„Hefndin kemur“

Mikill spenna er nú við Persaflóa. Þjóðaröryggisráð Írans hefur formlega ályktað á þá leið, og hefndin komi vegna árásar Bandaríkjahers á æðsta mann hersins í Íran sem leiddi til dauða hans.

íran íranski fáninn
Auglýsing

Tug­þús­undir voru við­staddir útför Qassim Suleimani, æðsta mann hers Írans, en Banda­ríkja­her drap hann í dróna­árás, sem fyr­ir­skipuð var af Don­ald Trump, Banda­ríkja­for­seta. „Hefndin kem­ur“ hróp­aði æstur múg­ur­inn, en Banda­ríkja­for­seti hefur nú form­lega varað Banda­ríkja­þing við því að árás frá Íran geti verið yfir­vof­andi á næstu vik­um, að því er fram kemur í umfjöllun CNN.

Hann hefur opin­ber­lega sagt, að árásin hafi verið til að koma í veg fyrir stríð og frek­ari átök, en mikil ólga hefur verið í Íran og Írak, eftir að árás var gerð á sendi­ráð Banda­ríkj­anna í Bag­hdad, höf­uð­borg Írak. 

Önnur árás Banda­ríkja­hers, á Abu Mahdi al-Mu­hand­is, sem leiddi til dauða hans, hefur gert stöð­una enn við­kvæm­ari, en al-Mu­handis fór fyrir Has­hed al-S­haabi, skæru­liða­hreyf­ing­unni, sem Íran hefur stutt. Fimm féllu í árásinn­i. 

Auglýsing

Ali Khamenei erkiklerkur Íran var einn þeirra sem sat fund þjóðar­ör­ygg­is­ráðs Írans, þar sem ályktað var á þá leið, að hefndin kæmi, Banda­ríkja­menn væru ekki óhultir. Í umfjöllun New York Times í dag, segir að mikil spenna sé innan Banda­ríkja­þings, vegna þess­arar ákvörð­unar Trumps, for­seta, um að ráða Suleimani af dög­um. Í umfjöll­un­inni segir að Repúblikanar og Demókratar hafi óskað eftir frek­ari svörum, og þá einkum hvers vegna þingið var snið­gengið í aðdrag­anda ákvörð­un­ar­inn­ar. 

Þá segir enn frem­ur, að deildar mein­ingar séu um það meðal nán­asta ráð­gjafa­hóps Trumps, hvort ákvörð­unin stuðli að stöð­ug­leika eða frek­ari óstöð­ug­leika. Flestir eru raunar sagðir hafa verið á móti ákvörðun Trumps, sem lét það sem vind um eyru þjóta. Suleimani var mið­punkt­ur­inn í hern­að­ar­starfi Írans, sem teygði sig til Gaza svæð­is­ins, Líbanon, Sýr­lands, Írak og Jem­en, þar sem mestu hörm­ungar heims­ins eru nú, sam­kvæmt Sam­ein­uðu þjóð­un­um. Stríðs­á­tök milli Sádí-­Araba - með stuðn­ingi Banda­ríkj­anna og Breta - og síðan skæru­liða­hreyf­inga sem Íran hefur stutt, hafa leitt til mat­ar- og lyfja­skorts fyrir millj­ónir manna. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiErlent