Hlutur Helga Magnússonar í Fréttablaðinu lækkar niður í 82 prósent

Tilkynnt hefur verið um breytt eignarhald á útgáfufélagi Fréttablaðsins og tengdra miðla. Ritstjóri Fréttablaðsins á fimm prósent hlut í útgáfufélaginu.

Fréttablaðið
Auglýsing

Hlutur Helga Magn­ús­sonar fjár­festis í eig­anda Torgs, útgáfu­fé­lags Frétta­blaðs­ins og tengdra miðla, hefur minnkað úr 100 pró­sent niður í 82 pró­sent. 

Aðrir eig­endur eig­anda útgáfu­fé­lags­ins, félags­ins HFB-77 ehf., eru Sig­urður Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi aðal­eig­andi Hring­brautar og við­skipta­fé­lagi Helga til margra ára, með tíu pró­sent hlut, Jón G. Þór­is­son, annar rit­stjóri Frétta­blaðs­ins, með fimm pró­sent hlut, og Guð­mundur Örn Jóhanns­son, fyrr­ver­andi sjón­varps­stjóri Hring­brautar og nú fram­kvæmda­stjóri sölu, mark­aðs­­mála og dag­­skrár­­gerðar hjá Torg­i. 

Þetta kemur fram í upp­færðum upp­lýs­ingum um eign­ar­hald Torgs á vef Fjöl­miðla­nefnd­ar. 

Til­kynnt hafði verið um að Sig­urð­ur, Jón og Guð­mundur myndu koma inn í hlut­hafa­hóp Torgs 18. októ­ber síð­ast­lið­inn, sam­hliða því að greint var frá því að Helgi hefði eign­ast allt hlutafé í Torgi og að til stæði að renna Hring­braut inn í útgáfu­fé­lag­ið. Við sama til­efni var til­kynnt að Jón hefði verið ráð­inn annar rit­stjóri Frétta­blaðs­ins við hlið Dav­íðs Stef­áns­son­ar. 

Auglýsing
Á þeim tíma var þó ekki greint frá því hvernig eigna­skipt­ingin yrði milli manna sem mynd­uðu nýja hlut­hafa­hóp­inn. Nú liggur það fyr­ir. 

Hafa keypt upp aðra fjöl­miðla

Sam­keppn­is­eft­ir­litið heim­il­aði sam­run­a Hring­brautar og Frétta­blaðs­ins í lok októ­ber þar sem Hring­braut þurfti á auknum fjár­­­munum að halda til að styrkja rekstur sinn, ann­­ars myndi fjöl­mið­ill­inn ekki geta starfað áfram. Í kjöl­farið var starf­­semi Hring­brautar flutt í höf­uð­­­stöðvar Frétta­­­blaðs­ins á Hafn­­­ar­­­torg­i. Helgi Magnússon.

Á fimmt­u­­dags­­kvöldið 13. des­em­ber greindi Kjarn­inn frá því að Torg, útgáfu­­fé­lag Frétta­­blaðs­ins, væri að kaupa DV og tengda miðla af Frjálsri fjöl­mið­l­un. Útgáfu­­fé­lögin stað­­festu svo kaupin dag­inn eft­­ir. Ástæðan fyrir kaup­unum var sögð vera erfitt rekstr­ar­um­hverfi, en Frjáls fjöl­miðlun hefur verið rekin með miklu lausu tapi frá því að félagið var stofnað til að kaupa DV og tengdra miðla árið 2017. Á fyrstu 16 mán­uð­unum til­veru sinnar tap­aði fjöl­miðla­sam­steypan 283,6 millj­­ónum króna. Ekki liggur enn fyrir hversu mikið tapið verður á þessu ári en skráður eig­andi Frjálsrar fjöl­miðl­un­ar, lög­mað­ur­inn Sig­­urður G. Guð­jóns­son, sagði við RÚV í des­em­ber „rekst­­ur­inn er mjög erf­ið­ur­[...]þetta er búið að vera rekið með tapi frá árinu 2017.“

Með kaup­unum á DV og tengdum miðlum er Torg orðið að einu stærsta einka­rekna fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – I. hluti
Kjarninn 7. júlí 2020
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent