„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“

Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.

Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir telur að ástæðan fyrir því að eng­inn af þeim 97 sem  nú eru með virkt smit hér á landi sé alvar­lega veikur skýrist af ald­urs­sam­setn­ingu hóps­ins. Flestir hinna sýktu eru ungt fólk.Þetta sagði Þórólfur á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna og land­læknis í dag. Fjögur ný inn­lands­smit voru greind í gær. 97 eru með COVID-19 og í ein­angr­un. Eng­inn liggur á sjúkra­húsi vegna sjúk­dóms­ins. Rað­grein­ing Íslenskrar erfða­grein­ingar hefur sýnt að enn er það veira af sama afbrigði sem er að breið­ast út og hefur nú greinst hjá fólki í öllum lands­hlut­um. Segir hann okkur engu nær að kom­ast að upp­runa þeirrar veiru.Af þeim fjórum sem greindust í gær voru þrír í sótt­kví.

AuglýsingFrá 15. júní hafa 94 virk smit greinst inn­an­lands. Frá þeim tíma hafa 115 þús­und far­þegar komið til lands­ins og sýni verið tekin frá um 74 þús­und þeirra.  ­Ís­lensk erfða­grein­ing hefur ski­mað 4.400 manns síð­ustu daga og greint fimm með virkt smit. „Við erum að sjá svip­aðan fjölda þó að sveiflur séu milli daga, en ekki mikla aukn­ingu í nýjum til­fellum hér inn­an­lands,“ sagði Þórólfur á fund­in­um. Benti hann á að skimun ÍE gæfi vís­bend­ingu um að smitið væri ekki mjög útbreitt í sam­fé­lag­inu.Af þessum sökum telur Þórólfur ekki ástæðu til að herða á sam­fé­lags­legum aðgerðum sem nú eru í gildi. Nokkurn tími mun líða þar til við förum að sjá fyrir end­ann á þessu hópsmiti, „eða sam­fé­lags­smiti ef menn vilja kalla það það.“Þórólfur sendi heil­brigð­is­ráð­herra minn­is­blað í morgun þar sem hann leggur til að haldið verði áfram að skima á landa­mærum eins og gert hefur verið til þessa. Að ekki verði slakað á því. Segir hann skimun­ina hafa sýnt gagn­semi sína í því að lág­marka áhætt­una á því að fá veiruna hingað til lands.Land­spít­al­inn er hins vegar kom­inn yfir afkasta­getu sína í sýna­tök­um. Sagði Þórólfur að Íslensk erfða­grein­ing hefði boð­ist til að koma þar til aðstoðar þar til afkasta­getan eykst á Land­spít­ala í haust.Í minn­is­blað­inu lagði Þórólfur einnig til að áfram yrðu tekin sýni hér inn­an­lands. „Minn­is­blaðið er nú hjá ráð­herra og end­an­leg ákvörðun liggur hjá stjórn­völd­um.“Þá hvatti Þórólfur alla til að við­hafa ein­stak­lings­bundnar sýk­inga­varnir og virða tveggja metra regl­una. „Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-­fári.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent