Mynd: 123rf.com

Peningaþvættisvarnir stóðust prófið fyrir nokkrum árum en féllu á því í fyrra

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi athugun á peningaþvættisvörnum allra viðskiptabanka fyrir nokkrum árum. Niðurstöður voru birtar 2016 og 2017. Þær sögðu að staðan væri í lagi. Í fyrra voru birtar nýjar niðurstöður, eftir nýjar athuganir. Þar komu fram margvíslegar brotalamir, sérstaklega um að upplýsingar um raunverulega eigendur félaga eða fjármuna hafi almennt verið metnar með sjálfstæðum hætti.

Á árunum 2016 og 2017 birti Fjár­mála­eft­ir­litið nið­ur­stöðu athug­unar sinnar á pen­inga­þvætt­is­vörnum allra íslensku við­skipta­bank­anna. Nið­ur­staðan var að verk­lag þeirra við að kanna með áreið­an­legum hætti hvort að upp­lýs­ingar sem gefnar væru um við­skipta­vini bank­anna, og upp­runa fjár­muna þeirra, væri almennt við­un­andi. Á heild­ina litið hafi aðgerðir allra bank­anna upp­fyllt þær kröfur sem lögin gerðu til þeirra.

Í fyrra voru birtar nið­ur­stöður nýrra athug­ana á stöðu pen­inga­þvætt­is­varna hjá öllum bönk­unum fjórum: Íslands­banka, Lands­banka, Arion banka og Kviku. í milli­tíð­inni hafði Ísland fengið á sig áfell­is­dóm frá alþjóð­legu sam­tök­unum Fin­ancial Act­ion Task Force (FATF) fyrir að vera með veru­lega lakar varnir gegn pen­inga­þvætti. Þrátt fyrir marg­hátt­aðar úrbætur tókst Íslandi ekki að laga þá stöðu nægi­lega hratt og í októ­ber 2019 var Ísland sett á gráan lista sam­tak­anna. Á meðal þeirra úrbóta sem þurfti að ráð­ast í var setn­ing nýrra heild­ar­laga um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka. 

Í þetta sinn sýndi nið­ur­staða athug­ana Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, sem sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans náði að minnsta kosti í ein­hverjum til­vikum til sömu tíma­bila og þær sem fram­kvæmdar voru fyrir nokkrum árum, fram á ýmis­konar brotala­mir. Hjá öllum fjórum við­skipta­bönk­unum voru brotala­mir í pen­inga­þvætt­is­vörnum þeirra, þótt þær séu mis­mun­andi mikl­ar. Innan þeirri allra skorti á að upp­lýs­ingar um raun­veru­lega eig­endur félaga eða fjár­muna hafi almennt verið metnar með sjálf­stæðum hætti. Tveir bankar eru í rík­i­s­eigu en tveir eru skráðir á hluta­bréfa­mark­að.

Íslands­banki

Þann 16. febr­úar 2016 birti Fjár­mála­eft­ir­litið nið­ur­stöðu athug­unar sinnar á pen­inga­þvætt­is­vörnum Íslands­banka, sem haf­ist hafði 27. júlí 2015. Í athug­un­inni var kannað úrtak sjö lög­að­ila og sjö ein­stak­linga. Mark­mið hennar var að skoða hvort staðið hafi verið með við­un­andi hætti að áreið­an­leika­könn­un, sem fram­kvæma skal við upp­haf samn­ings­sam­bands, sem og hvort reglu­bundið eft­ir­lit hafi átt sér stað í kjöl­far­ið, sér­stak­lega með til­liti til þess hvort upp­færðra upp­lýs­inga um við­skipta­vini hafi verið afl­að. 

Nið­ur­staðan var sú að almennt taldi Fjár­mála­eft­ir­litið að verk­lag Íslands­banka væri í sam­ræmi við þágild­andi lög um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka og að bank­inn upp­fyllti þær kröfur sem til hans væru gerð­ar.

Ný vett­vangs­at­hugun Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á Íslands­banka, þar sem kann­aðar voru pen­inga­þvætt­is­varnir bank­ans, hófst í mars 2019. Nið­ur­staða lá fyrir í des­em­ber og nið­ur­staðan var birt á vef eft­ir­lits­ins seint síð­asta föstu­dag fyrir jól 2019. 

Í henni kom fram að eft­ir­litið taldi til­efni til að gera athuga­semdir við að í tveimur til­vikum hafi ekki verið skjal­fest mat bank­ans á áreið­an­leika upp­lýs­inga og því var ekki sýnt fram á að upp­lýs­ingar um raun­veru­lega eig­endur hafi verið metnar með sjálf­stæðum hætti. Þá gerði eft­ir­litið athuga­semd við að skortur var á að upp­lýs­ingar um við­skipta­menn bank­ans væru upp­færðar reglu­lega. 

Fjár­mála­eft­ir­litið gerði ekki kröfu um úrbætur þar sem Íslands­banki var þegar búinn að grípa til þeirra eftir að athug­unin hóf­st, en áður en að nið­ur­staðan lá fyr­ir.

Fjár­mála­eft­ir­litið taldi hins vegar ekki til­efni til að gera athuga­semdir við innri reglur og ferla, eft­ir­lits­kerfi vegna reglu­bund­ins eft­ir­lits með samn­ings­sam­böndum við við­skipta­menn, alþjóð­legra þving­un­ar­að­gerða og ein­stak­linga í áhættu­hópi vegna stjórn­mála­legra tengsla. Þá þótti ekki, miðað við valið úrtak, til­efni til að gera athuga­semdir við fram­kvæmd áreið­an­leikakann­ana hjá ein­stak­lingum eða úrtak á skýrslum vegna rann­sókna á grun­sam­legum við­skiptum og til­kynn­ingum til skrif­stofu fjár­mála­grein­inga lög­reglu. 

Lands­bank­inn

Fjár­mála­eft­ir­litið hóf athugun á pen­inga­þvætt­is­vörnum Lands­bank­ans 23. júlí 2015. Mark­mið hennar var að skoða hvort staðið hefði verið með við­un­andi hætti að áreið­an­leika­könn­un, sem fram­kvæma skal við upp­haf samn­ings­sam­bands, sem og hvort reglu­bundið eft­ir­lit hefði átt sér stað í kjöl­far­ið, sér­stak­lega með til­liti til þess hvort upp­færðra upp­lýs­inga um við­skipta­vini hefði verið afl­að.

Nið­ur­staðan var birt 15. jan­úar 2016. Í henni kom fram að kannað hefði verið úrtak sjö lög­að­ila og sjö ein­stak­linga. Af þeim var gerð athuga­semd við verk­lag við könnun á áreið­an­leika upp­lýs­inga um við­skipta­menn hjá tveimur lög­að­il­um. Fjár­mála­eft­ir­litið fór fram á að Lands­bank­inn gerði við­eig­andi úrbætur í kjöl­far athug­un­ar­innar en almennt taldi það að verk­lag bank­ans væri í sam­ræmi við þágild­andi lög og að á heild­ina litið hafi aðgerðir Lands­bank­ans upp­fyllt þær kröfur sem lögin gerðu til hans. Fjár­mála­eft­ir­litið réðst í nýja athugun á pen­inga­þvætt­is­vörnum Lands­bank­ans í jan­úar 2019, eftir að nið­ur­staða áður­nefndar úttektar FATF lá fyr­ir. Þeirri athugun lauk í októ­ber sama ár en nið­ur­staðan var ekki birt á vef eft­ir­lits­ins fyrr en 20. des­em­ber, tveimur mán­uðum síð­ar. 

Í nið­ur­stöðu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins nú voru gerðar nokkrar athuga­semdir við pen­inga­þvætt­is­varnir Lands­bank­ans. Þar sagði að skortur hefði verið á skjal­fest­ingu á mati á áreið­an­leika upp­lýs­inga og því var ekki sýnt fram á að upp­lýs­ingar um raun­veru­lega eig­endur hafi almennt verið metnar með sjálf­stæðum hætt­i. 

Þá var könnun á áreið­an­leika upp­lýs­inga um raun­veru­lega eig­endur erlendra lög­að­ila almennt ábóta­vant. Skjal­festum verk­ferlum vegna fram­kvæmdar áreið­an­leikakann­ana var líka ábóta­vant en ein­ungis var um að ræða upp­taln­ingu á þeim upp­lýs­ingum og gögnum sem afla á, en ekki fjallað um þá könnun sem þarf að fara fram á þeim upp­lýs­ing­um. 

Arion banki

Arion banki var líka skoð­aður á árinu 2015. Sú athugun hófst 27. júlí það ár og henni lauk 12. jan­úar 2016 með birt­ingu nið­ur­stöðu. Líkt og hjá rík­is­bönk­unum tveimur var mark­miðið að skoða hvort staðið hafi verið með við­un­andi hætti að áreið­an­leika­könn­un, sem fram­kvæma skal við upp­haf samn­ings­sam­bands, sem og hvort reglu­bundið eft­ir­lit hefði átt sér stað í kjöl­far­ið, sér­stak­lega með til­liti til þess hvort upp­færðra upp­lýs­inga um við­skipta­vini hafi verið afl­að.

Sjö lög­að­ilar og sjö ein­stak­lingar voru skoð­aðir og af þeim voru gerðar tvær athuga­semdir við könnun á áreið­an­leika upp­lýs­inga um við­skipta­mann. Farið var fram á úrbætur en að að öðru leyti taldi Fjár­mála­eft­ir­litið að verk­lag Arion banka væri í sam­ræmi við lög. 

Í kjöl­far þess að FATF gaf Íslandi fall­ein­kunn var ráð­ist í nýja athugun á Arion banka. Hún hófst í októ­ber 2018 og nið­ur­staða lá fyrir í jan­úar 2019. Hún var þó ekki birt fyrr en 29. maí 2019,  rúmum fjórum mán­uðum eftir að nið­ur­staða athug­un­ar­innar lá fyr­ir. Það var gert að beiðni Arion banka sem vildi fá að bregð­ast við úrbóta­kröfum áður en nið­ur­staðan yrði gerð opin­ber. Bank­inn seg­ist hafa brugð­ist við öllum úrbóta­kröf­um. 

Í athugun Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á Arion banka kom meðal ann­ars fram að bank­inn hefði hefði ekki metið með sjálf­­stæðum hætti hvort upp­­lýs­ingar um raun­veru­­lega eig­endur við­­skipta­vina væru réttar og full­nægj­andi og að þær upp­­lýs­ingar hafi ekki verið upp­­­færðar með reglu­­legum hætti, líkt og lög um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka gerðu ráð fyr­­ir. Eft­ir­litið gerði einnig athuga­­semd um að Arion banki hefði ekki sinnt rann­­sókn­­ar­­skyldu sinni í til­­viki erlends við­­skipta­vin­­ar, það taldi að reglu­bundið eft­ir­lit bank­ans með við­­skipta­vinum hafi ekki full­nægt kröfum laga um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka né að verk­lag í tengslum við upp­­­færslu á upp­­lýs­ingum um við­­skipta­vini hafi ekki verið full­nægt. Þá taldi Fjár­mála­eft­ir­litið að skýrslur Arion banka um grun­­sam­­legar og óvenju­­legar færslur hefðu ekki verið full­nægj­andi.

Kvika banki

Fjár­mála­eft­ir­litið lauk fyrri athugun á Kviku banka í febr­úar 2017. Í nið­ur­stöðu þeirrar athug­un­ar, sem er dag­sett 14. mars 2017 og er ekki hálf blað­síða að lengd, segir að í athug­un­inni hafi verið lögð sér­stök áhersla á könnun Kviku á „áreið­an­leika upp­lýs­inga um við­skipta­menn sína, reglu­bundið eft­ir­lit með samn­ings­sam­band­inu við við­skipta­menn, til­kynn­ing­ar­skyldu og þjálfun starfs­fólks.“ 

Nið­ur­stöður athug­un­ar­innar hafi verið byggðar á upp­lýs­ingum og gögnum sem aflað var við athug­un­ina og stöð­unni eins og hún var á þeim tíma sem athug­unin fór fram. Í nið­ur­stöð­unni segir að það hafi verið mat Fjár­mála­eft­ir­lits­ins að fram­kvæmd Kviku við könnun á áreið­an­leika upp­lýs­inga um við­skipta­menn sína, reglu­bundið eft­ir­lit með þeim, til­kynn­ing­ar­skyldu og þjálfun starfs­fólks væri almennt við­un­andi. Nokkrar ábend­ingar hafi verið settar fram um atriði sem betur mætti fara. En heilt yfir stóðst Kvika banki próf­ið.

Tveimur árum síðar hóf Fjár­mála­eft­ir­litið aðra athugun sína á Kviku banka á nokkrum árum, nánar til­tekið í maí 2019, og henni lauk í des­em­ber sama ár. Í þetta sinn varð nið­ur­staðan allt önn­ur, þrátt fyrir að meðal ann­ars sama tíma­bil hafi verið skoðað og í fyrri athug­un­inn­i. 

Sam­kvæmt nið­ur­stöð­unni telur Fjár­mála­eft­ir­litið að skortur hafi verið á skjal­fest­ingu á mati á áreið­an­leika upp­lýs­inga og að innan bank­ans hafi ekki verið sýnt fram á að upp­lýs­ingar um raun­veru­lega eig­endur hafi almennt verið metnar með sjálf­stæðum hætt­i. 

Þá segir í nið­ur­stöðu eft­ir­lits­ins að öflun upp­lýs­inga um raun­veru­lega eig­endur við­skipta­vina sem komu upp­haf­lega í við­skipti við Virð­ingu hf., sem síðan rann saman við önnur fjár­mála­fyr­ir­tæki til að mynda Kviku, hafi verið ófull­nægj­andi. „Í tveimur til­vikum sönn­uðu við­skipta­menn ekki á sér deili við upp­haf samn­ings­sam­bands,“ segir í nið­ur­stöð­unni.

Kerfi Kviku vegna reglu­bund­ins eft­ir­lits með samn­ings­sam­bandi við við­skipta­menn var ófull­nægj­andi en þess er getið í nið­ur­stöðu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins að bank­inn hafði hafið inn­leið­ingu á nýju kerfi þegar athug­unin fór fram. Að end­ingu var það einnig nið­ur­staða eft­ir­lits­ins að skortur væri á að upp­lýs­ingar um við­skipta­menn bank­ans væru upp­færðar reglu­lega.

Fjár­mála­eft­ir­litið taldi hins vegar ekki til­efni til að gera athuga­semdir við innri reglur og ferla, eft­ir­lits­kerfi vegna alþjóð­legra þving­un­ar­að­gerða og ein­stak­linga í áhættu­hópi vegna stjórn­mála­legra tengsla eða úrtak á skýrslum vegna rann­sókna á grun­sam­legum við­skiptum og til­kynn­ingum til skrif­stofu fjár­mála­grein­inga lög­reglu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar