„Hefndin kemur“

Mikill spenna er nú við Persaflóa. Þjóðaröryggisráð Írans hefur formlega ályktað á þá leið, og hefndin komi vegna árásar Bandaríkjahers á æðsta mann hersins í Íran sem leiddi til dauða hans.

íran íranski fáninn
Auglýsing

Tug­þús­undir voru við­staddir útför Qassim Suleimani, æðsta mann hers Írans, en Banda­ríkja­her drap hann í dróna­árás, sem fyr­ir­skipuð var af Don­ald Trump, Banda­ríkja­for­seta. „Hefndin kem­ur“ hróp­aði æstur múg­ur­inn, en Banda­ríkja­for­seti hefur nú form­lega varað Banda­ríkja­þing við því að árás frá Íran geti verið yfir­vof­andi á næstu vik­um, að því er fram kemur í umfjöllun CNN.

Hann hefur opin­ber­lega sagt, að árásin hafi verið til að koma í veg fyrir stríð og frek­ari átök, en mikil ólga hefur verið í Íran og Írak, eftir að árás var gerð á sendi­ráð Banda­ríkj­anna í Bag­hdad, höf­uð­borg Írak. 

Önnur árás Banda­ríkja­hers, á Abu Mahdi al-Mu­hand­is, sem leiddi til dauða hans, hefur gert stöð­una enn við­kvæm­ari, en al-Mu­handis fór fyrir Has­hed al-S­haabi, skæru­liða­hreyf­ing­unni, sem Íran hefur stutt. Fimm féllu í árásinn­i. 

Auglýsing

Ali Khamenei erkiklerkur Íran var einn þeirra sem sat fund þjóðar­ör­ygg­is­ráðs Írans, þar sem ályktað var á þá leið, að hefndin kæmi, Banda­ríkja­menn væru ekki óhultir. Í umfjöllun New York Times í dag, segir að mikil spenna sé innan Banda­ríkja­þings, vegna þess­arar ákvörð­unar Trumps, for­seta, um að ráða Suleimani af dög­um. Í umfjöll­un­inni segir að Repúblikanar og Demókratar hafi óskað eftir frek­ari svörum, og þá einkum hvers vegna þingið var snið­gengið í aðdrag­anda ákvörð­un­ar­inn­ar. 

Þá segir enn frem­ur, að deildar mein­ingar séu um það meðal nán­asta ráð­gjafa­hóps Trumps, hvort ákvörð­unin stuðli að stöð­ug­leika eða frek­ari óstöð­ug­leika. Flestir eru raunar sagðir hafa verið á móti ákvörðun Trumps, sem lét það sem vind um eyru þjóta. Suleimani var mið­punkt­ur­inn í hern­að­ar­starfi Írans, sem teygði sig til Gaza svæð­is­ins, Líbanon, Sýr­lands, Írak og Jem­en, þar sem mestu hörm­ungar heims­ins eru nú, sam­kvæmt Sam­ein­uðu þjóð­un­um. Stríðs­á­tök milli Sádí-­Araba - með stuðn­ingi Banda­ríkj­anna og Breta - og síðan skæru­liða­hreyf­inga sem Íran hefur stutt, hafa leitt til mat­ar- og lyfja­skorts fyrir millj­ónir manna. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent