Katrín: Ekki hægt að dæma Kristján Þór eingöngu út frá ásýnd

Forsætisráðherrann segir að hvað varðar traust og ásýnd stjórnmálanna og tengsl sjávarútvegsráðherra við Samherja þá telji hún að horfa þurfi einnig á staðreyndir máls og hvað sé sanngjarnt.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Auglýsing

Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra finnst ekki hægt að dæma Krist­ján Þór Júl­í­us­son sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra út frá ein­hverju sem ein­göngu teng­ist ásýnd því það hafi í sjálfu sér verið vitað fyr­ir­fram að ráð­herr­ann hefði þessi tengsl við Sam­herja.

Þetta kom fram í við­tali í Silfr­inu á RÚV í dag en þar var Katrín spurð hvort hún væri sátt við að Krist­ján Þór sæti áfram í ráðu­neyti sjáv­ar­út­vegs­mála þar sem ein­stakar ákvarð­anir – þegar kemur til að mynda að kvóta­málum – snertu aug­ljós­lega beint og óbeint Sam­herja, stærsta fyr­ir­tæki lands­ins á þessu sviði, og hvort það væri eðli­legt.

Katrín sagði jafn­framt í þessu sam­hengi að ekk­ert hefði komið fram sem benti til þess að sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra hefði haft vit­neskju um þessa starf­semi Sam­herja. Varð­andi traust og ásýnd stjórn­mál­anna í þessu til­felli þá teldi hún að það þyrfti líka að horfa á stað­reyndir máls og hvað væri sann­gjarnt.

Auglýsing

Óásætt­an­legt ef Sam­herji hefur brotið lög

Hún vék í máli sínu að því umhverfi sem fyr­ir­tæki vinna í hér á landi. „Við verðum auð­vitað að horfa í eigin barm hvað varðar hvernig kerfið okkar – og þá er ég að tala um umhverfi íslenskra fyr­ir­tækja – er byggt upp þegar kemur að stjórn­völdum og því eft­ir­liti sem þau hafa með því sem þessi fyr­ir­tæki eru að ger­a.“

Hún sagði að það væri henni mikið kapps­mál að það yrðu gerðar breyt­ing­ar, til að mynda á stjórn­ar­skrá á þessu kjör­tíma­bili hvað varðar sam­eign þjóð­ar­innar á auð­lindum og hvernig Íslend­ingar umgang­ist þær. Einnig fynd­ist henni mik­il­vægt að auka upp­lýs­inga­skyldu og gagn­sæi í íslenskum fyr­ir­tækja­rekstri.

„Við getum rætt póli­tísku hlið­ina á þessu Sam­herj­a­máli en stað­reyndir máls­ins eru þær að þarna er fyr­ir­tæki sem virð­ist hafa brotið lög og það er óásætt­an­legt, hvort sem er hér heima eða erlend­is,“ sagði Katrín.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – I. hluti
Kjarninn 7. júlí 2020
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent