er aldrei hægt að setja reglur um allt. Við sýnum fólki traust og við treystum á að það sýni skyn­sem­i.“ 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hótelið á hafsbotni
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent