Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun

Auglýsing

Til­kynnt var um að nefnd sem ætti að skoða leiðir til að styrkja íslenskt fjöl­miðlaum­hverfi yrði skipuð í lok árs 2016. Und­ir­liggj­andi var að tryggja að gagn­rýnin umræða, aðhald, fjöl­breyttar skoð­­anir og sjón­­­ar­mið, menn­ing­­ar­­leg fjöl­breytni og rann­­sókn­­ar­­blaða­­mennska – grund­­völlur hvers lýð­ræð­is­­rík­­is – myndi eiga sér til­veru­grund­völl. 

Nefndin setti fram sjö til­­lögur um umbætur sem gætu bætt rekstr­­­ar­skil­yrði fjöl­miðla. Þær snéru meðal ann­­­ars að stöðu Rík­­­is­út­­­varps­ins á aug­lýs­inga­­­mark­aði, að lækka virð­is­auka­skatt sem leggst á vörur fjöl­miðla, að heim­ila aug­lýs­ingar í íslenskum fjöl­miðlum sem í dag eru bann­að­ar, tryggja gagn­sæi í kaupum hins opin­bera á aug­lýs­ingum í fjöl­miðlum og end­ur­greiðslum fyrir textun og tal­­­setn­ingu. Flestar til­lög­urn­ar, sem allar eiga fullan rétt á sér og nauð­syn­legt er að hrinda í fram­kvæmd, eiga það sam­eig­in­legt að nýt­ast helst þremur stærstu fjöl­miðla­húsum lands­ins. Við það eru ekki gerðar athuga­semdir hér heldur lýst yfir stuðn­ingi við slíkt.

Ein til­laga var almenn og hafði það mark­mið að fjöl­miðlar á Íslandi yrðu fjöl­breyttir og í eigu ólíkra aðila. Um var að ræða styrkja­kerfi að nor­rænni fyr­ir­mynd sem í átti að fel­ast að end­ur­greiða hluta af fram­leiðslu­kostn­aði á fréttum og frétta­tengdu efn­i. 

Þessu mark­miði þótt­ust íslensk stjórn­völd vera að reyna að ná í næstum fjögur ár, með upp­setn­ingu á allskyns leik­þátt­um, á meðan að inn­viðir íslenskra fjöl­miðla voru látnir drabb­ast áfram nið­ur.

En nú hefur verið opin­berað að lík­ast til var þetta allt saman plat. Eng­inn vilji er til staðar hjá ráða­mönnum til að tryggja fjöl­breytni og fjöl­ræði í íslensku fjöl­miðlaum­hverfi með ólíku eign­ar­haldi. Þvert á móti er ætlun þeirra að stuðla að þróun í þver­öf­uga átt. 

Almennir styrkir verða sér­tækir styrkir

Á mánu­dag var til­kynnt að fyrstu beinu styrkja­greiðslur í sögu íslenskra fjöl­miðla verði þannig háttað að þær fari nær allar til þriggja stærstu fjöl­miðla­húsa lands­ins: Árvak­urs (út­gáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins), Torgs (út­gáfu­fé­lags Frétta­blaðs­ins) og Sýnar (sem rekur frétta­stofu Stöðvar 2, Bylgj­unnar og Vísis). 

Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, sem falið var fullt og óskorað vald til að móta úthlutun styrkj­anna með reglu­gerð, ákvað að hækka hámarks­greiðslur til hinna þriggja stóru úr 50 millj­ónum króna í 100 millj­ónir króna, og minnka þann pott sem allir aðrir miðlar á Íslandi geta sótt sér styrki í úr 250 millj­ónum króna í 100 millj­ónir króna.

Öll stóru fjöl­miðla­húsin þrjú hafa verið rekin í miklu tapi og halda, að minnsta kosti að hluta, úti ósjálf­bærum rekstr­ar­mód­elum fyrir sína frétta­þjón­ustu. Það á sér­stak­lega við þá sem þrá­ast við að prenta og dreifa dag­blöðum árið 2020, með til­heyr­andi kostn­aði og óum­hverf­is­vænum áhrif­um. 

Skýrasta dæmið þar er vit­an­lega Árvak­ur. Frá því að nýir eig­endur tóku yfir félagið á árinu 2009 og fram til loka árs 2018 tap­aði félagið sam­tals um 2,2 millj­­örðum króna. Tap Árvak­­urs árið 2018 var 415 millj­­ónir króna og jókst mikið frá árinu á und­an, þegar það var 284 millj­­ónir króna. Ekki er búið að greina frá því hversu mikið tapið var í fyrra en í ljósi þess að hlutafé í félag­inu var aukið um hálfan millj­arð á rúmu ári má ætla að það hafi verið veru­legt. Þeir sem greiða þennan reikn­ing eru að mestu útgerð­ar­fyr­ir­tæki og sá sem leiddi kaupin hefur greint frá því opin­ber­lega að það hafi verið gert til að berj­ast fyrir sér­hags­munum þess geira. Auk þess er odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík á meðal stærstu eig­enda. 

Lestur Morg­un­blaðs­ins hjá fólki undir fimm­tugu hefur á þessu tíma­bili næstum helm­ing­ast og er nú ein­ungis 13,1 pró­sent. Samt hefur blað­inu verið breytt í frí­blað einu sinni í viku, án nokk­urrar lestrar­aukn­ing­ar. 

Auglýsing
Fréttablaðið hefur tapað enn fleiri les­endum undir fimm­tugu. Í apríl 2010 lásu 63,8 pró­sent lands­manna í ald­urs­hópnum 18-49 ára blað­ið. Í maí síð­ast­liðnum voru þeir 26,8 pró­sent og höfðu dreg­ist saman 58 pró­sent á ára­tug.  

Í fyrra keypti þekktur við­skipta­maður Torg, útgáfu­fé­lag Frétta­blaðs­ins. Í kjöl­farið var tveimur ósjálf­bærum fjöl­miðla­fyr­ir­tækjum í miklum tap­rekstri, Hring­braut og DV, rennt inn í sam­stæð­una. Fyrir liggur að Torg á í rekstr­ar­erf­ið­leik­um. Það kom til að mynda fram í apríl þegar útgáfu­dögum Frétta­blaðs­ins var fækkað um einn.

Áður hafði Sýn keypt ljós­vaka­miðla 365 miðla á yfir­verði og þau kaup hafa alla tíð síðan verið til gíf­ur­legra vand­ræða í rekstri þess skráða fyr­ir­tæk­is. Tap Sýnar í fyrra var 1,7 millj­arður króna. 

Aðlögun að nútím­anum á ekki upp á pall­borðið

Til sam­an­burðar má nefna að Kjarn­inn, sem er sjö ára fjöl­miðla­fyr­ir­tæki, hefur ætið lagt áherslur á nýjar leiðir í tekju­öflun og dreif­ingu. Við höfum gert mörg mis­tök á þeirri veg­ferð og þurft að læra af þeim. Tap okkar á ári í gegnum þennan upp­bygg­ing­arfasa, og þar af leið­andi inn­greitt hlutafé frá byrjun frá alls 19 mis­mun­andi ein­stak­ling­um, nemur sirka einum mán­að­ar­launum ann­ars rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins að með­al­tali á ári. 

En afleið­ingin er að við erum nú með sjálf­bært rekst­ar­módel í vexti þar sem tekjur koma fyrst og síð­ast frá not­endum í gegnum styrki og áskrift­ir, og aug­lýs­inga­tekjur eru hverf­andi þáttur þótt þær vaxi á milli ára. Um 90 pró­sent af öllum tekjum fara í að greiða starfs­mönnum laun. Ekki ein ein­asta króna fer í að halda uppi dýrum dreif­ing­ar­kerf­um. 

Það hefur skilað því að not­endum Kjarn­ans hefur fjölgað um tæp 50 pró­sent í ár og inn­litum um rúm 30 pró­sent, þrátt fyrir að áherslur okkar séu ekki á smelli­beitur og magn, heldur á færri en ítar­legri efni og að búa til eft­ir­sókn­ar­vert starfs­um­hverfi fyrir reynslu­mikla blaða­menn. Mest hefur aukn­ingin í lestri verið í yngri ald­urs­hóp­unum og hjá kon­um. Fjöldi les­enda í ald­urs­hópnum 18-24 ára hefur til að mynda tvö­fald­ast. 

Og við for­dæma­lausar aðstæður þá höfum við haldið sjó rekstr­ar­lega með því að leggja áherslu á Kjarna­sam­fé­lag­ið, Vís­bend­ingu og ensku frétta­bréfin okk­ar. Rekst­ur­inn hefur meira að segja vaxið og er í góðu jafn­væg­i. 

Styrkja­kerfi undir eðli­legum for­merkjum myndi vökva sprota sem okk­ar, og fjöl­marga aðra sam­bæri­lega, meðal ann­ars þá sem flytja fréttir í heima­hér­aði, þannig að þeir gætu vaxið og dafn­að. Ráðið fleira fólk og þróað vöru­fram­boð sitt. Tryggt betur sjálf­stæði sitt.

Ósjálf­bærni verð­launuð

Styrkja­kerfið sem sitj­andi rík­is­stjórn hefur kynnt til leiks, fyrst um sinn undir for­merkjum neyð­ar­að­stoðar vegna COVID-19 far­ald­urs, gerir það hins vegar ekki. Það snýst þvert á móti fyrst og síð­ast um að færa 75 pró­sent af þeim fjár­munum sem eru til úthlut­unar – 300 af 400 millj­ónum króna – til þriggja fyr­ir­tækja sem eru föst í að spila varn­ar­leik til að við­halda fjöl­miðlaum­hverfi sem gekk sér til húðar fyrir meira en ára­tug síð­an. Og við­heldur með því þeirri bjögun sem verið hefur á íslenskum fjöl­miðla­mark­aði og birt­ist í því að fjár­sterkir aðilar nið­ur­greiða, af ein­hverjum ástæð­um, rekstur í bull­andi tapi án þess að gera nauð­syn­legar aðlag­anir á hon­um. 

Öll þrjú stóru fjöl­miðla­húsin eiga það sam­eig­in­legt að treysta mest á aug­lýs­inga­tekj­ur, þótt hluti þeirra haldi líka úti gam­al­dags áskrift­ar­kerf­um. Í góð­æri síð­ustu ára gerð­ist það hins vegar í fyrsta sinn í Íslands­sög­unni að aug­lýs­inga­tekjur íslenskra fjöl­miðla juk­ust ekki í upp­sveiflu, heldur leit­uðu ann­að, aðal­lega til sam­fé­lags­miðla. Sam­hliða hefur hefð­bundnum áskrif­end­um, að prent­miðlum og ein­stökum sjón­varps­stöðv­um, hríð­fækk­að.

COVID-19 far­ald­ur­inn hefur veitt slíku tekju­mód­eli annað þungt högg. Það sést best á því að RÚV, sem rekur mjög öfl­uga og fjöl­menna aug­lýs­inga­sölu­deild og er besti birt­ing­ar­vett­vang­ur­inn fyrir ljós­vaka­aug­lýs­ing­ar, var 150 millj­ónum krónum undir áætlun í aug­lýs­inga­tekjum á fyrri hluta yfir­stand­andi árs og reiknar með því að tekju­sam­drátt­ur­inn verði 300 millj­ónir króna á næsta starfs­ári. Þessi staða er yfir­fær­an­leg yfir á aug­lýs­inga­tekjur Árvak­urs, Torgs og Sýn­ar.

Ekk­ert stóru fjöl­miðla­hús­anna þriggja sækir sér sem neinu nemur beinar not­enda­tekjur fyrir star­fræna miðlun frétta­efn­is. 

Ábend­ingar Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins hunds­aðar

Vert er, í þessu sam­hengi, að minna á firna­sterka umsögn Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins um styrkja­kerfi fyrir fjöl­miðla sem birt var snemma á þessu ári. Þar kom fram að það teldi brýnt að stuðn­­ingur við fjöl­miðla af almannafé hafi það að meg­in­­mark­miði að styðja við fjöl­ræði og fjöl­breytni. „Í þessu sam­­bandi hefur Sam­keppn­is­eft­ir­litið í huga að eign­­ar­hald stærri einka­rek­inna fjöl­miðla hefur í vax­andi mæli þró­­ast á þann veg að eign­­ar­haldið hefur færst á hendur fjár­­­sterkra aðila sem standa fyrir til­­­tekna skil­­greinda hags­muni í íslensku atvinn­u­­lífi. Í sumum til­­vikum blasir við að ráð­­stöfun þess­­ara aðila á fjár­­munum í fjöl­miðla­­rekstur hefur það meg­in­­mark­mið að ljá hags­munum við­kom­andi aðila enn sterk­­ari rödd og vinna þeim þannig frek­­ari fram­­gang.“ 

Í umsögn þess sagði enn fremur að við ofan­­greindar aðstæð­­ur, þar sem fjár­­­sterkir aðilar sem standi fyrir til­­­tekna skil­­greinda hags­muni í íslensku atvinn­u­­lífi nýti fjöl­miðla í sinni eigu til að vinna hags­munum sínum fram­­gang, væri mik­il­vægt að stjórn­­völd hagi stuðn­­ingi sínum við fjöl­miðla þannig að þeir aðilar eða hags­muna­öfl sem hafa úr minni fjár­­munum að moða geti einnig komið sínum mál­­stað á fram­­færi. „Ættu stjórn­­völd að þróa almenn við­mið um stuðn­­ing með þetta í huga, án þess að afstaða sé tekin til við­kom­andi lög­­­mætra hags­muna eða þeim mis­­mun­að.“

Auglýsing
Sam­keppn­is­eft­ir­litið taldi að öll skil­yrði fyrir stuðn­­ingi sem miði að, eða hefði þau áhrif, að opin­ber stuðn­­ingur yrði fyrst og fremst stærri og öfl­­ugri fjöl­miðlum til gagns, á kostnað smærri fjöl­miðla, væri óheppi­­leg út frá þessum sjón­­­ar­hóli. „Slík skil­yrði fá raunar illa sam­ræmst mark­miðum um fjöl­ræði og fjöl­breytni yfir­­höf­uð. Að þessu leyti tekur Sam­keppn­is­eft­ir­litið undir athuga­­semdir ýmissa smærri fjöl­miðla, sem fram hafa kom­ið, sem benda á að breyt­ingar á frum­varp­inu, frá fyrri útgáfu, sem horfa til strang­­ari skil­yrða fyrir stuðn­­ingi (og lægra end­­ur­greiðslu­hlut­­falls), vinni gegn smærri fjöl­miðlum og þar með fjöl­breytni og fjöl­ræð­i.“

Þessi skoðun einnar öfl­ug­ustu eft­ir­lits­stofn­unar lands­ins, sem reyndar nýverið var útvötnuð niður af sömu stjórn­völd­um, var með öllu huns­uð. 

Veik von um að fjöl­miðla­nefnd sýni styrk

Eina von skyn­sem­innar er að fjöl­miðla­nefnd, sem fær það hlut­verk að taka við umsóknum um styrk­ina, stigi fast niður og túlki ákvæði í reglu­gerð ráð­herr­ans um að fjöl­miðla­veitur fái ekki styrki ef þær hafa verið í fjár­hags­erf­ið­leikum þann 31. des­em­ber 2019 þannig að mörg hund­ruð millj­óna króna tap á ári séu sann­ar­lega fjár­hags­legir erf­ið­leik­ar, þótt að sér­hags­muna­að­ilar í eig­enda­hópi miðl­anna séu til­búnir að borga þann reikn­ing ítrek­að. 

Sömu­leiðis er ákvæði í reglu­gerð­inni um að fjöl­miðla­veita megi ekki hafa fengið „björg­un­ar­að­stoð eða end­ur­skipu­lagn­ing­ar­að­stoð“ og því ættu Myllu­set­ur, útgáfu­fé­lag Við­skipta­blaðs­ins, Árvak­ur, Birt­ingur og Sýn að vera úti­lokuð frá styrkj­um, í ljósi þess að öll fyr­ir­tækin nýttu sér hluta­bót­ar­leið stjórn­valda á síð­ustu mán­uð­u­m. 

Því miður er ekk­ert í fyrri verkum fjöl­miðla­nefndar sem gefur til­efni til að ætla að hún hafi í sér slíka stað­festu. Mun lík­legra er að flest ofan­greind fyr­ir­tæki finni leið, í gegnum hefð­bundin póli­tísk tengsl, til að kom­ast fram hjá þessu varn­ar­á­kvæð­um.

Vinir valds­ins

Það hafa margir stjórn­mála­menn talað um að það sé mik­il­vægt að byggja upp almennt styrkja­kerfi að nor­rænni fyr­ir­mynd til að auka heil­brigði íslensks fjöl­miðlaum­hverfis með lýð­ræð­is­leg mark­mið að leið­ar­ljósi. Það sem kynnt var á mánu­dag er ekki slíkt, heldur að mestu milli­færsla á miklum pen­ingum til fjöl­miðla í eigu ríkra sér­hags­muna­að­ila í bún­ingi almennrar aðgerð­ar. Um er að ræða aðgerð sem er and­stæð þeim mark­miðum sem lagt var upp með. Og við­heldur því sem Stundin kall­aði nýverið í góðum leið­ara „Syk­ur­pabbaland­ið“.

Við hin sem keppum á þessum bjag­aða mark­aði von­uð­umst auð­vit­að, af veikum mætti, til þess að stjórn­mála­mönn­unum sem töl­uðu á stundum svo skyn­sam­lega um að stærð fjöl­miðla segði ekki alltaf allt um mik­il­vægi þeirra, eða að mark­mið styrkja­kerfis fyrir fjöl­miðla væri að að tryggja lýð­ræð­is­­lega umræðu og sam­ræður í sam­­fé­lag­inu um mál­efni þess, væri alvara með þeim orð­u­m. 

Nú er ljóst að svo er ekki. Ekk­ert annað bjó að baki en að þvæla umræðu árum saman til að veikja enn stöðu þeirra miðla sem höfðu ekki í djúpa sér­hags­muna­vasa að leita, og svo vilji til að milli­færa úr rík­is­sjóði hund­ruð millj­óna króna til vina valds­ins. 

Það var svo sem ekki við öðru að búast, enda fyr­ir­liggj­andi hvar póli­tíkin og fjöl­miðlar fara saman á Íslandi. Sér­hags­munir eru á end­anum alltaf teknir fram yfir almanna­hags­muni. Það hefur oft verið mjög sýni­legt hjá sitj­andi rík­is­stjórn eins og öðrum sem á undan henni hafa set­ið. 

Um er að ræða með­vit­aða til­raun til að drepa alla fjöl­miðla nema RÚV, Árvak­ur, Torg og Sýn. Það skal þó ekki takast. Það mun ekki takast.

Við munum halda okkar striki og berj­ast áfram. 

Hægt er að styrkja Kjarn­ann hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari