Ragnhildur Sverrisdóttir hættir hjá Novator

Talsmaður Novator, umsvifamesta fjárfestingafélagsins sem er í eigu Íslendinga, mun láta af störfum á næstunni eftir áratug í starfi.

Auglýsing
Ragnhildur Sverrisdóttir Mynd: Wiki Commons

Ragn­hildur Sverr­is­dótt­ir, sem hefur verið upp­lýs­inga­full­trúi Novator, fjár­fest­inga­fé­lags Björg­ólfs Thor Björg­ólfs­son­ar, mun láta af störfum hjá félag­inu í nán­ustu fram­tíð.

Þetta stað­festir Ragn­hildur í sam­tali við Kjarn­ann. Hún segir starfs­lokin vera gerð í sátt og sam­lyndi en um ára­tugur er síðan að hún hóf störf fyrir Novator. 

Ragn­hildur starf­aði áður lengi sem blaða­maður og frétta­stjóri á Morg­un­blað­in­u. 

Hún hefur und­an­farin ár komið fram bæði sem tals­kona Björg­ólfs Thors í málum sem tengj­ast upp­gjöri hans við hrunið og sem upp­lýs­inga­full­trúi Novator vegna fjár­fest­inga félags­ins víða um heim. 

Kom til baka eftir banka­hrunið

Fjár­mála­hrunið setti veldi Björg­ólfs Thors, sem hafði efn­ast á að selja bjór­verk­smiðju í Rúss­landi, en svo fjár­fest mikið í lyfja- og fjar­skipta­iðn­að­inum auk þess að kaupa ráð­andi hlut í Lands­banka Íslands ásamt föður sínum og við­skipta­fé­laga þeirra, í hætt­u. 

Auglýsing
Í ágúst 2014 var til­­­­kynnt að skulda­­­­upp­­­­­­­gjöri Björg­­­­ólfs Thors væri lokið og að hann hefði greitt kröf­u­höfum sín­um, að mestu stórum alþjóð­­­­legum bönk­­­­um, sam­tals um 1.200 millj­­­­arða króna. Það upp­­­­­­­gjör tryggði honum mik­inn auð þar sem hann, og Novator, fengu að halda góðum eign­­­­ar­hluta í Act­­a­vis að því loknu, sem hefur síðan verið seld­ur. Sá eign­­­­ar­hluti hefur gert Björgólf Thor og aðra eig­endur Nota­vor mjög efn­aða á ný. ­Björgólfur Thor gaf árið 2015  út bók um fall sitt og end­­­­ur­komu. Kjarn­inn birti umfjöllun um bók­ina skömmu eftir að hún kom út.

Nær öll sam­skipti íslenskra fjöl­miðla við Björgólf og Novator síð­ast­lið­inn ára­tug hafa farið fram í gegnum Ragn­hild­i. 

Umsvifa­miklir víða um heim

Björgólfur Thor, og sam­starfs­menn hans í Novator, þeir Birgir Már Ragn­ars­son og Andri Sveins­son, hafa farið mik­inn í fjár­fest­ingum síð­ast­lið­inn rúman ára­tug, að mestu ann­ars staðar en á Íslandi. Novator er þó enn með umsvif hér­lend­is, og er meðal ann­ars stór hlut­hafi í fjar­skipta­fyr­ir­tæk­inu Nova. Þá tók Björgólfur Thor þátt í skulda­bréfa­út­boði WOW air í sept­em­ber 2018, nokkrum mán­uðum áður en að flug­fé­lagið fór í þrot, en í gegnum eigin félag. 

Við­skipta­blaðið greindi nýverið frá því að Novator hefði fengið 32 millj­arða króna í arð frá fjar­skipta­fé­lag­inu WOM í Chile og með sölu á um 4 pró­sent hlut í pólska síma­fyr­ir­tæk­inu Play.  Í frétt blaðs­ins kom einnig fram að Novator væri að koma á fót fjar­skipta­fyr­ir­tæki í Kól­umbíu um þessar mundir og að félagið hefði sýnt áhuga á að kaupa kól­umbíska hluta fjar­skipta­fé­lags­ins Telefón­ica að fullu eða að hluta. Novator hefur líka fjár­fest í raf­­­­­myntum og sprota­­­fyr­ir­tækj­unum á borð við  Zwif, BeamUp og Deli­veroo og fjöl­mörgum öðrum fyr­ir­tækj­um. Hægt er að sjá yfir­lit yfir fjár­fest­ingar félags­ins hér

Í mars í fyrra var sagt frá því að Björgólfur Thor sæti í 1.116 sæti á lista For­bes yfir millj­arða­mær­inga heims­ins og að auður hans væri met­inn á 2,1 millj­arð Banda­ríkja­dali. 

Tveimur mán­uðum síð­ar, í maí 2019, var Björgólfur Thor í 91. sæti yfir rík­­­ustu menn Bret­lands sam­­kvæmt lista The Sunday Times.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent