„Hefndin kemur“

Mikill spenna er nú við Persaflóa. Þjóðaröryggisráð Írans hefur formlega ályktað á þá leið, og hefndin komi vegna árásar Bandaríkjahers á æðsta mann hersins í Íran sem leiddi til dauða hans.

íran íranski fáninn
Auglýsing

Tugþúsundir voru viðstaddir útför Qassim Suleimani, æðsta mann hers Írans, en Bandaríkjaher drap hann í drónaárás, sem fyrirskipuð var af Donald Trump, Bandaríkjaforseta. „Hefndin kemur“ hrópaði æstur múgurinn, en Bandaríkjaforseti hefur nú formlega varað Bandaríkjaþing við því að árás frá Íran geti verið yfirvofandi á næstu vikum, að því er fram kemur í umfjöllun CNN.

Hann hefur opinberlega sagt, að árásin hafi verið til að koma í veg fyrir stríð og frekari átök, en mikil ólga hefur verið í Íran og Írak, eftir að árás var gerð á sendiráð Bandaríkjanna í Baghdad, höfuðborg Írak. 

Önnur árás Bandaríkjahers, á Abu Mahdi al-Muhandis, sem leiddi til dauða hans, hefur gert stöðuna enn viðkvæmari, en al-Muhandis fór fyrir Hashed al-Shaabi, skæruliðahreyfingunni, sem Íran hefur stutt. Fimm féllu í árásinni. 

Auglýsing

Ali Khamenei erkiklerkur Íran var einn þeirra sem sat fund þjóðaröryggisráðs Írans, þar sem ályktað var á þá leið, að hefndin kæmi, Bandaríkjamenn væru ekki óhultir. 


Í umfjöllun New York Times í dag, segir að mikil spenna sé innan Bandaríkjaþings, vegna þessarar ákvörðunar Trumps, forseta, um að ráða Suleimani af dögum. Í umfjölluninni segir að Repúblikanar og Demókratar hafi óskað eftir frekari svörum, og þá einkum hvers vegna þingið var sniðgengið í aðdraganda ákvörðunarinnar. 

Þá segir enn fremur, að deildar meiningar séu um það meðal nánasta ráðgjafahóps Trumps, hvort ákvörðunin stuðli að stöðugleika eða frekari óstöðugleika. Flestir eru raunar sagðir hafa verið á móti ákvörðun Trumps, sem lét það sem vind um eyru þjóta. 


Suleimani var miðpunkturinn í hernaðarstarfi Írans, sem teygði sig til Gaza svæðisins, Líbanon, Sýrlands, Írak og Jemen, þar sem mestu hörmungar heimsins eru nú, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Stríðsátök milli Sádí-Araba - með stuðningi Bandaríkjanna og Breta - og síðan skæruliðahreyfinga sem Íran hefur stutt, hafa leitt til matar- og lyfjaskorts fyrir milljónir manna. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiErlent