Katrín: Ekki hægt að dæma Kristján Þór eingöngu út frá ásýnd

Forsætisráðherrann segir að hvað varðar traust og ásýnd stjórnmálanna og tengsl sjávarútvegsráðherra við Samherja þá telji hún að horfa þurfi einnig á staðreyndir máls og hvað sé sanngjarnt.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Auglýsing

Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra finnst ekki hægt að dæma Krist­ján Þór Júl­í­us­son sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra út frá ein­hverju sem ein­göngu teng­ist ásýnd því það hafi í sjálfu sér verið vitað fyr­ir­fram að ráð­herr­ann hefði þessi tengsl við Sam­herja.

Þetta kom fram í við­tali í Silfr­inu á RÚV í dag en þar var Katrín spurð hvort hún væri sátt við að Krist­ján Þór sæti áfram í ráðu­neyti sjáv­ar­út­vegs­mála þar sem ein­stakar ákvarð­anir – þegar kemur til að mynda að kvóta­málum – snertu aug­ljós­lega beint og óbeint Sam­herja, stærsta fyr­ir­tæki lands­ins á þessu sviði, og hvort það væri eðli­legt.

Katrín sagði jafn­framt í þessu sam­hengi að ekk­ert hefði komið fram sem benti til þess að sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra hefði haft vit­neskju um þessa starf­semi Sam­herja. Varð­andi traust og ásýnd stjórn­mál­anna í þessu til­felli þá teldi hún að það þyrfti líka að horfa á stað­reyndir máls og hvað væri sann­gjarnt.

Auglýsing

Óásætt­an­legt ef Sam­herji hefur brotið lög

Hún vék í máli sínu að því umhverfi sem fyr­ir­tæki vinna í hér á landi. „Við verðum auð­vitað að horfa í eigin barm hvað varðar hvernig kerfið okkar – og þá er ég að tala um umhverfi íslenskra fyr­ir­tækja – er byggt upp þegar kemur að stjórn­völdum og því eft­ir­liti sem þau hafa með því sem þessi fyr­ir­tæki eru að ger­a.“

Hún sagði að það væri henni mikið kapps­mál að það yrðu gerðar breyt­ing­ar, til að mynda á stjórn­ar­skrá á þessu kjör­tíma­bili hvað varðar sam­eign þjóð­ar­innar á auð­lindum og hvernig Íslend­ingar umgang­ist þær. Einnig fynd­ist henni mik­il­vægt að auka upp­lýs­inga­skyldu og gagn­sæi í íslenskum fyr­ir­tækja­rekstri.

„Við getum rætt póli­tísku hlið­ina á þessu Sam­herj­a­máli en stað­reyndir máls­ins eru þær að þarna er fyr­ir­tæki sem virð­ist hafa brotið lög og það er óásætt­an­legt, hvort sem er hér heima eða erlend­is,“ sagði Katrín.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmlega 30 starfsmönnum sagt upp hjá Póstinum
Pósturinn mun hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi en breytingin mun leiða til um 200 milljóna króna lækkunar kostnaðar á ársgrundvelli.
Kjarninn 29. janúar 2020
Elfa Ýr Gylfadóttir
Eiga íslenskir fréttamiðlar sér framtíð?
Kjarninn 29. janúar 2020
Mútugreiðslur Airbus leiða til mörg hundruð milljarða sektar
Stærsti flugvélaframleiðandi heims hefur samið sig frá sakamálarannsókn vegna mútugreiðslna.
Kjarninn 29. janúar 2020
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent