Björgólfur Thor metinn á 263 milljarða króna

Björgólfur Thor Björgólfsson er á meðal 100 ríkustu manna í Bretlandi. Auður hans hefur vaxið hægt og bítandi síðustu ár eftir að staða hans var tvísýn eftir bankahrunið.

Björgólfur Thor Björgólfsson
Auglýsing

Björgólfur Thor Björg­ólfs­son fjár­festir er í 91. sæti yfir rík­ustu menn Bret­lands sam­kvæmt nýbirtum lista The Sunday Times. Alls er auður hans met­inn á 1.654 millj­ónir punda, eða 263 millj­arða króna.

Auður Björg­ólfs Thor jókst um 98 millj­ónir punda, 15,6 millj­arða króna, á síð­asta ári. Björgólfur Thor er því eini íslenski millj­arða­mær­ing­ur­inn í pundum talið.

Lík­ast til er Björgólfur Thor sá Íslend­ingur sem best hefur tek­ist að end­ur­heimta þá eigna­stöðu sem hann var með fyrir banka­hrun­ið. Á árinu 2007 var hann í 23. sæti á lista The Sunday Times yfir rík­ustu menn Bret­lands og í 29. sæti í árs­lok 2008. Þá var auður hans met­inn á 2.070 millj­ónir punda, eða 329,1 millj­arð króna á núvirði.

Mjög fyr­ir­ferða­mik­ill fyrir banka­hrun

Á þeim tíma var Björgólfur Thor þekkt­astur fyrir fjár­fest­ingar í lyfja­iðn­aði og fjar­skipta­fyr­ir­tækj­um, og stærsta ein­staka eign hans var hlutur í lyfj­aris­anum Act­a­v­is. Auk þess var Björgólfur Thor vit­an­lega afar umsvifa­mik­ill á Íslandi þar sem hann átti, ásamt föður sínum og öðrum við­skipta­fé­laga, kjöl­festu­hlut í Lands­banka Íslands um nokk­urra ára skeið.

Auglýsing
Björgólfur, faðir hans og Magnús Þor­steins­son höfðu fyrst efn­ast veru­lega á því að selja bjór­verk­smiðj­una Bravo í Rúss­landi til Hein­eken skömmu eftir ald­ar­mót.

Fjár­mála­hrunið setti hins vegar veldi Björg­ólfs Thors í tví­sýna stöðu þar sem hann var í per­sónu­legum ábyrgðum fyrir skuldum sem námu minnst 40 millj­örðum króna.

Skömmu eftir hrun hófust við­ræður milli Björg­­­ólfs Thors og trún­­­að­­­ar­­­manna hans, og síðar full­­­trúa lán­­­ar­drottna sem áttu kröfu á Björgólf Thor og félög hans.

Í ágúst 2014 var síðan til­­­kynnt að skulda­­­upp­­­­­gjöri Björg­­­ólfs Thors Björg­­­ólfs­­­sonar væri lokið og að hann hefði greitt kröf­u­höfum sín­um, að mestu stórum alþjóð­­­legum bönk­­­um, sam­tals um 1.200 millj­­­arða króna. Þessi upp­­­­­gjör tryggði honum mik­inn auð þar sem hann fékk að halda góðum eign­­­ar­hluta í Act­a­vis að því loknu. Sá eign­­­ar­hluti hefur gert Björgólf Thor ævin­týra­­lega ríkan á ný. ­Björgólfur Thor gaf árið 2015  út bók um fall sitt og end­­­ur­komu. Kjarn­inn birti umfjöllun um bók­ina skömmu eftir að hún kom út.

Var einnig á lista For­bes

Björgólfur Thor birt­ist einnig á lista tíma­rits­ins For­bes yfir rík­ustu menn heims fyrr á þessu ári. Þar sat hann í 1.116 sæti og fór upp um 90 sæti milli ára.

Auglýsing
Í umfjöll­un ­For­bes ­sagði að ­Björgólf­ur eigi hlut í pólska fjar­­­skipta­­­fyr­ir­tæk­in­u Play en það er á meðal stærstu far­síma­­fyr­ir­tækja Pól­lands. Til­­kynnt var um það sum­­­arið 2017 að Novator, fjár­­­fest­inga­­fé­lag Björg­­ólfs Thors, ætl­­aði að selja tæp­­lega helm­ings­hlut í Play, sem þá var metið á 261 millj­­arð króna. Í umfjöll­un ­For­bes kom einnig fram að Björgólfur eigi einnig hluti í WOM frá Síle. Auk þess hafi hann fjár­­­fest í raf­­­mynt og sprota­­fyr­ir­tækj­unum á borð við  Zwif, BeamUp og Deli­ver­oo.

Í umfjöllun The Sunday Times segir að á meðal nýj­ustu  fjár­fest­inga Björg­ólfs Thors séu meðal ann­ars kaup á hlut í Atai Life Sci­ences, fyr­ir­tæki sem stað­sett er í Þýska­landi og von­ast til þess að geta fundið leiðir til að nota ofskynj­un­ar­lyf til að lækna geð­sjúk­dóma.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
Kjarninn 15. janúar 2021
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Hefur ekki áhyggjur af sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Forseti Alþingis neitar því að sporin hræði – og að sala Íslandsbanka sé sambærileg einkavæðingunni fyrir hrun. Lagaumhverfið sé gjörbreytt og aðstæður allt aðrar. Þó sé ekki óeðlilegt að velta upp spurningum og það eigi fólk einmitt að gera.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drög að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa verið kynnt.
Boða að malbiki verði flett upp í Reykjavík í nýrri loftslagsstefnu
Á meðal aðgerða sem lagðar eru fram í drögum að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar er að malbiki verði flett upp og bílastæðum í borgarlandi fækkað um 2 prósent á ári. Samgöngur eru langveigamesti þátturinn í kolefnislosun borgarinnar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar