EPA

Fordæmalausir fólksflutningar undir blóðrauðum himni

„Hræðilegur dagur“ er í uppsiglingu í Ástralíu þar sem gríðarlegir gróðureldar hafa geisað mánuðum saman. Tugþúsundum hefur verið gert að yfirgefa heimili sín.

Him­inn­inn er brúnn eða app­el­sínu­gul­ur. Stundum blóð­rauð­ur. Vart ­sést til sól­ar. Eld­tungur teygja sig upp úr gríð­ar­legu eld­hafi í allt að sjö­tíu ­metra hæð. Reyk leggur yfir borgir og bæi og fólk og dýr á fótum sínum fjör að ­launa. Ekki hefur þó öllum tek­ist að flýja. Og enn á ástandið eftir að versna.   

„Þetta eru skelfi­legar nátt­úru­ham­farir sem að miklu leyt­i eru af manna­völd­um. Ég tel það skýrt að veð­ur­fars­breyt­ingar og hlýnun jarð­ar­, og þá sér­stak­lega í þessum heims­hluta, eiga þátt í því að breiða út eldana.“

Þetta segir Einar Svein­björns­son veð­ur­fræð­ingur í sam­tal­i við Kjarn­ann um gróð­ur­eldana miklu í Ástr­alíu sem hafa þegar kostað átján manns líf­ið, þar af þrjá slökkvi­liðs­menn og 28 er enn sakn­að. Eld­arnir hafa einnig vald­ið gríð­ar­legu eigna­tjóni og eyði­lagt yfir 1.200 heim­ili. Þá eru þeir taldir hafa grandað um 500 millj­ónum dýra, m.a. þús­undum kóala­bjarna. 

Stjórn­völd í Nýja Suð­ur­-Wa­les, fjöl­menn­asta fylki lands­ins, hafa lýst yfir neyð­ar­á­standi næstu vik­una og fyr­ir­skipað tug­þús­undum að ­yf­ir­gefa svæði, jafn­vel heilu bæina, þar sem ógnin er hvað mest. Þeir fólks­flutn­ingar eiga sér ekki hlið­stæðu á þessum slóð­um. Her­inn und­ir­býr einnig að flytja um 4000 manns, sem orðið hafa inn­lyksa í eld­un­um, frá Vikt­or­íu­fylki.

Fleiri þús­und manns hafa setið fastir tímunum saman í margra kíló­metra löngum röðum bíla á vegum frá rým­ing­ar­svæð­un­um. Von er á hærri hita og hvass­ari vindi um helg­ina og farið er að bera á skorti á nauð­synja­vörum í bæj­u­m ­sem hafa ein­angr­ast milli eld­anna. Í Nýja Suð­ur­-Wa­les hafa eldar logað á um níu­tíu ­stöðum sam­tím­is, svo dæmi sé tek­ið.

Yfir­völd í fylk­inu hafa nú leyfi til að þvinga rým­ing­ar, loka vegum og „alls ann­ars sem við þurfum að gera til að tryggja öryggi íbúa og ­eigna,“ sagði fylk­is­stjór­inn Gladys Ber­ejiklian er ákvörðun um að lýsa yfir neyð­ar­á­standi var tekin. „Þessar ákvarð­anir eru ekki teknar af léttúð en við viljum gera allt sem við getum til að und­ir­búa laug­ar­dag­inn sem gæti orð­ið hræði­legur dag­ur.“

Hræði­legur dagur í nánd. Margir hræði­legir dagar eru þegar að baki. 

En á morg­un, laug­ar­dag, mun enn draga til tíð­inda. Andrew Cont­ance, sam­göngu­ráð­herra Nýja Suð­ur­-Wa­les, líkir ástand­inu sem von er á um helg­ina við málm­bræðslu­ofn.

Svæði á stærð við hálft Ísland brunnið   

Eld­arnir kvikn­uðu í ástr­alska vor­inu í sept­em­ber og hafa víða færst í auk­ana. Síðan þá hefur gróður á land­svæði á stærð við hálft Ísland brunn­ið, m.a. skógar sem hingað til hafa sloppið í slíkum ham­förum.

Skóg­ar­eldar eru nefni­lega árlegir í Ástr­al­íu. Ástr­a­lar vita því að vor­inu geta fylgt eld­ar. Þeir fylgj­ast með fréttum og varpa svo önd­inn­i léttar þegar fregnir ber­ast af því að búið sé að ná tökum á eld­un­um. En þetta ­sum­arið hefur sú frétt látið á sér standa. Og rign­ingin sömu­leið­is.

Ástr­a­lar eru líka vanir því að gróð­ur­inn taki fljótt við sér­. Hröð end­ur­nýjun skóga tröllatrjánna (eucalyptus) er um margt óvenju­leg. En eld­arnir nú æða um forna skóga í fyrsta sinn og talið er ólík­legt að þeir nái ­sér nokkurn tím­ann.

Reyk­ur­inn er líka þykk­ari en Ástr­a­lar eiga að venj­ast. Í borg­unum hefur hann legið yfir strætum og torgum dögum sam­an. Reyk­ur­inn er svo ­þykkur að hann sést vel á gervi­tungla­mynd­um. Myndir af fólki á strönd­inni, ekki að sóla sig heldur flýja eldana, segja sína sögu. Dæmi eru um að fjöl­skyld­ur hafi orðið inn­lyksa milli hafs og elda í sól­ar­hring áður en hjálp barst. 

Marg­t minnir á atriði úr ham­fara­mynd­inni On the Beach sem tekin var í Mel­bo­urne fyrir sex­tíu árum. „Ava Gar­dner, Gregor­y Peck og Fred Astaire voru í aðal­hlut­verkum í On the Beach,“ rifjar David Marr, blaða­maður Guar­dian í Ástr­al­íu, upp. „Í end­ur­gerð­inni erum við að­al­stjörn­urn­ar.“ 

Milljónir dýra hafa drepist í eldunum og búsvæði fjölmargra eru rústir einar.
EPA

Þetta sum­arið hafa gróð­ur­eldar logað í öllum fylkj­u­m lands­ins þó að Nýja Suð­ur­-Wa­les og Vikt­oría hafi orðið verst úti. Stærst­u ­borg­irn­ar, m.a. Mel­bo­urne og Sydney, hafa ekki farið var­hluta af ástand­inu enda logar í gróðri skammt utan þeirra. Þykkur reykur hefur lagst yfir þær vik­um ­saman og í byrjun des­em­ber var loft­mengun í Sydney langt yfir hættu­mörk­um. Í síð­ustu viku voru loft­gæðin í höf­uð­borg­inni Can­berra sögu­lega slæm og hættu­leg heilsu fólks.

Eld­arnir eru mis­jafnir að umfangi. Sumir eru stað­bundn­ir, loga á litlum svæðum og eru slökktir fljótt en aðrir eru gríð­ar­mikil eld­höf á mörgum hekt­urum lands sem logað hafa mán­uðum sam­an. Eld­tung­urnar hafa náð allt að sjö­tíu metra hæð, svip­aðri hæð og Hall­gríms­kirkju­turn.

Hið ástr­alska sumar er ávallt heitt og þurrt og við slík­ar að­stæður kvikna eldar auð­veld­lega. Oft­ast kvikna þeir af nátt­úru­legum orsök­um, t.d. þegar eld­ingum lýst niður í þurrt skóg­lendi. Vindar eiga það svo til að bera með sér glæður langar leiðir og breiða þannig út bál­ið. Eld­arnir hafa oft­sinnis verið mann­skæðir í sögu lands­ins. Árið 2009 lét­ust 173 í Vikt­or­íu-­fylk­i ­sem er mesta mann­tjón sem orðið hefur í gróð­ur­eldum í heim­in­um.

En eld­arnir nú eru af nokkuð öðrum toga. Aðstæður hafa ­skap­ast sem eiga sér vart hlið­stæðu og hafa gert slökkvi­liðum lands­ins sér­lega erfitt fyr­ir. Nú geisa langvar­andi þurrkar og ástr­alska vorið í ár er það þurrasta frá því mæl­ingar hófust. Ofan á þetta bætt­ist svo hita­bylgja i des­em­ber. Hæstur varð hit­inn þann 18. þess mán­aðar eða 41,9°C. Aldrei fyrr hafa slíkar hita­tölur mælst í Ástr­al­íu.  Þá hafa vindar blásið af krafti og þannig hafa eldar og reykur breiðst hraðar út. 

Ein­ar ­segir í raun ótrú­legt að mann­tjón hafi ekki verið meira en minnir á að margir hafi orðið fyrir miklum búsifj­um. Stórar vín­ekrur hafa t.d. orðið alelda. „Svo er það þessi ótti og hræðsla meðal fólks sem fylgir þessu.“

Sér­fræð­ingar hafa lengi haldið því fram að ­lofts­lags­breyt­ingar af manna­völdum ýti undir nátt­úru­ham­farir á borð við gróð­ur­elda og flóð og sagt að meiri veð­ur­öfgar séu þegar farnar að eiga sér stað. Síðust­u árin hafa skóg­ar­eldar í Ástr­alíu kviknað fyrr en áður þekkt­ist og breið­st hraðar út og af meiri ofsa.  „Al­mennt ­séð, vegna hækk­andi hita af manna­völd­um, þá hafa veð­ur­fars­beltin verið að ­fær­ast til,“ útskýrir Ein­ar. „Birt­ing­ar­mynd lofts­lags­hlýn­unar er að koma fram á meg­in­löndum suð­ur­hvels jarð­ar. Á norð­ur­hveli sést hún frekar í kring­um heim­skauta­svæðin þar sem jöklar hafa bráðnað hratt síð­ustu árin.“

Að sögn Ein­ars eru nokkrar ástæður fyrir því að á Ástr­alía verð­ur­ harka­lega fyrir barð­inu á lofts­lags­breyt­ing­um. Ein skýr­ingin er sú að suð­ur­hvel jarðar er haf­hvel­ið, þar eru haf­svæðin yfir­gnæf­andi og hafa meiri áhrif en á norð­ur­hveli. „Frá­vik sem verða í sjón­um, til dæmis miklir hitar sem hafa ver­ið í Ind­lands­hafi, valda því meðal ann­ars að vest­ur­hluti Suð­ur­-Afr­íku þornar upp á meðan það er meiri úrkoma í aust­ur­hlut­an­um. Svipað er ástatt um suð­ur­hluta ­Suð­ur­-Am­er­íku. Og svo í Ástr­alíu hafa veð­ur­fars­beltin verið að fær­ast til og þau svæði sem þegar eru mjög þurr verða ennþá þurr­ari.“

En vís­inda­menn og stjórn­mála­menn eru ekki sam­mála um hvað sé að eiga sér stað. Jú, eld­arnir eru miklir, en það hafa þeir nú verið áður­, ­full­yrða þeir síð­ar­nefnd­u. 

Scott Morri­son, for­sæt­is­ráð­herra Ástr­al­íu, var harð­lega gagn­rýndur er hann fór í jóla­frí til Hawaii á meðan jörð brann í heima­land­in­u. ­Stað­geng­ill hans í emb­ætti, Mich­ael McCor­mack, sagði á þeim tíma­punkti við þjóð­ina: „Við höfum áður séð svona reyk. Við höfum áður séð gróð­ur­elda.“ Sami tónn var í nýársávarpi Morri­sons. Þar sagði hann að fyrri kyn­slóðir Ástr­a­la, þar á með­al­ frum­byggjar álf­unn­ar, hefðu einnig staðið and­spænis nátt­úru­ham­förum; flóð­u­m, eldum og þurrk­um. „Við höfum áður staðið frammi fyrir svona áföllum og við höfum sigr­ast á þeim. Það er hinn ástr­alski and­i.“

Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur ekki átt sjö dagana sæla upp á síðkastið.
EPA

Stjórn hans hefur verið gagn­rýnd fyrir að bregð­ast ekki við ­lofts­lags­vánni. Í nýársávarpi sínu gaf hann lítið fyrir til­lög­ur Verka­manna­flokks­ins og Græn­ingja í þeim efnum og sagði: „Við munum ekki eyði­leggja lífs­við­ur­væri Ástr­ala með því að taka upp ábyrgð­ar­laus mark­mið sem munu hækka raf­orku­verð [...] eða með því að snúa baki við hefð­bundn­um at­vinnu­greinum [m.a. kola­vinnslu].“

Því eldar hafa jú logað áður. Og Ástr­a­lar hafa áður sigr­ast á þeim. Ekk­ert óvenju­legt þar á ferð, að mati hinna póli­tísku leið­toga.

Einar er þessu ósam­mála. „Þetta er sann­ar­lega óvenju­leg­t á­stand. En þetta er líka póli­tískt hita­mál í Ástr­al­íu, þar er búið að rugl­a al­menn­ing í rím­inu. Stjórn­völd í Ástr­alíu eru í full­kominni afneitun á þessu or­saka­sam­hengi sem smit­ast auð­vitað út til lands­manna.“

Ýmis­legt bendir til þess að ástr­alska sum­arið nú sé vissu­lega frá­brugðið öðr­um.

Land­svæðið sem hefur orðið eldi bráð er t.d. mun stærra en ­síð­ustu ár. Í Nýju Suð­ur­-Wa­les hefur eldur logað á meira en 3,4 millj­ón­um hekt­ara lands nú þeg­ar, sam­an­borið við um 280 þús­und hekt­ara að með­al­tali á und­an­gengnum árum. 

Eld­arnir loga líka víðar og á öðrum svæðum en oft áður. Þá má nú finna austar og á þétt­býlli svæðum en t.d. eld­arnir miklu árið 1974.

Áhrif á dýra­ríkið hafa verið gríð­ar­leg. Ótt­ast er að um 8.000 kóala­birnir hafi þegar drep­ist. Margir birnir hafa auk þess særst og mis­st heim­kynni sín. Kóala­birnir áttu fyrir undir högg að sækja og ham­far­irnar nú auka á hættu á útrým­ingu þeirra á ákveðnum svæð­um. Vist­fræð­ingar við Háskól­ann í Sydney telja að um 480 millj­ónir spen­dýra, fugla og skrið­dýra hafi drep­ist frá því eld­arnir kvikn­uðu í sept­em­ber.

Eldar hafa logað í öllum fylkjum Ástralíu en mestir hafa þeir verið á suðausturströndinni. Kortið sýnir elda sem loga í rauðum lit en elda sem slökktir hafa verið í gulum lit.
myfirewatch.landgate.wa.gov.au

David Bowman, sér­fræð­ingur við Háskól­ann í Tasman­íu, bend­ir svo á að efna­hags­legra áhrifa ham­far­anna sé farið að gæta. „Það er ekki hægt að halda uppi eðli­legu efna­hags­lífi þegar þriðj­ung­ur, jafn­vel helm­ing­ur ­þjóð­ar­inn­ar, hefur orðið fyrir áhrifum reyks og fjöl­miðlar ein­blína á eldana. Ég veit ekki af hverju ein­hver vill halda því fram að eldar sem þessir hafi áður­ átt sér stað. Það er áhyggju­efni þar sem það heftir aðlög­un­ina. Fyrsta skref­ið í því að takast á við elda sem þessa er að við­ur­kenna umfang vand­ans.“

Margir ferða­manna­staðir eru rjúk­andi rústir og aug­ljóst að á­hrif ham­far­anna á ferða­þjón­ust­una verða gríð­ar­leg. Yfir­völd hafa rýmt nokkra ferða­manna­staði, m.a. þjóð­garða og strand­bæi, sem á þessum árs­tíma eru ­yf­ir­leitt iðandi af ferða­mönn­um. 

Eldtungurnar hafa náð allt að sjötíu metra hæð.
EPA

Ástr­a­l­ar, land­ið ykkar er að brenna

„Ég er lofts­lags­vís­inda­maður í fríi í Blue Mounta­ins [í Ástr­al­íu] að fylgj­ast með áhrifum lofts­lags­breyt­inga, skrifar Mich­ael J. Mann í grein í The Guar­dian undir yfir­skrift­inni: „Ástr­a­l­ar, landið ykkar er að brenna – hættu­legar lofts­lags­breyt­ingar eru að eiga sér stað hér og nú.“

Mann er einn þekkt­asti vís­inda­maður heims­ins á svið­i ­lofts­lags­fræða og er pró­fessor við háskól­ann í Penn­syl­vaniu í Banda­ríkj­un­um. Hann stundar nú rann­sóknir í Ástr­alíu og var í fríi ásamt fjöl­skyldu sinni í Blue Mounta­ins, fjalla­svæði vestur af Sydney, er eldar kvikn­uðu þar.

Hann gagn­rýnir for­sæt­is­ráð­herra lands­ins harð­lega fyrir að sofa á verð­inum og vitnar í þekkt lag áströlsku hljóm­sveit­ar­innar Midnight Oil, Beds are burn­ing. Lagið sem hann naut að hlusta á fyrir nokkrum ára­tugum hafi nú fengið algjör­lega nýja merk­ingu.

„Brúnn him­inn­inn sem ég upp­lifði í Blue Mounta­ins í þess­ari viku er afurð lofts­lags­breyt­inga af manna­völd­um,“ skrifar hann. „Taktu met­hita, bland­aðu honum saman við for­dæma­lausan þurrk á þegar þurrum svæðum og útkom­an er for­dæma­lausir gróð­ur­eldar líkt og þeir sem gleypt hafa Blue Mounta­ins og breiðst út um alla álf­una. Þetta er ekki flók­ið.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar