„Hefndin kemur“

Mikill spenna er nú við Persaflóa. Þjóðaröryggisráð Írans hefur formlega ályktað á þá leið, og hefndin komi vegna árásar Bandaríkjahers á æðsta mann hersins í Íran sem leiddi til dauða hans.

íran íranski fáninn
Auglýsing

Tug­þús­undir voru við­staddir útför Qassim Suleimani, æðsta mann hers Írans, en Banda­ríkja­her drap hann í dróna­árás, sem fyr­ir­skipuð var af Don­ald Trump, Banda­ríkja­for­seta. „Hefndin kem­ur“ hróp­aði æstur múg­ur­inn, en Banda­ríkja­for­seti hefur nú form­lega varað Banda­ríkja­þing við því að árás frá Íran geti verið yfir­vof­andi á næstu vik­um, að því er fram kemur í umfjöllun CNN.

Hann hefur opin­ber­lega sagt, að árásin hafi verið til að koma í veg fyrir stríð og frek­ari átök, en mikil ólga hefur verið í Íran og Írak, eftir að árás var gerð á sendi­ráð Banda­ríkj­anna í Bag­hdad, höf­uð­borg Írak. 

Önnur árás Banda­ríkja­hers, á Abu Mahdi al-Mu­hand­is, sem leiddi til dauða hans, hefur gert stöð­una enn við­kvæm­ari, en al-Mu­handis fór fyrir Has­hed al-S­haabi, skæru­liða­hreyf­ing­unni, sem Íran hefur stutt. Fimm féllu í árásinn­i. 

Auglýsing

Ali Khamenei erkiklerkur Íran var einn þeirra sem sat fund þjóðar­ör­ygg­is­ráðs Írans, þar sem ályktað var á þá leið, að hefndin kæmi, Banda­ríkja­menn væru ekki óhultir. Í umfjöllun New York Times í dag, segir að mikil spenna sé innan Banda­ríkja­þings, vegna þess­arar ákvörð­unar Trumps, for­seta, um að ráða Suleimani af dög­um. Í umfjöll­un­inni segir að Repúblikanar og Demókratar hafi óskað eftir frek­ari svörum, og þá einkum hvers vegna þingið var snið­gengið í aðdrag­anda ákvörð­un­ar­inn­ar. 

Þá segir enn frem­ur, að deildar mein­ingar séu um það meðal nán­asta ráð­gjafa­hóps Trumps, hvort ákvörð­unin stuðli að stöð­ug­leika eða frek­ari óstöð­ug­leika. Flestir eru raunar sagðir hafa verið á móti ákvörðun Trumps, sem lét það sem vind um eyru þjóta. Suleimani var mið­punkt­ur­inn í hern­að­ar­starfi Írans, sem teygði sig til Gaza svæð­is­ins, Líbanon, Sýr­lands, Írak og Jem­en, þar sem mestu hörm­ungar heims­ins eru nú, sam­kvæmt Sam­ein­uðu þjóð­un­um. Stríðs­á­tök milli Sádí-­Araba - með stuðn­ingi Banda­ríkj­anna og Breta - og síðan skæru­liða­hreyf­inga sem Íran hefur stutt, hafa leitt til mat­ar- og lyfja­skorts fyrir millj­ónir manna. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mútugreiðslur Airbus leiða til mörg hundruð milljarða sektar
Stærsti flugvélaframleiðandi heims hefur samið sig frá sakamálarannsókn vegna mútugreiðslna.
Kjarninn 29. janúar 2020
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent