Hlutur Helga Magnússonar í Fréttablaðinu lækkar niður í 82 prósent

Tilkynnt hefur verið um breytt eignarhald á útgáfufélagi Fréttablaðsins og tengdra miðla. Ritstjóri Fréttablaðsins á fimm prósent hlut í útgáfufélaginu.

Fréttablaðið
Auglýsing

Hlutur Helga Magn­ús­sonar fjár­festis í eig­anda Torgs, útgáfu­fé­lags Frétta­blaðs­ins og tengdra miðla, hefur minnkað úr 100 pró­sent niður í 82 pró­sent. 

Aðrir eig­endur eig­anda útgáfu­fé­lags­ins, félags­ins HFB-77 ehf., eru Sig­urður Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi aðal­eig­andi Hring­brautar og við­skipta­fé­lagi Helga til margra ára, með tíu pró­sent hlut, Jón G. Þór­is­son, annar rit­stjóri Frétta­blaðs­ins, með fimm pró­sent hlut, og Guð­mundur Örn Jóhanns­son, fyrr­ver­andi sjón­varps­stjóri Hring­brautar og nú fram­kvæmda­stjóri sölu, mark­aðs­­mála og dag­­skrár­­gerðar hjá Torg­i. 

Þetta kemur fram í upp­færðum upp­lýs­ingum um eign­ar­hald Torgs á vef Fjöl­miðla­nefnd­ar. 

Til­kynnt hafði verið um að Sig­urð­ur, Jón og Guð­mundur myndu koma inn í hlut­hafa­hóp Torgs 18. októ­ber síð­ast­lið­inn, sam­hliða því að greint var frá því að Helgi hefði eign­ast allt hlutafé í Torgi og að til stæði að renna Hring­braut inn í útgáfu­fé­lag­ið. Við sama til­efni var til­kynnt að Jón hefði verið ráð­inn annar rit­stjóri Frétta­blaðs­ins við hlið Dav­íðs Stef­áns­son­ar. 

Auglýsing
Á þeim tíma var þó ekki greint frá því hvernig eigna­skipt­ingin yrði milli manna sem mynd­uðu nýja hlut­hafa­hóp­inn. Nú liggur það fyr­ir. 

Hafa keypt upp aðra fjöl­miðla

Sam­keppn­is­eft­ir­litið heim­il­aði sam­run­a Hring­brautar og Frétta­blaðs­ins í lok októ­ber þar sem Hring­braut þurfti á auknum fjár­­­munum að halda til að styrkja rekstur sinn, ann­­ars myndi fjöl­mið­ill­inn ekki geta starfað áfram. Í kjöl­farið var starf­­semi Hring­brautar flutt í höf­uð­­­stöðvar Frétta­­­blaðs­ins á Hafn­­­ar­­­torg­i. Helgi Magnússon.

Á fimmt­u­­dags­­kvöldið 13. des­em­ber greindi Kjarn­inn frá því að Torg, útgáfu­­fé­lag Frétta­­blaðs­ins, væri að kaupa DV og tengda miðla af Frjálsri fjöl­mið­l­un. Útgáfu­­fé­lögin stað­­festu svo kaupin dag­inn eft­­ir. Ástæðan fyrir kaup­unum var sögð vera erfitt rekstr­ar­um­hverfi, en Frjáls fjöl­miðlun hefur verið rekin með miklu lausu tapi frá því að félagið var stofnað til að kaupa DV og tengdra miðla árið 2017. Á fyrstu 16 mán­uð­unum til­veru sinnar tap­aði fjöl­miðla­sam­steypan 283,6 millj­­ónum króna. Ekki liggur enn fyrir hversu mikið tapið verður á þessu ári en skráður eig­andi Frjálsrar fjöl­miðl­un­ar, lög­mað­ur­inn Sig­­urður G. Guð­jóns­son, sagði við RÚV í des­em­ber „rekst­­ur­inn er mjög erf­ið­ur­[...]þetta er búið að vera rekið með tapi frá árinu 2017.“

Með kaup­unum á DV og tengdum miðlum er Torg orðið að einu stærsta einka­rekna fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mútugreiðslur Airbus leiða til mörg hundruð milljarða sektar
Stærsti flugvélaframleiðandi heims hefur samið sig frá sakamálarannsókn vegna mútugreiðslna.
Kjarninn 29. janúar 2020
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent