Samsett AOSeafood
Samsett

Færðu sig úr fullkominni kannabisframleiðslu í fiskútflutning

Feðgar sem gripnir voru fyrir kannabisframleiðslu árið 2016 settu ári seinna á fót fiskútflutningsfyrirtæki sem hefur undanfarin tvö ár velt nærri tveimur milljörðum króna. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í sumar upp dóm yfir feðgunum þremur fyrir kannabisframleiðslu og peningaþvætti, en þeir fengu þriggja og tveggja og hálfs árs langa skilorðsbundna dóma.

Feðgar sem stofn­uðu og koma að rekstri fisk­út­flutn­ings­fyr­ir­tæk­is­ins Arctic Ocean Seafood voru í sumar dæmdir fyrir aðild að umfangs­mik­illi kanna­bis­fram­leiðslu og pen­inga­þvætti, sem lög­regla komst á snoðir um árið 2016. Um er að ræða þá Hákon Elfar Guð­munds­son, Fannar Örn Hákon­ar­son og Ómar Hákon­ar­son.

Dómur Hér­aðs­dóms Reykja­víkur í mál­inu er ónafn­grein­an­leg­ur, en Kjarn­inn hefur heim­ildir fyrir því að feðgarnir séu þeir sem á sínum tíma voru hnepptir í gæslu­varð­hald vegna máls­ins og sömu­leiðis þeir sem þyngsta dóma hlutu í mál­inu, eða þriggja ára og tveggja og hálfs árs skil­orðs­bundið fang­elsi. Tveir ein­stak­lingar til við­bótar fengu væg­ari skil­orðs­bundna dóma í mál­inu.

Eig­in­kona Hákon­ar, sem er eini hlut­hafi Arctic Ocean Seafood í dag sam­kvæmt síð­asta árs­reikn­ingi, var hins vegar sýknuð í mál­inu, auk ann­arrar konu sem teng­ist fjöl­skyld­unni. Eig­in­konan var ákærð af emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara fyrir þátt­töku í pen­inga­þvætti, þar sem hún var skráð fyrir fast­eigna­kaupum með fé sem dómnum þótti sannað að væri afrakstur fíkni­efna­fram­leiðsl­unn­ar. Dómnum þótti hins vegar ósannað að eig­in­konan hefði haft skýra vit­neskju um að féð sem nýtt var til fast­eigna­kaupa í hennar nafni væri afrakstur brota­starf­sem­inn­ar.

Sam­kvæmt svörum sem Kjarn­inn fékk frá Hér­aðs­dómi Reykja­víkur var sýkna hennar og hinnar kon­unnar og fjöl­skyldu­tengsl flestra ákærðra í mál­inu ástæðan fyrir því að dóm­ara í mál­inu þótti rétt að dóm­ur­inn yrði settur ónafn­grein­an­legur í birt­ingu.

Stór­felld ræktun

Nokkuð var fjallað um málið í fjöl­miðlum á sínum tíma, enda kanna­bis­rækt­unin sögð ein sú stærsta og full­komn­asta sem lög­regla hafði náð til hér á landi. Alls voru gerðar upp­tækar á sjötta hund­rað kanna­bis­plönt­ur, rúm níu kíló af til­búnum kanna­bis­efnum og yfir 17 kíló af kanna­bis­laufum auk 110 gróð­ur­húsalampa og ann­ars bún­aðar sem nauð­syn­legur er til fram­leiðslu kanna­bis­efna.

Frétt um málið úr Fréttablaðinu frá árinu 2016.

Fram­leiðslan fór fram í iðn­að­ar­bili við Smiðju­veg í Kópa­vogi. Frá lög­reglu fengu fjöl­miðlar þau svör að þeir sem stóðu að baki fram­leiðsl­unni á kanna­bis­efn­unum ættu ekki fyrri sögu hjá lög­reglu. Ákæra í mál­inu var ekki lögð fram af hálfu hér­aðs­sak­sókn­ara fyrr en á síð­ari hluta árs 2021, eða um fimm árum eftir upp komst um rækt­un­ina. Í dómi hér­aðs­dóms segir að lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafi farið með rann­sókn máls­ins í fyrstu, en að rann­sóknin hafi á síð­ari stigum færst yfir til emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara sem fór yfir pen­inga­þvætt­is­anga máls­ins.

Frétt Morgunblaðsins frá 2016 af plöntufundinum við Smiðjuveg.

Velta nú hátt í tveimur millj­örðum í fisk­út­flutn­ingi

Árið 2017, eða árið eftir að feðgarnir þrír sættu gæslu­varð­haldi fyrir kanna­bis­fram­leiðsl­una, stofn­uðu þeir fyr­ir­tækið Arctic Ocean Seafood, sem sam­kvæmt vef­síðu fyr­ir­tæk­is­ins flytur nú út ýmsar fisk­teg­undir frá Íslandi um allan heim.

Sam­kvæmt árs­reikn­ingi fyr­ir­tæk­is­ins árið 2017 átti hver þeirra þriggja um þriðj­ungs­hlut í félag­inu, en í árs­reikn­ingnum ári seinna var eig­in­kona Hákonar orð­inn eini hlut­haf­inn í félag­inu og hefur hún verið það síð­an.

Í dómi hér­aðs­dóms frá því í sumar kom fram að það væri mat dóms­ins að ýmis­legt í mál­inu benti til þess að konan væri í raun nokkuð upp á Hákon komin í fjár­hags­legu til­liti og að hún stæði „höllum fæti, þar með talið varð­andi ákvarð­ana­töku um fjár­hags­leg mál­efn­i“.

Fyr­ir­tæk­inu hefur vaxið fiskur um hrygg síðan það var sett á fót árið 2017, en veltan á öðru starfs­ári félags­ins nam 727 millj­ón­um, fór svo upp í 1,74 millj­arða árið 2019, 1,92 millj­arða árið 2020 og nam svo 1,88 millj­örðum króna í fyrra.

Hagn­aður félags­ins hefur verið mynd­ar­legur síð­ustu tvö ár, eða um 35 millj­ónir króna eftir skatta. Hrein eign félags­ins í lok árs 2021 nam 65,5 millj­ónum króna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiInnlent