Björgólfur Thor metinn á 263 milljarða króna

Björgólfur Thor Björgólfsson er á meðal 100 ríkustu manna í Bretlandi. Auður hans hefur vaxið hægt og bítandi síðustu ár eftir að staða hans var tvísýn eftir bankahrunið.

Björgólfur Thor Björgólfsson
Auglýsing

Björgólfur Thor Björg­ólfs­son fjár­festir er í 91. sæti yfir rík­ustu menn Bret­lands sam­kvæmt nýbirtum lista The Sunday Times. Alls er auður hans met­inn á 1.654 millj­ónir punda, eða 263 millj­arða króna.

Auður Björg­ólfs Thor jókst um 98 millj­ónir punda, 15,6 millj­arða króna, á síð­asta ári. Björgólfur Thor er því eini íslenski millj­arða­mær­ing­ur­inn í pundum talið.

Lík­ast til er Björgólfur Thor sá Íslend­ingur sem best hefur tek­ist að end­ur­heimta þá eigna­stöðu sem hann var með fyrir banka­hrun­ið. Á árinu 2007 var hann í 23. sæti á lista The Sunday Times yfir rík­ustu menn Bret­lands og í 29. sæti í árs­lok 2008. Þá var auður hans met­inn á 2.070 millj­ónir punda, eða 329,1 millj­arð króna á núvirði.

Mjög fyr­ir­ferða­mik­ill fyrir banka­hrun

Á þeim tíma var Björgólfur Thor þekkt­astur fyrir fjár­fest­ingar í lyfja­iðn­aði og fjar­skipta­fyr­ir­tækj­um, og stærsta ein­staka eign hans var hlutur í lyfj­aris­anum Act­a­v­is. Auk þess var Björgólfur Thor vit­an­lega afar umsvifa­mik­ill á Íslandi þar sem hann átti, ásamt föður sínum og öðrum við­skipta­fé­laga, kjöl­festu­hlut í Lands­banka Íslands um nokk­urra ára skeið.

Auglýsing
Björgólfur, faðir hans og Magnús Þor­steins­son höfðu fyrst efn­ast veru­lega á því að selja bjór­verk­smiðj­una Bravo í Rúss­landi til Hein­eken skömmu eftir ald­ar­mót.

Fjár­mála­hrunið setti hins vegar veldi Björg­ólfs Thors í tví­sýna stöðu þar sem hann var í per­sónu­legum ábyrgðum fyrir skuldum sem námu minnst 40 millj­örðum króna.

Skömmu eftir hrun hófust við­ræður milli Björg­­­ólfs Thors og trún­­­að­­­ar­­­manna hans, og síðar full­­­trúa lán­­­ar­drottna sem áttu kröfu á Björgólf Thor og félög hans.

Í ágúst 2014 var síðan til­­­kynnt að skulda­­­upp­­­­­gjöri Björg­­­ólfs Thors Björg­­­ólfs­­­sonar væri lokið og að hann hefði greitt kröf­u­höfum sín­um, að mestu stórum alþjóð­­­legum bönk­­­um, sam­tals um 1.200 millj­­­arða króna. Þessi upp­­­­­gjör tryggði honum mik­inn auð þar sem hann fékk að halda góðum eign­­­ar­hluta í Act­a­vis að því loknu. Sá eign­­­ar­hluti hefur gert Björgólf Thor ævin­týra­­lega ríkan á ný. ­Björgólfur Thor gaf árið 2015  út bók um fall sitt og end­­­ur­komu. Kjarn­inn birti umfjöllun um bók­ina skömmu eftir að hún kom út.

Var einnig á lista For­bes

Björgólfur Thor birt­ist einnig á lista tíma­rits­ins For­bes yfir rík­ustu menn heims fyrr á þessu ári. Þar sat hann í 1.116 sæti og fór upp um 90 sæti milli ára.

Auglýsing
Í umfjöll­un ­For­bes ­sagði að ­Björgólf­ur eigi hlut í pólska fjar­­­skipta­­­fyr­ir­tæk­in­u Play en það er á meðal stærstu far­síma­­fyr­ir­tækja Pól­lands. Til­­kynnt var um það sum­­­arið 2017 að Novator, fjár­­­fest­inga­­fé­lag Björg­­ólfs Thors, ætl­­aði að selja tæp­­lega helm­ings­hlut í Play, sem þá var metið á 261 millj­­arð króna. Í umfjöll­un ­For­bes kom einnig fram að Björgólfur eigi einnig hluti í WOM frá Síle. Auk þess hafi hann fjár­­­fest í raf­­­mynt og sprota­­fyr­ir­tækj­unum á borð við  Zwif, BeamUp og Deli­ver­oo.

Í umfjöllun The Sunday Times segir að á meðal nýj­ustu  fjár­fest­inga Björg­ólfs Thors séu meðal ann­ars kaup á hlut í Atai Life Sci­ences, fyr­ir­tæki sem stað­sett er í Þýska­landi og von­ast til þess að geta fundið leiðir til að nota ofskynj­un­ar­lyf til að lækna geð­sjúk­dóma.Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar