Valitor fækkar starfsfólki um nærri 60 manns

Vegna endurskipulagningar í félaginu fækkar starfsfólki um nálægt 60 – úr nærri 390 starfsmönnum í um 330.

Valitor
Auglýsing

Í fram­haldi af sam­þykkt stjórn­ar­fundar Valitor þann 30. des­em­ber síð­ast­lið­inn hefur verið haf­ist handa við end­ur­skipu­lagn­ingu á félag­inu til að styrkja kjarna­starf­semi þess og snúa við tap­rekstri. Breyt­ing­arnar valda því að starfs­fólki Valitor fækkar á öllum starfs­stöðvum fyr­ir­tæk­is­ins. Ráð­gert er að með þeim aðgerðum sem nú er ráð­ist í fækki starfs­fólki um nálægt 60 manns. Jafn­framt er gripið til almennra hag­ræð­ing­ar­að­gerða til að treysta rekst­ur­inn.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá félag­inu.

„Með þeim aðgerðum sem nú er ráð­ist í fækkar starfs­fólki félags­ins um nálægt 60, úr nærri 390 starfs­mönnum í um 330. Þar með eru taldar stöður sem hafa losnað hjá félag­inu og ekki er ráðið í að nýju. Breyt­ing­arnar taka til allra starfs­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins. Alls er um að ræða 9 upp­sagnir á Íslandi og hafa þær þegar tekið gildi. Aðrar manna­breyt­ingar varða starfs­stöðvar Valitor í Dan­mörku og Bret­landi. Á ofan­verðu síð­asta ári var starfs­fólki Valitor fækkað um nærri 30 manns. Þannig nemur fækkun síð­ustu 6 mán­uð­ina næstum 90 starfs­mönn­um. Sam­hliða mann­afla­breyt­ingum er hag­rætt víða á öðrum sviðum starf­sem­inn­ar, m.a. er verið að end­ur­semja við birgja, draga saman í hús­næði og fækka vörum í þró­un. Valitor er í sölu­ferli þar sem fyr­ir­hugað er að selja félagið í heild eða að hluta,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Viðar Þor­kels­son, for­stjóri Valitor, segir við til­efnið að mark­miðið sé skýrt, þau ætli að snúa við tap­rekstri og tryggja félag­inu sterkan rekstr­ar­grund­völl til fram­tíð­ar. „Það er aldrei góður tími til að segja upp starfs­fólki og sjá á bak hæfum sam­starfs­mönn­um. Hins vegar leggjum við áherslu á að hefja nýtt ár með gjör­breyttum rekstr­ar­for­send­um. Með þessum aðgerðum ætlum við okkur að fara úr tapi yfir í rekstr­ar­hagnað fyrir afskriftir og fjár­magnsliði (e. EBIT­DA). Við erum að styrkja og þétta rekstur og kjarna­þjón­ustu félags­ins á okkar mörk­uðum og þar lítum við ekki síst til mik­il­vægis heima­mark­aðs­ins þar sem við stöndum traustum fót­um. Eftir rót­tækar og erf­iðar breyt­ingar horfum við bjart­ari augum fram á veg og munum sækja fram á ný. Þar vil ég sér­stak­lega benda á sókn­ar­færi varð­andi sam­vinnu við öflug erlend fjár­tækni­fyr­ir­tæki á borð við Stripe, Klarna og Pay­ment­sense þar sem samstarfs­líkan okkar hefur sannað gildi sitt,“ segir hann.

Þá segir í til­kynn­ing­unni að með fram­an­greindum skipu­lags­breyt­ingum muni draga úr fjár­fest­ing­ar­þörf og rekstr­ar­kostn­aði sem aftur hafi jákvæð áhrif á afkomu félags­ins. Valitor verði eftir sem áður fjár­hags­lega sterkt, alþjóð­legt greiðslu­lausn­a­fyr­ir­tæki sem bjóði fjöl­breytta þjón­ustu á sviði færslu­hirð­ing­ar, greiðslu­gátta og útgáfu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent