FinCEN-skjölin: Aumar peningaþvættisvarnir afhjúpaðar

Gagnaleki frá FinCEN, eftirlitsstofnun innan bandaríska fjármálaráðuneytisins, sýnir fram á að ýmsir stærstu bankar Vesturlanda vita að mýmargar millifærslur sem hjá þeim eru gerðar þola ekki dagsljósið, en aðhafast bæði seint og lítið.

Deutsche Bank er sá banki sem er fyrirferðamestur í þeim gögnum sem BuzzFeed áskotnaðist.
Deutsche Bank er sá banki sem er fyrirferðamestur í þeim gögnum sem BuzzFeed áskotnaðist.
Auglýsing

Fjöl­margir fjöl­miðlar víða um heim hafa í gær og í dag birt fréttir sem eru afrakstur meira en árslangrar rann­sókn­ar­vinnu og varpa ljósi á það hvernig margir af stærstu bönkum Vest­ur­landa hafa verið að færa pen­inga fyrir ýmsa vafa­sama aðila og þiggja fyrir það þókn­un, án þess að bregð­ast við grun­semdum um pen­inga­þvætti, svik og glæp­a­starf­semi með afdrátt­ar­lausum hætti.

Um er að ræða umfjall­anir upp úr meira en 2.600 leyni­legum skjölum sem lekið var til banda­ríska vef­mið­ils­ins Buzz­Feed í fyrra frá FinCEN, lög­gæslu­stofnun innan fjár­mála­ráðu­neytis Banda­ríkj­anna. Buzz­Feed deildi gögn­unum með ICIJ, alþjóð­legum sam­tökum rann­sókn­ar­blaða­manna, sem deildi þeim áfram til um það bil 400 blaða­manna af um 110 frétta­miðlum í 88 ríkjum til úrvinnslu og grein­ing­ar.

Í ljós hefur komið að stórir bankar á borð við JPMorgan, HSBC, Stand­ard Charter­ed, Deutsche Bank, Barcleys og Bank of New York Mellon héldu áfram að hagn­ast á því að færa pen­inga fyrir vafa­sama aðila, jafn­vel eftir að banda­rísk yfir­völd létu suma þeirra sæta sektum fyrir að sinna því ekki að hindra flæði pen­inga með vafa­saman upp­runa um reikn­inga sína.

Hvaða skjöl eru þetta?

Skjölin sem um ræðir eru að mestu leyti skýrslur um grun­sam­legar milli­færslur í banda­ríkja­dölum sem bankar hafa sent til FinCEN, en þessar skýrslur eru algjört trún­að­ar­mál. Alls eru fjöl­miðlar með 2.121 skýrslu í fórum sín­um. 

Reglu­verðir banka þurfa að útbúa slíkar skýrslur þegar þeir sjá ein­hverjar milli­færslur sem gefa til kynna að mögu­lega sé þar á ferð­inni pen­inga­þvætti eða eitt­hvað annað mis­jafnt.

Grun­semd­ar­skýrsl­urn­ar, sem kall­aðar eru Suspici­ous Act­i­vity Reports (SARs) á ensku, eru ekki ásak­anir eða sann­anir um að eitt­hvað sak­næmt hafi átt sér stað, heldur ábend­ingar bank­anna til banda­rískra yfir­valda um óvenju­legar fjár­magns­hreyf­ingar og að mögu­lega sé eitt­hvað sak­næmt.

Sem áður segir eru fleiri en 2.100 slíkar til­kynn­ingar í þeim gögnum sem Buzz­Feed komst yfir, flestar frá árunum 2011 til 2017, og í heild nemur and­virði milli­færsln­anna sem bank­arnir vöktu athygli á yfir tveimur billjónum (tvö þús­und millj­örð­um) banda­ríkja­dala.

Auglýsing

Þessi gagna­leki er þó ein­ungis sagður dropi í haf­ið, en sam­kvæmt umfjöllun á vef ICIJ fékk FinCEN alls tólf millj­ónir til­kynn­inga frá fjár­mála­fyr­ir­tækjum bara á árunum 2011 til 2017. 

Sam­kvæmt ítar­legri umfjöllun Buzz­Feed voru yfir tvær millj­ónir slíkra til­kynn­inga sendar inn til FinCEN bara á síð­asta ári og margar þeirra voru aldrei lesnar, sam­kvæmt því sem mið­ill­inn hefur eftir heim­ild­ar­manni sín­um. 

Eft­ir­lits­kerfið er því veikt á báðum stöð­um, bank­arnir sinna kannski lög­bund­inni til­kynn­ing­ar­skyldu sinni, en gera það stundum seint og aðhaf­ast lítið meira en að senda inn lög­bundna til­kynn­ingu sem yfir­völd gera lítið í að bregð­ast við. Á meðan er umfang grun­sam­legra milli­færslna á heims­vísu gríð­ar­legt.

Hlutabréf í HSBC og fleiri bönkum hafa fallið mikið í verði í dag.

Nokkrir bankar skera sig úr í gagna­lek­an­um, sam­kvæmt sam­an­tekt ICIJ á inni­haldi FinCEN-skjal­anna, en gögnin sýna að Deutsche Bank lét banda­rísk yfir­völd vita af milli­færslum sem alls námu rúm­lega 1,3 billjónum banda­ríkja­dala og JPMorgan flagg­aði milli­færslur að and­virði 514 millj­arða banda­ríkja­dala. Stand­ard Chartered lét vita af milli­færslum sem alls námu 166 millj­örðum banda­ríkja­dala og Bank of New York Mellon átti til­kynn­ingar um milli­færslur sem alls námu 21 millj­arði banda­ríkja­dala. Aðrir bankar til­kynntu minna.

Hvað hefur komið í ljós?

Buzz­Feed greindi frá því að æðstu stjórn­endur Deutsche Bank hefðu árum saman verið með­vit­aðir um veru­lega ágalla varð­andi varnir gegn pen­inga­þvætti hjá bank­an­um, en lítið aðhaf­st, þrátt fyrir að glæpaklík­ur, hryðju­verka­hópar og eit­ur­lyfja­salar væru að hag­nýta sér reikn­inga bank­ans. Fram kemur að bank­inn hafi haldið áfram að milli­færa fyrir vafa­sama aðila eftir að pen­inga­þvætt­is­skandalar voru byrj­aðir að skekja bank­ann og búið var að lofa bót og betrun og greiða háar sátta­greiðsl­ur. 

Þýski mið­ill­inn Deutsche Welle fjallar líka ítar­lega um þátt Deutsche Bank.

Sagt frá því á BBC og víðar að HSBC, stærsti banki Bret­lands, hafi vitað af því að verið væri að flytja tug­millj­ónir doll­ara um reikn­inga bank­ans í tengslum við píramídasvindl á árunum 2013 og 2014, en leyft því að við­gang­ast.

BBC segir einnig frá því að Arkady Rot­en­berg, rúss­neskur millj­arða­mær­ingur og æsku­vinur Vla­dimírs Pútíns Rúss­lands­for­seta, virð­ist hafa notað Barclays-­bank­ann í Lund­únum til að kom­ast fram­hjá fjár­magns­höftum sem banda­rísk stjórn­völd settu á hann og aðra sem þóttu vera í innsta hring rúss­neskra stjórn­valda árið 2014.

Norski ríkisbankinn DNB kemur fyrir í gögnunum.

Á vef ICIJ er farið yfir ýmsa vafa­sama leik­endur sem bank­arnir flögg­uðu. Þeirra á meðal er Paul Mana­fort, fyrr­ver­andi ráð­gjafi Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta. Sumir bankar eru sagðir hafa haldið áfram að afgreiða milli­færslur honum tengdar eftir að fjallað var um glæp­sam­lega hátt­semi hans í fjöl­miðl­um.

Aften­posten í Nor­egi var einn þeirra fjöl­miðla sem tók þátt í rann­sókn ICIJ og sagði frá því í gær að alls hefðu bankar til­kynnt FinCEF um milli­færslur til eða frá norska rík­is­bank­anum DNB sem næmu um 1 millj­arði norskra króna, eða tæpum 15 millj­örðum íslenskra króna á gengi dags­ins í dag. ­Sam­kvæmt frétt mið­ils­ins í dag er norska efna­hags­brota­deild­in Økokrim búin að setja sig í sam­band við banda­rísk yfir­völd vegna gagna­lek­ans.

Þessar fréttir og fleiri, sem unnar hafa verið upp úr gagna­lek­anum frá FinCEF, hafa valdið því að hluta­bréfa­verð ýmissa banka hefur fallið tölu­vert í dag og fór hluta­bréfa­verð HSBC meðal ann­ars lægra en það hefur verið und­an­farin 25 ár.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent