Segir lífeyrissjóðskerfið ala á innbyggðri mismunun

Formaður VR bendir á að mun líklegra sé að hálaunamaður hafi komið yfir sig skuldlausu þaki á starfsævinni og þurfi því minna til að lifa af – öfugt við þau sem lægst höfðu launin.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, segir að í grunn­inn ali líf­eyr­is­sjóðs­kerfið á inn­byggðri mis­munun í rétt­inda­söfnun vegna mis­mun­andi hlut­fall örorku, kynja­sam­setn­ingar og lífald­urs ákveð­inna starfs­stétta – þar sem þær séu skyld­aðar til greiðslu í ákveðna sjóði á meðan aðrir geti greitt í frjálsa sjóði, sem nýti sér glufur í lögum til að auka sér­eign á kostnað „sam­trygg­ing­ar“ og almanna­trygg­inga. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu hans í dag.

„Líf­eyr­is­rétt­indi byggja á hlut­falli með­al­launa yfir starfsæv­ina þannig að hálauna­maður fær sama hlut­fall af sínum svim­andi ævi­tekjum og verka­konan sem varla gat lifað af sín­um,“ skrifar hann og spyr enn fremur hvaða sam­trygg­ing sé í því.

Þá telur hann að þegar kemur að líf­eyri sé mun lík­legra að hálauna­mað­ur­inn hafi komið yfir sig skuld­lausu þaki á starfsæv­inni og þurfi því minna til að lifa af – öfugt við þau sem lægst höfðu laun­in.

Auglýsing

„Það sem toppar svo vit­leys­una er að þeir sem hafa lægstu rétt­indin úr líf­eyr­is­kerf­inu eru þeir sömu og lenda hvað verst í skerð­ingum almanna­trygg­inga,“ skrifar hann. 

Líf­eyr­is­sjóðs­kerfið orðið of frekt til fjár­ins

Ragnar Þór spyr jafn­framt hvernig sú for­múla gangi upp að fjölga fólki á vinnu­mark­aði með starf­getu­mati og hækkun líf­eyr­i­s­töku­ald­urs á meðan störfum fækki í bland við fólks­fjölg­un.

Margt bendi til þess að líf­eyr­is­sjóðs­kerfið sé orðið of frekt til fjár­ins. Geta Íslend­inga til að bæta lífs­kjör almenn­ings frá degi til dags verði erf­ið­ari þar sem sífellt hærra hlut­fall af launum og hærri launa­tengd gjöld renni til sjóð­anna.

„Einnig má spyrja hvort há ávöxt­un­ar­krafa sjóð­anna hafi nei­kvæð áhrif á lífs­gæði heild­ar­inn­ar. Inn­lendar eignir líf­eyr­is­sjóð­anna eru um 3.500 millj­arða. Í gegnum vexti á lánum til almenn­ings og fyr­ir­tækja og arð­sem­is­kröfu á verð­bréf þurfa líf­eyr­is­sjóð­irnir að ná 3,5% ávöxtun sem þýðir 122,5 millj­arðar á ári, að raun­virði, út úr íslensku hag­kerf­i,“ skrifar hann.

Það sé einnig ljóst að sjóð­irnir haldi uppi vaxta­gólfi í bland við óþarfa áhættu­sækni þegar inn­byggð ávöxt­un­ar­krafa kerf­is­ins sé of há og í sann­an­legri mót­sögn við til­gang­inn.

Hvernig gengur sú for­múla upp að fjölga fólki á vinnu­mark­aði með starf­getu­mati og hækkun líf­eyr­i­s­töku­ald­urs á með­an...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Monday, Janu­ary 6, 2020


Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent