Valitor fækkar starfsfólki um nærri 60 manns

Vegna endurskipulagningar í félaginu fækkar starfsfólki um nálægt 60 – úr nærri 390 starfsmönnum í um 330.

Valitor
Auglýsing

Í fram­haldi af sam­þykkt stjórn­ar­fundar Valitor þann 30. des­em­ber síð­ast­lið­inn hefur verið haf­ist handa við end­ur­skipu­lagn­ingu á félag­inu til að styrkja kjarna­starf­semi þess og snúa við tap­rekstri. Breyt­ing­arnar valda því að starfs­fólki Valitor fækkar á öllum starfs­stöðvum fyr­ir­tæk­is­ins. Ráð­gert er að með þeim aðgerðum sem nú er ráð­ist í fækki starfs­fólki um nálægt 60 manns. Jafn­framt er gripið til almennra hag­ræð­ing­ar­að­gerða til að treysta rekst­ur­inn.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá félag­inu.

„Með þeim aðgerðum sem nú er ráð­ist í fækkar starfs­fólki félags­ins um nálægt 60, úr nærri 390 starfs­mönnum í um 330. Þar með eru taldar stöður sem hafa losnað hjá félag­inu og ekki er ráðið í að nýju. Breyt­ing­arnar taka til allra starfs­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins. Alls er um að ræða 9 upp­sagnir á Íslandi og hafa þær þegar tekið gildi. Aðrar manna­breyt­ingar varða starfs­stöðvar Valitor í Dan­mörku og Bret­landi. Á ofan­verðu síð­asta ári var starfs­fólki Valitor fækkað um nærri 30 manns. Þannig nemur fækkun síð­ustu 6 mán­uð­ina næstum 90 starfs­mönn­um. Sam­hliða mann­afla­breyt­ingum er hag­rætt víða á öðrum sviðum starf­sem­inn­ar, m.a. er verið að end­ur­semja við birgja, draga saman í hús­næði og fækka vörum í þró­un. Valitor er í sölu­ferli þar sem fyr­ir­hugað er að selja félagið í heild eða að hluta,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Viðar Þor­kels­son, for­stjóri Valitor, segir við til­efnið að mark­miðið sé skýrt, þau ætli að snúa við tap­rekstri og tryggja félag­inu sterkan rekstr­ar­grund­völl til fram­tíð­ar. „Það er aldrei góður tími til að segja upp starfs­fólki og sjá á bak hæfum sam­starfs­mönn­um. Hins vegar leggjum við áherslu á að hefja nýtt ár með gjör­breyttum rekstr­ar­for­send­um. Með þessum aðgerðum ætlum við okkur að fara úr tapi yfir í rekstr­ar­hagnað fyrir afskriftir og fjár­magnsliði (e. EBIT­DA). Við erum að styrkja og þétta rekstur og kjarna­þjón­ustu félags­ins á okkar mörk­uðum og þar lítum við ekki síst til mik­il­vægis heima­mark­aðs­ins þar sem við stöndum traustum fót­um. Eftir rót­tækar og erf­iðar breyt­ingar horfum við bjart­ari augum fram á veg og munum sækja fram á ný. Þar vil ég sér­stak­lega benda á sókn­ar­færi varð­andi sam­vinnu við öflug erlend fjár­tækni­fyr­ir­tæki á borð við Stripe, Klarna og Pay­ment­sense þar sem samstarfs­líkan okkar hefur sannað gildi sitt,“ segir hann.

Þá segir í til­kynn­ing­unni að með fram­an­greindum skipu­lags­breyt­ingum muni draga úr fjár­fest­ing­ar­þörf og rekstr­ar­kostn­aði sem aftur hafi jákvæð áhrif á afkomu félags­ins. Valitor verði eftir sem áður fjár­hags­lega sterkt, alþjóð­legt greiðslu­lausn­a­fyr­ir­tæki sem bjóði fjöl­breytta þjón­ustu á sviði færslu­hirð­ing­ar, greiðslu­gátta og útgáfu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – I. hluti
Kjarninn 7. júlí 2020
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent