„Hefndin kemur“

Mikill spenna er nú við Persaflóa. Þjóðaröryggisráð Írans hefur formlega ályktað á þá leið, og hefndin komi vegna árásar Bandaríkjahers á æðsta mann hersins í Íran sem leiddi til dauða hans.

íran íranski fáninn
Auglýsing

Tug­þús­undir voru við­staddir útför Qassim Suleimani, æðsta mann hers Írans, en Banda­ríkja­her drap hann í dróna­árás, sem fyr­ir­skipuð var af Don­ald Trump, Banda­ríkja­for­seta. „Hefndin kem­ur“ hróp­aði æstur múg­ur­inn, en Banda­ríkja­for­seti hefur nú form­lega varað Banda­ríkja­þing við því að árás frá Íran geti verið yfir­vof­andi á næstu vik­um, að því er fram kemur í umfjöllun CNN.

Hann hefur opin­ber­lega sagt, að árásin hafi verið til að koma í veg fyrir stríð og frek­ari átök, en mikil ólga hefur verið í Íran og Írak, eftir að árás var gerð á sendi­ráð Banda­ríkj­anna í Bag­hdad, höf­uð­borg Írak. 

Önnur árás Banda­ríkja­hers, á Abu Mahdi al-Mu­hand­is, sem leiddi til dauða hans, hefur gert stöð­una enn við­kvæm­ari, en al-Mu­handis fór fyrir Has­hed al-S­haabi, skæru­liða­hreyf­ing­unni, sem Íran hefur stutt. Fimm féllu í árásinn­i. 

Auglýsing

Ali Khamenei erkiklerkur Íran var einn þeirra sem sat fund þjóðar­ör­ygg­is­ráðs Írans, þar sem ályktað var á þá leið, að hefndin kæmi, Banda­ríkja­menn væru ekki óhultir. Í umfjöllun New York Times í dag, segir að mikil spenna sé innan Banda­ríkja­þings, vegna þess­arar ákvörð­unar Trumps, for­seta, um að ráða Suleimani af dög­um. Í umfjöll­un­inni segir að Repúblikanar og Demókratar hafi óskað eftir frek­ari svörum, og þá einkum hvers vegna þingið var snið­gengið í aðdrag­anda ákvörð­un­ar­inn­ar. 

Þá segir enn frem­ur, að deildar mein­ingar séu um það meðal nán­asta ráð­gjafa­hóps Trumps, hvort ákvörð­unin stuðli að stöð­ug­leika eða frek­ari óstöð­ug­leika. Flestir eru raunar sagðir hafa verið á móti ákvörðun Trumps, sem lét það sem vind um eyru þjóta. Suleimani var mið­punkt­ur­inn í hern­að­ar­starfi Írans, sem teygði sig til Gaza svæð­is­ins, Líbanon, Sýr­lands, Írak og Jem­en, þar sem mestu hörm­ungar heims­ins eru nú, sam­kvæmt Sam­ein­uðu þjóð­un­um. Stríðs­á­tök milli Sádí-­Araba - með stuðn­ingi Banda­ríkj­anna og Breta - og síðan skæru­liða­hreyf­inga sem Íran hefur stutt, hafa leitt til mat­ar- og lyfja­skorts fyrir millj­ónir manna. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingunn Reynisdóttir
Í þágu hestsins
Kjarninn 22. janúar 2022
Þorkell Helgason
Aukið vægi útstrikana í komandi sveitarstjórnarkosningum
Kjarninn 22. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent