Augljóst að ástandið muni hafa neikvæð áhrif á íslenskan sjávarútveg

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fór yfir áhrif COVID-19 faraldursins á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

Eftirspurn eftir ferskum fiski í Evrópu hefur dregist mjög saman vegna stöðunnar sem upp er komin vegna COVID-19 og hafa íslensk sjávarútvegsfyrirtæki fundið fyrir samdrætti í eftirspurn allra tegunda. Þetta kom fram á ríkisstjórnarfundi í morgun en Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fjallaði um áhrif COVID-19 á íslenskan sjávarútveg og landbúnað.

Í svari atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins við fyrirspurn Kjarnans kemur fram að augljóst sé að þessar umfangsmiklu breytingar á erlendum mörkuðum muni hafa töluvert neikvæð áhrif á íslenskan sjávarútveg og afleidda starfsemi. Unnið sé að því að færa framleiðslu úr fersku hráefni í aðra vinnslu. Sum fyrirtæki ætli að reyna að halda sínu striki eða breyta sókn sinni í ákveðnar tegundir, en önnur fyrirtæki hyggist draga úr sjósókn og framleiðslu fyrst um sinn, í samræmi við samdrátt í eftirspurn markaðarins.

Óvissa með sölu landbúnaðarafurða

Þá kemur fram í svarinu að Kristján Þór hafi jafnframt greint frá því að talsverð óvissa sé um sölu á landbúnaðarafurðum á næstu mánuðum með tilliti til fækkunar ferðamanna og mikið hafi verið um afbókanir hjá ferðaþjónustubændum langt fram eftir árinu.

Auglýsing

„Íslenskir fóðurframleiðendur eiga birgðir til nokkurra mánaða og stendur yfir vinna til að auka þær enn frekar. Hið sama er uppi á teningnum varðandi áburð. Bændasamtök Íslands hafa auglýst eftir viljugu fólki til þess að sinna afleysingarþjónustu fyrir bændur. Áhersla er lögð á mögulegar afleysingar fyrir einyrkja og minni bú,“ segir í svarinu.

Enn fremur segir að eðli málsins samkvæmt breytist staðan hratt og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið muni fylgjast áfram náið með þróun mála og grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar séu til að lágmarka efnahagslega neikvæð áhrif á íslenskan landbúnað og sjávarútveg til skemmri og lengri tíma.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent