Ábendingum vegna peningaþvættis hefur fjölgað um 70 prósent á tveimur árum

Peningaþvættisvarnir íslenskra fjármálafyrirtækja hafa verið hertar á undanförnum árum eftir að hafa verið í ólagi árum saman. Alls bárust yfirvöldum rúmlega tvö þúsund ábendingar um mögulegt peningaþvætti í fyrra. Um 96 prósent þeirra voru frá bönkum.

peningaþvætti evrur
Auglýsing

Skrif­stofu fjár­mála­grein­inga lög­reglu, sem sér um að rann­sakað meint pen­inga­þvætti, fékk alls 2.033 ábend­ingar í fyrra. Það er 23,5 pró­sent fleiri ábend­ingar en árið áður og 70 pró­sent fleiri en árið 2018. 

Nær allar til­kynn­ing­arnar sem bár­ust í fyrra komu frá fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, eða 1.959 tals­ins. Í lok sept­em­ber í fyrra hafði skrif­stofa fjár­mála­grein­inga lög­reglu unnið 78 grein­ingar árið 2020 byggðar á 326 til­kynn­ing­um. Upp­lýs­ingar úr 41 grein­ingu höfðu verið not­aðar til að hefja rann­sókn eða not­aðar sem við­bót inn í rann­sókn sem þegar var hafin hjá lög­bæru stjórn­valdi.

Það er svip­aður fjöldi mála og á árunum 2018 (44) og 2019 (49). 

Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn Björns Leví Gunn­ars­son­ar, þing­manns Pírata, um málið á Alþingi.

Inn­leiðíng á nýju kerfi hefur breytt miklu

Skrif­stofa fjár­mála­grein­inga hér áður pen­inga­þvætt­is­krif­stofa og var færð frá rík­­­is­lög­­­reglu­­­stjóra yfir til emb­ættis hér­­­aðs­sak­­­sókn­­­ara sum­­­­­arið 2015. Þá starf­aði einn maður á skrif­­­stof­unni. Hlut­verk skrif­stof­unnar er að miðla grein­ingum til lög­bærra stjórn­valda á borð við hér­aðs­sak­sókn­ara, lög­reglu og skatt­rann­sókn­ar­stjóra. 

Í kjöl­far þess að alþjóð­­­legu sam­tökin Fin­ancial Act­ion Task Force (FATF) gáfu pen­inga­þvætt­is­vörnum Íslands fall­ein­kunn í úttekt sem var birt í apríl 2018, og skil­aði Íslandi á svo­kall­aðan gráan lista sam­tak­anna, var ráð­ist í miklar umbættur á starf­­­semi hennar og starfs­­­fólki fjölgað til muna. Fjár­­­­munir hafa verið settir í að kaupa upp­­­­lýs­inga­­­­kerfi til að taka á móti og halda utan um til­­­­kynn­ingar um pen­inga­þvætti og eft­ir­lit með starf­­­­semi innan bank­anna sjálfra hefur verið eflt.

Auglýsing
Innleiðing á því kerfi, og raf­rænum lausnum hjá fjár­mála­fyr­ir­tækjum sem tengj­ast inn í það, stóð yfir allt síð­asta ár. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans er meðal ann­ars unnið með algóríþma í kerfum sumra fjár­mála­fyr­ir­tækja, sem flagga allar færslur sem grunur leikur á að gætu falið í sér pen­inga­þvætti. Þessi aukna sjálf­virkni, í kjöl­far auk­innar áherslu banka og ann­arra fjár­mála­fyr­ir­tækja á að bæta pen­inga­þvætt­is­varnir hjá sér, spilar inn í að til­kynn­ingum hefur fjölg­að.

Brotala­mir hjá öllum bönkum 2019

Kjarn­inn greindi frá því í byrjun síð­asta árs að á árunum 2016 og 2017 hefði Fjár­mála­eft­ir­litið birt nið­ur­stöðu athug­unar sinnar á pen­inga­þvætt­is­vörnum allra íslensku við­skipta­bank­anna. Nið­ur­staðan var að verk­lag þeirra við að kanna með áreið­an­legum hætti hvort að upp­lýs­ingar sem gefnar væru um við­skipta­vini bank­anna, og upp­runa fjár­muna þeirra, væri almennt við­un­andi. Á heild­ina litið hafi aðgerðir allra bank­anna upp­fyllt þær kröfur sem lögin gerðu til þeirra.

Árið 2019 voru birtar nið­ur­stöður nýrra athug­ana á stöðu pen­inga­þvætt­is­varna hjá öllum bönk­unum fjórum: Íslands­banka, Lands­banka, ­Arion ­banka og Kviku. í milli­tíð­inni hafði Ísland fengið á sig áður­nefndan áfell­is­dóm FAT­F ­fyrir að vera með veru­lega lakar varnir gegn pen­inga­þvætti, sem leiddi til setn­ingar nýrra heild­ar­laga um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka. 

Í þetta sinn sýndi nið­ur­staða athug­ana Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, sem sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans náði að minnsta kosti í ein­hverjum til­vikum til sömu tíma­bila og þær sem fram­kvæmdar voru fyrir nokkrum árum, fram á ýmis­konar brotala­mir. Hjá öllum fjórum við­skipta­bönk­unum voru brotala­mir í pen­inga­þvætt­is­vörnum þeirra, þótt þær séu mis­mun­andi mikl­ar. Innan þeirri allra skorti á að upp­lýs­ingar um raun­veru­lega eig­endur félaga eða fjár­muna hafi almennt verið metnar með sjálf­stæðum hætti. Tveir bankar eru sem stendur í rík­i­s­eigu en tveir eru skráðir á hluta­bréfa­mark­að.

Aðrir aðilar farnir að til­kynna miklu meira

Algjör kúvend­ing hefur orðið á fjölda til­kynn­inga um mögu­legt pen­inga­þvætti frá því að mála­flokk­ur­inn flutt­ist yfir til emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara 2015. Á seinni hluta þess árs bár­ust alls 158 ábend­ingar um pen­inga­þvætti til yfir­valda, eða rúm­lega 26 að með­al­tali á mán­uði. Í fyrra voru þær rúm­lega 169 að með­al­tali á mán­uð­i. 

­Bú­ist var við því að COVID-19 far­ald­ur­inn, með sínum fjöl­mörgu tak­mörk­un­um, myndi draga úr fjölda ábend­inga á árinu 2020 en svo reynd­ist ekki vera. Þvert á móti hafa þær aldrei verið jafn marg­ar.

Langstærsti hluti ábend­ing­anna kemur frá fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, eða 96,3 pró­sent þeirra sem bár­ust á síð­asta ári. 

Ábend­ingar frá stjórn­völdum dróg­ust saman úr 61 í 39 á síð­asta ári en fjöldi þeirra hafði hins vegar þre­fald­ast milli áranna 2018 og 2019. 

Þá vekur athygli að ábend­ingum frá öðrum til­kynn­ing­ar­skyldum aðilum (bíla­söl­um, end­ur­skoð­end­um, fast­eigna­söl­um, heild­söl­um, lög­mönnum og þeim sem stunda rekstur fjár­safn­anna eða fjár­hættu­spila/happ­drætt­is) hefur fjölgað mikið síð­ast­liðin ár. Árið 2018 bár­ust ein­ungis sex ábend­ingar frá slíkum aðil­um. Ári síðar voru þær 31 og í fyrra voru þær 32.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar