Björgólfur Thor metinn á 263 milljarða króna

Björgólfur Thor Björgólfsson er á meðal 100 ríkustu manna í Bretlandi. Auður hans hefur vaxið hægt og bítandi síðustu ár eftir að staða hans var tvísýn eftir bankahrunið.

Björgólfur Thor Björgólfsson
Auglýsing

Björgólfur Thor Björg­ólfs­son fjár­festir er í 91. sæti yfir rík­ustu menn Bret­lands sam­kvæmt nýbirtum lista The Sunday Times. Alls er auður hans met­inn á 1.654 millj­ónir punda, eða 263 millj­arða króna.

Auður Björg­ólfs Thor jókst um 98 millj­ónir punda, 15,6 millj­arða króna, á síð­asta ári. Björgólfur Thor er því eini íslenski millj­arða­mær­ing­ur­inn í pundum talið.

Lík­ast til er Björgólfur Thor sá Íslend­ingur sem best hefur tek­ist að end­ur­heimta þá eigna­stöðu sem hann var með fyrir banka­hrun­ið. Á árinu 2007 var hann í 23. sæti á lista The Sunday Times yfir rík­ustu menn Bret­lands og í 29. sæti í árs­lok 2008. Þá var auður hans met­inn á 2.070 millj­ónir punda, eða 329,1 millj­arð króna á núvirði.

Mjög fyr­ir­ferða­mik­ill fyrir banka­hrun

Á þeim tíma var Björgólfur Thor þekkt­astur fyrir fjár­fest­ingar í lyfja­iðn­aði og fjar­skipta­fyr­ir­tækj­um, og stærsta ein­staka eign hans var hlutur í lyfj­aris­anum Act­a­v­is. Auk þess var Björgólfur Thor vit­an­lega afar umsvifa­mik­ill á Íslandi þar sem hann átti, ásamt föður sínum og öðrum við­skipta­fé­laga, kjöl­festu­hlut í Lands­banka Íslands um nokk­urra ára skeið.

Auglýsing
Björgólfur, faðir hans og Magnús Þor­steins­son höfðu fyrst efn­ast veru­lega á því að selja bjór­verk­smiðj­una Bravo í Rúss­landi til Hein­eken skömmu eftir ald­ar­mót.

Fjár­mála­hrunið setti hins vegar veldi Björg­ólfs Thors í tví­sýna stöðu þar sem hann var í per­sónu­legum ábyrgðum fyrir skuldum sem námu minnst 40 millj­örðum króna.

Skömmu eftir hrun hófust við­ræður milli Björg­­­ólfs Thors og trún­­­að­­­ar­­­manna hans, og síðar full­­­trúa lán­­­ar­drottna sem áttu kröfu á Björgólf Thor og félög hans.

Í ágúst 2014 var síðan til­­­kynnt að skulda­­­upp­­­­­gjöri Björg­­­ólfs Thors Björg­­­ólfs­­­sonar væri lokið og að hann hefði greitt kröf­u­höfum sín­um, að mestu stórum alþjóð­­­legum bönk­­­um, sam­tals um 1.200 millj­­­arða króna. Þessi upp­­­­­gjör tryggði honum mik­inn auð þar sem hann fékk að halda góðum eign­­­ar­hluta í Act­a­vis að því loknu. Sá eign­­­ar­hluti hefur gert Björgólf Thor ævin­týra­­lega ríkan á ný. ­Björgólfur Thor gaf árið 2015  út bók um fall sitt og end­­­ur­komu. Kjarn­inn birti umfjöllun um bók­ina skömmu eftir að hún kom út.

Var einnig á lista For­bes

Björgólfur Thor birt­ist einnig á lista tíma­rits­ins For­bes yfir rík­ustu menn heims fyrr á þessu ári. Þar sat hann í 1.116 sæti og fór upp um 90 sæti milli ára.

Auglýsing
Í umfjöll­un ­For­bes ­sagði að ­Björgólf­ur eigi hlut í pólska fjar­­­skipta­­­fyr­ir­tæk­in­u Play en það er á meðal stærstu far­síma­­fyr­ir­tækja Pól­lands. Til­­kynnt var um það sum­­­arið 2017 að Novator, fjár­­­fest­inga­­fé­lag Björg­­ólfs Thors, ætl­­aði að selja tæp­­lega helm­ings­hlut í Play, sem þá var metið á 261 millj­­arð króna. Í umfjöll­un ­For­bes kom einnig fram að Björgólfur eigi einnig hluti í WOM frá Síle. Auk þess hafi hann fjár­­­fest í raf­­­mynt og sprota­­fyr­ir­tækj­unum á borð við  Zwif, BeamUp og Deli­ver­oo.

Í umfjöllun The Sunday Times segir að á meðal nýj­ustu  fjár­fest­inga Björg­ólfs Thors séu meðal ann­ars kaup á hlut í Atai Life Sci­ences, fyr­ir­tæki sem stað­sett er í Þýska­landi og von­ast til þess að geta fundið leiðir til að nota ofskynj­un­ar­lyf til að lækna geð­sjúk­dóma.Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar