Ragnhildur Sverrisdóttir hættir hjá Novator

Talsmaður Novator, umsvifamesta fjárfestingafélagsins sem er í eigu Íslendinga, mun láta af störfum á næstunni eftir áratug í starfi.

Auglýsing
Ragnhildur Sverrisdóttir Mynd: Wiki Commons

Ragn­hildur Sverr­is­dótt­ir, sem hefur verið upp­lýs­inga­full­trúi Novator, fjár­fest­inga­fé­lags Björg­ólfs Thor Björg­ólfs­son­ar, mun láta af störfum hjá félag­inu í nán­ustu fram­tíð.

Þetta stað­festir Ragn­hildur í sam­tali við Kjarn­ann. Hún segir starfs­lokin vera gerð í sátt og sam­lyndi en um ára­tugur er síðan að hún hóf störf fyrir Novator. 

Ragn­hildur starf­aði áður lengi sem blaða­maður og frétta­stjóri á Morg­un­blað­in­u. 

Hún hefur und­an­farin ár komið fram bæði sem tals­kona Björg­ólfs Thors í málum sem tengj­ast upp­gjöri hans við hrunið og sem upp­lýs­inga­full­trúi Novator vegna fjár­fest­inga félags­ins víða um heim. 

Kom til baka eftir banka­hrunið

Fjár­mála­hrunið setti veldi Björg­ólfs Thors, sem hafði efn­ast á að selja bjór­verk­smiðju í Rúss­landi, en svo fjár­fest mikið í lyfja- og fjar­skipta­iðn­að­inum auk þess að kaupa ráð­andi hlut í Lands­banka Íslands ásamt föður sínum og við­skipta­fé­laga þeirra, í hætt­u. 

Auglýsing
Í ágúst 2014 var til­­­­kynnt að skulda­­­­upp­­­­­­­gjöri Björg­­­­ólfs Thors væri lokið og að hann hefði greitt kröf­u­höfum sín­um, að mestu stórum alþjóð­­­­legum bönk­­­­um, sam­tals um 1.200 millj­­­­arða króna. Það upp­­­­­­­gjör tryggði honum mik­inn auð þar sem hann, og Novator, fengu að halda góðum eign­­­­ar­hluta í Act­­a­vis að því loknu, sem hefur síðan verið seld­ur. Sá eign­­­­ar­hluti hefur gert Björgólf Thor og aðra eig­endur Nota­vor mjög efn­aða á ný. ­Björgólfur Thor gaf árið 2015  út bók um fall sitt og end­­­­ur­komu. Kjarn­inn birti umfjöllun um bók­ina skömmu eftir að hún kom út.

Nær öll sam­skipti íslenskra fjöl­miðla við Björgólf og Novator síð­ast­lið­inn ára­tug hafa farið fram í gegnum Ragn­hild­i. 

Umsvifa­miklir víða um heim

Björgólfur Thor, og sam­starfs­menn hans í Novator, þeir Birgir Már Ragn­ars­son og Andri Sveins­son, hafa farið mik­inn í fjár­fest­ingum síð­ast­lið­inn rúman ára­tug, að mestu ann­ars staðar en á Íslandi. Novator er þó enn með umsvif hér­lend­is, og er meðal ann­ars stór hlut­hafi í fjar­skipta­fyr­ir­tæk­inu Nova. Þá tók Björgólfur Thor þátt í skulda­bréfa­út­boði WOW air í sept­em­ber 2018, nokkrum mán­uðum áður en að flug­fé­lagið fór í þrot, en í gegnum eigin félag. 

Við­skipta­blaðið greindi nýverið frá því að Novator hefði fengið 32 millj­arða króna í arð frá fjar­skipta­fé­lag­inu WOM í Chile og með sölu á um 4 pró­sent hlut í pólska síma­fyr­ir­tæk­inu Play.  Í frétt blaðs­ins kom einnig fram að Novator væri að koma á fót fjar­skipta­fyr­ir­tæki í Kól­umbíu um þessar mundir og að félagið hefði sýnt áhuga á að kaupa kól­umbíska hluta fjar­skipta­fé­lags­ins Telefón­ica að fullu eða að hluta. Novator hefur líka fjár­fest í raf­­­­­myntum og sprota­­­fyr­ir­tækj­unum á borð við  Zwif, BeamUp og Deli­veroo og fjöl­mörgum öðrum fyr­ir­tækj­um. Hægt er að sjá yfir­lit yfir fjár­fest­ingar félags­ins hér

Í mars í fyrra var sagt frá því að Björgólfur Thor sæti í 1.116 sæti á lista For­bes yfir millj­arða­mær­inga heims­ins og að auður hans væri met­inn á 2,1 millj­arð Banda­ríkja­dali. 

Tveimur mán­uðum síð­ar, í maí 2019, var Björgólfur Thor í 91. sæti yfir rík­­­ustu menn Bret­lands sam­­kvæmt lista The Sunday Times.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent