Hildur Guðnadóttir vann Golden Globe verðlaunin

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir fékk rétt í þessu Golden Globe verðlaunin fyrir tónlistina í myndinni The Joker.

Hildur Guðnadóttir
Auglýsing

Hildur Guðna­dóttir tón­skáld vann rétt í þessu Golden Globe verð­laun­in. Í ræðu þakk­aðu hún meðal ann­ars fjöl­skyld­unni og syni sín­um, og sagði að verð­launin væru fyrir hann.Þá hrós­aði hún aðstand­endum mynd­ar­innar - The Joker - í hástert, og sagði meðal ann­ars frammi­stöðu Joaquin Phoen­ix, í hlut­verki Jokers­ins, hafa verið stór­brotna og að hæfi­leikar hans hafi gert verk­efni hennar auð­veld­ar­a. 

Hildur er 37 ára gömul og hefur notið mik­illar vel­gengni á sviði kvik­mynda­tón­listar und­an­farin miss­er­i. Hildur er ein­ungis önnur konan í sögu verð­laun­anna sem vinnur verð­laun fyrir bestu kvik­mynda­tón­list­ina, en verð­launin eru nú afhent í 77. sinn.Arnar Egg­ert Thorodd­sen, aðjúnkt við Háskóla Íslands og doktor í tón­list­ar­fræð­um, segir Hildi hafa unnið verð­launin verð­skuldað og nú hafi hún skrifað sig á spjöld sög­unn­ar. „Hildur leggur hér meist­ara og kempur eins og Randy gamla Newman og Thomas Newm­an. Hún skrifar sig einnig á spjöld sög­unn­ar, er FYRSTA konan til að hljóta verð­launin "ein og óstudd" en Lisa Gerr­ard (Dead Can Dance) hamp­aði þeim árið 2000 í félagi við Hans Zimmer. Aðeins ein önnur kona hefur verið til­nefnd ein­sömul til verð­laun­anna, Rachel Port­man fyrir Chocolat (2000). Laus­leg taln­ing sýnir mér að alls hafi fimm konur ver­ið til­nefndar frá upp­hafi (1947) af þeim lið­lega 500 sem til­nefnd hafa ver­ið. Mjög lík­lega er um hreina til­viljun að ræða, eða þá að konum sé ein­fald­lega fyr­ir­munað að semja góða kvik­mynda­tón­list. En að kynjapóli­tísku gríni slepptu, til ham­ingju Hild­ur. Tón­listin er stór­kost­leg, í hár­fínu jafn­vægi við alla fram­vindu, en þessi sigur er auð­vitað um leið gríð­ar­lega mik­il­vægur í hinu stóra sam­hengi. Hjá því verður ekki fram­hjá lit­ið,“ segir Arnar Egg­ert á Face­book síðu sinni.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent