Segir lífeyrissjóðskerfið ala á innbyggðri mismunun

Formaður VR bendir á að mun líklegra sé að hálaunamaður hafi komið yfir sig skuldlausu þaki á starfsævinni og þurfi því minna til að lifa af – öfugt við þau sem lægst höfðu launin.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, segir að í grunn­inn ali líf­eyr­is­sjóðs­kerfið á inn­byggðri mis­munun í rétt­inda­söfnun vegna mis­mun­andi hlut­fall örorku, kynja­sam­setn­ingar og lífald­urs ákveð­inna starfs­stétta – þar sem þær séu skyld­aðar til greiðslu í ákveðna sjóði á meðan aðrir geti greitt í frjálsa sjóði, sem nýti sér glufur í lögum til að auka sér­eign á kostnað „sam­trygg­ing­ar“ og almanna­trygg­inga. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu hans í dag.

„Líf­eyr­is­rétt­indi byggja á hlut­falli með­al­launa yfir starfsæv­ina þannig að hálauna­maður fær sama hlut­fall af sínum svim­andi ævi­tekjum og verka­konan sem varla gat lifað af sín­um,“ skrifar hann og spyr enn fremur hvaða sam­trygg­ing sé í því.

Þá telur hann að þegar kemur að líf­eyri sé mun lík­legra að hálauna­mað­ur­inn hafi komið yfir sig skuld­lausu þaki á starfsæv­inni og þurfi því minna til að lifa af – öfugt við þau sem lægst höfðu laun­in.

Auglýsing

„Það sem toppar svo vit­leys­una er að þeir sem hafa lægstu rétt­indin úr líf­eyr­is­kerf­inu eru þeir sömu og lenda hvað verst í skerð­ingum almanna­trygg­inga,“ skrifar hann. 

Líf­eyr­is­sjóðs­kerfið orðið of frekt til fjár­ins

Ragnar Þór spyr jafn­framt hvernig sú for­múla gangi upp að fjölga fólki á vinnu­mark­aði með starf­getu­mati og hækkun líf­eyr­i­s­töku­ald­urs á meðan störfum fækki í bland við fólks­fjölg­un.

Margt bendi til þess að líf­eyr­is­sjóðs­kerfið sé orðið of frekt til fjár­ins. Geta Íslend­inga til að bæta lífs­kjör almenn­ings frá degi til dags verði erf­ið­ari þar sem sífellt hærra hlut­fall af launum og hærri launa­tengd gjöld renni til sjóð­anna.

„Einnig má spyrja hvort há ávöxt­un­ar­krafa sjóð­anna hafi nei­kvæð áhrif á lífs­gæði heild­ar­inn­ar. Inn­lendar eignir líf­eyr­is­sjóð­anna eru um 3.500 millj­arða. Í gegnum vexti á lánum til almenn­ings og fyr­ir­tækja og arð­sem­is­kröfu á verð­bréf þurfa líf­eyr­is­sjóð­irnir að ná 3,5% ávöxtun sem þýðir 122,5 millj­arðar á ári, að raun­virði, út úr íslensku hag­kerf­i,“ skrifar hann.

Það sé einnig ljóst að sjóð­irnir haldi uppi vaxta­gólfi í bland við óþarfa áhættu­sækni þegar inn­byggð ávöxt­un­ar­krafa kerf­is­ins sé of há og í sann­an­legri mót­sögn við til­gang­inn.

Hvernig gengur sú for­múla upp að fjölga fólki á vinnu­mark­aði með starf­getu­mati og hækkun líf­eyr­i­s­töku­ald­urs á með­an...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Monday, Janu­ary 6, 2020


Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mútugreiðslur Airbus leiða til mörg hundruð milljarða sektar
Stærsti flugvélaframleiðandi heims hefur samið sig frá sakamálarannsókn vegna mútugreiðslna.
Kjarninn 29. janúar 2020
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent