Enginn flokkur getur sagt „Reykjavík er okkar“

Níu flokkar gætu átt möguleika á að ná í þá 22 þingmenn sem í boði eru í Reykjavíkurkjördæmunum. Innan stærri flokka eru að eiga sér stað innanflokksátök og ráðherrar eiga á hættu að detta út af þingi. Kjarninn skoðar fylgi flokka eftir landssvæðum.

Reykjavík - invert
Auglýsing

Innan við hálft ár er til næstu þing­kosn­inga, sem fara fram 25. sept­em­ber næst­kom­andi. Stjórn­mála­flokk­arnir eru í óða önn við að ákveða hvaða ein­stak­lingar verði í fram­boði fyrir þá og hvaða meg­in­á­herslur verða settar á odd­inn til að hvetja sem flesta kjós­endur til að setja X við þá.

Heilt yfir er staðan þannig, og hefur verið í nokkurn tíma sam­kvæmt könn­un­um, að flókið gæti orðið að mynda starf­hæfa rík­is­stjórn. Stjórn­ar­flokk­arnir hafa allir tapað fylgi, stærstu stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir ekki bætt nægi­lega miklu við sig til að gera afger­andi kröfu á stjórn­ar­myndun og nýir flokkar sem hafa ekki átt sæti á Alþingi áður eru að banka á dyrn­ar. Ekki er úti­lokað að flokk­arnir á þingi verði níu tals­ins eftir að atkvæði hausts­ins verða tal­in, og hafa þá aldrei verið fleiri.

Kjarn­inn fékk gögn frá MMR úr könn­unum fyr­ir­tæk­is­ins á fylgi stjórn­mála­flokka síð­ustu þrjá mán­uði. Á meðal þeirra upp­lýs­inga sem þar er að finna er fylgi þeirra eftir land­svæð­um. Tölur MMR miða þó ekki við kjör­dæmi í öllum til­vikum og því gefa þær fyrst og síð­ast vís­bend­ingu um hver staða stjórn­mála­flokk­anna er í hverju kjör­dæmi fyrir sig.

Næstu daga mun Kjarn­inn fjalla um stöðu mála á hverju land­svæði fyrir sig. Fyrst á dag­skrá er höf­uð­borg­in, Reykja­vík, sem skipt er í tvö kjör­dæmi, suður og norð­ur.

Á svip­uðum stað og síð­ast

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn glímir við umtals­verðan vanda á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Í þremur stærstu kjör­dæmum lands­ins – Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum tveimur og í Suð­vest­ur­kjör­dæmi – mælist fylgi flokks­ins sam­an­lagt 6,9 pró­sent. Á svæð­inu búa alls 236.520 manns, eða 64 pró­sent allra íbúa lands­ins.

Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu mælist 6,9 pró­sent sem er er 34 pró­sent minna fylgi en flokk­ur­inn mælist með heilt yfir og það sem hann fékk í síð­ustu kosn­ing­um. Með­al­tals­fylgi flokks­ins á svæð­inu í kosn­ing­unum 2017 var á svip­uðum nót­um, eða 7,1 pró­sentu­stig. Þá gekk Fram­sókn best í Reykja­vík suð­ur, þar sem vara­for­mað­ur­inn Lilja Alfreðs­dóttir leiddi lista flokks­ins, en hann fékk alls 8,1 pró­sent atkvæða þar haustið 2017. Það skil­aði því að Lilja varð síð­asti kjör­dæma­kjörni þing­maður kjör­dæm­is­ins, en þeir eru alls níu. 

Auglýsing
Lilja mun leiða lista flokks­ins Reykja­vík suður á ný og Ásmundur Einar Daða­son, félags- og barna­mála­ráð­herra, hefur ákveðið að taka slag­inn í norð­ur­hluta höf­uð­borg­ar­inn­ar. Þar með færir hann sig úr öruggu þing­sæti í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. 

Þegar hann til­kynnti um vista­skiptin sagði Ásmundur Einar að Fram­sókn muni ekki ná að verða leið­andi afl í stórum kerf­is­breyt­ingum sem hann telur að þurfi að eiga sér stað í íslensku sam­­fé­lagi án þess að flokk­­ur­inn nái að styrkja sig í þétt­býli og þá sér­­stak­­lega í Reykja­vík. 

Alls óljóst er hvernig listi flokks­ins verður skip­aður þar fyrir utan. Heim­ildir Kjarn­ans herma að reynt hafi verið að fá þekkt fólk úr ýmsum áttum til að taka sætin á list­anum fyrir neðan Ásmund Einar og Lilju en án árang­urs. Þá hefur nafn Guðna Ágústs­son­ar, fyrr­ver­andi for­manns flokks­ins, verið nefnt en hann íhug­aði að fara fram fyrir Fram­sókn í Reykja­vík í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum 2014. 

Bar­átta í píp­unum hjá Sjálf­stæð­is­flokknum

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er nokkuð öruggur með að verða stærsti flokk­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu að óbreyttu. Fylgi flokks­ins í síð­ustu þremur könn­unum MMR þar mæld­ist sam­an­lagt 22,6 pró­sent. Það er nán­ast á pari við það sem flokk­ur­inn fékk í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum 2017 þegar hann fékk fyrsta þing­mann í báðum kjör­dæm­un­um. Vert er þó að muna að inni í tölum MMR er stuðn­ingur flokks­ins í Krag­an­um, kjör­dæmi flokks­for­manns­ins, þar sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn var hlaut fleiri atkvæði en í nokkru öðru kjör­dæmi fyrir þremur og hálfu ári.  

Fyr­ir­liggj­andi er að slagur verður í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík. Þar munu Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra og hóp­arnir í kringum þau takast á. 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir mun sækjast eftir oddvitasæti í Reykjavík. Mynd: Bára Huld Beck.

Fyrstu merki þess mátti sjá þegar kjörið var í full­trúa­ráð Varðar (full­trúa­ráðs sjálf­stæð­is­fé­lag­anna í Reykja­vík) fyrr í þessum mán­uði. Þar buðu fram tvær fylk­ingar tengdar áður­nefndum ráð­herr­um. Mikil óánægja spratt upp á meðal sumra stuðn­ings­manna Áslaugar Örnu þegar for­maður ráðs­ins deildi óvart skjá­skoti af sam­skiptum sínum við lyk­il­fólk í hinni fylk­ing­unni á fjar­fundi þar sem verið var að fjalla um kjör­ið. Af skjá­skot­inu, sem sent var í stað skjals sem for­mað­ur­inn ætl­aði að deila, mátti sjá að hann hefði verið í sam­ræðum á Messen­ger við hóp­inn sem teng­ist Guð­laugi Þór. 

Hall­ar­bylt­ingin skil­aði hins vegar ekki árangri og stuðn­ings­fólk Guð­laugs Þór er enn með tögl og hagldir í Verði líkt og verið hefur und­an­farin ára­tug. Það þarf þó ekki endi­lega að leiða til sig­urs í próf­kjöri. 

Áslaug Arna var í öðru sæti á eftir Guð­laugi Þór í Reykja­vík norður í síð­ustu kosn­ing­um. Þriðji þing­maður flokks­ins í því kjör­dæmi var svo Birgir Ármanns­son. Í hinu Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu leiddi Sig­ríður Á. And­er­sen lista flokks­ins eftir að Brynjar Níels­son ákvað að gefa odd­vita­sætið eftir fyrir hana. Þau tvö náðu bæði inn og því eru þing­menn flokks­ins frá Reykja­vík sem stendur fimm. Nokkuð víst er talið að Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir, annar aðstoð­ar­maður Guð­laugs Þórs, muni sækj­ast eftir sæti ofar­lega á lista og ekki er ósenni­legt að Hildur Sverr­is­dótt­ir, annar aðstoð­ar­manna Þór­dísar Kol­brúnar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, muni gera slíkt hið sama. 

Sam­fylk­ingin í deilum við sjálfa sig

Í þing­kosn­ing­unum 2003 náði Sam­fylk­ingin þeim árangri að þáver­andi for­maður flokks­ins, Össur Skarp­héð­ins­son, varð fyrsti þing­maður Reykja­vík­ur­kjör­dæmis norður þegar flokk­ur­inn fékk 29,7 pró­sent atkvæða þar. Við það fór þáver­andi for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Davíð Odds­son, niður í annað sætið í kjör­dæm­inu. Stór breyta í þessum árangri var að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, sem var for­sæt­is­ráð­herra­efni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sett­ist í fimmta sæti á fram­boðs­lista flokks­ins. Með því vildi hún und­ir­strika hvað þyrfti til að Sam­fylk­ingin yrði leið­andi afl í íslenskum stjórn­mál­um. Mark­miðið náð­ist ekki. Flokk­ur­inn náði ein­ungis fjórum inn í kjör­dæm­inu.

Flokk­ur­inn hélt áfram þó áfram og í kosn­ing­unum 2009 varð Sam­fylk­ingin stærsti flokkur lands­ins. Þá fékk flokk­ur­inn 32,9 pró­sent atkvæða í sitt hvoru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu og var langstærsti flokk­ur­inn í höf­uð­borg­inni.

Þessi tími er lið­inn. ­Fylgi flokks­ins mælist nú 15,6 pró­sent á öllu höf­uð­borg­ar­svæð­inu sam­kvæmt síð­ustu þremur könn­unum MMR en hefur verið að dala. 

Það ger­ist þrátt fyrir að fram­boðs­listar Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík liggi þegar fyr­ir. Flokk­ur­inn ákvað að fara hina svoköll­uðu sænsku leið til að velja á þá, sem fól í sér að gerð var könnun á meðal flokks­fé­laga í Reykja­vík um hvaða fólk það vildi til­nefna. Sami hópur merkti svo við hverja úr hópn­um, sem taldi á end­anum 49 manns, þeir vildu sjá á lista Sam­fylk­ing­ar­innar og nið­ur­staðan úr þeirri könnun var höfð til hlið­sjónar þegar upp­still­ing­ar­nefnd rað­aði á lista. 

Þessi aðferð skil­aði því að elga Vala Helga­dóttir og Kristrún Frosta­dóttir munu sitja í odd­vita­­sætum á fram­­boðs­listum Sam­­fylk­ing­­ar­innar í Reykja­vík­­­ur­­kjör­­dæm­unum í kom­andi Alþing­is­­kosn­­ing­­um. Í næstu sætum á eftir verða Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, sem gekk til liðs við flokk­inn nýver­ið, og Jóhann Páll Jóhanns­son, sem var áður blaða­maður á Stund­inni. Á eftir þeim Rósu Björk og Jóhanni Páli koma þau Viðar Egg­erts­­son, leik­­stjóri, í þriðja sæti í Reykja­vík­­­ur­­kjör­­dæmi suður og Dag­­björt Hákon­­ar­dótt­ir, lög­­fræð­ing­­ur, í þriðja sæti í Reykja­vík­­­ur­­kjör­­dæmi norð­­ur.

Kristrún Frostadóttir, annars oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Mynd: Skjáskot/RÚV

Mikil opin­ber óánægja hefur verið á meðal hluta félags­manna með þessa nið­ur­stöðu, og þá sér­stak­lega þá ákvörðun að bjóða odd­vita flokks­ins í öðru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu, Ágústi Ólafi Ágústs­syni, ein­ungis þriðja sætið á lista Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík­­­ur­­kjör­­dæmi suð­ur, sem hann hafn­að­i. Inn­an­flokks­meinin hafa verið borin á torg og því virð­ist flokk­ur­inn vera að glíma við sjálfan sig, sam­hliða því að und­ir­búa sig fyrir kosn­ing­ar.

Hnökkra­lausar breyt­ingar hjá Pírötum

Höf­uð­borg­ar­svæðið er lang­sterkasta vígi Pírata. Þeir mæl­ast nú með 14,1 pró­sent fylgi þar heilt yfir sam­kvæmt síð­ustu þremur könn­unum MMR. Það er nokkuð yfir með­al­fylgi þeirra á svæð­inu í síð­ustu kosn­ing­um, sem var 11,1 pró­sent. 

Píratar hafa lokið próf­kjörum sínum í öllum kjör­dæmum og engar deilur hafa sprottið upp vegna nið­ur­stöðu þeirra. Fyrir lá að fyr­ir­ferða­miklir þing­menn höfðu þegar ákveðið að stíga til hlið­ar. Í Reykja­vík eru til að mynda báðir odd­vit­arnir frá 2017 horfnir á braut. Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir færði sig í Krag­ann og Helgi Hrafn Gunn­ars­son ákvað að bjóða sig ekki fram að nýju. 

Auglýsing
Þrír þing­­­menn, Björn Leví Gunn­­­ar­s­­­son, Hall­­­dóra Mog­en­sen og Andrés Ingi Jóns­­­son, höfn­uðu í þremur efstu sæt­unum í Reykja­vík. Arn­­­dís Anna Krist­ín­ar­dóttir Gunn­­­ar­s­dótt­ir, systir Helga Hrafns, lenti svo í fjórða sæti í próf­­kjör­inu í Reykja­vík.

Björn Leví greindi frá því á Face­book í kjöl­farið að hann ætli að leiða Pírata í Reykja­vík­­­­­ur­­­kjör­­­dæmi suð­­­ur, sama kjör­­­dæmi og hann er nú þing­­­maður fyr­­­ir. Það þýðir að Hall­­dóra Mog­en­sen verður leið­­togi flokks­ins í Reykja­vík norð­­ur. 

Vinstri græn í vanda í Reykja­vík

Í kosn­ing­unum 2017 mun­aði sára­litlu að Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna og nú for­sæt­is­ráð­herra, næði að verða fyrsti þing­maður Reykja­vík­ur­kjör­dæmis norð­urs og velta Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni úr því sæti. Ein­ungis mun­aði 381 atkvæðum á þeim tveim­ur. 

Flokk­ur­inn náði inn fimm þing­mönnum úr Reykja­vík­ur­kjör­dæm­un­um, en Svan­dís Svav­ars­dóttir leiddi í suðri. Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir, Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé og Andrés Ingi Jóns­son náðu líka inn. Andrés Ingi hefur síðan yfir­gefið flokk­inn og er nú í fram­boði fyrir Pírata. 

Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir hafa staðið í ströngu undanfarið. Þær munu leiða Vinstri græna í Reykjavík. Mynd: Bára Huld Beck.

Með­al­fylgi flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu var um 18 pró­sent árið 2017. Það mælist nú  veru­lega minna sam­kvæmt með­al­tali síð­ustu þriggja kann­anna MMR, eða um 11,8 pró­sent. Eng­inn flokkur hefur dalað jafn mikið á kjör­tíma­bil­inu í fylgi eins og Vinstri græn. Því má búast við því að þing­menn flokks­ins í Reykja­vík verði þrír eða fjórir miðað við núver­andi stöð­u. Það þarf lítið til að þeir verði jafn­vel færri.

Vinstri græn munu fara í for­val í Reykja­vík og fyrir liggur að nær öruggt er að Katrín og Svan­dís muni leiða lista flokks­ins áfram. For­valið fer þó ekki fram fyrr en 16. til 19. maí og því liggur ekki ljóst fyrir hverjir aðrir muni sækj­ast eftir sæti ofar­lega á lista. Stein­unn Þóra verður þar að öllum lík­indum en Kol­beinn hefur ákveðið að reyna fyrir sér í Suð­ur­kjör­dæmi, þar sem hann sæk­ist eftir odd­vita­sæti. For­vali þar lýkur um miðjan apríl og því gæti Kol­beinn, nái hann ekki þeim árangri sem hann sæk­ist eftir í Suð­ur­kjör­dæmi, ákveðið að gefa kost á sér í Reykja­vík aft­ur. 

Lands­byggð­ar­flokkur í höf­uð­borg

Mið­flokk­ur­inn varð til rétt fyrir síð­ustu kosn­ing­ar, í kringum Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son sem hafði ákveðið að yfir­gefa Fram­sókn­ar­flokknum eftir að hafa tapað for­manns­kosn­ingu gegn Sig­urði Inga Jóhanns­syn­i. 

Flokk­ur­inn vann mik­inn kosn­inga­sigur og náði besta árangri sem nýr flokkur hefur náð í fyrstu kosn­ingum sín­um. Sá árangur helg­að­ist þó aðal­lega af góðum árangri á lands­byggð­inn­i. 

Í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum tveimur fékk flokk­ur­inn ann­ars vegar 7,6 pró­sent atkvæða og hins vegar 7,0 pró­sent. Það skil­aði engum kjör­dæma­kjörnum þing­manni en Þor­steinn Sæmunds­son náði inn sem jöfn­un­ar­þing­mað­ur. 

Auglýsing
Meðalfylgið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu öllu var um átta pró­sent fyrir þremur og hálfu ári en er nú 6,9 pró­sent, sam­kvæmt með­al­tali síð­ustu þriggja kann­ana MMR. 

Þor­steinn hefur þegar til­kynnt fram­boð að nýju en auk hans vill Ólafur Ísleifs­son vera á lista Mið­flokks­ins í Reykja­vík. Ólafur var kjör­inn á þing fyrir Flokk fólks­ins 2017 en var rek­inn úr honum eftir Klaust­ur­mál­ið, og gekk í kjöl­farið til liðs við Mið­flokk­inn. 

Hvað á að gera við Daða Má?

Við­reisn fékk að með­al­tali um 8,8 pró­sent fylgi í kjör­dæm­unum þremur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 2017, en flokk­ur­inn er lang­sterkastur í þétt­býl­inu á suð­vest­ur­horni lands­ins. 

Staða flokks­ins er mun betri þar nú en þá, en fylgið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu mælist 12,1 pró­sent. Raun­hæfar vænt­ingar eru því til þess að Við­reisn geti fjölgað Reykja­vík­ur­þing­mönnum sín­um, en þeir eru tveir sem stend­ur.

Árið 2017 voru þau Þor­steinn Víglunds­son og Hanna Katrín Frið­riks­son kosin á þing í sitt­hvoru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inum fyrir Við­reisn.  Þor­steinn ákvað að hætta þing­mennsku í fyrra og Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dóttir tók sæti hans. Bæði Hanna Katrín og Þor­björg Sig­ríður hafa gefið það út að þær sæk­ist eftir þvi að leiða sitt hvorn lista Við­reisnar í í höf­uð­borg­inn­i. 

Við­reisn hefur ákveðið að stilla upp í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum og því verður ekk­ert pró­kjör milli þeirra sem sækj­ast eftir fram­gang­i. 

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir vill leiða Viðreisn í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Mynd: Bára Huld Beck.

Enn á eftir að finna lausn á því innan Við­reisnar hvað eigi að gera við Daða Má Krist­ó­fers­son, sem var kjör­inn vara­for­maður flokks­ins í fyrra. Hann sæk­ist eftir for­ystu­sæti á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og er aug­ljós­lega ekki að fara að velta for­manni flokks­ins, Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur, úr odd­vita­sæt­inu í Krag­an­um. Þá vill Bene­dikt Jóhann­es­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og for­maður Við­reisn­ar, aftur á þing og sæk­ist eftir odd­vita­sæti á suð­vest­ur­horn­in­u. 

Ham­borg­ara­mað­ur, slembival og nýir flokkar

Flokkur fólks­ins náði inn tveimur þing­mönnum í Reykja­vík árið 2017, þeim Ingu Sæland og Ólafi Ísleifs­syni. Ólafur hefur síðan yfir­gefið flokk­inn, líkt og áður var rak­ið. Með­al­fylgi Flokks fólks­ins var um 7,3 pró­sent á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu kosn­ingum en mælist 4,0 pró­sent að með­al­tali í síð­ustu þremur könn­unum MMR. Það er því brekka framundan hjá Flokki fólks­ins miðað við þá stöðu.

Inga Sæland mun áfram leiða flokk­inn í Reykja­vík norður og þau Ást­hildur Lóa Þórs­dótt­ir, for­maður Hags­muna­sam­taka heim­il­anna, og Tómas Tóm­as­son, oft­ast kenndur við Ham­borg­ara­búll­una, hafa bæði til­kynnt fram­boð. Flokk­ur­inn hefur safnað upp digrum kosn­inga­sjóði á und­an­förnum árum, eftir að fram­lög til stjórn­mála­flokka úr rík­is­sjóði voru hækkuð veru­lega. Að óbreyttu hefur hann um 100 millj­ónir króna til að spila úr í aðdrag­anda kom­andi kosn­inga, en rekstr­ar­kostn­aður flokks­ins er mjög lít­ill. 

Sós­í­alista­flokkur Íslands mun bjóða fram til Alþingis í fyrsta sinn í haust. Fylgi flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu öllu mælist 4,3 pró­sent að með­al­tali úr þremur síð­ustu könn­unum MMR. 

Kjör­nefnd flokks­ins var slembival­inn úr hópi almennra félaga, mun raða fólki á fram­boðs­lista. Hann hefur ekki kynnt lista sína enn. Gunnar Smári Egils­son, fram­kvæmda­stjóri flokks­ins, sagði við Frétta­blaðið í jan­úar að búist væri við að listar Sós­í­alista­flokks­ins yrðu full­skip­aðir í mars eða apr­íl. Það muni í síð­asta lagi ger­ast 1. maí næst­kom­andi, á bar­áttu­degi verka­lýðs­ins, en flokk­ur­inn verður fjög­urra ára þann dag. 

Alls segj­ast 1,7 pró­sent höf­uð­borg­ar­búa að þeir myndu kjósa annað en þá níu flokka sem hafa hér verið nefnd­ir. Tveir aðrir flokkar hafa til­kynnt um fram­boð. Þeir eru Lands­flokk­ur­inn, með kvik­mynda­gerð­ar­mann­inn Jóhann Sig­mars­son í broddi fylk­ing­ar, og Frjáls­lyndi lýð­ræð­is­flokk­ur­inn, þar sem Guð­mundur Frank­lín Jóns­son, fyrr­ver­andi for­seta­fram­bjóð­andi, er í brúnni og Glúmur Bald­vins­son verður í odd­vita­sæti í Reykja­vík.

Fylgi eftir landsvæðum

Tölur um fylgi flokka eftir lands­svæðum byggja á þremur síð­ustu könn­unum MMR sem fram­kvæmdar voru 30. des­em­ber til 10. mars. Alls bár­ust alls 3.872 svör á tíma­bil­inu og af þeim tóku 3.165 afstöðu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar