Hjaltalín getur ekki fengið millifærslur frá bresku fyrirtæki vegna gráa listans

Breskt fyrirtæki sagði umboðsmanni hljómsveitarinnar Hjaltalín að Ísland væri eitt þeirra landa sem fyrirtækið ætti ekki að millifæra til, vegna aðgerða til að sporna við peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Hljómsveitin Hjaltalín gat ekki fengið bankamillifærslu frá Bretlandi vegna veru Íslands á gráa lista FATF.
Hljómsveitin Hjaltalín gat ekki fengið bankamillifærslu frá Bretlandi vegna veru Íslands á gráa lista FATF.
Auglýsing

Starfs­maður dreif­ing­ar­fyr­ir­tækis í Bret­landi veitti umboðs­manni hljóm­sveit­ar­innar Hjalta­lín þau svör að Ísland væri eitt af lönd­unum sem fyr­ir­tækið ætti ekki að milli­færa til vegna aðgerða til þess að berj­ast gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka.

Stein­þór Helgi Arn­steins­son umboðs­maður hljóm­sveit­ar­innar greindi frá þessu á Twitter í dag. Í sam­tali við Kjarn­ann segir hann að Hjalta­lín hafi átt inni pen­ing hjá þessu til­tekna fyr­ir­tæki, en fyr­ir­tækið hafi verið að upp­færa kerfin hjá sér og því hafi hann þurft að setja aftur inn ban­ka­upp­lýs­ingar sveit­ar­inn­ar.

Það reynd­ist hins vegar ekki hægt, segir Stein­þór. Að gefa upp íslenskan banka­reikn­ing var ein­fald­lega ekki í boði, þrátt fyrir að hægt væri að velja banka­reikn­inga í ríkjum á borð við Afganistan og Sýr­land. Þegar skýr­inga var leitað bár­ust þau svör sem nefnd eru hér að ofan. 

Auglýsing

Stein­þór segir að hljóm­sveitin muni sækja pen­ing­ana eftir öðrum leiðum en banka­milli­færslu. Hann hendir gaman að mál­inu, birtir mynd af sveit­inni og spyr: „Lítum við út eins og hryðju­verka­menn, Hr. Brown?” eins og fjöldi Íslend­inga gerði um árið. 

Ísland hefur verið á gráa lista Fin­ancial Act­ion Task Force (FATF) frá því í októ­ber í fyrra og greint hefur verið frá því að dæmi séu um að greiðslur til íslenskra við­skipta­banka- eða við­skipta­manna þeirra hafi taf­ist af þeim sök­um, sem og að erlendir bankar hafi alfarið hafnað því að hafa milli­göngu um greiðslur til og frá land­inu, eins og virð­ist til­fellið í sam­skiptum Hjalta­lín við breska fyr­ir­tæk­ið.

Stjórn­völd búast við því að losna af list­anum í októ­ber

Á alls­herj­ar­fundi FAFT í júní­mán­uði var nið­ur­staða sér­fræð­inga­hóps sem hefur metið þær úrbætur sem íslensk stjórn­völd hafa unnið að til þess að losna af gráa list­anum væri lokið með full­nægj­andi hætt­i. 

Ferl­inu er þó ekki alveg lok­ið, því sam­kvæmt yfir­lýs­ingu stjórn­valda um málið er búist við því að full­trúar þessa sama sér­fræð­inga­hóps komi til Íslands í byrjun sept­em­ber í vett­vangs­at­hug­un, til þess að stað­festa árang­ur­inn.

Ef vett­vangs­at­hug­unin stað­festir árangur Íslands varð­andi þær úrbætur sem farið var fram á má gera ráð fyrir að lögð verði fram til­laga um að Íslands verði tekið af gráa list­anum á fundi sem ráð­gert er að halda í októ­ber.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
„Rímar augljóslega ekki við áherslur okkar um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum“
Birta lífeyrissjóður segir það hlutverk stjórnar Eimskipa að upplýsa um endurvinnslu tveggja skipa félagsins á Indlandi. Verði ekki orðið við því þurfi að grípa til „harðari aðgerða“.
Kjarninn 28. september 2020
Guðrún Johnsen
Láttu það ganga
Kjarninn 28. september 2020
Haukur Arnþórsson
Nýtt almannatryggingakerfi
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent