Bankar hafa hafnað að millifæra til og frá Íslandi vegna gráa listans

Íslensku viðskiptabankarnir hafa fundið fyrir því að greiðslur til þeirra eða viðskiptamanna þeirra hafa tafist vegna veru Íslands á gráum lista FATF. Þá hafa erlendir bankar hafnað því að hafa milligöngu um greiðslur til Íslands.

peningaþvætti evrur 2
Auglýsing

Ákvörðun Fin­ancial Act­ion Task Force (FATF) að setja Ísland á gráan lista sam­tak­anna hefur haft þau áhrif að upp hafa komið til­vik þar sem greiðslur til íslenska við­skipta­banka eða við­skipta­manna þeirra hafa taf­ist. Auk þess eru dæmi um að erlendir bankar hafi hafnað því að hafa milli­göngu um greiðslu til og frá land­in­u.  

Þetta kemur fram í frétt á vef Seðla­banka Íslands þar sem greint er frá því að Fjár­mála­eft­ir­lit­ið, sem nú heyrir undir Seðla­bank­ann, hafi kallað eftir upp­lýs­ingum frá 15 eft­ir­lits­skyldum aðilum í lok des­em­ber síð­ast­liðnum um hvort ákvörðun FATF að setja Ísland á gráa list­ann hafi haft áhrif á starf­semi þeirra. 

Um var að ræða alla fjóra við­skipta­bank­anna (Lands­bank­ann, Arion banka, Íslands­banka og Kviku), þrjá greiðslu­þjón­ustu­veit­end­ur, öll fjögur trygg­inga­fé­lögin (VÍS, TM, Sjóva og Vörð­ur), þrjá líf­eyr­is­sjóði, Kaup­höll Íslands og Nas­daq verð­bréfa­mið­stöð. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá sem Fjár­málaft­ir­litið fékk  virð­ist ákvörðun FATF enn sem komið er ekki hafa haft áhrif á starf­semi vátrygg­inga­fé­laga, líf­eyr­is­sjóða, Kaup­hall­ar­innar og verð­bréfa­mið­stöðv­ar­inn­ar.

Í til­viki við­skipta­banka hafi við­skiptum við þá eða við­skipta­menn þeirra ekki verið slitið en upp hafi komið ein­stök til­vik þar sem greiðslur hafa taf­ist. „Einnig eru örfá dæmi um að erlendir bankar hafi hafnað því að hafa milli­göngu um greiðslu til og frá land­inu. Í nokkrum til­vikum hefur þó verið óskað eftir frek­ari skýr­ingum og/eða upp­lýs­ingum frá eft­ir­lits­skyldum aðilum í tengslum við aukna áreið­an­leika­könn­un. Fram kom í svörum frá ein­hverjum aðilum að erfitt væri að greina á milli þess hvort við­brögð erlendra aðila mætti rekja til veru Íslands á FAT­F-list­anum eða til auk­innar árvekni almennt gagn­vart pen­inga­þvætt­i.“

Svört skýrsla leiddi til við­bragða

Alþjóð­legur vinnu­hópur um um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka, Fin­ancial Act­ion Task Force (FAT­F), skil­aði kol­svartri úttekt á frammi­stöðu Íslands í mála­flokknum í apríl í 2018. Í kjöl­farið var gripið til mik­ils átaks sem í fólst að upp­færa lög, reglu­verk og fram­fylgni eft­ir­lits með pen­inga­þvættis hér­lend­is.

Auglýsing
Allt kom fyrir ekki og á end­anum reynd­ust aðgerð­irnar ekki nægj­an­leg­ar. Ísland var sett á gráan lista fyrir að bregð­ast ekki nægi­lega vel við fjöl­mörgum athuga­semdum sam­tak­anna um brotala­mir í vörnum gegn pen­inga­þvætti á Íslandi í októ­ber síð­ast­liðn­um. Auk Íslands bætt­ust Mongólía og Simbabve á list­ann. Á meðal ann­­arra ríkja sem þar er að finna, og talin eru að séu með alvar­­lega ann­­marka á sviði varna gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka, eru Kam­­bó­día, Jem­en, Sýr­land og Panama. 

Ein af athuga­semd­unum sem FATF gerði sneri að því að ekki þurfti að greina frá raun­veru­legum eig­endum félaga á Íslandi. Enda felst í því að þekkja ekki við­skipta­vin­inn, að þekkja ekki hvaðan pen­ing­arnir hans kom­a. 

Kjarn­inn greindi frá því 22. des­em­ber síð­ast­lið­inn að Fjár­mála­eft­ir­litið hefði gert athuga­semdir við mat allra íslensku við­skipta­bank­anna á upp­lýs­ingum um raun­veru­lega eig­endur fjár­muna eða félaga sem eru, eða hafa ver­ið, í við­skiptum við þá. Í nið­ur­stöðum athug­ana eft­ir­lits­ins á pen­inga­þvætt­is­vörnum þeirra, sem hófust í kjöl­far þess að FATF birti skýrslu sína um slakar pen­inga­þvætt­is­varnir Íslands, voru gerðar athuga­semdir við þeir hafi ekki metið upp­lýs­ingar um raun­veru­lega eig­endur með sjálf­stæðum hætt­i. 

Nokkur dæmi þegar opin­beruð

Þótt að FATF hafi ekki kallað eftir því sér­­stak­­lega að sér­­stakar og umfangs­­meiri áreið­an­­leikakann­­anir yrðu fram­­kvæmdar á íslenskum við­­skipta­vinum alþjóð­­lega á meðan að Ísland væri á gráa list­­anum þá er vera Íslands á honum mik­ill orð­­spor­s­hnekkir, og getur leitt til þess að fyr­ir­tæki taki slíkt upp sjálf.

Þegar hefur verið greint frá dæmum þar sem veran á gráa list­anum hefur valdið vand­ræðum fyrir íslenska aðila. Jón Sig­­­urðs­­­son, for­­­stjóri Öss­­­ur­­­ar, sagði við Kjarn­ann í októ­ber að fyr­ir­tækið hefði fengið fyr­ir­­­spurn um veru Íslands á gráa list­­anum þegar það var í við­ræðum um fjár­­­­­mögnun skömmu áður. Vera Íslands á list­­­anum hefði þó ekki áhrif á starf­­­semi eða fjár­­­­­mögnun Öss­urar þar sem að hún fari fram í gegnum erlend dótt­­­ur­­­fé­lög. Það væri hins vegar mjög alvar­­­legt mál að Ísland sé á lista sem þess­um að mati Jóns.

Í nóv­em­ber í fyrra var greint frá því að Ísland hefði verið sett á ista þró­un­­ar­­banka Kýpur (Cyprus Develop­­ment Bank eða CDB) yfir lönd sem ekki er heim­ilt að opna á milli­­­færslur af neinum toga. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent