Skrælnaðir skógar eins og eldspýtustokkar

Enn eitt hitametið féll í Ástralíu um helgina: 48,9°C. Rigningarúði hefur létt slökkviliðsmönnum lífið síðustu klukkustundir en slökkviliðsstjórinn varar við sinnuleysi af þeim sökum og bendir á að von sé á enn meiri hita og enn hvassari vindi í vikunni.

Eldar í Ástralíu janúar 2020
Auglýsing

„Húsið okkar og úti­húsin eru brunnin og ég kemst ekki heim. Ég veit ekki hvort að hest­arnir mínir lifa af,“ segir tann­læknir frá Mount Hot­ham í Vikt­or­íu­fylki í Ástr­alíu á Face­book-­síðu sinni. Hann er í hópi þeirra hund­ruða manna sem misst hafa heim­ili sín í gróð­ur­eld­unum miklu síð­ustu daga og eru á ver­gangi. Margir hafa sofið í bílum sínum og hafa gripið til þess ráðs að aug­lýsa á sam­fé­lags­miðlum eftir skjóli. Far­rugia Sammut, 82 ára, seg­ist ekki hafa orðið jafn hrædd frá því að sprengjum rigndi yfir heimabæ hennar á eyj­unni Möltu í síð­ari heims­styrj­öld­inni. „Við erum umkringd eld­um,“ segir hún. „Ég sef ekki fyrir áhyggj­u­m.“

Andrew Con­stance, sam­göngu­ráð­herra Nýja Suð­ur­-Wa­les var ekki að skafa utan af því er hann var­aði við frek­ari hörm­ung­um: „Þetta er ekki kjarr­eld­ur,“ sagði hann. „Þetta er atóm­sprengja.“ Met­hitar og met­þurrkar hafa breytt skógum Ástr­alíu í eld­spýtu­stokk.

Enn eitt hita­met­ið: 48,9°C

„Hræði­leg“ helgi er að baki í þeim fylkjum sem verst hafa orðið úti, að sögn fylk­is­stjóra Nýja Suð­ur­-Wa­les. Enn eitt hita­metið var slegið: 48,9°C mæld­ist fyrir utan Sydney i gær. Reykur hefur borist alla leið til Suð­ur­-Am­er­íku, um 1.500 kíló­metra leið. Tugir þús­unda hafa orðið að yfir­gefa heim­ili sín síð­ustu daga og nokkur ringul­reið hefur skap­ast.

Auglýsing

Um 1.000 manns og yfir 100 hundar voru fluttir með her­skipum frá strand­bæjum og til Mel­bo­urne í gær. Her­inn var kall­aður til aðstoðar við rým­ingar. Umfang þeirrar aðstoðar hefur ekki verið meira frá seinna stríði. Slökkvi­liðs­stjór­inn sem heldur utan um aðgerðir frétti af því í fjöl­miðlum og var gramur for­sæt­is­ráð­herr­anum af þeim sök­um.

Enn á eftir að meta eyði­legg­ing­una en ljóst er að hund­ruð bygg­inga hafa orðið eldi að bráð á síð­ustu klukku­stund­um, þús­undir húsa hafa brunnið síð­ustu mán­uði. Rign­ingar­úði féll úr lofti í dag og gaf slökkvi­lið­un­um, sem að stærstum hluta eru byggð upp af sjálf­boða­lið­um, kær­komna hvíld um stund. Tek­ist hefur að hefta útbreiðslu margra elda af þessum sökum en þó logar enn á yfir 150 stöðum í Nýja Suð­ur­-Wa­les einu sam­an. Mestur er eld­ur­inn suð­vestur af bænum Eden á suð­ur­strönd fylk­is­ins. Þar hafa logar ætt yfir 140 þús­und hekt­ara lands. Íbúar segja ástandið hrylli­legt, að mikil hræðsla hafi gripið um sig og að „svarta­myrk­ur“ hafi lagst yfir að degi til vegna reyks og ösku. Helst eru það stór­hættu­legar glæður er rignir úr lofti sem veitt hafa birtu. Íbúar Eden hafa lýst flótt­anum undan eld­unum sem ógn­vekj­andi. „Brak og aska“ hafi verið um allt í loft­inu. Erfitt hafi reynst að sjá og anda. Hvíldin sem slökkvi­liðs­menn­irnir hafa nú fengið mun ekki vara lengi. Síðar í vik­unni er enn á ný spáð miklum hita og hvass­viðri.

Fleiri dauðs­föll

Og enn bæt­ist í fjölda lát­inna vegna eld­anna. Í gær lést David Harri­son, 47 ára, úr hjarta­á­falli. Hann var að aðstoða vin sinn við að verja hús hans frá eld­unum í Snowy Mounta­ins. Þá slös­uð­ust fjórir slökkvi­liðs­menn um helg­ina. Einn þeirra hlaut alvar­leg bruna­sár á hönd­um.

Í Nýja Suð­ur­-Wa­les, fjöl­menn­asta fylki Ástr­al­íu, hafa að minnsta kosti 1.425 heim­ili eyði­lagst í eld­unum en slökkvi­liðs­stjór­inn Shane Fitzsimm­ons telur að um mikið van­mat sé að ræða. Lík­legt sé að hund­ruð húsa hafi brunnið nú um helg­ina. „Það eru miklar skemmdir og eyði­legg­ing,“ sagði hann í við­tali við Sydney Morn­ing Her­ald í dag.

Bæir „þurrkast alger­lega út“

Skóg­ar­eldar eru nokkuð óút­reikn­an­leg­ir. Erfitt, nær ómögu­legt, er að slá því föstu hvernig þeir þró­ast þar sem margir þættir spila inn í. Einna verst er þegar risa­vaxin bál myndast, sem æða áfram og skapa nokk­urs konar hvirf­il­bylji og þrumu­veður sem þeyta öllu sem á vegi þeirra verður í loft upp. Því er erfitt og flókið að leggja mat á hvar skuli rýma, hvaða vegum skuli loka, og svo fram­veg­is. Stöðugt þarf að upp­færa slíkar áætl­an­ir. 

Gla­dys Ber­ejikli­an, fylk­is­stjóri í Nýja Suð­ur­-Wa­les, segir að áður óþekkt ástand ríki. Hætta sé á að bæir þar sem gróð­ur­eldar hafa aldrei áður geisað „þurrk­ist algjör­lega út“. Hún segir útbreiðslu eld­anna nú ekki eiga sér for­dæmi. „Við verðum að við­ur­kenna það.“

Slökkvi­liðs­stjór­inn Fitzsimm­ons varar við sinnu­leysi nú þegar regn­dropar hafa loks fallið úr lofti. „Það síð­asta sem við höfum efni á er að verða sinnu­laus. Sinnu­leysi drep­ur,“ var­aði hann við.

Mynd­band Morri­sons vekur reiði

Ótt­inn er langt frá því að vera eina til­finn­ingin sem hel­tekið hefur fólk á hættu­svæð­um. Gríð­ar­leg reiði er í garð stjórn­valda og þá helst for­sæt­is­ráð­herr­ans Scotts Morri­son. Mynd­band sem hann birti á sam­fé­lags­miðlum um helg­ina hefur verið harð­lega gagn­rýnt og sagt sýna sjálf­um­gleði hans og afneit­un. 

Í mynd­band­inu er farið yfir við­brögð stjórn­valda við eld­unum og dramat­ísk tón­list leikin und­ir. Hann hefur ekki svarað spurn­ingum um hversu mikið eigna­tjón hafi orðið í eld­unum en hann hefur sagt að aðgerðir sem stjórn­ar­and­staðan hefur lagt til svo draga megi úr áhrifum lofts­lags­breyt­inga séu of kostn­að­ar­sam­ar. Kola­vinnsla er mik­ill iðn­aður í Ástr­alíu og útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á hvern íbúa lands­ins er meðal þess mesta sem þekk­ist í heim­inum. Um jólin var þegar orðið ljóst að los­unin vegna eld­anna þetta sum­arið hefði náð um 2/3 árlegs útblást­urs Ástr­al­íu. Og sum­arið er ný haf­ið.

Afrek þykir að slökkvi­liðs­mönnum hafi tek­ist að verja raf­línur frá Snowy-vatns­afls­virkj­un­inni um helg­ina og koma þannig í veg fyrir stór­kost­legt raf­magns­leysi. Margir eru þó án raf­magns í nokkrum bæjum og hafa jafn­vel verið frá því á nýárs­dag.

Hjart­næmar krafta­verka­sögur

Dýra­líf Ástr­alíu er á margan hátt ein­stakt. Um 87% dýra­teg­unda sem þar eru er hvergi ann­ars staðar að finna á jörð­inni. Áhrif eld­anna á dýrin hafa verið ham­fara­kennd og talið er að um hálfur millj­arður spen­dýra, fugla og skrið­dýra hafi þegar farist.

Þær eru þó all­nokkrar krafta­verka­sög­urnar sem ástr­alskir fjöl­miðlar hafa greint frá síð­ustu daga. Þær fjalla bæði um menn og önnur dýr, og þær vin­sæl­ustu oft um hinn ást­sæla kóala­björn. Talið er að þús­undir þeirra hafi farist í eld­unum en fregnir af fræki­legum björg­unum hafa einnig fyllt mörg augun tár­um.

Ein slík frétt fjallar um Damian Camp­bell-Da­vys, bíl­stjóra á vatns­flutn­inga­bíl, sem tók upp í ungan björn sem hann sá birt­ast milli furutrjáa skammt frá bænum Nerriga í Nýja Suð­ur­-Wa­les. Camp­bell-Da­vys gaf sér góðan tíma til að svala þorsta litla bjarn­ar­ins.

After the hor­r­ors of yester­day if this doesn’t put a smile on your face somet­hings wrong

Posted by Damian Camp­bell-da­vys on Sunday, Janu­ary 5, 2020

„Eftir hryll­ing gær­dags­ins þá var þetta kær­kom­ið,“ sagði hann í sam­tali við fjöl­miðla. „Þetta var smá sól­ar­geisli inn í þessa martröð.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Róbert Marshall í launalaust leyfi og ætlar í framboð
Frá því í mars í fyrra hefur Róbert Marshall starfað sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Hann vill nú komast aftur á þing.
Kjarninn 9. mars 2021
Tvö ný smit staðfest
Sextán manns eru í einangrun vegna COVID-19. Tvö ný smit greindust í gær. Yfir 1.500 einkennasýni voru tekin í gær.
Kjarninn 9. mars 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Huldufólk, fyrirboðar og draumráðningar
Kjarninn 9. mars 2021
Búið er að sótthreinsa snertifleti í verslun Hagkaups í Garðabæ, samkvæmt tilkynningu fyrirtækisins.
Starfsmaður Hagkaups í Garðabæ greindist með smit í gærkvöldi
Hagkaup segja frá því að starfsmaður sinn hafi greinst með COVID-19 í gærkvöldi. Almannavarnir svara því ekki hvort sá einstaklingur var sá eini sem greindist jákvæður fyrir veirunni í gær eða ekki.
Kjarninn 9. mars 2021
Air Iceland Connect heyrir brátt sögunni til
Unnendur íslenskrar tungu hváðu þegar heiti Flugfélags Íslands var breytt í Air Iceland Connect vorið 2017. Síðar í mánuðinum verður innanlandsflug félagsins samþætt við vörumerki Icelandair og vörumerkið Air Iceland Connect lagt niður.
Kjarninn 9. mars 2021
Haukur Arnþórsson
Hvaða erindi á Sósíalistaflokkurinn?
Kjarninn 9. mars 2021
Fjölgun íbúða hefur ekki haldist í við fjölgun fullorðinna hér á landi síðustu árin.
Færri íbúðir á hvern fullorðinn einstakling
Íbúðum á hvern fullorðinn einstakling hefur fækkað stöðugt á síðustu 14 árum. Nú eru þær 8 prósent færri en þær voru árið 2007.
Kjarninn 9. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent