Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega

Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.

Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Auglýsing

Umfang vafa­samra fjár­magns­flutn­inga um marga stærstu banka Vest­ur­landa er gríð­ar­legt. Þetta sýna FinCEN-skjölin svoköll­uðu fram á. Stjórn­mála­menn og ýmsir aðrir aðilar beggja vegna Atl­ants­hafs telja að grípa þurfi til breyt­inga á reglu­verk­inu um varnir gegn pen­inga­þvætti í kjöl­far upp­ljóstrana fjöl­miðla í vik­unni.

Stóra myndin sem dregin er upp í umfjöll­unum fjöl­margra fjöl­miðla um FinCEN-skjöl­in, sem láku frá eft­ir­lits­stofnun í banda­ríska fjár­mála­ráðu­neyt­inu, er sú að stórir bankar sem hafa milli­göngu um fjár­magns­hreyf­ingar í doll­urum vita mæta­vel að þeir eru að hreyfa mikið magn pen­inga sem eiga mis­jafnan upp­runa. Oft segj­ast bank­arnir ekki einu sinni vita hver upp­runinn fjár­mun­anna og benda banda­ríska eft­ir­lits­að­il­anum á það, eftir að þeir færa pen­ing­ana. Segj­ast síðan vera búnir að sinna skyldu sinni.

Þetta gera bank­arnir vit­andi það að lögum sam­kvæmt dugir þeim að láta banda­rísk yfir­völd vita af þessum grun­sam­legu fjár­magns­flutn­ingum með til­kynn­ingu eftir á og að yfir­völd eru gríð­ar­lega ólík­leg til þess að gera nokkuð í mál­unum annað en að slá létt á hand­ar­bakið á fjár­mála­stofn­un­um, láta þau greiða sektir sem eru smáar í stóra sam­heng­inu og lofa bót og betr­un, sem síðan á sér ekki stað.

Auglýsing

Eins og farið hefur verið yfir í fyrri frétt Kjarn­ans um FinCEN-skjöl­in, eru umfjall­anir fjöl­miðla um þau afrakstur meira en eins árs yfir­legu blaða­manna um allan heim. Skjölin sem um ræðir eru yfir 2.600 tals­ins, þar af 2.121 svokölluð grun­semd­ar­skýrsla (e. Suspici­ous Aciti­vity Report) sem bankar hafa skilað inn til banda­rískra stjórn­valda varð­andi fjár­magns­hreyf­ingar sem þeir sjálfir telja vafa­sam­ar. En afgreiða þó í flestum til­fell­um, þrátt fyrir að hafa ríkar heim­ildir til þess að stöðva milli­færsl­urnar að eigin frum­kvæði.

Það sem umfjall­anir upp úr þessum skjölum sýna fram á er alþjóð­legt eðli vafa­samra fjár­magns­flutn­inga. Þrátt fyrir að hér sé ein­ungis um að ræða rúm­lega 2.000 grun­semd­ar­skýrsl­ur, flestar frá árunum 2011-2017, en sumar eldri, er umfang þeirra milli­færslna sem þar eru undir rúmar tvær billjónir (tvö þús­und millj­arð­ar) banda­ríkja­dala. Þær teygja anga sína til um 170 landa.

Þetta er það sem blaða­menn náðu að púsla saman upp úr rúm­lega tvö þús­und til­kynn­ing­um. Bara í fyrra, sam­kvæmt frétt Buzz­Feed News, voru yfir tvær millj­ónir slíkra til­kynn­inga sendar inn til FinCEN, þar sem um það bil 270 manns starfa við úrvinnslu þeirra. Og þetta eru bara Banda­rík­in. Fjár­mála­stofn­anir skila einnig inn svip­uðum til­kynn­ingum til stjórn­valda í öðrum ríkj­um, en alls­staðar eru slíkar grun­semd­ar­skýrslur háleyni­legar og bundnar banka­leynd. Þær hafa aldrei lekið út í því magni sem nú er til umfjöll­un­ar. 

Sög­urnar sem fjöl­miðlar hafa miðlað upp úr þessum skjölum hafa verið margs­kon­ar. Sumar draga upp stóru lín­urnar um umfang­ið, sem hér hefur verið farið yfir að ofan í grófum drátt­um, en aðrar eru með sér­tæk­ari vinkla, um það hvernig fé frá glæpaklík­um, rík­is­stjórnum sem sæta alþjóð­legum við­skipta­þving­un­um, hryðju­verka­hópum og fleiri mis­jöfnum aðilum virð­ast fá að streyma um reikn­inga stór­banka á Vest­ur­löndum með þeirra vit­und án þess brugð­ist sé við, hvaða afleið­ingar það hefur að stórir bankar leyfi pen­inga­þvætti slíkra aðila að við­gang­ast og hversu veikt eft­ir­litsum­hverfi banka­geirans í Banda­ríkj­unum er.

Kjarn­inn tók saman nokkrar áhuga­verðar umfjall­an­ir.

HSBC flutti vafa­samt fé með eft­ir­lits­að­ila á öxl­inni

Buzz­Feed News segir frá.

HSBC, stærsti banki Evr­ópu, ját­aði árið 2012 að hafa þvættað pen­inga, meira en 880 millj­ónir banda­ríkja­dala, fyrir mexíkóska eit­ur­lyfja­bar­ón­inn Joquin Guzmá, sem er betur þekktur sem El Chapo. Stjórn­endur bank­ans lof­uðu bótum og betr­un, borg­uðu 1,9 millj­arða banda­ríkja­dala í sekt og sam­þykktu að utan­að­kom­andi eft­ir­lits­að­ilar fengju að fylgj­ast með því að allt væri með felldu varð­andi pen­inga­þvætt­is­varn­irnar hjá bank­an­um.Mál HSBC og El Chapo, sem kenndur er við Sina­loa-eit­ur­lyfja­hring­inn í Mexíkó, var risa­stórt mál og það stærsta af þessu tagi sem banki hafði staðið frammi fyrir um lengri tíma. En, grun­semd­ar­skýrslur frá reglu­vörðum bank­ans sýna að á því fimm ára tíma­bili sem utan­að­kom­andi aðili fylgd­ist með pen­inga­þvætt­is­vörnum innan HSBC hélt bank­inn áfram að stunda við­skipti og færa pen­inga fyrir félög sem reglu­verðir hans töldu vafasöm. 

Umfjöll­unin varpar ljósi á það hversu veikt úrræði það er að láta banka sam­þykkja að sæta utan­að­kom­andi eft­ir­liti, ef ætl­unin er að láta þá koma ein­hverjum böndum yfir pen­inga­þvætti, en eft­ir­lits­að­il­inn sem kom inn í bank­ann til að fylgj­ast með fékk greitt frá bank­anum sjálfum – ekki banda­rísku rík­is­stjórn­inni.

Þeir hafa tak­mörkuð úrræði, geta óskað eftir skjölum bank­ans og reynt að taka við­töl við starfs­menn, en hafa ekki vald til þess að láta neinn vinna með sér. Og bank­arnir vita það. Buzz­Feed ræðir við fyrr­ver­andi yfir­mann á skrif­stofu bank­ans á Man­hattan í New York sem segir að litið hafi verið á starf­semi eft­ir­lits­að­il­ans sem hálf­gert grín, innan bank­ans.

Norð­ur­-Kórea þvætt­aði fé í gegnum banka í New York

NBC News segir frá.

Stjórn­völd í Norð­ur­-Kóreu virð­ast hafa þvættað pen­inga árum saman með flók­inni slóð skúffu­fé­laga og hjálp frá kín­verskum félög­um. Þannig tekst þeim að kom­ast á svig við alþjóð­legar við­skipta­þving­an­ir, sem eiga að koma í veg fyrir að harð­stjórnin í Pjongj­ang eða aðilar henni tengdir hafi aðgang að alþjóð­lega fjár­mála­kerf­inu.

Grun­sam­legar milli­færslur frá aðilum með tengsl við Norð­ur­-Kóreu sem fjallað er um í FinCEN-skjöl­unum námu að minnsta kosti 174 millj­ónum banda­ríkja­dala yfir nokk­urra ára tíma­bil og fóru meðal ann­ars í gegnum banka á borð við JPMorgan Chase og Bank of New York Mellon.

Skúffu­fyr­ir­tæki í Singapúr heim­sótt

Buzz­Feed News segir frá.

Í FinCEN-skjöl­unum var að finna fjölda til­kynn­inga um fyr­ir­tæki sem heitir Ask Tra­d­ing, sem var sagt til húsa í Singapúr og sagð­ist á heima­síðu sinni vera með yfir 200 starfs­menn og starfa í við­skiptum og fjár­fest­ingum með áherslu á Rúss­land og fyrr­ver­andi Sov­étlýð­veld­in.

Þetta fyr­ir­tæki flutti sam­tals að minnsta kosti 671 milljón banda­ríkja­dala á árunum 2001-2016 í gegnum banda­rísk útibú banka á borð við Deutsche Bank, JPMorgan Chase og Bank of New York Mellon. Féð átti sér óræðan upp­runa og til­gangur við­skipt­anna var óljós, sam­kvæmt bönk­unum sjálf­um. 

Einn reglu­vörður hjá Bank of New York Mellon til­tók sér­stak­lega í grun­semd­ar­til­kynn­ingu sinni að það virt­ist heldur yfir­drifið hjá fyr­ir­tæk­inu að vera að kaupa flú­or­lampa fyrir 27,1 milljón banda­ríkja­dala á þriggja mán­aða tíma­bili, eins og reikn­ingar sýndu fram á. Í umfjöllun Buzz­Feed kemur fram að opin­ber gögn frá Rúss­landi sýni fram á að félagið átti engin raun­veru­leg við­skipti með flú­or­lampa það­an.

Buzz­Feed News lagð­ist í rann­sókn­ar­vinnu á störfum þessa fyr­ir­tækis og komst að því að það var alls ekki með 200 manns í vinnu, öllum mynd­unum af vef­síðu þess var stolið af öðrum vef­síðum og þegar blaða­menn bönk­uðu upp á meintri skrif­stofu þess í Singapúr sat þar vafa­samur skatta­lög­mað­ur, sem hefur kom­ist í kast við lög­in.

Auglýsing

Buzz­Feed lét sér­fræð­ing í fjár­mála­glæpum fara yfir skjölin og hann var ekki lengi að draga upp þá mynd að doll­ara­við­skiptin sem Ask Tra­d­ing hafði átt í með hjálp banda­rískra banka hefðu haft þann til­gang að færa fé með upp­runa í ólög­legu athæfi í Rúss­landi eða fyrir hönd rúss­neskra eða úkra­ínskra aðila sem vildu koma sér undan við­skipta­þving­un­um.

Vafa­samir við­skipta­hættir tyrk­nesks banka með rík tengsl við stjórn­völd

Deutsche Welle segir frá.

Við­skipti ýmissa tyrk­neskra banka voru til­kynnt til FinCEN, en sam­kvæmt umfjöllun Deutsche Welle stendur einn þar sér­stak­lega upp úr. Það er Aktif Bank, sem er í eigu Calik Hold­ing, einnar stærstu fyr­ir­tækja­sam­stæðu Tyrk­lands.

Calik Hold­ing er með rík tengsl við stjórn­mála­el­ítu Tyrk­lands og margar þær milli­færslur sem til­kynntar voru til banda­rískra yfir­valda vegna gruns um pen­inga­þvætti voru gerðar þegar tengda­sonur Erdog­ans Tyrk­lands­for­seta var for­stjóri sam­stæð­unn­ar.

Sam­kvæmt umfjöllun Deutsche Welle grun­uðu reglu­verðir banda­rískra banka Aktif Bank um vafa­sama fjár­magns­flutn­inga fyrir ýmsa aðila, meðal ann­ars þýska fjár­mála­fyr­ir­tækið Wirecard sem nú tekst á við sinn eigin svikaskandal, vafa­sama aðila í klám­iðn­að­inum og fjölda afganskra aðila, meðal ann­ars gas- og olíu­fé­lag að nafni Watan Group, sem banda­rísk stjórn­völd saka um að vera í fjár­mála­tengslum við Talí­bana. 

Bank of Amer­ica lok­aði á frek­ari við­skipti við Aktif Bank vegna síð­ast­nefnda kúnn­ans, sem bank­inn hafði þá þegar fært að minnsta kosti meira en þrjár millj­ónir banda­ríkja­dala fyr­ir.

Hver verða við­brögð­in?

Stjórn­mála­menn bæði í Banda­ríkj­unum og í Evr­ópu hafa tjáð sig um umfjall­an­irnar upp úr FinCEN-skjöl­unum í vik­unni og sagt þær til­efni til ræki­legrar end­ur­skoð­unar á þeim vörnum gegn pen­inga­þvætti sem eru í gildi. Öld­ung­ar­deild­ar­þing­menn demókrata og for­seta­fram­bjóð­endur í for­vali flokks­ins, þau Bernie Sand­ers og Eliza­beth War­ren, hafa til dæmis bæði sagt að aðgerða sé þörf.

Mel Stride, þing­maður breska Íhalds­flokks­ins og for­maður fjár­mála­nefndar breska þings­ins, sendi frá sér yfir­lýs­ingu á mið­viku­dag og þar sem hann sagði að sumt sem fram hefði komið í umfjöll­unum hefði valdið sér miklum áhyggj­um. Hann hefur sent form­legar spurn­ingar á rík­is­stjórn Boris John­son um það hvort stjórnin sé að gera nóg til að stöðva pen­inga­þvætti.

Ljóst er að gagna­lek­inn og umfjall­an­irnar hafa vakið ýmsa til vit­undar um gríð­ar­legt umfang vafa­samra fjár­magns­flutn­inga um banka­stofn­anir sem njóta trausts á Vest­ur­löndum og áhuga­vert verður að fylgj­ast með því hvernig umræðan um þessi mál þró­ast á næstu vik­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar