Segir lífeyrissjóðskerfið ala á innbyggðri mismunun

Formaður VR bendir á að mun líklegra sé að hálaunamaður hafi komið yfir sig skuldlausu þaki á starfsævinni og þurfi því minna til að lifa af – öfugt við þau sem lægst höfðu launin.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, segir að í grunn­inn ali líf­eyr­is­sjóðs­kerfið á inn­byggðri mis­munun í rétt­inda­söfnun vegna mis­mun­andi hlut­fall örorku, kynja­sam­setn­ingar og lífald­urs ákveð­inna starfs­stétta – þar sem þær séu skyld­aðar til greiðslu í ákveðna sjóði á meðan aðrir geti greitt í frjálsa sjóði, sem nýti sér glufur í lögum til að auka sér­eign á kostnað „sam­trygg­ing­ar“ og almanna­trygg­inga. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu hans í dag.

„Líf­eyr­is­rétt­indi byggja á hlut­falli með­al­launa yfir starfsæv­ina þannig að hálauna­maður fær sama hlut­fall af sínum svim­andi ævi­tekjum og verka­konan sem varla gat lifað af sín­um,“ skrifar hann og spyr enn fremur hvaða sam­trygg­ing sé í því.

Þá telur hann að þegar kemur að líf­eyri sé mun lík­legra að hálauna­mað­ur­inn hafi komið yfir sig skuld­lausu þaki á starfsæv­inni og þurfi því minna til að lifa af – öfugt við þau sem lægst höfðu laun­in.

Auglýsing

„Það sem toppar svo vit­leys­una er að þeir sem hafa lægstu rétt­indin úr líf­eyr­is­kerf­inu eru þeir sömu og lenda hvað verst í skerð­ingum almanna­trygg­inga,“ skrifar hann. 

Líf­eyr­is­sjóðs­kerfið orðið of frekt til fjár­ins

Ragnar Þór spyr jafn­framt hvernig sú for­múla gangi upp að fjölga fólki á vinnu­mark­aði með starf­getu­mati og hækkun líf­eyr­i­s­töku­ald­urs á meðan störfum fækki í bland við fólks­fjölg­un.

Margt bendi til þess að líf­eyr­is­sjóðs­kerfið sé orðið of frekt til fjár­ins. Geta Íslend­inga til að bæta lífs­kjör almenn­ings frá degi til dags verði erf­ið­ari þar sem sífellt hærra hlut­fall af launum og hærri launa­tengd gjöld renni til sjóð­anna.

„Einnig má spyrja hvort há ávöxt­un­ar­krafa sjóð­anna hafi nei­kvæð áhrif á lífs­gæði heild­ar­inn­ar. Inn­lendar eignir líf­eyr­is­sjóð­anna eru um 3.500 millj­arða. Í gegnum vexti á lánum til almenn­ings og fyr­ir­tækja og arð­sem­is­kröfu á verð­bréf þurfa líf­eyr­is­sjóð­irnir að ná 3,5% ávöxtun sem þýðir 122,5 millj­arðar á ári, að raun­virði, út úr íslensku hag­kerf­i,“ skrifar hann.

Það sé einnig ljóst að sjóð­irnir haldi uppi vaxta­gólfi í bland við óþarfa áhættu­sækni þegar inn­byggð ávöxt­un­ar­krafa kerf­is­ins sé of há og í sann­an­legri mót­sögn við til­gang­inn.

Hvernig gengur sú for­múla upp að fjölga fólki á vinnu­mark­aði með starf­getu­mati og hækkun líf­eyr­i­s­töku­ald­urs á með­an...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Monday, Janu­ary 6, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stjórnmálaskoðanir haldast nokkuð í hendur við viðhorf til mismunandi fararmáta, samkvæmt nýrri könnun Maskínu.
Þverpólitískur áhugi á auknum samgönguhjólreiðum
Þeim fjölgar sem langar helst til að hjóla oftast til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Viðhorf kjósenda mismunandi stjórnmálaafla til mismunandi ferðamáta er þó misjafnt, samkvæmt niðurbroti nýlegrar ferðavenjukönnunar frá Maskínu.
Kjarninn 19. september 2020
Brewdog hvetur viðskiptavini síðustu helgar til að fara í skimun
Einn starfsmaður veitingastaðarins Brewdog hefur greinst með kórónuveiruna, en allt starfsfólk staðarins fór í skimun í gær eftir að upplýsingar bárust um að smitaður einstaklingur hefði sótt staðinn síðustu helgi.
Kjarninn 19. september 2020
Tækifæri til að sýna að erlent vinnuafl sé „ekki bara eitthvað einnota drasl“
Formaður Eflingar hefur áhyggjur af stöðu aðflutts fólks sem komið hefur hingað til að vinna. Margir horfa nú fram á atvinnuleysi.
Kjarninn 19. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Bjartsýn spá sóttvarnalæknis rættist ekki
Kórónuveirusmitum hefur fjölgað mikið undanfarna daga og var boðað óvænt til blaðamannafundar almannavarna í dag vegna þessa. Sóttvarnalæknir segir að það muni ekki skila neinu að leita að sökudólgi.
Kjarninn 19. september 2020
Finnbogi Hermannsson
Megi sú hönd visna
Kjarninn 19. september 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Félags Þorsteins Más ekki lengur á meðal stærstu eigenda Sýnar
Í lok júlí var greint frá því að félag í eigu forstjóra Samherja væri á meðal stærstu eigenda fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins Sýnar. Samkvæmt nýbirtum hluthafalista hefur það breyst.
Kjarninn 19. september 2020
75 manns greindust með veiruna í gær
Und­an­farna fjóra daga hafa 128 smit greinst inn­an­lands. Nýgengi á Íslandi er nú komið yfir 41.
Kjarninn 19. september 2020
Sabine
„Umræðan fer alltaf í sama farið“
Sabine Leskopf segir það vera skyldu okkar að taka á móti flóttafólki – og þá þurfi pólitískan vilja, samstarf og róttæka kerfisbreytingu.
Kjarninn 19. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent