Katrín: Ekki hægt að dæma Kristján Þór eingöngu út frá ásýnd

Forsætisráðherrann segir að hvað varðar traust og ásýnd stjórnmálanna og tengsl sjávarútvegsráðherra við Samherja þá telji hún að horfa þurfi einnig á staðreyndir máls og hvað sé sanngjarnt.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Auglýsing

Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra finnst ekki hægt að dæma Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra út frá einhverju sem eingöngu tengist ásýnd því það hafi í sjálfu sér verið vitað fyrirfram að ráðherrann hefði þessi tengsl við Samherja.

Þetta kom fram í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag en þar var Katrín spurð hvort hún væri sátt við að Kristján Þór sæti áfram í ráðuneyti sjávarútvegsmála þar sem einstakar ákvarðanir – þegar kemur til að mynda að kvótamálum – snertu augljóslega beint og óbeint Samherja, stærsta fyrirtæki landsins á þessu sviði, og hvort það væri eðlilegt.

Katrín sagði jafnframt í þessu samhengi að ekkert hefði komið fram sem benti til þess að sjávarútvegsráðherra hefði haft vitneskju um þessa starfsemi Samherja. Varðandi traust og ásýnd stjórnmálanna í þessu tilfelli þá teldi hún að það þyrfti líka að horfa á staðreyndir máls og hvað væri sanngjarnt.

Auglýsing

Óásættanlegt ef Samherji hefur brotið lög

Hún vék í máli sínu að því umhverfi sem fyrirtæki vinna í hér á landi. „Við verðum auðvitað að horfa í eigin barm hvað varðar hvernig kerfið okkar – og þá er ég að tala um umhverfi íslenskra fyrirtækja – er byggt upp þegar kemur að stjórnvöldum og því eftirliti sem þau hafa með því sem þessi fyrirtæki eru að gera.“

Hún sagði að það væri henni mikið kappsmál að það yrðu gerðar breytingar, til að mynda á stjórnarskrá á þessu kjörtímabili hvað varðar sameign þjóðarinnar á auðlindum og hvernig Íslendingar umgangist þær. Einnig fyndist henni mikilvægt að auka upplýsingaskyldu og gagnsæi í íslenskum fyrirtækjarekstri.

„Við getum rætt pólitísku hliðina á þessu Samherjamáli en staðreyndir málsins eru þær að þarna er fyrirtæki sem virðist hafa brotið lög og það er óásættanlegt, hvort sem er hér heima eða erlendis,“ sagði Katrín.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent