Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn

Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.

Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Auglýsing

Twitter tók stórt skref á þriðju­dag, þegar sam­fé­lags­miðla­fyr­ir­tækið setti í fyrsta skipti tengil á stað­reyndir um póst­kosn­ingar fyrir neðan tvö tíst Banda­ríkja­for­seta, þar sem hann hélt því fram að úti­lokað væri annað en að póst­kosn­ingar myndu leiða til víð­tæks kosn­inga­svindls og verið væri að senda kjör­seðla í Kali­forníu til allra sem þar búa, líka þeirra sem ekki hefði kosn­inga­rétt. Ef not­endur fylgdu tengl­inum fyrir neðan tíst for­set­ans fengu þeir upp­lýs­ingar frá fjöl­miðlum og sér­fræð­ingum um að sú væri reyndar ekki raun­in.

Sam­fé­lags­mið­ill­inn hefur lengi verið að vand­ræð­ast með hvernig eigi að taka á Trump, sem nýtir Twitter stans­laust dag­inn út og inn til þess að tjá sig um menn og mál­efni með óbeisl­uðum hætti. Oft­sinnis hefur hann farið á svig við þær reglur sem allir not­endur Twitter þurfa að sam­þykkja þegar þeir stofna þar aðgang, en sam­fé­lags­mið­ill­inn hefur aldrei eytt tístum for­set­ans eða hrein­lega bannað hann, eins og gert hefur verið við fjöl­marga not­endur sem fara gegn regl­u­m. En á þriðju­dag var Trump stað­reynda­vaktað­ur.

Við­brögð for­set­ans voru fyr­ir­sjá­an­leg. Hann sak­aði Twitter um að hefta mál­frelsi sitt og hót­aði að grípa til aðgerða gegn sam­fé­lags­miðla­fyr­ir­tækj­um, sem hann telur vera að stunda póli­tík og reyna að skerða mál­frelsi íhalds­manna. Á fimmtu­dag kynnti Trump svo að hann vildi breyta lögum sem í dag verja sam­fé­lag­miðl­ana fyrir því að þurfa að taka laga­lega ábyrgð á flestu því sem not­endur þeirra segja.

Auglýsing

Laga­breyt­ingin sem Trump vill gera myndi leiða til þess að sam­fé­lags­miðl­arnir þyrftu að velja á milli þess að rit­skoða gjör­sam­lega allt sem inn á þá er sett, sökum þess að þeir yrðu gerðir ábyrgir fyrir ummælum not­enda, eða stíga alveg til baka – og leyfa Trump og öllum öðrum að spúa fals­heitum og róg­burði án þess að aðhaf­ast nokk­uð.

Mið­næt­ur­fundur hjá Jack og félögum

Það er ekki eitt heldur allt í gangi í Banda­ríkj­unum þessa dag­ana. Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn geisar enn, yfir 100.000 manns eru látin og efna­hag­ur­inn er í gjör­sömu upp­námi. Trump hjólar sem aldrei fyrr í Kína og Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ina og kennir þeim um far­ald­ur­inn og afleið­ingar hans. Miklar óeirðir eru í fjöl­mörgum borgum lands­ins vegna lög­reglu­of­beldis gegn svörtum manni í Minn­ea­polis að nafni George Floyd, sem leiddi til dauða hans.

Um þetta allt og fleira ræðir for­set­inn á Twitt­er. Á fimmtu­dags­kvöld setti hann inn færslu þar sem hann ræddi átök á milli lög­reglu og mót­mæl­enda í Minn­ea­pol­is. Trump kall­aði þá sem að óeirð­unum stóðu „þrjóta“ (e. thugs), sagði að þjóð­varð­lið­inu yrði beitt og bætti við að þegar grip­deildir myndu hefjast, myndi skot­hríðin einnig hefj­ast (e. when the loot­ing starts, the shoot­ing starts). 

Þegar tístið fór í loftið var klukkan að nálg­ast mið­nætti í San Fransiskó þar sem Twitter er með höf­uð­stöðvar sín­ar. Nær sam­stundis var kallað til fjar­fundar fleiri en tíu starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins, þeirra á meðal stofn­and­ans og for­stjór­ans Jack Dorsey, til þess að ákveða hvað skyldi aðhaf­ast.

Eftir að hafa rætt málin sín á milli á sam­skipta­for­rit­inu Slack og í gegnum Google Docs var ákvörðun tekin um að fela tíst for­set­ans á bak við við­vörun þess efnis að um væri að ræða efni sem „upp­hefði ofbeldi“ (e. glorified violence) og bryti því gegn reglum mið­ils­ins. Stjórn­endur Twitter ákváðu þó að leyfa tíst­inu að standa, þar sem það gæti varðað almanna­hags­muni.

Þessi skref sem Twitter hefur tekið í vik­unni eiga sér nokkurn aðdrag­anda, en árum saman hefur staðið yfir umræða innan fyr­ir­tæk­is­ins um hvernig skuli taka á ósönnum stað­hæf­ingum Trumps og ann­arra stjórn­mála­manna.

Sam­kvæmt umfjöllun New York Times, sem bygg­ist meðal ann­ars á upp­lýs­ingum frá ónafn­greindum núver­andi og fyrr­ver­andi starfs­mönnum sam­fé­lags­mið­ils­ins, hóf Twitter vinnu sem mið­aði að því að gera fyr­ir­tæk­inu kleift að bregð­ast við ósönnum eða óvið­eig­andi tístum frá Trump og öðrum stjórn­mála­leið­tog­um, án þess að fjar­lægja þau af síð­unni, árið 2018.

Ráð­ist var í að hanna úrræði sem mið­ill­inn gæti gripið til í þessu skyni eftir að Trump hót­aði því, eft­ir­minni­lega, að gjör­eyða Norð­ur­-Kóreu með kjarn­orku­sprengjum og réðst sömu­leiðis á Omarosu Man­igault Newman, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­mann sinn, með meið­andi ummælum eftir að hún gaf út bók um störf sín í Hvíta hús­in­u. 

Þessi úrræði voru kynnt síð­asta sumar og þeim hefur áður verið beitt til þess að fela tíst stjórn­mála­manna, eða til að setja við þau var­úð­ar­stimpil um ósann­indi. Í byrjun apríl reyndi brasil­ískur stjórn­mála­mað­ur, Osmar Terra, að sann­færa fylgj­endur sína um að kór­ónu­veirutil­fellum fjölg­aði þegar sótt­kví­ar­ráð­stöf­unum væri beitt. Það tíst er nú falið.

Í vik­unni hafa svo fleiri verið stað­reynda­vaktaðir en ein­ungis Trump. Twitter hefur til dæmis sett tengil fyrir neðan tíst frá Lijian Zhao, tals­manni kín­verska utan­rík­is­ráðu­neyt­is, þar sem hann heldur því fram að kór­ónu­veiran hafi átt upp­runa sinn í Banda­ríkj­un­um. „Fáðu stað­reynd­irnar um COVID-19“ stendur nú fyrir neðan tístið hans, rétt eins og vísað er á stað­reyndir fyrir neðan tíst Trumps um póst­kosn­ing­ar.

Face­book ekki sam­mála þess­ari stefnu

Twitter virð­ist ætla að taka þennan slag áfram, þrátt fyrir hót­anir for­set­ans um að grípa til aðgerða gegn sam­fé­lags­miðl­un­um. En ekki allir eru hrifnir af þessu og þeirra á meðal er stofn­andi Face­book, Mark Zucker­berg. Hann sagði við Fox News á mið­viku­dag að Twitt­er, Face­book og önnur einka­fyr­ir­tæki ættu ekki að taka sér „úr­skurð­ar­vald yfir sann­leik­an­um“ varð­andi allt það sem fólk segir á net­inu.

Afstaða Face­book til þess­ara mála var til umræðu á innri vef fyr­ir­tæk­is­ins í vik­unni. Umræð­urnar þar láku út og greinir vef­mið­ill­inn Verge frá því að nokkur órói hafi verið á meðal starfs­manna Face­book um þá ákvörðun fyr­ir­tæk­is­ins að láta ummæli Trumps, um að skot­hríðin hæf­ist þegar grip­deild­irnar byrj­uðu, óátal­in.

Öfug­snúin glíma sem er rétt að hefj­ast

Áhuga­vert verður að fylgj­ast með þess­ari glímu tækni­fyr­ir­tækj­anna og Banda­ríkja­for­seta á næst­unni, því Trump er að reyna að neyða einka­fyr­ir­tæki til þess að láta flest allt sem fólk segir á miðl­unum standa óátalið.

Þetta er öfug­snú­ið, því eins og bent er á í frétta­skýr­ingu vef­mið­ils­ins Axios um þetta mál þá ótt­uð­ust net­frels­is­bar­áttu­menn það á tíunda ára­tugn­um, þegar verið var að setja núver­andi lag­ara­mma um inter­net­ið, að stjórn­völd myndu reyna að stýra því sem þar mætti segja og gera.

Engum hefði dottið í hug, á þeim tíma, að sitj­andi for­seti Banda­ríkj­anna yrði sá sem myndi veina undan rit­skoðun og reyna að hefta frelsi einka­fyr­ir­tækja sem starfa á net­inu til að fá að fram­fylgja sínum eigin regl­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiErlent