Boney M og stolnu lögin

Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.

Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Auglýsing

Kjarn­inn end­­­­­­­­ur­birtir nú valda pistla Borg­þórs Arn­gríms­­­­­­­­sonar sem sam­hliða eru gefnir út sem hlað­varps­þætt­­­­­­­­ir. Frétta­­­­­­­­skýr­ingar Borg­þórs njóta mik­illa vin­­­­­­­­sælda og sú sem er end­­­­­­­­ur­birt hér að neðan var upp­­­­­­­­haf­­­­­­­­lega birt þann 17. jan­úar 2021.

Stofn­andi Boney M fædd­ist í Þýska­landi árið 1941, skírn­ar­nafn hans var Franz Reuther. Hann hafði frá unga aldri mik­inn áhuga á tón­list en taldi viss­ara að læra eitt­hvað sem hann gæti lifað af, eins og hann sagði síðar í við­tali, og lauk námi sem mat­reiðslu­mað­ur. 

Tón­listin átti þó hug hans allan og hann lagði kokka­húf­una á hill­una fljót­lega eftir að nám­inu lauk. Árið 1967 sendi hann frá sér, á smá­skífu, lagið „Will You Ever Be Mine“. Þá hafði hann tekið upp nafnið Frank Fari­an. 

Auglýsing

„Will You Ever Be Mine“ vakti litla athygli, en árið 1976 urðu straum­hvörf í lífi Frank Fari­an. Það ár kom út fyrsta smá­skífa söngsveitar sem Frank Farian hafði ákveðið að kalla Boney M. Á þess­ari smá­skífu var að finna lagið „Baby Do You Wanna Bump“ sem var umskrifun á lagi jama­íska söngv­ar­ans Prince Buster en hjá honum hét lagið „Al Capo­ne“. Þetta var ekki í síð­asta skipti sem Frank Farian leit­aði í smiðju söngv­ara og tón­list­ar­manna frá eyjum í kar­ab­íska haf­in­u. 

„Baby Do You Wanna Bump“ naut tals­verðra vin­sælda í Hollandi og Belgíu en þegar hol­lenska sjón­varpið óskaði eftir að söngsveitin flytti lagið í sjón­varp­inu þurfti Frank Farian að hafa hraðar hend­ur. Þetta sem hann hafði kallað söng­sveit var nefni­lega bara hann sjálf­ur, hann hafði sungið allar radd­irnar á plöt­unni. En honum tókst að hóa saman fjórum söngv­ur­um, þremur konum og einum karli, Boney M flokk­ur­inn var orð­inn til. Og kom fram í hol­lenska sjón­varp­in­u. Þeir sem horfðu á þátt­inn vissu ekki að aðal­söngv­ar­inn sást ekki á skján­um, Frank Farian var nefni­lega ekki ánægður með söng karls­ins í hópn­um, Bobby Farrell, og söng því sjálfur þótt Bobby Farrell hreyfði var­irn­ar. Bobby Farrell var hins vegar góður dans­ari og féll að því leyti vel inn í hóp­inn.

Í áður­nefndum sjón­varps­þætti flutti hóp­ur­inn meðal ann­ars lagið „Daddy Cool“. Í sept­em­ber 1976, skömmu eftir áður­nefndan hol­lenskan sjón­varps­þátt, kom Boney M fram í tón­list­ar­þætt­inum Der Musikla­den sem sýndur var í þýska sjón­varp­in­u. 

Frank Farian setti saman söngsveitina Boney M.



„Daddy Cool“ sló í gegn og komst hátt, og sums­staðar efst, á vin­sælda­lista  útvarps- og sjón­varps­stöðva í Evr­ópu. Boney M var orðið nafn og fyrsta stóra“ plata sveit­ar­innar sem kom út sum­arið 1976 seld­ist ágæt­lega. Í umsögnum blaða frá þessum tíma má lesa að sviðs­fram­koma sveit­ar­innar sé mjög líf­leg og tón­listin gríp­andi. Söng­hæfi­leikar fjór­menn­ing­anna séu greini­lega mis­jafnir en aðal­söngv­ar­inn Liz Mitchell fær mjög góða dóma. Þess má geta að fjór­menn­ing­arnir í Boney M eiga allir rætur að rekja til eyja í kar­ab­íska haf­inu.

Nafnið sótt í ástr­alska sjón­varps­þætti

Frank Farian hafði lengi velti fyrir sér hvað söngsveitin sem hann hafði sett saman ætti að heita. Kvöld eitt kveikti hann, sem oft­ar, á sjón­varp­inu og þá var að ljúka einum þætti í ástr­al­skri þátta­röð. Það fyrsta sem hann sá þegar myndin birt­ist á skjánum (sem tók drjúga stund á þeim árum) var nafnið Boney, sem var heiti þátt­anna. 

„Bo­ney, Boney“ sagði Frank Farian við sjálfan sig, „Bo­ney, Boney, Boney, Boney M“ og slökkti á sjón­varp­inu. Í við­tali mörgum árum síðar sagð­ist hann strax hafa verið viss um að Boney M væri rétta nafn­ið.  

Rivers of Babylon og Brown Girl in the Ring

Í apríl 1978 sendi Boney M sveitin frá sér smá­skífu með tveimur lög­um. Á þess­ari skífu voru tvö lög: „Ri­vers of Babylon“ og „Brown Girl in the Ring“. For­ráða­menn útgáfu­fyr­ir­tæk­is­ins voru hand­vissir um að lagið „Ri­vers of Babylon“ yrði sölu­lag plöt­unnar og settu það á A-hlið­ina. Fljót­lega kom í ljós að það var lagið á B-hlið­inni „Brown Girl in the Ring“  sem naut meiri vin­sælda og þá ákváðu útgef­end­urn­ir, í skyndi, að senda nýtt upp­lag (aðra press­un) á mark­að­inn og nú var „Brown Girl in the Ring“ komið á A-hlið­ina. Plötu­safn­arar og aðdá­endur Boney M kvört­uðu sumir hverj­ir, yfir því að þurfa að kaupa sömu plöt­una tvisvar, ef svo mætti segja.

Bæði lögin á þess­ari smá­skífu náðu miklum vin­sældum og voru vikum saman í efstu sætum vin­sælda­lista evr­ópskra útvarps­stöðv­a. Þetta sama ár sendi Boney M frá sér breið­skíf­una „Night­flight to Venus“. Á þeirri plötu voru 10 lög, þar á meðal bæði „Ri­vers of Babylon“ og „Brown Girl in the Ring“.

Platan „Nightflight to Venus“ kom út árið 1978.



Árið 1978 var tví­mæla­laust hátind­ur­inn á ferli Boney M. Á næstu árum sendi sveitin frá sér nokkrar plötur en engin þeirra náði sama flugi og „Night­fligt to Venus“. Sam­tals hafa plötur sveit­ar­innar selst í tugum millj­óna ein­taka. Boney M er oft sögð eins­konar sam­nefn­ari diskó tíma­bils­ins, glimmer og stuð.

Saga sveit­ar­innar verður ekki frekar rakin hér en sumir fjór­menn­ing­anna hafa haldið áfram í tón­list­inni, allt til þessa dags. Sama er að segja um Frank Fari­an, mann­inn á bak­við sveit­ina.

Að eigna sér tón­list ann­arra  

Fljót­lega eftir að smá­skífan með „Brown Girl in the Ring“ og „Ri­vers of Babylon“ kom á mark­að­inn fóru að heyr­ast raddir um að þessi tvö lög væru hreint ekki samin af Frank Fari­an. Þetta væru lög sem hann hefði tekið trausta­taki og gert að sín­um, þau hefðu bæði orðið til á eyjum í kar­ab­íska haf­inu. „Brown Girl in the Ring“ væri leikur sem krakkar á Jamaíku hefðu kunnað ára­tugum sam­an. „Ri­vers of Babylon“  væri hins vegar ára­tuga gam­all söngur Rastafara­trú­ar­hreyf­ing­ar­inn­ar, ætt­aður frá Afr­íku og Jamaíka. Bæði þessi lög hafa reyndar verið hljóð­rituð áður, en vin­sæld­irnar sem þau náðu í flutn­ingi Boney M urðu til þess að að beina athygl­inni að þeirri stað­reynd að tón­list­ar­menn, austan hafs og vest­an, hafa árum saman tekið án heim­ildar lög, sem til hafa orðið í fátæk­ari lönd­um, og gert að sín­um. 

Boney M er oft sögð eins­konar sam­nefn­ari diskó tíma­bils­ins, glimmer og stuð.



Um þetta eru mýmörg dæmi, þar á meðal suð­ur­a­fríska lagið „Mbu­be“, samið 1939, höf­undur þess Solomon Linda. Fáir kann­ast kannski við þetta nafn, en því betur við „The Lion Sleeps Ton­ight“, sem Dis­ney fyr­ir­tækið not­aði í kvik­mynd­inni The Lion King. Eftir löng og kostn­að­ar­söm rétt­ar­höld greiddi Dis­ney fyr­ir­tækið erf­ingjum Solomon Linda skaða­bæt­ur.

20 ára deila   

Árið 1974, fjórum árum áður en Boney M sendi frá sér smá­skíf­una með met­sölu­lög­unum tveimur „Brown Girl in the Ring“ og „Ri­vers of Babylon“ hafði fyrr­nefnda lagið komið út á plötu söngv­ar­ans Malcolm Mag­ar­on. Þar var höf­und­ur­inn sagður Peter Her­bolzheimer, þýskur tón­list­ar­maður og hljóm­sveit­ar­stjóri. 

Hann var ósáttur við að Frank Farian skyldi eigna sér lagið og í kjöl­farið tóku við rétt­ar­höld, sem stóðu yfir í um það bil 20 ár. Þýskir fjöl­miðlar sögðu að þegar dóm­ar­inn, Wolf­gang Neuschild, hefði fengið málið í sínar hendur hefði hann verið dökk­hærður en orð­inn grá­hærður þegar því lauk. Dóm­ar­inn lýsti því yfir þegar mála­ferlin hófust að hann væri vita lag­laus, en þegar mál­inu lauk nefndi hann sér­stak­lega að sitt slaka tón­eyra væri ekki ástæða þess hve langan tíma málið tók. Sér­kenni­legt þótti að hvorki stefn­and­inn né hinn stefndi höfðu samið lagið sem deilt var um og í raun veit eng­inn hver er höf­undur lags­ins. En mál­inu lauk með ein­hvers konar sátt, en inni­hald þeirrar sáttar hefur ekki verið gert opin­bert.

Rétt­ar­höldin vegna „Brown Girl in the Ring“ vöktu athygli á þeirri stað­reynd að höf­undar frá fátækum löndum eiga erfitt með að leita réttar síns gagn­vart fjár­sterkum útgáfu­fyr­ir­tækj­um.

Mörg fleiri mál

Í Þýska­landi eru nú í gangi nokkur mál sem varða lög sem tón­list­ar­menn hafa tekið „trausta­taki“. Í Dan­mörku eru í gangi nokkur slík mál og mörg fleiri væri hægt að nefna.

Ekki er hægt að slá botn í þennan pistil án þess að nefna Jóhann Helga­son. Hann hefur um nokk­urra ára skeið átt í mála­ferlum gegn erlendu fjár­sterku erlendu fyr­ir­tæki, Uni­ver­sal Music og norska laga­höf­und­inum Rolf Løvland. Þau snú­ast um lagið „Sökn­uð“. Ekki sér fyrir end­ann á því máli en þar á Davíð sann­ar­lega í höggi við Gol­í­at.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar