Björgólfur Thor þýtur upp milljarðamæringalistann

Björgólf­ur Thor Björgólfs­son fjár­fest­ir tekur stökk á nýjum lista Forbes yfir rík­ustu menn í heimi. Björgólf­ur fer upp um 99 sæti milli ára og er auður hans nú met­inn á 2,1 millj­arð Banda­ríkja­dala eða um 254 millj­arða ís­lenskra króna.

Björgólfur Thor Björgólfsson
Björgólfur Thor Björgólfsson
Auglýsing

Björgólfur Thor Björg­­ólfs­­son fjár­festir fer upp um 90 sæti á lista ­For­bes yfir millj­­arða­mær­inga heims­ins á milli ára. Í fyrra var Björgólfur Thor í 1.215 sæti en er nú í 1.116 sæti á nýjum lista ­For­bes ­sem birtur var í dag. ­Björgólfur Thor er eini Íslend­ing­­ur­inn á list­an­um, og reyndar eini Íslend­ing­­ur­inn sem hefur nokkru sinni kom­ist á hann. Auður hans er met­inn á 2,1 millj­arð dala eða um á 254 millj­arða króna.

Eign­ir Bezos ­nema nú 131 millj­arði dala

Stofn­and­i Amazon, Jeff Bezos, er áfram á toppi lista ­For­bes ­yfir auð­ug­asta fólk heims en næst­ir á eft­ir hon­um koma þeir Bill Gates og War­ren Buf­fett. ­Sam­­kvæmt nýrri út­­tekt ­For­bes hafa eign­ir Bezos auk­ist um 19 millj­­arða Banda­­ríkja­dala und­an­farið ár og nema nú 131 millj­­arði dala. ­Fyrsta konan á list­an­um er í fimmt­ánda sæti en það er Françoise Bettencourt ­Meyers, rík­­asta kona heims en eign­ir henn­ar eru metn­ar á 49,3 millj­­arða Banda­­ríkja­dala. Bettencourt-­fjöl­­skyld­an er aðal­­eig­andi franska snyrt­i­vöru­­fyr­ir­tæk­is­ins L'Oreal. Í sam­an­tekt ­For­bes ­segir að í ár ­fækk­að­i millj­arða­mær­ing­unum um 55 og eru nú um 2153 millj­arða­mær­ingar í heim­in­um. Í heild­ina duttu 247 manns af list­anum milli ára en það er hæsta talan frá árinu 2019.

Björgólfur Thor sat einu sinni í 249. sæti list­ans

Árið 2007 var Björgólfur Thor Björg­­ólfs­­son í 249. sæti yfir rík­­­ustu menn ver­aldar á lista For­bes. Ári síð­­­ar, eftir hrun fjár­­­mála­­kerf­is­ins lá fyrir að Björgólfur Thor var í per­­són­u­­legum ábyrgðum vegna skulda sem námu minnst 40 millj­­örðum króna. ­Skömmu eftir hrun hófust við­ræður milli Björg­­ólfs Thors og trún­­að­­ar­­manna hans, og síðar full­­trúa lán­­ar­drottna sem áttu kröfu á Björgólf Thor og félög hans. 

Auglýsing

Í ágúst 2014 var síðan til­­kynnt að skulda­­upp­­­gjöri Björg­­ólfs Thors Björg­­ólfs­­sonar væri lokið og að hann hefði greitt kröf­u­höfum sín­um, að mestu stórum alþjóð­­legum bönk­­um, sam­tals um 1.200 millj­­arða króna. Þessi upp­­­gjör tryggði honum mik­inn auð þar sem hann fékk að halda góðum eign­­ar­hluta í Act­a­vis að því loknu. Sá eign­­ar­hluti hefur gert Björgólf Thor ævin­týra­lega ríkan á ný. ­Björgólfur Thor gaf árið 2015  út bók um fall sitt og end­­ur­komu. Kjarn­inn birti umfjöllun um bók­ina skömmu eftir að hún kom út.

Í umfjöll­un ­For­bes ­segir að ­Björgólf­ur eigi hlut í pólska fjar­­skipta­­fyr­ir­tæk­in­u Pla­y en það er á meðal stærstu far­síma­fyr­ir­tækja Pól­lands. Til­kynnt var um það sum­arið 2017 að Novator, fjár­fest­inga­fé­lag Björg­ólfs Thors, ætl­aði að selja tæp­lega helm­ings­hlut í Play, sem þá var metið á 261 millj­arð króna. Í umfjöll­un ­For­bes kemur einnig fram að Björgólfur eigi einnig hluti í WOM frá Síle. Auk þess hafi hann fjár­fest í raf­mynt og sprota­fyr­ir­tækj­unum á borð við  Zwif, BeamUp og Deli­ver­oo. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Hefur ekki áhyggjur af sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Forseti Alþingis neitar því að sporin hræði – og að sala Íslandsbanka sé sambærileg einkavæðingunni fyrir hrun. Lagaumhverfið sé gjörbreytt og aðstæður allt aðrar. Þó sé ekki óeðlilegt að velta upp spurningum og það eigi fólk einmitt að gera.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drög að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa verið kynnt.
Boða að malbiki verði flett upp í Reykjavík í nýrri loftslagsstefnu
Á meðal aðgerða sem lagðar eru fram í drögum að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar er að malbiki verði flett upp og bílastæðum í borgarlandi fækkað um 2 prósent á ári. Samgöngur eru langveigamesti þátturinn í kolefnislosun borgarinnar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Gylfi Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra.
Þyrfti róttækar breytingar til að fá almenning aftur að hlutabréfamarkaðnum
Stjórnvöld gætu leyft launþegum að fjárfesta beint í verðbréfum fyrir viðbótarlífeyrissparnað til að laða almenning að hlutabréfamarkaðnum, samkvæmt grein fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Logi Einarsson formaður Samfylkingar hefur óskað eftir því að þing komi saman á morgun til að gera breytingar á sóttvarnalögum.
Samfylkingin vill að Alþingi komi saman og styrki sóttvarnalög
Formaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir því að boðað verði til aukaþingfundar á morgun til þess að gera breytingar á sóttvarnalögum, sem renna myndum lagastoðum undir þær aðgerðir sem sóttvarnalæknir hefur lagt til á landamærunum.
Kjarninn 14. janúar 2021
Ýmsir veitingastaðir, líkt og Grandi mathöll, hafa þurft að loka starfsemi sinni vegna sóttvarnaraðgerða.
Fyrirtæki hafa sótt um tekjufallsstyrki fyrir 2,7 milljarða króna
Hundruðir fyrirtækja hafa sótt um tekjufallsstyrki á fyrstu þremur dögunum sem opið hefur verið fyrir umsóknir. Alls er búist við að hið opinbera verji 43,3 milljörðum króna í styrki til rekstraraðila sem misst hafa tekjur tímabundið vegna faraldursins.
Kjarninn 14. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent