Hildur Guðnadóttir vann Golden Globe verðlaunin

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir fékk rétt í þessu Golden Globe verðlaunin fyrir tónlistina í myndinni The Joker.

Hildur Guðnadóttir
Auglýsing

Hildur Guðna­dóttir tón­skáld vann rétt í þessu Golden Globe verð­laun­in. Í ræðu þakk­aðu hún meðal ann­ars fjöl­skyld­unni og syni sín­um, og sagði að verð­launin væru fyrir hann.Þá hrós­aði hún aðstand­endum mynd­ar­innar - The Joker - í hástert, og sagði meðal ann­ars frammi­stöðu Joaquin Phoen­ix, í hlut­verki Jokers­ins, hafa verið stór­brotna og að hæfi­leikar hans hafi gert verk­efni hennar auð­veld­ar­a. 

Hildur er 37 ára gömul og hefur notið mik­illar vel­gengni á sviði kvik­mynda­tón­listar und­an­farin miss­er­i. Hildur er ein­ungis önnur konan í sögu verð­laun­anna sem vinnur verð­laun fyrir bestu kvik­mynda­tón­list­ina, en verð­launin eru nú afhent í 77. sinn.Arnar Egg­ert Thorodd­sen, aðjúnkt við Háskóla Íslands og doktor í tón­list­ar­fræð­um, segir Hildi hafa unnið verð­launin verð­skuldað og nú hafi hún skrifað sig á spjöld sög­unn­ar. „Hildur leggur hér meist­ara og kempur eins og Randy gamla Newman og Thomas Newm­an. Hún skrifar sig einnig á spjöld sög­unn­ar, er FYRSTA konan til að hljóta verð­launin "ein og óstudd" en Lisa Gerr­ard (Dead Can Dance) hamp­aði þeim árið 2000 í félagi við Hans Zimmer. Aðeins ein önnur kona hefur verið til­nefnd ein­sömul til verð­laun­anna, Rachel Port­man fyrir Chocolat (2000). Laus­leg taln­ing sýnir mér að alls hafi fimm konur ver­ið til­nefndar frá upp­hafi (1947) af þeim lið­lega 500 sem til­nefnd hafa ver­ið. Mjög lík­lega er um hreina til­viljun að ræða, eða þá að konum sé ein­fald­lega fyr­ir­munað að semja góða kvik­mynda­tón­list. En að kynjapóli­tísku gríni slepptu, til ham­ingju Hild­ur. Tón­listin er stór­kost­leg, í hár­fínu jafn­vægi við alla fram­vindu, en þessi sigur er auð­vitað um leið gríð­ar­lega mik­il­vægur í hinu stóra sam­hengi. Hjá því verður ekki fram­hjá lit­ið,“ segir Arnar Egg­ert á Face­book síðu sinni.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent