Ragnhildur Sverrisdóttir hættir hjá Novator

Talsmaður Novator, umsvifamesta fjárfestingafélagsins sem er í eigu Íslendinga, mun láta af störfum á næstunni eftir áratug í starfi.

Auglýsing
Ragnhildur Sverrisdóttir Mynd: Wiki Commons

Ragn­hildur Sverr­is­dótt­ir, sem hefur verið upp­lýs­inga­full­trúi Novator, fjár­fest­inga­fé­lags Björg­ólfs Thor Björg­ólfs­son­ar, mun láta af störfum hjá félag­inu í nán­ustu fram­tíð.

Þetta stað­festir Ragn­hildur í sam­tali við Kjarn­ann. Hún segir starfs­lokin vera gerð í sátt og sam­lyndi en um ára­tugur er síðan að hún hóf störf fyrir Novator. 

Ragn­hildur starf­aði áður lengi sem blaða­maður og frétta­stjóri á Morg­un­blað­in­u. 

Hún hefur und­an­farin ár komið fram bæði sem tals­kona Björg­ólfs Thors í málum sem tengj­ast upp­gjöri hans við hrunið og sem upp­lýs­inga­full­trúi Novator vegna fjár­fest­inga félags­ins víða um heim. 

Kom til baka eftir banka­hrunið

Fjár­mála­hrunið setti veldi Björg­ólfs Thors, sem hafði efn­ast á að selja bjór­verk­smiðju í Rúss­landi, en svo fjár­fest mikið í lyfja- og fjar­skipta­iðn­að­inum auk þess að kaupa ráð­andi hlut í Lands­banka Íslands ásamt föður sínum og við­skipta­fé­laga þeirra, í hætt­u. 

Auglýsing
Í ágúst 2014 var til­­­­kynnt að skulda­­­­upp­­­­­­­gjöri Björg­­­­ólfs Thors væri lokið og að hann hefði greitt kröf­u­höfum sín­um, að mestu stórum alþjóð­­­­legum bönk­­­­um, sam­tals um 1.200 millj­­­­arða króna. Það upp­­­­­­­gjör tryggði honum mik­inn auð þar sem hann, og Novator, fengu að halda góðum eign­­­­ar­hluta í Act­­a­vis að því loknu, sem hefur síðan verið seld­ur. Sá eign­­­­ar­hluti hefur gert Björgólf Thor og aðra eig­endur Nota­vor mjög efn­aða á ný. ­Björgólfur Thor gaf árið 2015  út bók um fall sitt og end­­­­ur­komu. Kjarn­inn birti umfjöllun um bók­ina skömmu eftir að hún kom út.

Nær öll sam­skipti íslenskra fjöl­miðla við Björgólf og Novator síð­ast­lið­inn ára­tug hafa farið fram í gegnum Ragn­hild­i. 

Umsvifa­miklir víða um heim

Björgólfur Thor, og sam­starfs­menn hans í Novator, þeir Birgir Már Ragn­ars­son og Andri Sveins­son, hafa farið mik­inn í fjár­fest­ingum síð­ast­lið­inn rúman ára­tug, að mestu ann­ars staðar en á Íslandi. Novator er þó enn með umsvif hér­lend­is, og er meðal ann­ars stór hlut­hafi í fjar­skipta­fyr­ir­tæk­inu Nova. Þá tók Björgólfur Thor þátt í skulda­bréfa­út­boði WOW air í sept­em­ber 2018, nokkrum mán­uðum áður en að flug­fé­lagið fór í þrot, en í gegnum eigin félag. 

Við­skipta­blaðið greindi nýverið frá því að Novator hefði fengið 32 millj­arða króna í arð frá fjar­skipta­fé­lag­inu WOM í Chile og með sölu á um 4 pró­sent hlut í pólska síma­fyr­ir­tæk­inu Play.  Í frétt blaðs­ins kom einnig fram að Novator væri að koma á fót fjar­skipta­fyr­ir­tæki í Kól­umbíu um þessar mundir og að félagið hefði sýnt áhuga á að kaupa kól­umbíska hluta fjar­skipta­fé­lags­ins Telefón­ica að fullu eða að hluta. Novator hefur líka fjár­fest í raf­­­­­myntum og sprota­­­fyr­ir­tækj­unum á borð við  Zwif, BeamUp og Deli­veroo og fjöl­mörgum öðrum fyr­ir­tækj­um. Hægt er að sjá yfir­lit yfir fjár­fest­ingar félags­ins hér

Í mars í fyrra var sagt frá því að Björgólfur Thor sæti í 1.116 sæti á lista For­bes yfir millj­arða­mær­inga heims­ins og að auður hans væri met­inn á 2,1 millj­arð Banda­ríkja­dali. 

Tveimur mán­uðum síð­ar, í maí 2019, var Björgólfur Thor í 91. sæti yfir rík­­­ustu menn Bret­lands sam­­kvæmt lista The Sunday Times.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent