Mynd: Skjáskot/RÚV

Það er hægt að ákæra þá sem sviku undan skatti fyrir áratugum fyrir peningaþvætti

Niðurstaða Hæstaréttar í máli Júlíusar Vífils Ingvarssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann var dæmdur fyrir peningaþvætti er verulega fordæmisgefandi. Hægt verður að óbreyttu að fara á eftir þeim sem sviku undan skatti fyrir áratugum síðan, ef þeir hafa verið að hreyfa ávinninginn af því broti síðastliðinn áratug.

Í síð­asta mán­uði var fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík, Júl­íus Víf­ill Ingv­ars­son, dæmdur í sex mán­aða skil­orðs­bundið fang­elsi fyrir pen­inga­þvætti í Hæsta­rétti Íslands. Sú fjár­­hæð sem er talin vera ólög­­mætur ávinn­ingur vegna þvætt­is­ins, þ.e. þeir skattar sem Júl­­íus Víf­ill átti að greiða og vextir af því fé, er áætluð á bil­inu 49 til 57 millj­­ónir króna.

Það sem er athygl­is­vert í máli Júl­í­usar Víf­ils er að hann er dæmdur fyrir svo­kallað sjálf­þvætti, sem varð fyrst refsi­vert hér­lendis í lok árs 2009. Fram að því mátti ein­fald­lega fremja pen­inga­þvætti með ávinn­ing af afbrotum ann­arra. Í sjálf­þvætt­inu felst að það varð bannað að geyma eða flytja ávinn­ing af brotum sem við­kom­andi framd­i. 

Í máli Júl­í­usar var um að ræða ávinn­ing sem var mjög gam­all. Frum­brot­ið, sem í fólst að svíkj­ast undan því að greiða skatta, voru framin á níunda og tíunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Við rann­sókn máls­ins við­ur­kenndi Júl­íus Víf­ill að hann hefði framið skatta­laga­brot með því að hafa ekki gefið upp til skatts tekjur sem honum hlotn­uð­ust og geymdar voru á aflands­reikn­ing. Júl­­íus Víf­ill hefur aldrei viljað upp­­lýsa um hvenær umræddra tekna var aflað og því er ekki hægt að segja með vissu hver ávinn­ingur hans af skatta­laga­brot­unum hefur ver­ið. Skatta­laga­brot fyrn­ast hins vegar á sex árum og því voru brot Júl­í­usar Víf­ils löngu fyrnd. 

Próf­mál sem hefur mikið for­dæm­is­gildi

Ákæra hér­aðs­sak­sókn­ara á hendur Júl­íusi Vífli var því próf­mál. Emb­ættið vildi kom­ast að því hvort að það gæti ákært ein­stak­linga fyrir að geyma eða flytja ávinn­ing af fyrndu broti fyrir pen­inga­þvætti. Svarið sem fékkst á öllum dóm­stigum hér­lendis var skýrt: Já.

Auglýsing

Lög­maður Júl­í­usar Víf­ils, Hörður Felix Harð­ar­son, sagði við Við­skipta­blaðið í vik­unni að mál­inu verði lík­lega vísað til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. „Að okkar mati er hér á ferð stórt, for­dæm­is­gef­andi mál. Í því sam­bandi er vert að hafa í huga að fjöldi þeirra mála sem hafa fallið á tíma­frestum í skatt­kerf­inu síð­ast­liðna ára­tugi er án nokk­urs vafa umtals­verð­ur. Af þessum dómi virð­ist ljóst að það sé hægt að taka þau mál upp, svo fram­ar­lega sem gögn séu enn til staðar og skatt­að­il­inn hafi ekki orðið gjald­þrota, og ákæra fyrir pen­inga­þvætt­i.“

Þetta þýðir ein­fald­lega, miðað við nið­ur­stöðu íslenskra dóm­stóla, að það er til dæmis hægt að ákæra alla þá sem voru opin­beraðir í Panama­skjöl­unum og grun­aðir voru um fyrnd skatta­laga­brot fyrir pen­inga­þvætti ef hægt er að sýna fram á að þeir hafi geymt eða flutt hagnað af þeim frá þeim tíma sem það varð refsi­vert að þvætta ávinn­ing af eigin afbrot­um, eða 30. des­em­ber 2009.

Var í Pana­ma­skjöl­unum

Júl­­­­­íus Víf­ill var einn þeirra stjórn­­­­­­­­­mála­­­­­manna sem voru opin­beraðir í Pana­ma­skjöl­unum og greint var frá í sér­­­­­­­­­stökum Kast­­­­­ljós­þætti sem sýndur var 3. apríl í 2016. Þar kom meðal ann­­­ars fram að hann hefði í árs­­­­­byrjun 2014 stofnað félagið Silwood Founda­tion á Panama. Rík áhersla var lögð á það við stofnun félags­­­­­ins að nafn Júl­í­usar Víf­ils kæmi hvergi fram í tengslum við félag­ið, sam­­­kvæmt umfjöll­un­inni.

Tveimur dögum áður en að Kast­­­ljós­þátt­­­ur­inn var sýndur sendi Júl­­­íus Víf­ill frá sér yfir­­­lýs­ingu þar sem hann sagði að til­­­­­gang­­­ur­inn með stofnun aflands­­­fé­lags­ins væri að stofna eft­ir­­­launa­­­sjóð í Sviss. „Allt sem við kemur þessum sjóði er í sam­ræmi við íslensk lög og regl­­­ur, enda naut ég sér­­­fræð­i­ráð­gjafar til að tryggja að rétt­i­­­lega og lög­­­­­lega væri að málum stað­ið. Mér var ráð­lagt að skrá stofnun sjóðs­ins í Panama. Ég hef hvorki fengið neitt greitt úr sjóðnum né haft af honum ann­­­ars konar tekjur og hef ekki heim­ild til að ráð­stafa fjár­­­munum úr hon­­­um.”

Auglýsing

Júl­­­íus Víf­ill sagði af sér sem borg­­­ar­­­full­­­trúi 5. apríl 2016, tveimur dögum eftir að þátt­­­ur­inn var sýnd­­­ur.

Sak­aðir um að koma ætt­­­­­ar­auð undan

Syst­k­ini Júl­í­usar Víf­ils og erf­ingjar for­eldra hans hafa sakað hann og bróður hans, Guð­­­mund Ágúst Ing­v­­­ar­s­­­son, um að komið ætt­­­­­­­ar­auð for­eldra þeirra undan og geymt hann á aflands­­­­reikn­ing­­­­um. Það gerðu þau meðal ann­­­ars í Kast­­­ljós­þætti sem sýndur var í maí 2016. Meintur ætt­­­a­r­auður eru sjóðir sem urðu til vegna starf­­­semi Ing­v­­­ars Helga­­­sonar hf., sem um ára­bil var eitt stærsta bíla­um­boð lands­ins.

Þessum ávirð­ingum hefur Júl­­­íus Víf­ill ávallt hafnað með öllu. Í við­tali við Morg­un­­­blaðið í maí 2016 sagði hann þvert á móti að syst­k­ini hans hefðu dregið af sér tugi millj­­­óna króna af banka­­­reikn­ingi móður þeirra og í yfir­­­lýs­ingu sem Júl­­­íus Víf­ill sendi frá sér sagði hann að ásak­­­anir syst­k­ina sinna væru algjör ósann­indi og ómerki­­­leg ill­­­mælgi.

Þann 5. jan­úar 2017 kærði skatt­rann­­­­­sókn­­­­­ar­­­­­stjóri Júl­­­­íus Vífil til emb­ætti hér­­­­­aðs­sak­­­­­sókn­­­­­ara vegna meintra brota á skatta­lögum og vegna gruns um pen­inga­þvætti. Við síð­­­­­­­­­ara brot­inu gat legið allt að sex ára fang­els­is­­­­­dóm­­­­­ur.

Auglýsing

Í kærunni kom fram að Júl­­­­­íus Víf­ill hafi átt fjár­­­­­muni á erlendum banka­­­­­reikn­ingum að minnsta kosti frá árinu 2005. Frá árinu 2014 hafi þeir verið hjá svis­s­­­­­neska bank­­­­­anum Julius Bär í nafni aflands­­­­­fé­lags Júl­í­us­­ar Víf­ils.

Ráð­­­legg­ingar „svo þetta endi ekki allt í skatti“

Hér­­­­­aðs­sak­­­­­sókn­­­­­ara barst hljóð­­­­­upp­­­­­­­­­taka frá emb­ætti skatt­rann­­­­­sókn­­­­­ar­­­­­stjóra þann 27. mars 2017. Um svipað leyti var sama upp­­­­­­­­­taka send á fjöl­miðla.

Á upp­­­­­tök­unni, sem er af fundi sem fór fram þremur dögum eftir birt­ingu Pana­ma­skjal­anna, mátti heyra Júl­­­­­íus Víf­ill og lög­­­­­­­­­mann hans, Sig­­­­­urð G. Guð­jóns­­­­­son, ræða um þá fjár­­­­­muni sem vistaðir voru í svis­s­­­­­neska bank­­­­­anum við ætt­­­­­ingja Júl­í­usar Víf­ils, sem höfðu ásakað hann um að hafa komið ætt­­­­­­­­­ar­auð for­eldra sinna undan og geymt á aflands­­­­­reikn­ing­­­­­um. Júl­­­­­íus Víf­ill vildi að Sig­­­­­urður G. Guð­jóns­­­son myndi verja sig í mál­inu sem hér­­­­­aðs­sak­­­­­sókn­­­­­ari hefur rann­sakað á hendur hon­­­­­um. Á það vildi hér­­­­­aðs­sak­­­­­sókn­­­­­ari ekki fall­­­­­ast þar sem emb­ættið vildi kalla Sig­­­­­urð til skýrslu­­­­­töku í mál­inu og það úti­­­­­lok­aði ekki að Sig­­­­­urður fái stöðu sak­­­­­born­ings í því. Ástæðan eru þær ráð­­­­­legg­ingar sem Sig­­­­­urður veitir á hljóð­­­­­upp­­­­­tök­unni, um hvernig sé hægt að kom­­­­­ast hjá því að greiða fjár­­­­­mun­ina til syst­k­ina Júl­í­usar Víf­ils án þess að „þetta endi ekki allt í skatt­i“.

Þessi upp­­­­­taka átti þátt í því að ákæra var gefin út á hendur Júl­­­íusi Vífli og er ferl­inu hér inn­an­lands nú lokið með dómi Hæsta­réttar í mál­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar