Laun forstjóra Isavia hækkuðu um rúm 43 prósent

Heild­ar­laun Björns Óla Hauks­son­ar, for­stjóra Isavia, hafa hækkað um 43,3 prósent frá því að ákvörðun launa var færð frá kjararáði árið 2017 til stjórnar fyrirtækisins. Mánaðarlaun forstjórans hækkuðu um rúm 750 þúsund á tæpu ári.

Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia
Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia
Auglýsing

Heild­­ar­­laun ­Björns Óla Hauks­­son­­ar, for­­stjóra Isa­via, hafa hækkað um 43,3 pró­sent frá því að ákvörðun launa var færð frá kjara­ráði árið 2017 til stjórn­ar ­fyr­ir­tæk­is­ins á ný. Launin hafa því hækkað úr 1.748.000 krónum á mán­uði í nóv­em­ber 2017 í 2.504.884 í maí 2018.  Þetta kemur fram í svari Isa­vi­a við fyr­ir­­spurn fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins um hvernig fyr­ir­tækið hefði brugð­ist við til­mælum sem beint var til fyr­ir­tækja í rík­i­s­eigu í jan­úar 2017 er varðar launa­á­kvarð­anir og starfs­kjör fram­kvæmda­stjóra. 

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið óskaði eftir upp­lýs­ing­unum

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið sendi 12. febr­úar síð­ast­lið­inn bréf til stjórna fyr­ir­tækja í rík­i­s­eigu og Banka­sýslu rík­is­ins þar sem óskað var upp­lýs­ing­um ­launa­á­kvarð­anir og starfs­kjör fram­kvæmda­stjóra. Í bréf­inu var fyr­ir­tækj­unum gef­inn viku­frest­ur til að svara. Isa­via var meðal þeirra fyr­ir­tækja en Isaiva er  opin­bert hluta­­­fé­lag og að öllu leyti í eigu íslenska rík­­­is­ins. Félagið ann­­­ast rekstur og upp­­­­­bygg­ingu allra flug­­­valla á Íslandi auk þess sem það stýr­ir flug­um­ferð á íslenska flug­­­­­stjórn­­­­­ar­­­svæð­inu.

Í svari Isa­via við fyr­ir­spurn ráðu­neyts­ins segir að í byrjun árs 2017 barst stjórn­ Isa­vi­a bréf frá­ fjár­mála og efna­hags­ráðu­neyt­in­u varð­andi ákvörð­un ­launa­kjör ­for­stjóra fyr­ir­tæks­ins. Í bréf­in­u var bent á þá skyld­u ­stjórn­ar að við ákvörðun launa og ­starfs­kjara yrð­i al­mennt ­fylgt ákvæðum eig­enda­stefn­u ­rík­is­ins um að félög í eig­u ­rík­is­ins ­settu sér hóf­lega en sam­keppn­is­hæf­a ­launa­stefn­u ­sem sé ekki leið­andi. Í kjöl­farið afl­að­i ­stjórn­ Isa­vi­a út­tektar hjá ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­in­u In­tellecta sem sér­hæfir sig í að kanna launum for­stjóra fyr­ir­tækja í því skyni að fá fram við­mið til að vinna út frá við ákvörðun launa. In­tellect­a skil­aði mati sem byggði á fyr­ir­tækj­u­m ­með­ ­svip­aða veltu og fjár­hags­lega stjórn­unará­byrgð og Isa­vi­a og ­nið­ur­stað­an var sú að laun for­stjóri í sam­bæri­legu fyr­ir­tæki væru á bil­inu 3,1 til 4,1 millj­ón króna. 

Auglýsing

Stjórn Isa­vi­a ­leit svo á að hækkun í neðstu mörk mats In­tellica væri of mikil í einu skrefi og ekki í sam­ræmi við eig­enda­stefnu og til­mæli um var­kárni við ákvörðun launa, segir í bréf­inu. Á fundi stjórnar 26. sept­em­ber 2017, sam­þykkti stjórnin að fela for­manni að end­ur­nýja ráðn­ing­ar­samn­ing við for­stjóra í sam­ræmi við sam­þykkt til­lögu starfs­kjara­nefnd­ar­inn­ar. Á fundi stjórnar þann 2. nóv­em­ber 2017 sam­þykkti stjórnin nýjan ráðn­ing­ar­samn­ing þar sem laun for­stjóra ­fé­lags­ins voru ákveðin 2.380.000 krónur frá og með 1. júlí 2017. Fyrir voru laun ­for­stjóra 1.748.000 og nam launa­breyt­ingin því 36,1 pró­sent. Sam­hliða því var ákveðið í sam­ræmi við ákvæði starfs­kjara­stefn­u Isa­vi­a og ráðn­ing­ar­samn­ing ­for­stjóra félags­ins að end­ur­meta laun for­stjóra á árinu 2018. Á stjórn­ar­fundi 20. des­em­ber 2018 var síðan sam­þykkt til­laga starfs­kjara­nefndar um að laun for­stjóra skyldu hækka um 2,3 pró­sent frá 1. jan­úar 2018 og um 3 pró­sent frá l. maí 2018 í sam­ræmi við ákvæði almenn­ara kjara­samn­inga. Heild­ar­laun for­stjóra Isa­vi­a hafa því hækkað alls um 43,4 pró­sent frá því ákvörðun launa var færð kjara­ráði árið 2017 og til dags­ins í dag. 

Í svar­inu kem­ur ­jafn­fram­t fram að auk þess að ­byggja á launa­á­kvörð­un­ina á fram­an­greindri ráð­gjöf Intellecta þá tók ­stjórn­in mið af ákvörðun kjara­ráðs á tíma­bil­inu 2013 til 2017 ­með hækkun launa aðila sem féllu undir úrskurð­ar­svið ráðs­ins. ­For­stjóri Isa­vi­a er eins og fyrr segir Björn Óli Hauks­son en hann hefur gegnt starf­inu frá upp­hafi ­rekstr­ar­ árið 2018.

Ráðu­­­neytið bað um var­kárni

Fyrir liggur að stjórn­­­völd ótt­uð­ust launa­skrið hjá æðstu stjórn­­­endum fyr­ir­tækja í opin­berri eigu í kjöl­far þess að ákvörð­un­­­ar­­­vald yfir launum þeirra var fært frá kjara­ráði. Í bréfi sem fjár­­­­­­­­­mála- og efna­hags­ráðu­­­­­neytið sendi stjórnum fyr­ir­tækja í rík­­­­­i­s­eigu og Banka­­­­­sýslu rík­­­­­is­ins í jan­úar 2017 var þeim til­­­­­­­­­mælum beint til þeirra að stilla öllum launa­hækk­­­­­unum for­­­­­stjóra í hóf eftir að ákvarð­­­­­anir um laun þeirra færð­ust undan kjara­ráði um mitt ár í fyrra. Þar stendur að ástæða hafi verið til þess að „vekja sér­­­­­staka athygli á mik­il­vægi þess að stjórnir hafi í huga áhrif launa­á­kvarð­ana á stöð­ug­­­­­leika á vinn­u­­­­­mark­aði og ábyrgð félag­anna í því sam­­­­­bandi. Æski­­­­­legt er að launa­á­kvarð­­­­­anir séu var­kár­­­­ar, að forð­­­­­ast sé að ákvarða miklar launa­breyt­ingar á stuttu tíma­bili en þess í stað gætt að laun séu hækkuð með reglu­bundnum hætti til sam­ræmis við almenna launa­­­­­þró­un.“

Af­­­­rit af bréf­inu var sent til allra stjórn­­­­­anna dag­inn áður en að ný lög um kjara­ráð, sem færðu launa­á­kvörð­un­­­­­ar­­­­­vald frá ráð­inu til stjórna opin­beru fyr­ir­tækj­anna, tóku gildi í byrjun júlí 2017. Þá fund­aði Bene­dikt Jóhann­es­­­­son, þáver­andi fjár­­­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, með for­­­­mönnum stjórna stærri félaga þann 10. ágúst  2017 og var þar farið yfir efni bréfs­ins. Hægt er að lesa það hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgin dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þau safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent