Fossar markaðir mátu ekki upplýsingar um raunverulega eigendur með sjálfstæðum hætti

Fossar markaðir hafa verið leiðandi í að koma með erlenda fjárfesta til Íslands á undanförnum árum. Í athugun Fjármálaeftirlitsins á peningaþvættisvörnum fyrirtækisins komu fram brotalamir.

Haraldur Þórðarson er forstjóri Fossa markaða og á meðal stærstu eigenda fyrirtækisins.
Haraldur Þórðarson er forstjóri Fossa markaða og á meðal stærstu eigenda fyrirtækisins.
Auglýsing

Upplýsingar um raunverulega eigendur viðskiptavina Fossa markaða hf.. voru almennt ekki metnir af fyrirtækinu með sjálfstæðum hætti, í tveimur tilvikum sem könnuð voru höfðu viðskiptamenn ekki sannað á sér deili við upphaf samningssambands, áhættumat Fossa á rekstri sínum og viðskiptum fullnægði ekki kröfum og fyrirtækið hafði ekki sett sér skjalfesta stefnu um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 

Þetta er niðurstaða athugunar Fjármálaeftirlitsins á aðgerðum Fossa gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem hófst í ágúst 2019 og lauk í febrúar 2020. Niðurstaðan var birt í lok síðustu viku.  

Að teknu tilliti til þeirra gagna og upplýsinga sem Fjármálaeftirlitið aflaði við athugunina taldi það ekki tilefni til að gera athugasemdir við reglulegt eftirlit Fossa, eftirlitskerfi vegna einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla, kerfi vegna alþjóðlegra þvingunaraðgerða eða hvernig staðið var við að uppfylla rannsóknar- og tilkynningarskyldu.

Fossar markaðir hafa verið leiðandi í að koma með erlenda fjárfesta til Íslands á undanförnum árum. 

Brotalamir hjá öllum bönkunum

Kjarninn greindi frá því 22. desember síðastliðinn að Fjármálaeftirlitið hefði birt niðurstöður sínar um peningaþvættisvarnir allra íslensku viðskiptabankanna; Landsbankans, Íslandsbanka, Arion banka og Kviku banka. Þar komu fram brotalamir í varnarvirki þeirra allra. Á meðal þess sem eftirlitið gerði athugasemdir við var mat allra íslensku viðskiptabankanna á upplýsingum um raunverulega eigendur fjármuna eða félaga sem eru, eða hafa verið, í viðskiptum við þá. 

Auglýsing
Í niðurstöðum eftirlitsins voru líka gerðar athugasemdir við að þeir hafi ekki metið upplýsingar um raunverulega eigendur með sjálfstæðum hætti. Niðurstaða athugunar eftirlitsins á Arion banka var birt í maí en niðurstöður vegna athugunar á hinum þremur bönkunum ekki birt fyrr en 20. desember 2019.

Í tilfelli Landsbankans, sem er í ríkiseigu, lauk athugun í október það ár en niðurstaðan þrátt fyrir það ekki birt fyrr en tveimur mánuðum síðar. Athugun á Kviku banka og Íslandsbanka í desember á síðasta ári.

Aðgerðir eftir áfelli FATF

Alþjóðlegur vinnuhópur um um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, Financial Action Task Force (FATF), skilaði kolsvartri úttekt á frammistöðu Íslands í málaflokknum í apríl 2018. Í kjölfarið var gripið til mikils átaks sem í fólst að uppfæra lög, regluverk og framfylgni eftirlits með peningaþvættis hérlendis.

Allt kom fyrir ekki og á endanum reyndust aðgerðirnar ekki nægjanlegar. Ísland var sett á gráan lista fyrir að bregðast ekki nægilega vel við fjölmörgum athugasemdum samtakanna um brotalamir í vörnum gegn peningaþvætti á Íslandi í október 2019. Ísland var áfram á þeim lista eftir fund samtakanna í febrúar en hann verður næst endurskoðaður að óbreyttu í júní. 

Ein af athugasemdunum sem FATF gerði sneri að því að ekki þurfti að greina frá raunverulegum eigendum félaga á Íslandi. Enda felst í því að þekkja ekki viðskiptavininn, að þekkja ekki hvaðan peningarnir hans koma. Lög voru uppfærð í kjölfarið og frestur gefin til 1. mars síðastliðinn um að greina frá raunverulegum eigendum félaga á Íslandi. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu vel sú skráning gekk, enda kórónuveiran og afleiðingar hennar búin að taka yfir allt samfélagið síðastliðnar vikur. 

Í kjölfar þess að FATF gerði úttekt á Íslandi þá hóf Fjármálaeftirlitið að gera nýjar athuganir á íslenskum fjármálafyrirtækjum og getu þeirra til að verjast peningaþvætti. Á meðal þeirra voru Fossar markaðir og stóru viðskiptabankarnir fjórir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent