Laun forstjóra Isavia hækkuðu um rúm 43 prósent

Heild­ar­laun Björns Óla Hauks­son­ar, for­stjóra Isavia, hafa hækkað um 43,3 prósent frá því að ákvörðun launa var færð frá kjararáði árið 2017 til stjórnar fyrirtækisins. Mánaðarlaun forstjórans hækkuðu um rúm 750 þúsund á tæpu ári.

Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia
Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia
Auglýsing

Heild­ar­laun Björns Óla Hauks­son­ar, for­stjóra Isavia, hafa hækkað um 43,3 prósent frá því að ákvörðun launa var færð frá kjararáði árið 2017 til stjórnar fyrirtækisins á ný. Launin hafa því hækkað úr 1.748.000 krónum á mánuði í nóvember 2017 í 2.504.884 í maí 2018.  Þetta kemur fram í svari Isavia við fyr­ir­spurn fjármála- og efnahagsráðuneytisins um hvernig fyrirtækið hefði brugðist við tilmælum sem beint var til fyrirtækja í ríkiseigu í janúar 2017 er varðar launaákvarðanir og starfskjör framkvæmdastjóra. 

Fjármála- og efnahagsráðuneytið óskaði eftir upplýsingunum

Fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi 12. febrúar síðastliðinn bréf til stjórna fyrirtækja í ríkiseigu og Bankasýslu ríkisins þar sem óskað var upplýsingum launaákvarðanir og starfskjör framkvæmdastjóra. Í bréfinu var fyrirtækjunum gefinn vikufrestur til að svara. Isavia var meðal þeirra fyrirtækja en Isaiva er  opin­bert hluta­­fé­lag og að öllu leyti í eigu íslenska rík­­is­ins. Félagið ann­­ast rekstur og upp­­­bygg­ingu allra flug­­valla á Íslandi auk þess sem það stýrir flugumferð á íslenska flug­­­stjórn­­­ar­­svæð­inu.

Í svari Isavia við fyrirspurn ráðuneytsins segir að í byrjun árs 2017 barst stjórn Isavia bréf frá fjármála og efnahagsráðuneytinu varðandi ákvörðun launakjör forstjóra fyrirtæksins. Í bréfinu var bent á þá skyldu stjórnar að við ákvörðun launa og starfskjara yrði almennt fylgt ákvæðum eigendastefnu ríkisins um að félög í eigu ríkisins settu sér hóflega en samkeppnishæfa launastefnu sem sé ekki leiðandi. Í kjölfarið aflaði stjórn Isavia úttektar hjá ráðgjafafyrirtækinu Intellecta sem sérhæfir sig í að kanna launum forstjóra fyrirtækja í því skyni að fá fram viðmið til að vinna út frá við ákvörðun launa. Intellecta skilaði mati sem byggði á fyrirtækjum með svipaða veltu og fjárhagslega stjórnunarábyrgð og Isavia og niðurstaðan var sú að laun forstjóri í sambærilegu fyrirtæki væru á bilinu 3,1 til 4,1 milljón króna. 

Auglýsing

Stjórn Isavia leit svo á að hækkun í neðstu mörk mats Intellica væri of mikil í einu skrefi og ekki í samræmi við eigendastefnu og tilmæli um varkárni við ákvörðun launa, segir í bréfinu. Á fundi stjórnar 26. september 2017, samþykkti stjórnin að fela formanni að endurnýja ráðningarsamning við forstjóra í samræmi við samþykkt tillögu starfskjaranefndarinnar. Á fundi stjórnar þann 2. nóvember 2017 samþykkti stjórnin nýjan ráðningarsamning þar sem laun forstjóra félagsins voru ákveðin 2.380.000 krónur frá og með 1. júlí 2017. Fyrir voru laun forstjóra 1.748.000 og nam launabreytingin því 36,1 prósent. Samhliða því var ákveðið í samræmi við ákvæði starfskjarastefnu Isavia og ráðningarsamning forstjóra félagsins að endurmeta laun forstjóra á árinu 2018. Á stjórnarfundi 20. desember 2018 var síðan samþykkt tillaga starfskjaranefndar um að laun forstjóra skyldu hækka um 2,3 prósent frá 1. janúar 2018 og um 3 prósent frá l. maí 2018 í samræmi við ákvæði almennara kjarasamninga. Heildarlaun forstjóra Isavia hafa því hækkað alls um 43,4 prósent frá því ákvörðun launa var færð kjararáði árið 2017 og til dagsins í dag. 

Í svarinu kemur jafnframt fram að auk þess að byggja á launaákvörðunina á framangreindri ráðgjöf Intellecta þá tók stjórnin mið af ákvörðun kjararáðs á tímabilinu 2013 til 2017 með hækkun launa aðila sem féllu undir úrskurðarsvið ráðsins. Forstjóri Isavia er eins og fyrr segir Björn Óli Hauksson en hann hefur gegnt starfinu frá upphafi rekstrar árið 2018.

Ráðu­­neytið bað um var­kárni

Fyrir liggur að stjórn­­völd ótt­uð­ust launa­skrið hjá æðstu stjórn­­endum fyr­ir­tækja í opin­berri eigu í kjöl­far þess að ákvörð­un­­ar­­vald yfir launum þeirra var fært frá kjara­ráði. Í bréfi sem fjár­­­­­­­mála- og efna­hags­ráðu­­­­neytið sendi stjórnum fyr­ir­tækja í rík­­­­i­s­eigu og Banka­­­­sýslu rík­­­­is­ins í jan­úar 2017 var þeim til­­­­­­­mælum beint til þeirra að stilla öllum launa­hækk­­­­unum for­­­­stjóra í hóf eftir að ákvarð­­­­anir um laun þeirra færð­ust undan kjara­ráði um mitt ár í fyrra. Þar stendur að ástæða hafi verið til þess að „vekja sér­­­­staka athygli á mik­il­vægi þess að stjórnir hafi í huga áhrif launa­á­kvarð­ana á stöð­ug­­­­leika á vinn­u­­­­mark­aði og ábyrgð félag­anna í því sam­­­­bandi. Æski­­­­legt er að launa­á­kvarð­­­­anir séu var­kár­­­­ar, að forð­­­­ast sé að ákvarða miklar launa­breyt­ingar á stuttu tíma­bili en þess í stað gætt að laun séu hækkuð með reglu­bundnum hætti til sam­ræmis við almenna launa­­­­þró­un.“

Af­­­rit af bréf­inu var sent til allra stjórn­­­­anna dag­inn áður en að ný lög um kjara­ráð, sem færðu launa­á­kvörð­un­­­­ar­­­­vald frá ráð­inu til stjórna opin­beru fyr­ir­tækj­anna, tóku gildi í byrjun júlí 2017. Þá fund­aði Bene­dikt Jóhann­es­­­son, þáver­andi fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, með for­­­mönnum stjórna stærri félaga þann 10. ágúst  2017 og var þar farið yfir efni bréfs­ins. Hægt er að lesa það hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent