„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“

Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.

Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir telur að ástæðan fyrir því að eng­inn af þeim 97 sem  nú eru með virkt smit hér á landi sé alvar­lega veikur skýrist af ald­urs­sam­setn­ingu hóps­ins. Flestir hinna sýktu eru ungt fólk.Þetta sagði Þórólfur á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna og land­læknis í dag. Fjögur ný inn­lands­smit voru greind í gær. 97 eru með COVID-19 og í ein­angr­un. Eng­inn liggur á sjúkra­húsi vegna sjúk­dóms­ins. Rað­grein­ing Íslenskrar erfða­grein­ingar hefur sýnt að enn er það veira af sama afbrigði sem er að breið­ast út og hefur nú greinst hjá fólki í öllum lands­hlut­um. Segir hann okkur engu nær að kom­ast að upp­runa þeirrar veiru.Af þeim fjórum sem greindust í gær voru þrír í sótt­kví.

AuglýsingFrá 15. júní hafa 94 virk smit greinst inn­an­lands. Frá þeim tíma hafa 115 þús­und far­þegar komið til lands­ins og sýni verið tekin frá um 74 þús­und þeirra.  ­Ís­lensk erfða­grein­ing hefur ski­mað 4.400 manns síð­ustu daga og greint fimm með virkt smit. „Við erum að sjá svip­aðan fjölda þó að sveiflur séu milli daga, en ekki mikla aukn­ingu í nýjum til­fellum hér inn­an­lands,“ sagði Þórólfur á fund­in­um. Benti hann á að skimun ÍE gæfi vís­bend­ingu um að smitið væri ekki mjög útbreitt í sam­fé­lag­inu.Af þessum sökum telur Þórólfur ekki ástæðu til að herða á sam­fé­lags­legum aðgerðum sem nú eru í gildi. Nokkurn tími mun líða þar til við förum að sjá fyrir end­ann á þessu hópsmiti, „eða sam­fé­lags­smiti ef menn vilja kalla það það.“Þórólfur sendi heil­brigð­is­ráð­herra minn­is­blað í morgun þar sem hann leggur til að haldið verði áfram að skima á landa­mærum eins og gert hefur verið til þessa. Að ekki verði slakað á því. Segir hann skimun­ina hafa sýnt gagn­semi sína í því að lág­marka áhætt­una á því að fá veiruna hingað til lands.Land­spít­al­inn er hins vegar kom­inn yfir afkasta­getu sína í sýna­tök­um. Sagði Þórólfur að Íslensk erfða­grein­ing hefði boð­ist til að koma þar til aðstoðar þar til afkasta­getan eykst á Land­spít­ala í haust.Í minn­is­blað­inu lagði Þórólfur einnig til að áfram yrðu tekin sýni hér inn­an­lands. „Minn­is­blaðið er nú hjá ráð­herra og end­an­leg ákvörðun liggur hjá stjórn­völd­um.“Þá hvatti Þórólfur alla til að við­hafa ein­stak­lings­bundnar sýk­inga­varnir og virða tveggja metra regl­una. „Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-­fári.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent