FinCEN-skjölin: Aumar peningaþvættisvarnir afhjúpaðar

Gagnaleki frá FinCEN, eftirlitsstofnun innan bandaríska fjármálaráðuneytisins, sýnir fram á að ýmsir stærstu bankar Vesturlanda vita að mýmargar millifærslur sem hjá þeim eru gerðar þola ekki dagsljósið, en aðhafast bæði seint og lítið.

Deutsche Bank er sá banki sem er fyrirferðamestur í þeim gögnum sem BuzzFeed áskotnaðist.
Deutsche Bank er sá banki sem er fyrirferðamestur í þeim gögnum sem BuzzFeed áskotnaðist.
Auglýsing

Fjöl­margir fjöl­miðlar víða um heim hafa í gær og í dag birt fréttir sem eru afrakstur meira en árslangrar rann­sókn­ar­vinnu og varpa ljósi á það hvernig margir af stærstu bönkum Vest­ur­landa hafa verið að færa pen­inga fyrir ýmsa vafa­sama aðila og þiggja fyrir það þókn­un, án þess að bregð­ast við grun­semdum um pen­inga­þvætti, svik og glæp­a­starf­semi með afdrátt­ar­lausum hætti.

Um er að ræða umfjall­anir upp úr meira en 2.600 leyni­legum skjölum sem lekið var til banda­ríska vef­mið­ils­ins Buzz­Feed í fyrra frá FinCEN, lög­gæslu­stofnun innan fjár­mála­ráðu­neytis Banda­ríkj­anna. Buzz­Feed deildi gögn­unum með ICIJ, alþjóð­legum sam­tökum rann­sókn­ar­blaða­manna, sem deildi þeim áfram til um það bil 400 blaða­manna af um 110 frétta­miðlum í 88 ríkjum til úrvinnslu og grein­ing­ar.

Í ljós hefur komið að stórir bankar á borð við JPMorgan, HSBC, Stand­ard Charter­ed, Deutsche Bank, Barcleys og Bank of New York Mellon héldu áfram að hagn­ast á því að færa pen­inga fyrir vafa­sama aðila, jafn­vel eftir að banda­rísk yfir­völd létu suma þeirra sæta sektum fyrir að sinna því ekki að hindra flæði pen­inga með vafa­saman upp­runa um reikn­inga sína.

Hvaða skjöl eru þetta?

Skjölin sem um ræðir eru að mestu leyti skýrslur um grun­sam­legar milli­færslur í banda­ríkja­dölum sem bankar hafa sent til FinCEN, en þessar skýrslur eru algjört trún­að­ar­mál. Alls eru fjöl­miðlar með 2.121 skýrslu í fórum sín­um. 

Reglu­verðir banka þurfa að útbúa slíkar skýrslur þegar þeir sjá ein­hverjar milli­færslur sem gefa til kynna að mögu­lega sé þar á ferð­inni pen­inga­þvætti eða eitt­hvað annað mis­jafnt.

Grun­semd­ar­skýrsl­urn­ar, sem kall­aðar eru Suspici­ous Act­i­vity Reports (SARs) á ensku, eru ekki ásak­anir eða sann­anir um að eitt­hvað sak­næmt hafi átt sér stað, heldur ábend­ingar bank­anna til banda­rískra yfir­valda um óvenju­legar fjár­magns­hreyf­ingar og að mögu­lega sé eitt­hvað sak­næmt.

Sem áður segir eru fleiri en 2.100 slíkar til­kynn­ingar í þeim gögnum sem Buzz­Feed komst yfir, flestar frá árunum 2011 til 2017, og í heild nemur and­virði milli­færsln­anna sem bank­arnir vöktu athygli á yfir tveimur billjónum (tvö þús­und millj­örð­um) banda­ríkja­dala.

Auglýsing

Þessi gagna­leki er þó ein­ungis sagður dropi í haf­ið, en sam­kvæmt umfjöllun á vef ICIJ fékk FinCEN alls tólf millj­ónir til­kynn­inga frá fjár­mála­fyr­ir­tækjum bara á árunum 2011 til 2017. 

Sam­kvæmt ítar­legri umfjöllun Buzz­Feed voru yfir tvær millj­ónir slíkra til­kynn­inga sendar inn til FinCEN bara á síð­asta ári og margar þeirra voru aldrei lesnar, sam­kvæmt því sem mið­ill­inn hefur eftir heim­ild­ar­manni sín­um. 

Eft­ir­lits­kerfið er því veikt á báðum stöð­um, bank­arnir sinna kannski lög­bund­inni til­kynn­ing­ar­skyldu sinni, en gera það stundum seint og aðhaf­ast lítið meira en að senda inn lög­bundna til­kynn­ingu sem yfir­völd gera lítið í að bregð­ast við. Á meðan er umfang grun­sam­legra milli­færslna á heims­vísu gríð­ar­legt.

Hlutabréf í HSBC og fleiri bönkum hafa fallið mikið í verði í dag.

Nokkrir bankar skera sig úr í gagna­lek­an­um, sam­kvæmt sam­an­tekt ICIJ á inni­haldi FinCEN-skjal­anna, en gögnin sýna að Deutsche Bank lét banda­rísk yfir­völd vita af milli­færslum sem alls námu rúm­lega 1,3 billjónum banda­ríkja­dala og JPMorgan flagg­aði milli­færslur að and­virði 514 millj­arða banda­ríkja­dala. Stand­ard Chartered lét vita af milli­færslum sem alls námu 166 millj­örðum banda­ríkja­dala og Bank of New York Mellon átti til­kynn­ingar um milli­færslur sem alls námu 21 millj­arði banda­ríkja­dala. Aðrir bankar til­kynntu minna.

Hvað hefur komið í ljós?

Buzz­Feed greindi frá því að æðstu stjórn­endur Deutsche Bank hefðu árum saman verið með­vit­aðir um veru­lega ágalla varð­andi varnir gegn pen­inga­þvætti hjá bank­an­um, en lítið aðhaf­st, þrátt fyrir að glæpaklík­ur, hryðju­verka­hópar og eit­ur­lyfja­salar væru að hag­nýta sér reikn­inga bank­ans. Fram kemur að bank­inn hafi haldið áfram að milli­færa fyrir vafa­sama aðila eftir að pen­inga­þvætt­is­skandalar voru byrj­aðir að skekja bank­ann og búið var að lofa bót og betrun og greiða háar sátta­greiðsl­ur. 

Þýski mið­ill­inn Deutsche Welle fjallar líka ítar­lega um þátt Deutsche Bank.

Sagt frá því á BBC og víðar að HSBC, stærsti banki Bret­lands, hafi vitað af því að verið væri að flytja tug­millj­ónir doll­ara um reikn­inga bank­ans í tengslum við píramídasvindl á árunum 2013 og 2014, en leyft því að við­gang­ast.

BBC segir einnig frá því að Arkady Rot­en­berg, rúss­neskur millj­arða­mær­ingur og æsku­vinur Vla­dimírs Pútíns Rúss­lands­for­seta, virð­ist hafa notað Barclays-­bank­ann í Lund­únum til að kom­ast fram­hjá fjár­magns­höftum sem banda­rísk stjórn­völd settu á hann og aðra sem þóttu vera í innsta hring rúss­neskra stjórn­valda árið 2014.

Norski ríkisbankinn DNB kemur fyrir í gögnunum.

Á vef ICIJ er farið yfir ýmsa vafa­sama leik­endur sem bank­arnir flögg­uðu. Þeirra á meðal er Paul Mana­fort, fyrr­ver­andi ráð­gjafi Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta. Sumir bankar eru sagðir hafa haldið áfram að afgreiða milli­færslur honum tengdar eftir að fjallað var um glæp­sam­lega hátt­semi hans í fjöl­miðl­um.

Aften­posten í Nor­egi var einn þeirra fjöl­miðla sem tók þátt í rann­sókn ICIJ og sagði frá því í gær að alls hefðu bankar til­kynnt FinCEF um milli­færslur til eða frá norska rík­is­bank­anum DNB sem næmu um 1 millj­arði norskra króna, eða tæpum 15 millj­örðum íslenskra króna á gengi dags­ins í dag. ­Sam­kvæmt frétt mið­ils­ins í dag er norska efna­hags­brota­deild­in Økokrim búin að setja sig í sam­band við banda­rísk yfir­völd vegna gagna­lek­ans.

Þessar fréttir og fleiri, sem unnar hafa verið upp úr gagna­lek­anum frá FinCEF, hafa valdið því að hluta­bréfa­verð ýmissa banka hefur fallið tölu­vert í dag og fór hluta­bréfa­verð HSBC meðal ann­ars lægra en það hefur verið und­an­farin 25 ár.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent