Hlutur Helga Magnússonar í Fréttablaðinu lækkar niður í 82 prósent

Tilkynnt hefur verið um breytt eignarhald á útgáfufélagi Fréttablaðsins og tengdra miðla. Ritstjóri Fréttablaðsins á fimm prósent hlut í útgáfufélaginu.

Fréttablaðið
Auglýsing

Hlutur Helga Magn­ús­sonar fjár­festis í eig­anda Torgs, útgáfu­fé­lags Frétta­blaðs­ins og tengdra miðla, hefur minnkað úr 100 pró­sent niður í 82 pró­sent. 

Aðrir eig­endur eig­anda útgáfu­fé­lags­ins, félags­ins HFB-77 ehf., eru Sig­urður Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi aðal­eig­andi Hring­brautar og við­skipta­fé­lagi Helga til margra ára, með tíu pró­sent hlut, Jón G. Þór­is­son, annar rit­stjóri Frétta­blaðs­ins, með fimm pró­sent hlut, og Guð­mundur Örn Jóhanns­son, fyrr­ver­andi sjón­varps­stjóri Hring­brautar og nú fram­kvæmda­stjóri sölu, mark­aðs­­mála og dag­­skrár­­gerðar hjá Torg­i. 

Þetta kemur fram í upp­færðum upp­lýs­ingum um eign­ar­hald Torgs á vef Fjöl­miðla­nefnd­ar. 

Til­kynnt hafði verið um að Sig­urð­ur, Jón og Guð­mundur myndu koma inn í hlut­hafa­hóp Torgs 18. októ­ber síð­ast­lið­inn, sam­hliða því að greint var frá því að Helgi hefði eign­ast allt hlutafé í Torgi og að til stæði að renna Hring­braut inn í útgáfu­fé­lag­ið. Við sama til­efni var til­kynnt að Jón hefði verið ráð­inn annar rit­stjóri Frétta­blaðs­ins við hlið Dav­íðs Stef­áns­son­ar. 

Auglýsing
Á þeim tíma var þó ekki greint frá því hvernig eigna­skipt­ingin yrði milli manna sem mynd­uðu nýja hlut­hafa­hóp­inn. Nú liggur það fyr­ir. 

Hafa keypt upp aðra fjöl­miðla

Sam­keppn­is­eft­ir­litið heim­il­aði sam­run­a Hring­brautar og Frétta­blaðs­ins í lok októ­ber þar sem Hring­braut þurfti á auknum fjár­­­munum að halda til að styrkja rekstur sinn, ann­­ars myndi fjöl­mið­ill­inn ekki geta starfað áfram. Í kjöl­farið var starf­­semi Hring­brautar flutt í höf­uð­­­stöðvar Frétta­­­blaðs­ins á Hafn­­­ar­­­torg­i. Helgi Magnússon.

Á fimmt­u­­dags­­kvöldið 13. des­em­ber greindi Kjarn­inn frá því að Torg, útgáfu­­fé­lag Frétta­­blaðs­ins, væri að kaupa DV og tengda miðla af Frjálsri fjöl­mið­l­un. Útgáfu­­fé­lögin stað­­festu svo kaupin dag­inn eft­­ir. Ástæðan fyrir kaup­unum var sögð vera erfitt rekstr­ar­um­hverfi, en Frjáls fjöl­miðlun hefur verið rekin með miklu lausu tapi frá því að félagið var stofnað til að kaupa DV og tengdra miðla árið 2017. Á fyrstu 16 mán­uð­unum til­veru sinnar tap­aði fjöl­miðla­sam­steypan 283,6 millj­­ónum króna. Ekki liggur enn fyrir hversu mikið tapið verður á þessu ári en skráður eig­andi Frjálsrar fjöl­miðl­un­ar, lög­mað­ur­inn Sig­­urður G. Guð­jóns­son, sagði við RÚV í des­em­ber „rekst­­ur­inn er mjög erf­ið­ur­[...]þetta er búið að vera rekið með tapi frá árinu 2017.“

Með kaup­unum á DV og tengdum miðlum er Torg orðið að einu stærsta einka­rekna fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Jón Daníelsson
Ósvífinn endurupptökudómur
Kjarninn 5. október 2022
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent